mánudagur, maí 04, 2009

Til hamingju með daginn elsku mamma mín!!

Í dag á hún mamma mín afmæli! Og ég þarf að sjálfsögðu ekki að segja að ég eigi bestu mömmu í heimi.  Til hamingju með daginn elsku mamma mín!!

Annars átti ég góða helgi.  Föstudagurinn byrjaði já á hjólatúr okkar Gabríels. Var rosalega gaman  hjá okkur.  Stígvélaði kötturinn fór ekki eins vel þar sem bilun var í gangi og fengum við miðana endurgreidda.

Við skoðuðum mótorhjólin (úr fjarlægð – sumir vildu ekki fara nær) á torginu sem voru að keyra 1. mai rúntinn sinn. 

Fórum á Bláu Könnuna til að hitta liðið úr tölvuleiknum mínum.  Pabbi hans var einmitt þar og fínt að hittast þar og skiptast á dóti og barni :) Ég var svo bara heima um kvöldið.  Rólegheit og kósí. 

Laugardag hjólaði ég 7km… já það eru 3.5km í vinnuna mína.  Og eina fjandans brekkan á leiðnni er 1km!! Og hana labbaði ég því að hjóla hana uppí móti með allt rokið í fangið var ekki mín aðferð eða hugmynd að góðum hjólatúr.  En samt sem áður var ég 12 mín til vinnu og um 35 mín úr vinnu (með þessu 1 km labbi upp brekku með rokið á móti mér) Svo þetta er sko alveg gerlegt hjá mér.   Bara hætta þessum aumingjaskap og hella mér í þetta á morgun (ég er svolítið stressuð) – jafnvel finn ég stundum fyrir að ég sé að guggna á þessu “hjóla í vinnuna” dæmi…  (- þetta er hint um  pepp people!! )

Fór í snilldarmat til Gunna félaga og konu hans Maríu.  Gunni er guðfaðir Gabríels ef einhverjir vita ekki hver hann er.  Mexíkóskur kjúlli bakað í ofni innvafinn í tortilla kökur að synda í osti… jédúddamína hvað þetta var gott – María er snilldarkokkur!!

Og djamm um kvöldið.  Elísa vinkona á afmæli í dag (knús knús) og hún bauð í smá heimboð á laugardagskv.  Singstar og guitarhero, killer brauðréttur og ostar.  Mikið gaman og mikið fjör.  Ég hins vegar lét singstar eiga sig – vil ekki hræða fólk við svona fyrstu kynni – en næst þá verður tekið á því ha ha ha ..

Í gær saknaði ég Gabriels alveg hrikalega..  var eitthvað svo tómt heima og hljóðlátt.  Endaði með að ég lagði mig um sex og steinsofnaði og svaf til að verða átta..

DSC00860

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh hvað ég vildi að ég gæti hjólað í vinnuna mína, öfunda þig ekkert smá ;) tja ég gæti kannski alveg hjólað, en held að þá yrði ekki mikið úr deginum þar sem það eru 33km hvora leið, fullt af litlum brekkum og ein stóóór...
Gangi þér vel :)
Eikin

Inga Hrund sagði...

Vertu dugleg dugleg. Gefðu þér verðlaun eftir 4 hvern hjóladag :)