miðvikudagur, apríl 16, 2008

er komið vor... ??

þetta er spurning sem margir hugsa en enginn þorir að segja upphátt.  Maður gæti "jinxað" og farið að snjóa aftur.  Það var yndislegt veður í dag og maður fann hvernig brúnin lyftist á öllum.

Ég gæti alveg hugsað mér að vorið væri komið.  Gæti alveg hugsað mér að hætta að þurfa að klæðast í milljón föt og peysur og verið bara á stuttermabolnum eins og í dag.  Farið í sund og notið þess að vera í sólinni á meðan syntur er morgunspretturinn.

Mér er alveg sama þó Andrésar leikarnir verði snjólausir, að vélsleða fólkið komist ekki aftur á sleðann, Gleðin sem skein úr augum Gabríels þegar hann heyrði að hann mætti fara með buffið í skólann var svo fölskvalaus og einlæg, að þurfa ekki að dúða barnið þannig hann sé eins og michelin man og geti varla hreyft sig... ég er orðin svo þreytt á þessum vetri, hlakka til að geta bara verið á ecco sandölunum alla daga :)

1 ummæli:

J?hanna sagði...

Oh, ég er svoooo sammála þér! Mér er alveg sama um skíða-, bretta- og vélsleðafólk. Þau eru búin að fá sitt!
Núna er kominn tími á sumar, takk.

Knús,

Jóhanna