þriðjudagur, desember 14, 2004

Allt gott að frétta

ég er búin að vera hérna í Mývó síðan við komum hingað að passa hund og hús. Við ákváðum að best væri að ég færi ekkert að brasa við að keyra austur til að vera þar í viku og koma svo aftur norður. Ekki það að ég hafi ekki viljað fara aðeins heim, er með smá vott af heimþrá, en það er búið að fara afskaplega vel um mig hérna og junior. Já í sónar kom í ljós að þetta er myndar strákur sem ég ber undir belti! Og okkur líður bara afskaplega vel.
Hjölli fór hinsvegar austur sl þriðjudag til að ganga frá húsinu almennilega og ná í það sem okkur vantaði fyrir jól og barnsburð. Hans er von aftur í dag. Þá liggur leiðin til A-eyrar þar sem við verðum fram yfir fæðingu. Hvar jólin verða haldin er ekki alveg komið á hreint, en ef færð og veður leyfa þá vil ég helst vera hjá mömmu.

föstudagur, desember 03, 2004

Lítill strákur

Jamm við fórum til Akureyrar í gær til að skoða bumbubúa í sónar. Og það lítur allt vel út, og þetta er strákur!! Svo Hjölli hafði rétt fyrir sér blessaður. Svo núna er bara að grisja úr fötunum frá Þórhöllu systur og sleppa öllum bleikum fatnaði, og gleyma að hugsa um stelpu nöfn. Ég á líka að fara að slappa af, hætta öllu veseni (þrífa, príla upp á borð og standa á stólum við að koma upp jólaseríum svo eitthvað sé nefnt) hvernig sem það kemur til með að ganga hjá mér. Þeir breyttu ekkert dagsetningunni hjá okkur, hún er enn 29 desember, en gutti er kominn í skotstöðu.
Annars er lífið í Mývó hið rólegasta. Mamma og pabbi fóru í fyrradag, koma aftur á mánudaginn. Herkúles voða aumur fyrst, en við dekrum hann svo mikið að hann er farinn að brosa á ný. Kítara er líka obbosslega góð við hann - sko núna er hún að passa hann!!
Við förum semst aftur á Fáskrúðsfjörð á mánudag/þriðjudag. En við færum okkur um set til A-eyrar (til að bíða eftir gutta) 14 desember. Og þá verðum við alveg þar til bumbulíus ákveður að koma í heiminn.
En þar til næst - hafið það sem allra allra best - tölvupóstur er vel þeginn - allaveganna póstur - svo endilega ekki vera feimin!!!