þriðjudagur, maí 19, 2009

Tjaldkaup

jahá… fyrir nokkrum árum þá heyrðist reglulega sagt “ég hata að sofa í tjaldi, þoli ekki að vakna einhverstaðar, í spreng að míga og komast ekki í sturtu strax “

Núna er sko öldin önnur (já sennilega var þetta sagt fyrir aldamót… nei ég skrökva því, ég sagði þetta líka fyrstu árin á þessari öld..

í dag keypti ég mér tjald! Ég byrjaði á því að fara í útilegu 2007 með Hafdísi vinkonu og hennar syni og mínum syni. Og þá skemmti ég mér konunglega og hugsaði með mér að auðvitað myndi ég nú gera þetta fyrir son minn að fara með hann í tjald.  Og viti menn drengurinn dýrkaði útileguna.  Að geta bara vaknað, og út að leika var eitthvað við hans hæfi!

Í fyrra þá var Hafdís upptekin við barneignir svo ekki komst hún með svo ég fór í tvær útilegur – fjölskylduútilega EJS og við Gabriél skemmtum okkur vel í henni.  Svo fórum við í eina bara tvö í Ásbyrgi.  Og hún er nú bara sú besta hingað til.  Hann hefur ákveðnar hugmyndir.  Td að nota kaffisett/matarsett töskuna sem afi hans á.  - ég man eftir þessari tösku síðan ég fór lítil í útilegu! 

Og ég er alveg að fíla þetta! Svo í ár þá ákvað ég að kaupa mér sjálf tjald.  Svo leiðinlegt að þurfa alltaf að fá lánað. Sonur minn er löngu farinn að planleggja útilegur.  Hann er búinn að tjalda út um alla íbúð með teppum og heima hjá afa sínum og ömmu út um allt hús þar líka.  Honum finnst þetta svo skemmtilegt! Og það er alltaf rætt um útilegur hér og útilegur þar.

Hlakka bara mikið til að komast í útilegur með syni mínum í sumar !!!

tjaldið mitt

2 ummæli:

Dóa sagði...

Til hamingju með tjaldið skvísa!
Og góða skemmtun í útilegunum í sumar! :o)

Inga Hrund sagði...

Fyrst hjól og svo tjald, hvar endar þetta ?
:)