sunnudagur, apríl 27, 2008

Yndisleg helgi :o)

Við sonur áttum alveg hreint yndislega helgi.  Var loks í fríi á laugardag og naut þess að vera bara með syni mínum að njóta lífsins með honum.  Byrjuðum á sundi og lékum okkur þar í góða stund.  Og þar sem veður var heldur skítlegt þá vorum við svo bara heima.  Hann líka nýtur þess að vera heima og hafa mig bara einn og útaf fyrir sig.  Lögðum okkur eftir hádegi og kúrðum okkur yfir Ratatouille.

Í dag fórum við ísveitina til a horfa á Formúluna.  Gabríel er svo mikill afastrákur.  Sönglaðí alla leiðina "til afa til afa míns, til afa til afa míns"  Svo er alltaf eins og komi smá púki upp í þeim báðum er þeir hittast því þeir stríða hvor öðrum svo rosalega.  Gabríel heldur alveg í við afa sinn í þeim efnunum.  Bara gaman að fylgjast með þeim :o)

Svona dagar eins og þessi helgi gefa manni algjör orkubúst og sýna manni hve mikilvægt er að eiga svona stundir með þeim sem standa manni næst. 

Heyrði líka í gauknum í suðri og það er líka alltaf jafn gaman! Sem minnir mig á það að ég er komin með pössun bæði hvítasunnuhelgina og júróvision helgina :o) gaman gaman :o)

 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaukar í suðri, norðri, vestri og austri...bwahahaha. Takk fyrir útskýringuna á þessu öllu saman um daginn...hehehe