mánudagur, júlí 27, 2009

bloggleti…

já allt of mikil bloggleti í mér þessa dagana.  Meira að segja bara tölvuleti.  Ég kem úr vinnunni og ég td sleppi alveg WoW þessa dagana.  Er meira með bókina á nefinu, alveg dottin ofaní lestur. 

En sl vika var fín. Sonur var heldur þreyttur þar sem það tekur á að byrja aftur í skólanum.  En gekk vél.  Vikan var heldur tíðindalaus.   þannig engar fréttir góðar fréttir.  Er bara ekkert að gúddera þetta veður.  Mér finnst bara ekkert í lagi að 3 vikur séu það eina sem við fáum af sumarveðri.  Ég var heppin að vera í fríi akkúrat þá. 

Við fórum í Fellshlíð á föstudag.  Loksins fékk sonur að fara í Fellshlíð. Harpan var þar líka go var afskaplega gott að sjá hana.  Svo langt síðan ég hef fengið Hörpuknús ! Svo við áttum gott kvöld; mikið talað og mikið hlegið!

Sonur fékk svo að fara á Hálfvitatónleika á laugardagskvöld.  Hann skemmti sér vel blessaður; fannst þetta allt afar spennó – vaka lengur, tralla og horfa á fólkið og fá að borða úti fisk og franskar :o) Við Anna skemmtum okkur vel líka ! 

Ég er alveg andlaus…. (enda mánudagur)

gah_husavik

mánudagur, júlí 20, 2009

Nikulásarmót

Sonur minn kominn heim.  Mér leið afskaplega vel þegar ég var að fara að sofa í gær; allt eins og það á að vera ! Það síðasta sem ég geri áður en ég fer sjálf að sofa er að fara inn til hans og breiða betur yfir hann, ath hvort allt sé ekki örugglega allt í lagi og jafnvel taka dót sem tekur upp allt plássið í rúminu hans :o)

Við fórum á Nikulásarmótið á Ólafsfirði.  Rosalega gaman ! Vorum í tjaldbúðum Mývetninga og horfðum á fótbolta.  Gabríel var áhugasamur á laugardeginum en var heldur þreyttari á sunnudeginum :o) Þetta var mjög gaman og Hjörtur Smári og liðið hans urðu í 2. sæti í hans flokki! Rosalega duglegir krakkar þarna á ferð!

Afskaplega gott að koma heim í gær.  Gabríel var fljótur að tæta til allt dótið sitt og leika sér með allt.  Ég meira að segja fann fyrir smá spennufalli; sumarfrí búið, allt að komast í fastar skorður aftur.  Mér finnst ég gæti sofið í heila öld samt.  Skrýtið.  Það eru kannski bara eftirstöðvar að hafa sofið í tjaldi um helgina.  Hvíldist ekkert of vel.  Kannski ég fari bara fyrr að sofa í kvöld.  Sonurinn fékk spennufall í gær klárlega.  Hann var ekkert búinn að vera heima í tvær vikur og var kominn  með söknuð í dótið sitt.  Þegar hann var búinn að ath hvert einasta dót í herberginu þá spyr hann um hálf átta : “mamma má ég fara að sofa núna” og við burstum og ég les hálfa bók (disney sögustund) og hann er sofnaður klukkan átta.  Alveg búinn.   

Búin að setja inn myndir á flikkrið okkar: Nikulásarmót Ólafsfirði 18-19 júlí

gah_hjortur_sylvia_aslaug

föstudagur, júlí 17, 2009

Fyrsta vinnuvika eftir frí

er liðin :) eða næstum því – á klukkutíma og tuttugu mínútur eftir.  Búin að vera ein heima þessa vikuna.  Og bara búin að vinna, lesa, sofa og horfa á Chuck þegar allt annað bregst.  Sems búin að slappa 150% af!! Ekkert kvöld né næturbrölt á minni !

Fór á Harry Potter í gær með Þórhöllu systur og Hirti Smára. Mikið var ég ánægð með myndina – fannst hún snilld.  Bæði hló og táraðist. 

Núna er bíllinn kjaftfullur af dóti því við ætlum í útilegu á morgun.  Fer uppí sveit núna og gisti þar.  Svo förum við sonur á Ólafsfjörð í útilegu ! hlakka mikið til !

Eigið góða helgi. 

gah_goggi

mánudagur, júlí 13, 2009

fyrsti dagur í vinnu

jámm og ég er ekki frá því að ég hafi verið svolítið mygluð í morgun (og kannski er reyndar smá enn).  En auðvitað er maður kátur í dag! ég er svo ánægð með þessar 3 vikur sem ég fékk í frí.  Endurnærð og úthvld að ég get ekki nöldrað yfir að fríið sé búið.  Fékk mikið af sól, og mikið af hita.  Las mikið og fór oft í sund með syninum, sparkaði bolta með honum og rúntuðuðm.  Reyndi að vera eins mikið og ég gat úti við.  Sólarvörnin notuð mikið :o)

Strákurinn minn er núna hjá afa sínum og ömmu í sveitinni.  Við fórum þangað á laugardaginn.  Hann var hjá pabba sínum sl viku og ég fékk nokkra daga útaf fyrir mig.  þar á meðal fór ég í algjöra aflsöppun í Fellshlíð.  Naut svo veðurblíðunnar hérna heima á Ak.

gah_hoppikastali

föstudagur, júlí 03, 2009

Sumarfrí !

hæ hæ

Viuð erum búin að vera í fríi ! afskaplega gaman hjá okkur.  2 vikur búnar af 3 hjá mér.  Núna í dag fer sonur svo til pabba síns í viku.  Planið er að fara í Fellshlið, sveitina og sitt hvað í vikunni, bara gera ekki neitt.  En við erum allavega búin að hafa það afskaplega gott !!

Ég er ný búin að setja inn myndir:

Myndir teknar héðan og þaðan í sumarfríinu : Sumar 2009

Ásbyrgi í útilegu 21-22 júní: Ásbyrgi

Og svo fórum við í fjölskylduferð til Presthóla.  Fórum í fjöruferð, skoðuðum þar sem Músakot hafði staðið og kíktum á Jónas afabróður minn í kaffi  : Presthólaferð

Fórum á rúnt í nærliggjandi sveitir.  Kíktum í Laxárdal, ég hafði aldrei komið í kirkjugarðinn þar.  Fórum á Grenjaðarstað og skoðuðum safnið þar.  Einnig fórum við í Hvalasafnið á Húsavík.  Menningarferð.

DSC06407Svo komum við heim í gær. Anna  kom í heimsókn og við fórum á Ísöldina 3.  Við Gabríel bökuðum vöfflur handa okkur – varla að ég næði að baka nógu hratt því Gabríel settist að með diskinn sinn og mjólkina við vöfflujárnið og borðaði jafn óðum og þær komu – mikið agalega eru vöfflur góðar!!