þriðjudagur, mars 03, 2009

Ein í koti.

Við áttum snilldar helgi í sveitinni.  Fórum á vatnið, ísilagt og á kafi í snjó.  Veiddum silunga í gegnum vök, lékum okkur á sleða, og það var rosalega gaman. 

Hann er enn fótbrotinn þessi elska.  Ég kom ein heim á sunnudeginum.  Mikið var tómlegt heima.  Vantar litla kút til að dralsa allt út og kalla mamma mamma.  Sæki hann sennilegast á morgun.  Hann er farinn að langa svo heim að hann reynir að stíga í fótinn.  Og er farinn að geta tillt í tána svo þetta er allt að koma. 

Það er bara allt við það sama hjá mér.  Alltaf gaman í vinnunni.  Súbbinn farinn að hegða sér aftur.  Laus við alla karlmenn.  Fann um daginn að ég var að leyfa neyslu fyrrverandi að hafa áhrif á mig.  En ég hristi það af mér.  Mér fannst leiðinlegt að heyra ekkert frá honum út af síðustu pabbahelgi.  Og finnst vont að neyslan skuli enn hafa áhrif á mitt líf og núna Gabríels líf.  Sýnir bara hvað þetta smitar út frá sér, og hefur áhrif á miklu fleiri en bara þann sem er í neyslunni.  Vildi bara að ég gæti losnað undan þessu.  Ekki þurft að alltaf hugsa "skildi hann eða ekki... " Það er svo sárt vegna Gabríels.  Og aftur finn ég fyrir því að ég er hreinlega ekki tilbúin til að taka áhættu á að hleypa öðrum inn.  Treysti bara ekki.  Held oft að ég sé nú komin á þann stað að það væri nú fínt að fara að huga að þessum málum.  En svo einmitt gerist eitthvað og ég fæ bakslag og bakka aftur inn í öryggið mitt. 

Þannig í dag nýt ég þess að vera bara ég og hlakka til að fá soninn minn heim.  Tek hverjum degi eins og hann er og tekst á við hann með jákvæðni og æðruleysi. 

DSC00757

Engin ummæli: