mánudagur, apríl 14, 2008

Það er sól sól sól!!

já sólskin mætti augunum í morgun þegar ég vaknaði... og hrjótandi barn við hliðina á mér.  Hann hafði vaknað eldhress um 6 í morgun.  Og þar sem mamma hans vill sofa til sjö þá fékk hann að kúra uppí.  Og að sjálfsögðu steinsofnaði guttinn minn aftur. 

Við erum svo sátt við lífið þessa dagana að allt var svo rólegt og notalegt hjá okkur.  Vorum meira að segja komin út í bíl um korterí átta!! hann reyndar maldaði í móinn (argaði / grenjaði hressilega) þegar ég var að kveðja hann í skólanum...

Og mín í sund. Og það var svo notalegt að synda í sólinni (skítkalt reyndar) en stoppaði á bakkanum og snéri nebbanum upp í sólina og heilsaði upp á þessa gömlu vinkonu mína sem ég hef saknað geðveikt mikið.  Maður varla þorir að vona að vorið sé komið - maður varla hefur náð að hugsa þá hugsun(draum) til enda þá er kominn snjór aftur...

Helgin var róleg og notaleg.  Brunaði upp í sveit eftir vinnu laugardaginn og knúsaði barnið mitt.  Grill og bjór hjá pabba og mömmu, kíkti í smá kaffi og kökurestar á sunnudeginum í Hraunberg - en þar var ferming á laugardag. 

Sonur heyrði loks í föður sínum, stutt samtal þar sem Gabríel sagði honum að hann væri hættur með bleyju og svo bara "bless bless pabbi" og hljóp í burtu.  En það þarf ekki meira - þetta var nóg fyrir litla manninn og hann var alsæll með þetta. 

Drykkjuboltarnir vinnufélagar mínir eru í mismundandi ástandi í dag en öll sammála um að árshátíðin hafi heppnast vel sem er bara frábært ! Allir skemmt sér og matur góður.  Og allir komið heilir heim.

Þar til næst - hafið það gott dúllurnar mínar!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,
Ég veit sko hvað þú ert að tala um að vera sátt með allt. Hef aldrei liðið betur á ævinni. Engir karlmenn í kring og ég lifi fyrir mig og mína:)
Verð að fara norður bráðum og kíkja í kaffi. Höfum um nóg að tala (slúðra).
Hafið það sem allra best.
Kossar og knús:)
Hafrún.