fer ekki á árshátíðina.. ákvað það í dag þegar ég sá stöðuna á reikningnum mínum. Þessar hækkanir koma soldið aftan að mér - hafði haft varann á en greinilega ekki nógu mikið. Er drullufúl, svekkt og sár, en ætla að vinna frekar svo launaumslagið mitt verði aðeins þyngra næst. Nenni ekki að fara þegar maður er með áhyggjur af peningum, og veit að maður hefur engan veginn efni á að gera þetta og geta ekki leyft sér að gera það sem mann langar til. Það koma tímar siðar.
Lögfræðikostnaðurinn er mikill og er að setja mig á hliðina, en það er seinna tíma vandamál - mestu máli skiptir að ég nái að losa mig úr því sem hann er að vinna að fyrir mig.
Sem betur fer hækka húsaleigubætur svo við fáum eitthvað bætt uppí þessu ljóta ástandi sem nú er. Maður fer varla út í búð án þess að maður borgi 2000 kr, og fyrir nákvæmlega ekki neitt - nokkra lítra af mjólk, ost, brauð og súrmjólk. Guð hjálpi mér og fyrirgefi; ég spreðaði í ferska ávexti handa syni mínum. Ég reyni alltaf að sjá ljósu hliðarnar á hlutunum. Mér gengur afskaplega illa að sjá ljósar hliðar á þessu.
Ég hata þetta.
Annars erum við sonur heima. Ég lagðist á sunnudaginn, og lá í gær, og hann tók upp hóstann, horið og hitann í gær og nótt. Svo við erum lasarussar heima núna. Hann er svo yndislegur og duglegur þessi elska. Orðinn alveg bleyjulaus á daginn - en þarf meðann hann sefur. O g no2 er soldið vandamál ennþá en það lærist hjá þessum engli.
Hann er drifkrafturinn þessa dagana hjá mér í þessu öllu saman.
Þar til næst - eigið góða daga.
5 ummæli:
æjj :(
Stefnan hjá ríkisstjórninni virðist vera að gera alla að öreiga ræflum í þessu þjóðfélgi - allt fáránlega dýrt!
Enn... það koma aðrir tímar, dúllan mín og þá slettir þú úr klaufunum sem aldrei fyrr :D
Loveyou!
Æi leiðinlegt. Svo getur þú tekið Pollýönnu á þetta og fagnað að Gabríel er að spara þér nokkrar krónur í bleyjukaup :D
já þar sem bleyjur eru farnar að kosta fáránlega mikið þá er ég afar sæl með þetta hjá syni mínum!
Og Jóhanna mín - það koma aðrar stundir til að hafa það gaman og þa´vil ég að ég þurfi ekki að spá og spekúlera í hverri krónu :)
tek jú pollý á þetta og vinn 3 laugardaga í röð núna og fita launaumslagið soldið :)
Hrikalega fúlt auðvitað, en það koma tímar til að tjútta - forgangsröðin hefur svolítið breyst þannig að það skiptir meira máli að eiga mjólk í ísskápnum en bjór!
Those were the days my friend.. ;o)
Knús og kreistur!
ó vá - Helvíti - mannstu hvernig ísskápurinn var þar!!! ef það komst fyrir ostur þá var eitthvað að...
Skrifa ummæli