ég er búin að vera hérna í Mývó síðan við komum hingað að passa hund og hús. Við ákváðum að best væri að ég færi ekkert að brasa við að keyra austur til að vera þar í viku og koma svo aftur norður. Ekki það að ég hafi ekki viljað fara aðeins heim, er með smá vott af heimþrá, en það er búið að fara afskaplega vel um mig hérna og junior. Já í sónar kom í ljós að þetta er myndar strákur sem ég ber undir belti! Og okkur líður bara afskaplega vel.
Hjölli fór hinsvegar austur sl þriðjudag til að ganga frá húsinu almennilega og ná í það sem okkur vantaði fyrir jól og barnsburð. Hans er von aftur í dag. Þá liggur leiðin til A-eyrar þar sem við verðum fram yfir fæðingu. Hvar jólin verða haldin er ekki alveg komið á hreint, en ef færð og veður leyfa þá vil ég helst vera hjá mömmu.