miðvikudagur, mars 11, 2009

Þreytt á snjónum

En það er bara ekkert við því að gera.  Ekki á ég penge til að flýja út í sólina.  Þakka bara fyrir að eiga bíl sem fer í gang og er fljótur að hitna, hlý föt og góða skó, og sonur minn á góðan snjógalla, góða skó og góðar húfur og vettlinga.  Við erum við öllu búin.  Er meira að segja með reipi í skottinu til að kippa litlum bílum uppúr sköflum eða ef mig vantar aðstoð við skaflana..

Annars er lítið að frétta af okkur.  Gabríel notar fótinn alltaf aðeins meira hvern dag, og þetta kemur allt saman. Hann er samt ragur enn við að stíga í fótinn, hræddur greinilega. 

Langar hrikalega í Fellshlíð næstu helgi.  Er samt ekki viss um hvort ég eigi að drösla Gabríel í burtu aftur þar sem hann er ekkert búinn að vera heima í fríi svo lengi.  Og næstu helgi þá förum við í sveitina þar sem þá er afmælishelgin okkar Þórhöllu systur. Kemur í ljós kemur í ljós..

Engin ummæli: