mánudagur, mars 09, 2009

Hálfvitar og ófærð..

Sótti guttann minn í sveitina á miðvikudag, en hann er ekki alveg farinn að labba ennþá.  Hefur bara gott af því að fara í skólann og gleymir sér frekar þar en heima. 

Anna mín kom á föstudaginn og við skelltum okkur á tónleika á Græna Hattinum.  Hálfvitarnir voru að spila og var það hin besta skemmtun.  Nýja efnið þeirra er mjög skemmilegt.  Svo fengum við Anna okkur vel í báðar stórutærnar og maður var þægilega rykugur daginn eftir.  Held að við höfum verið á fótum til hálf sex við að kjafta :) Þetta er alveg nauðsynlegt að gera.  Tvær saman að sötra bjórA og kjafta og skemmta okkur saman! Ég skemmti mér svo vel að ég lifi á þessu lengi. 

Fór uppí sveit.  Nennti ekki að fara heim aftur þann dag svo ég gisti uppfrá og knúsaði drenginn minn.  Hefði kannski átt að fara þar sem við urðum svo veðurteppt þar.   Sylvía og Áslaug höfðu verið svo yndislegar að grípa Gabríel með sér á föstudag og hann talar um það hvað það var gaman og það sem þær gerðu með honum.  Dekruðu hann alveg.  Svo þær voru veðurtepptar þarna líka.  Æ bara fínt að slappa af.  Þær voru svo yndislegar að taka Gabríel með sér út að leika í gær í vondaveðrinu.  Hann var ekkert smá kátur með þetta.  Setti inn myndir: Úti að leika í vondu veðri.

Vöknuðum svo í morgun og biðum eftir að sjá rauðu línurnar breytast í hvítar á vefnum hjá Vegagerðinni.  Og þrykkti súbba í gegnum nokkra skafla á leiðnni.  Áttaði mig náttla ekki á að nyrðri leiðin í kringum vatnið er mokuð á eftri syðri.  Ég fór nyrðri hehe og stelpurnar á Boru í kjölfarið :) en að sjálfsögðu sökum ógurlegrar ökumannshæfni okkar Áslaugar þá komumst við í gegnum þá :o)

vont vedur

Engin ummæli: