þriðjudagur, júní 08, 2010

sólríkir sumardagar

er búin að eiga dásemdar daga núna í dag og í gær.  Reyndar á ég yfirhöfuð nokkuð oftast dásemdar daga – þegar fólk böggar mig ekki of mikið hehe

en þessi yndislega sól er bara að gera dagana dásamlega ! Í gær fórum við Gabríel með Freydísi vinkonu og hennar börnum út í Kjarnaskóg.  Við grilluðum og krakkarnir óðu í læknum og urðu blaut og skítug.  Sonur minn allavega naut sín í botn. Strákagenið í honum alveg í essinu sínu þarna, með sorgarrendur á öllum 10 nöglum, skrápuð græn hné og rispaða fótleggi og svo grútskítugur frá toppi til táar.  Og hann einn sólskins bros.  Það gefur deginum bara gildi!

Í dag fórum við sonur í sund eftir vinnu/skóla.  Ég varð að leggja barnið í bleyti þar sem sturtan og skrúbbið mitt í gær dugði ekki til á grasgrænu hnén og sorgarrendurnar undir 10 nöglum.  Sem góð mamma setti ég hann samt í hreinum fötum í skólann, en málið er að þessir drengir ná að vera í hreinum fötum frá hurðinni heima og varla út að bíl á svona sumardögum…

Við grilluðum okkur hamborgara og sonur sofnaði hálf átta, búinn á því.  Og þessir dagar hafa þau áhrif á mig að ég hreinlega nenni ekki að vera í tölvuleikjum sjálf.  Er bara að njóta kvöldsins, les, horfi á góða sakamálaþætti og fer sjálf snemma, þreytt í bælið.  Kíki á veðurspánna fyrir morgundaginn; jú það á að vera gott veður á morgun líka :o)

Gabríel með grilluðu pylsuna og svalann Sætastur

miðvikudagur, júní 02, 2010

eins og í gamla daga

í gær var ég að vesenast með að einu sinni þá var lífið miklu einfaldara.  Ég átti mína tölvu, leigði mitt herbergi og spilaði minn tölvuleik og var ekkert að brasa með skóla, barn, peningaáhyggjur, bílamál, íbúðarmál og allt þetta sem herjar á mann í dag ( þe fylgifiskur að verða fullorðin)

En svo þegar sonur var sofnaður þá tók ég fram gamlan leik sem ég hafði keypt rétt eftir að ég byrjaði að spila WoW, og komst greinilega aldrei í að spila hann.  Þetta er síðasti leikurinn úr Might and Magic smiðjunni og auðvitað varð ég að eiga hann til að eiga allt safnið (já á alla 10 might and magic leikina… hmm kannski gæti sett eldri leikina í gamla vél og farið að kenna Gabríel…. ok nú er ég komin út fyrir bloggið haha….)

Ég setti hann í og ég hreinlega gleymdi mér, vá hvað ég skemmti mér vel.. og ég upplifði aftur þessa sömu afslöppunar tilfinningu.  Nördinn kom aftur upp í mér og ég sat með gleraugun á nefinu og naut mín. 

þriðjudagur, júní 01, 2010

fann gamla síðu sem ég bjó til

dagur sem ég og Kítara gamli hundurinn minn áttum saman á Fásk eftir að það snjóaði í heila 2 daga þannig að það var varla hundi út sigandi.  Hún allavega hélt í sér nánast allan laugardaginn þar sem það var svo brjálað veður!

snjódagur á Fásk: http://snjodagur.tripod.com/

kitara Þessar myndir á ég ekki lengur á vélinni minni þar sem þær glötuðust þegar diskurinn hrundi, hrikalega er ég kát að finna þessa síðu !!