sunnudagur, apríl 20, 2008

Sunnudagur til sólar

DSC00300Alveg snilldar dagur hjá okkur.  Vaknað snemma í sólargeisla og skomberað í sund.  Vorum þar í nærri 2 tíma enda þegar ég sá að Gabríel getur farið einn í rennibrautina þá er ekkert sem stoppar það.  Ég bíð bar fyrir neðan og tek á móti. Hann er orðinn svo stór og duglegur! Svo voru bíll og fjórhjól með í för sem fengu að fara í hressum ferðum niður rennibrautir og í buslulaugm.   

Fengum okkur Brynjuís á eftir og ég var ekki sátt með hann - fatta ekki alveg "the fuzz" hvað varðar þennan margfræga og umtalaða ís.  Ætla að halda mig við ísinní Lindinni hér eftir. 

Sonur svaf vel - ég dormaði og naut hvíldarinnar.  Er orðin svolítð lúin.  Hlakka til að eiga auka frídag í næstu vinnuviku auk þess að fá helgarfrí. 

Við fórum svo á Bubba Byggir í dag.  Það var virkilega gaman.  Það var reyndar ekkert hlé og hann þarf að hafa hlé sá stutti.  Hann er ekki alveg á að sitja á rassinum í heila klukkustund.  Á Horton myndinni var hlé og það var til þess að hann náði að sitja alla myndina og halda einbeitningu, en þetta er einum of löng lota fyrir svona orkugutta eins og minn :o) Hann tók svo á mig smá frekjuóþægðarsprengju - já hann er eðlilegur þessi elska - hann á það til að taka óþægðarköst. 

En frekjuóþægðarkastið endaði og við grilluðum kjúlla í sátt og samlyndi, nutum kvöldsins og horfðum á snjósleða á skjá einum. 

Ef helv.. flugfargjöld væru ekki svona ógó dýr hefði ég fengið heimsókn í dag en þar sem far var fyrir hendi (og hafði verið planað þannig) þá var það nýtt suður. En það hefði verið gaman að fá svona surprise heimsókn.  Alltaf gaman af því :) Það bíður bara betri tíma!

Það er eitthvað svo afstressandi að hafa svona veður.  Ég er búin að fara í sund nærri alla dagana í sólinni - og svo sá ég á mbl.is veðrinu að þetta á að vera svona næstu viku líka.  'Eg er svo hamingjujsöm með það - þið trúið því ekki.  Manni finnst allir vegir færir, stutt í sumarfrí, smáskotin eru alltaf að blossa, sonur er gullmoli (eins og alltaf) og hve heppin ég er. 

Lífið er snilld!

þar til næst fólk fjær og nær - hafið það sem allra best :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ekkert smá ánægð með þig, þú virðist öll vera að blómstra :) Kveðja ein ókunnug sem rambaði óvart á bloggið þitt og fylgist reglulega með því, hef einu sinni áður commentað, vonandi er þér sama :))

Nafnlaus sagði...

hæ já alltaf velkomin :)

Nafnlaus sagði...

Ég ákvað að kvitta líka af því ég kíki nú stundum á þig. Alveg yndislegar þessar helgar sem fara í að njóta þess að vera til. Síðustu helgi fór ég með krakkana á línuskauta (Bjössi hjólaði að vísu) og allir í sund á eftir, alveg frábært:-) Hafðu það sem best og knúsaðu gullmolann þinn.

Inga Hrund sagði...

Mig langar í ís við að lesa þessa færslu en ég veit ekki hversu gott það er fyrir hálsbólguna mína :P