mánudagur, mars 23, 2009

Afmælishelgi

Hrein yndisleg helgi að baki!  Við sonur fórum upp í sveit á föstudag.  Alltaf gott að koma í sveitina. Sonur minn meira að segja tók upp að labba eðlilega á föstudagskvöldinu, og fann ekkert til.  Varð svolítið þreyttur þegar hann var búinn að labba fram og til baka húsið endilangt í all nokkurn tíma :)

Þórhalla systir átti svo afmæli á laugardaginn – Til hamingju með daginn elsku systir!! Og hún fór af bæ með sínum manni þessa helgi.  Stórafmæli á ferð og ákvað að eiga dekurhelgi að heiman.  Hún var svo með smá kaffiboð í gær þar sem við hin fengum að knúsa hana til hamingju með daginn.  Og hvernig hún galdrar fram dekkhlaðið borð af hnallþórum þannig svignaði undan á klukkutíma er mér óskiljanlegt, en hún er ein af þessum ofurhúsmæðrum. 

Mamma mín bauð mér í lónið á laugardagskvöldinu.  Gabríel var heima hjá afa sínum og ég veit að þeir áttu góða stund saman, allavega var Gabríel með súkkulaði frá eyra til eyra, brosandi hringinn, og hrikalega ánægður með tilveruna.  Við mamma nutum veðurblíðunnar, með stjörnubjörtum himni, ég fékk mér bjór og við slökuðum svo á.  Mikið var þetta notalegt – takk kærlega fyrir mig elsku mamma og pabbi!

Ég mætti svo með kökur handa liðinu hérna í vinnunni í dag.  Hefð hér að afmælisbarn komi með smá gúmmulaði handa hinum og var vel tekið í smá sætt svona á mánudagsmorgni. 

þessa fallegu mynd sendi systir mín mér í morgun með afmæliskveðju.

DSC00135

Í dag er fallegur dagur úti og ætla ég að njóta þess að vera til :o) 

1 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Til hamingju afmælisstelpa !