hrikalega líður tíminn hratt..!! ég er ekki alveg að fatta þetta - strax aftur kominn föstudagur. Finnst eins og í gær að Anna mín væri að koma og við værum að fara á Hálfvitatónleika. Sem voru btw hrikalega skemmtilegir. Og við Anna hlógum svo mikið.
þessi helgi er plönuð í afslappelsi. Við sonur erum búin að ákveða á hvaða mynd við ætlum í bíó. Og svo er planið að fara í jólahúsið líka. Mikið verður þetta gaman hjá okkur!
Hann er allur að koma í fætinum. Hann er ekki byrjaður að labba eðlilega aftur , en er farinn að stíga meira í fótinn og æfir sig. Gruna hann um að finna fyrir brotinu, og ég veit að hann man vel eftir sárskaukanum. Þegar hann steig óvart í fótinn hjá lækninum sama dag og þetta gerðist þá fór hann að gráta, og ég hef aldrei séð hann gráta eins og hann gerði þá. Svo ég ljái honum ekki fyrir að vera hræddur.
Það er reyndar vélsléðamót í sveitinni með balli og tilheyrandi, en ég er samt að spá í að vera bara sófarotta þessa helgi.
Mér líður afskaplega vel. Alltaf jafn gaman í vinnunni. Mamma og pabbi komu áðan og buðu mér í hádegismat hrikalega gott - takk fyrir mig elsku mamma og pabbi. Pabbi setti líka eitthvað sprey á bílinn minn; hann vildi ekki fara í gang í morgun, en svo datt hann í gang (á minni frekju einni saman) sem þýðir að þetta er ekki í geyminum... pabbi er alveg hvumsa yfir þessu... kemur í ljós kemur í ljós.
Jámm gaman að vera til....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli