laugardagur, maí 31, 2003

Það er rigning. Og smá rok. Ég vona að það verði ekki svona veður á morgun, þar sem sjómannadagurinn er á morgun. Er að spá í að kíkja á dagskránna hérna sem verður í gangi. Meira að segja í kvöld er ball í Skrúð, sem er félagsheimilið hérna. Fólk man lítið eftir hvernig það lítur út að innan því það er sárasjaldan notað. Enda er hótelið við hliðina á því með flottan sal á kjallarahæðinni, sem býður upp á alls konar skemmtanir. Bar, dansgóf og pallur fyrir litlar hljómsveitir. Hef ekki hugmynd um hverjir eru að spila í kvöld. Spurning hvort maður geri eitthvað. Langar samt að kíkja og fá mér öl á barnum. Veit samt ekki hvernig það fer því greiðlsuþjónustan mín tók 13þ kr of mikið af mér. Og það er laugardagur og ég get ekkert gert í því núna.
Annars sit ég bara og spila Morrowind, skemmti mér ágætlega yfir því. Búin að horfa á Friends þættina sem ég náði mér í. Brilliant skemmtun!!!
Mig langar í hund. Mig er búið að langa í hund lengi. Og í allan morgun er ég búin að vera að skoða síður, hundasíður, ræktunarsíður, meira að segja síður með heimilislausum hundum.
Málið er að mig langar í hreinræktaðan hund, ekki blendingsræfil, en þá er maður kominn út í heavy verð á hvolpum. Veit ekki hvað maður skal gjöra, kannski hringja bara á bæina í kring og athuga hvort það séu einhverjir bastarðsgrey sem vanta heimili....

þriðjudagur, maí 27, 2003

Ahhhh, var að koma heim, eða fyrir ca klukkutíma. Er dauðþreytt núna.
Gistum á Eskifirði í nótt. Fórum semst og settum niður kartöflur, og fórum svo á sjóinn eftir kvöldmat. Brilliant veður, algjör snilld. Einu hljóðin sem við heyrðum voru niðurinn í fossinum fyrir ofan Hvamm og gargið í múkkunum sem vonuðust eftir nasli úr fiskinum sem við vorum að veiða.
Svo sofnaði maður þreyttur og ánægður, manni leið alveg rosalega vel eftir allt sjávarloftið.
Vöknuðum snemma og út á sjó aftur. Náðum í tindabykkjur og þorsk. Tindabykkjan kom á línuna sem við lögðum í gær, línan var ætluð fyrir þorksa en hún þessi gráðuga vildi endilega vera með. Fórum aftur út eftir hádegi. Náðum þá í enn meiri þorsk, ýsu og rauðsprettu....
Og núna er ég komin með freknur á enni segir Hjölli. Við erum bæði ekkert smá útitekin eftir þessa stuttu veru á sjónum í gær og í dag. Þetta er alveg frábær útivera, manni líður ekkert smá vel á eftir, sérstaklega þegar maður þarf að slást við stóra sterka þorska á veiðistöng, algjðr snilld!
Og þegar við Hjölli komum heim áðan var glæný ýsa og glæ nýr þorskur settur í pott með böpplum og íslensku smjöri, og við átum eins og hakkavélar. Algjört lostæti.
Ég ætla núna (nýbúin í langri og heitri sturtu) að hita mér gott te, og koma mér vel fyrir í stólnum mínum í stofunni, og láta fara roooosalega vel um mig.
Heyrumst síðar :)

mánudagur, maí 26, 2003

Mánudagur, og ok veður. Ekker spes en ekki ringning, svo ég er sátt.
Ég er tilbúin í "dressinu" mínu. Erum að fara inn á Eskifjörð. Ætlum að setja niður böpplur og fara á skakið. Hlakka geggjað til!!!
Er komin með 12 stk af Friends þáttunum mínum eftir nóttina. Setti nokkra á downlód til að tölvan hafi eitthvað að gera á meðan ég er í burtu! Verður að "work for it´s keep" :)
Jæja - best að fara að drífa sig..... nei nei - hvað sé ég... er ekki sólin að möndlast þarna í gegnum skýin! Þá er best að fara að draga Hjölla úr sinni tölvu og koma okkur af stað!
Heyrumst seinna!

sunnudagur, maí 25, 2003

Sunnudagur... enn einn sunnudagurinn. Mér líkar ágætlega við sunnudagana. VIð erum í pásu við að horfa á Tuxedo, með Jackie Chan. Náðum í hana af netinu. Er í óða önn við að leyfa minni að möndla þetta í rólegheitunum, er að ná í Friends seríu 9. Hef ekki séð 1 þátt af þeim vegna þess að ég er ekki búin að vera með Stöð 2 síðan þeir byrjuðu þar.
Og hún Birgitta varð í 9. sæti. Ágætt finnst mér.
Tengdapabbi kom í heimsókn í gær, færandi hendi með öl og rauðvín. Hjölli eldaði dýrindis kjúkling, og við áttum rólega og notalega kvöldstund. Ekkert júróvísíon partý hérna.
Einhverjir hafa verið að djamma því Vési hringdi kl eitt í nótt. En sennilegast var hann að halda upp á afmælið sitt.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN VÉSTEINN!!!!

föstudagur, maí 23, 2003

Jæja - var að koma heim aftur. Skrapp upp í skóla í atvinnuviðtal. Þar sótti ég um 2 störf, annað sem stuðningsfulltrúi sem mér líst betur á og svo sem starfskraftur í skólaseli. Smellti þar inn umsókn og ferilskránni minni. Þetta byrjar náttlega ekki fyrr en í haust en það er fínt, vinna í kaupfélaginu í sumar og fara þarna í haust. Einnig er þetta ekki 100% starf sem mundi henta flott með skólanum. Fæ ekki að vita niðurstöðu fyrr en eftir hvítasunnu. Það er það sem mér finnst svo pirrandi við að sækja um svona; biðin eftir svari. Svo fær maður neitun og maður verður sár og svekktur. Ég er annars í smá "down" skapi núna. Var stungin í bakið af eigin tilfinningum rétt áðan. Þórhildur skólastjóri bauð mér í kaffi sopa á skrifstofunni með hinum kennurunum að spjalla. Þau voru að fara í gegnum póstinn og í honum voru BT bæklingur, sem skiptir mig engu máli, en þarna var einnig Heiti Potturinn frá ATV. Sá sem ég var alltaf eitthvað með puttana í. Lærði hann alltaf utanbókar til að geta svarað viðskiptavinum okkar og beint símtölum í réttan farveg. Hann var partur af mínu gamla starfi. Ég fékk hnút í mallann. Hélt ég væri komin yfir það að vera ekki að vinna þar lengur, en svo er greinilega ekki. Ég sakna þannig séð ekki vinnunnar sem slíkrar, en ég sakna rosalega hóps af fólki sem ég var að vinna með. Var að tala við einn sölumanninn á msn í gær. Það er allt rosalega breytt, kannski er bara gott að ég sé ekki þarna lengur. Þetta er í raun ekki sama fyrirtækið og ég byrjaði að vinna hjá. Kannski er ég bara svona "blue" akkúrat núna því ég er á þessu mánaðarlega. Vona það.

fimmtudagur, maí 22, 2003

Í dag er það að frétta að ég er örugg með vinnu í kaupfélaginu. Fékk það staðfest áðan. Nú er bara spurningin hvenær ég byrja. Mér líst mjög vel á þetta, verður fínt að vera þar í sumar. Skárra en að vera í fiskinum, þó vinnudagurinn sé stuttur þar, maður komist út í sólina fyrr, þá samt vil ég frekar vera þarna.
Góða kvöldið mín kæru!
Afskaplega rólegt og notalegt kvöld. Er með kertaljós, smá öl og sit við tölvurnar mínar. Datt í hug að leyfa ykkur að njóta þess með mér.
Var í dag að taka "Tobba" í gegn, þe ferðatölvuna okkar, og nú malar hann eins og köttur og er þvilíkt sprækur þegar verið er að nota hann. Hjölli var að sýna mér tökin á þessum gjörning, enda hafði ég aldrei gert þetta áður. Kominn tími til að læra þetta almennilega.
Svo er því lauk, fór ég í langa, góða, heita sturtu. Loksins getur maður farið í sturtu án þess að skrúfa fyrir heita vatnið á milli þvotta. Við erum komin með 150L neysluvatnskút í staðinn fyrir þennann litla 25L og það er sko munur á þessu. Áður fór maður undir og bleytti sig, skrúfaði fyrir heita á meðan sjampóað var, skrúfað frá, skolað, skrúfað fyrir, hárnæring og sápa, skrúfað frá, skolað og þar með var heita vatnið búið. Svo þurfti Hjölli að bíða í allavega klukkutíma svo hann kæmist á meðan geymirinn væri að fyllast aftur. En nei ekki lengur, núna er engin bið og allir sáttir og hamingjusamir:D
Það er svo rólegt hérna, smá myrkur úti, kertaljósin gefa herberginu mínu þægilega birtu. Og það heyrist ekki í neinu fyrir utan, enda held ég að fuglarnir séu að spara raddböndin fyrir morgundaginn. Gæti ekki verið meira afslappandi, enda held ég að ég bjóði góða nótt núna.

þriðjudagur, maí 20, 2003

Jæja gott fólk.
Þá er ég búin að skrá mig í skóla!! Þeir eru með deild sem er kvöldskóli í gegnum fjarfundarbúnað hérna í grunnskólanum. Samt fer mest öll verkefnaskipti og þessháttar fram á netinu í gegnum mína einka tölvu.
Og núna er ég skráð í Ísl 212, saga 212, nátturufræði 212 og stærðfræði eitthvað, svo er ég skráð í ensku og dönsku stöðupróf. Þetta er fínt til að byrja með.
Mér líst mjög vel á þetta, það er kennt þarna 3 kvöld í viku, 2 timar í senn.
ATH ATH ATH kl 23:55 átti Linda frænka mín litla stelpu!! Til hamingju Linda og Diddi!!!!
Jæja - núna er ég að fara og skutla Val, hann fór ekki í gær vegna veðurs. Og við Hjölli ætlum að nýta ferðina og kíkja á áfangastjórann í ME, athuga hvað við getum bætt á okkur í námi. Verð að segja að ég hlakka mikið til að setjast á "skólabekk" aftur. Þó svo að "skólabekkurinn" sé fyrir framan tölvuna mína. En eins og mamma segir (og hafa þær ekki alltaf rétt fyrir sér?) þá sit ég mikið fyrir framan tölvuna og ágætt að ég fari að nýta tímann þar í eitthvað uppbyggilegt..... hmm hvað ætli hún hafi átt við með því?? Kannski less Morrowind og more lærdómsríkt.... kemur í ljós hvað verður.

mánudagur, maí 19, 2003

Ekki er að skána veðrið!!! Nema það kannski rignir ekki alveg eins heavy akkúrat þessa mínútuna. Í gær þegar ég var að fara að sofa heyrði ég í þresti, sem var að sperra sig og söng svona líka rosalega, sá hann í anda með allar fjaðrir ýfðar og bringuna útþembda. Hann sperraði sig ekki svona í gærmorgun, heldur hafð heyrst í honum eitt og eitt píp, afar geðvonskulegt.
En ég er allavega komin á fætur og komin í kaffið. Vaknaði við flugu, sennilegast randafluguhlussu sem var í því að nöldra og klessa á gluggann í svefnherberginu. Á minni lífsleið hef ég aldrei séð eins margar randafluguhlussur, þær eru á stærð við þumalputtann. Og alltaf er ég að mæta þeim hérna inni hjá mér og henda þeim út. Flestar eru svo asnalegar, eins og þær séu nývaknaðar, eða alveg að drepast. Nema þetta sé alltaf sú sama, veit ekki...??
Erum að fara fljótlega að leggja af stað upp á Reyðarfjörð, skutla Val í veg fyrir farið hans á Bakkafjörð.
Þetta er búið að vera ágætt, rólegt og gott. Nema grillið klikkaði.

sunnudagur, maí 18, 2003

Biluð rigning!!! Hef ekki lengi séð svona rosalega rigningu!! Enda fór ég ekkert út í dag. Hafði það náðugt í stólnum mínum með bókina mína. Leyfði Val, vin okkar, að nota tölvuna í dag. Hann fer sennilegast aftur á sjóinn á morgun og kemst þá ekkert á netið, svo ég aumkað mig yfir hann. Ég reyndar átti afar erfitt með að halda mér frá því að rífa vélina af honum því Morrowind er hryllilega ávanabindandi.... ég er á svo skemmtilegu missioni núna.
Annars heppnuðust dagsverkin vel á þriðjudaginn, nema ég bakaði súkkulaðibitakökur í stað skúffukökunnar.
Við sóttum Val á fimmtudaginn, kíktum aðeins inn á Eskifjörð í leiðinni.
Bakaði brauð og skúffuköku handa strákunum á föstudaginn, og það var kaka í lagi. Ákvað að nota tvöfalda uppskrift, og hún stóð helmingi stærri upp úr skúffunni, geggjað gómsæt í þokkabót!! Og gerði tilraun með bolludeigið, bakaði brauð í formi úr því og viti menn - það heppnaðist meiriháttar vel hjá mér, kom flottur brauðhleifur úr þessu; sólþurrkaðratómatabrauð! (fyrir nokkrum árum hefði ég aldrei trúað þessu)
Annars var föstudagurinn algjör snilld. það var svo gott veður að ég gat ekki fengið það af mér að vera í tölvunni, heldur fór út með bókina mína og kaffibollann og las. Gleymdi mér og brann smá, á nebbanum, bringunni og á öxlunum. En ekkert til að hafa ahyggjur af, er bara útivistarsælleg núna :D
Kíktum á barinn, já á barinn, þann eina sem er hérna. Og viti menn, það voru nokkrar hræður. Kannski vegna þess að það er fólk í bænum vegna 2 stk jarðarfarar og 1 stk brúðkaups. En þetta var ágætis tilbreyting.
En ég líka nýt mín ákaflega vel með einn kaldan í tölvunni....

þriðjudagur, maí 13, 2003

Brilliant gott veður í dag!! Ég er að semja dagsáætlun hjá mér. Hún er svo hljóðandi:

1. Viðra teppi
2. Setja í þvottavélar
2. Fara með ruslið
3. Þrífa bílinn
4. Fara í ljós
5. Versla
6. Baka skúffuköku (því ég ætla að baka brauð á morgun, og vinur Hjölla kemur í heimsókn yfir helgina á fimmtudaginn)
Hef ekki hugmynd um hvenær ég klára þetta - en gæti orðið snemma ef ég ræðst á þetta núna. En svo opnar ljósin ekki fyrr en um eitt, og ruslagámarnir ekki heldur, svo ég er jafnvel að spá í að gefa mér morguninn undir tölvu og það sem þarf að þvo.

mánudagur, maí 12, 2003

Góðan daginn og gleðilegan mánudag!!
Hvað finnst ykkur um að Ingibjörg Sólrún hafi ekki komist inn?? Ég hugsa að ég fari lítið að tjá mig um þetta hérna. En ég sem hef aldrei haft snefil af áhuga um þetta og aldrei lagt mig fram í að læra hvernig þetta allt virkar, þá horfði ég á útsendingu RÚV á kosningarnóttina, sem var bara mjög skemmtileg. Og þar lærði ég undir dyggri stjórn Boga fréttamanns hvernig þetta fer allt saman fram. En þetta með Ingibjörgu Sólrúnu, kannski hefði hún átt að komast inn og 1-2 í viðbót (þá helst á kostnað Sjálfstæðisflokksins) og myndað samstarf með Framsókn, þá hefði þetta verið súper, ekki það að Ingibjörg hafi fengð mitt atkvæði.
En nóg um það, nóg um pólitík, það er einmitt það sem kemur fólki til að verða ósátt og fara að rífast og skapar illindi. Kosningar eru búnar, og svona er þetta, sárt en samt.
Við hjónaleysin vorum róleg þetta kvöld. Fengum ekkert af þessum gestum sem höfðu boðað komu sína, sumir höfðu ekki einu sinni fyrir því að láta vita af því að það þyrfti ekki nað ná í þá á Egilstaði, mér fannst það frekar slæmt, því ég planaði daginn með því hugarfari að kl fjögur þyrfti ég að fara og ná í fólkið. Hinn gesturinn á laugardaginn, held ég að hafi hreinlega verið orðin svo fullur að hann hafi ekki verið alveg með á nótunum um stað og stund hverju sinni. Hann er ekki svo langt undan enda vonumst við eftir því að hitta hann núna í vikunni. En við áttum til öl og höfðum það bara gott og rólegt. Sátum reyndar í sitthvoru herberginu nær alla nóttina. Hann á sko nýja Eve Online leikinn, nýja flotta netleikinn, og núna situr hann nær öllum stundum og spilar. Gott að hann hafi gaman að einhverju. Ég er núna að verða húkkt á Morrowind, er að klára Arx Fatalis, er svolítið stopp í honum, missti áhugann, las 15 bækur í Ísfólksseríunni, asnaðist til að setja Morrowind í og athuga hvort tölvan mín vildi spila hann og "voila" rann í gegn eins og tölvan hefði aldrei séð hann og hikstað yfir honum áður.
Annars er ekki mikið að frétta af okkur hérna. Erum að vinna í baðherberginu. Settum upp loftið á miðvikudaginn. Ákváðum að fara ekki út í mikinn kostnað við það núna, því það er lítið og okkur langar til að stækka það fljótlega. Svo þá er gott að vera ekki búinn að eyða fúlgu í veggefni og þessháttar. Ætlum að múra og mála, setja upp spegla og gera það snyrtilegt, engar flísar núna.
Er að verða meistari í brauðbakstri, keypti td um daginn sólþurrkaða tómata og setti í - alveg snilldar gott. Hjölli vill helst ekki kaupa brauð núna, vill bara þetta sem ég baka. Ég er ekkert á móti þvi, það er einfalt að baka þetta, fljótlegt, og ódýrt.
Og hér er rok og rigning, eins og ég hafi pakkað R-víkur veðrinu með mér og hafi sleppt því lausu í dag, svo lítið bæri á.

sunnudagur, maí 04, 2003

Jæja - sunnudagurinn rennur upp - afmælisdagurinn hennar mömmu TIL HAMINGJU MEÐ DAGNN ELSKU MAMMA MÍN!!! Bara fúlt hve "kúkurinn" nær aldrei að keyra á veggi. Þeir sem fylgjast með Formúlunni skilja hvað ég á við.
Á föstudaginn endurinnréttuðum við baðherbergið okkar, núna er ég með nýjustu og heitustu innréttingarlínuna frá Baghdad.
VIð ætluðum að fara að henda upp loftinu því loks fengum við píparann til að klára, og þá fóru flísarnar að hrynja, semst komnar á siðasta snúning. Æði.... eða þannig, þetta var ekki beint á áætluninni okkar. Svo við máttum byrja og rífa niður allar flísar og þurfum semst að púnga óáætluðum fjárhæðum í nýtt á veggina.
En ég verð að líta á björtu hliðarnar, ég fæ þá fallegt baðherbergi í staðinn, og einn stór kostur við herbergið er að það er pínulítið - svo engin stórútgjöld í fermetrafjölda þar.
Þannig að í gær - fórum við í sund í Djúpavogi, alveg snilld, klukkutíma akstur en vel þess virði því pottarnir þar eru snilld. Ég hafði aldrei komið þangað áður og skemmti mér vel við að rúnta þetta.