miðvikudagur, janúar 30, 2008

Sóknarprestur og aðrir sveitungar

á þorrablóti 2008

og tíminn flýgur áfram..

og það er strax kominn miðvikudagur. Kalt úti, en gaman að það sé enn bjart þegar ég sæki soninn á leikskólann kl fimm - í fyrra þá var ég alltaf að vinna til 6 og man að það var langt liðið á árið þegar það var enn bjart þegar ég var búin að vinna! Er bara að fíla þetta!!

En sl helgi var snilld. Ég ákvað að skella mér semst á þorrablót með minni kæru systur, hennar manni og dóttur. Vorum við í samfloti með fjölskyldu hans sem er alveg hreint yndisleg. Og það var svo gaman, góð skemmtiatriði og tala nú ekki um hljómsveitina þar sem enn EJSíngur er að spila. Pabb fékk sitt af skotum, sóknarprestur kom fram í ballerínupilsi og þorramaturinn var að sjálfsögðu ekki af verri endanum. Og var honum samviskusamlega skolað niður með rauðu og bjór. Knúsaði marga og þar á meðal Fellshlíðarbúana sem létu sig ekki vanta!

En ég var samt róleg þar sem ég var að vinna daginn eftir. Og bað mág minn sem drekkur ekki að skutla mér heim um eitt. Var sofnuð fyrir tvö!

Við sonur inneftir og var hann hjá pabba sínum sem gekk held ég bara ágætlega, allavega var sonur minn ánægður, þreyttur með stuttan kveikjuþráð, en ánægður engu að síður, og þá er ég sátt.

Sunnudagur var til leti.

Mánudagur, kvef.. fór ekki í sund.

Þriðjudagur kaldur, aðeins meira kvef... fór heldur ekki í morgunsundið, Gabríel fór til Sylvíu í pass, hann er bara að fíla að vera uppi á vist í passi hjá stelpunum!

Miðvikudagur, kalt kalt, röddin asnaleg, kvef, hor... fór heldur ekki í sund.

föstudagur, janúar 25, 2008

Og þorrablót Flúða

var að sjálfsögðu hið glæsilegasta. Sonur minn er reyndar eitthvað slappur, borðaði ekkert í gær, og svo ekkert í dag heldur, drekkur bara nóg, og er kátur. Vona að hann sé ekki að fá þessa ógó gubbu sem er að ganga.

Þorrablót og bóndadagur !!

Í hádeginu í dag er þorrablót í skólanum hans Gabríels. Hlakka til að hitta soninn og borða með honum hádegismat, knúsast og spjalla. Honum finnst alltaf svo gaman að sýna mér dótið sem hann leikur sér með, og bækurnar, og bílana. Hlakka mikið til.
Við skutlurnar í vinnunni bökuðum gómsætar kökur handa strákunum hérna í EJS. Og ætlum við að vera með kaffi handa þeim kl 10 núna :o)
Og svo í kvöld fer ég á þorrablót í sveitinni í kvöld :) hlakka mikið til. Þórhalla systir býður mér með sér og Lárusi. Ég er að vinna á morgun svo ég verð akandi :o)

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Bílpróf!


Elsku besta Sylvían okkar fékk bílprófið í dag !!

Til hamingju með það !!

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Fyrsta foreldraviðtalið


jámm ég semst er orðin fullorðin.. fór í foreldraviðtal í skólanum hans Gabríels, áður en ég veit af þá verður hann farinn í framhald og ég farin að sækja hann heim úr partíum... omg...

En þær voru rosalega jákvæðar á Flúðum. Svo virðist sem sonur minn er afskaplega hress og skemmtilegur strákur (sem ég náttla vissi fyrir) og uppátækjasamur, duglegur, orkumikill, jafnframt þægur, blíður, og auðvitað vissi ég þetta líka allt fyrir.

Hann fær fullt hús stiga, allt jákvætt, allt í góðu gengi með þroska, gróf og fín hreyfingar, situr á rassinum þegar þarf, borðar allan mat og vel af honum. Getur leikið sér einn og í hóp, stríðir ekki og er ekki strítt.

Ég er svo montin af honum syni mínum, duglegur og yndislegur drengur. Enda er hann með svo stórt hjarta og býr yfir mikilli væntumþykju.

mánudagur, janúar 21, 2008

áskorun til mín


er að hætta í karlmönnum í ákveðinn tíma. ~ áramótaheit.. neeeeii, en ...

Ok það er ár síðan ég skildi, og var árið 2007 ógó skemmtilegt. Jú átti ups and downs en á heildina alveg snilldar ár; Búdapest, tónleikar, ferðir og djömm. Nema hvað ég er búin að vera með annan fótinn í karlmönnum sl 8 mánuði og ég barasta nenni ekki. Búið að vera gaman og af nógu að taka en sápustykkið á milljón hérna megin ;) vil bara vera single og njóta þess.

Svo mínir kæru vinir - sparka í sköflunginn undir borðinu ef þið verðið vitni af flörti!!!

Trúið þið því...

en ég fékk reikning fyrir hundaleyfisgjöldum frá Fjarðabyggð í morgun....

sunnudagur, janúar 20, 2008

Stolt mamma í dag :o)


eins og þið vitið þá erum við sonur búin að vera í samningarviðræðum um koppaferðir. Ég hef ekki verið að ýta á hann því í öllum bókum og reynslusamt fólk hefur bent manni á að það megi ekki ýta, það gæti bara leitt til að þau þráist við að fara á kopp. Nú jæja, við í dundurleiðangri okkar í gær sá sonur minn svona bílatösku með nærbrókum í (rúmfó) og hann bendir "maaamma mín borga svona " (með viðeigandi tón - þið þekkið hann) Ég bendi honum á hvað þetta er og segi við hann að strákar sem nota bleiu hafa ekki með svona að gera strax. Jafnframt segi ég honum að þegar hann pissi í koppinn þá muni ég kaupa svona handa honum.

~ ég má fara á morgun og kaupa handa honum og varð að finna bil því Rúmfó var lokað í dag !!!

laugardagur, janúar 19, 2008

fólk..

~ ég hafði áður skrifað hér póst um efni sem er mér ofarlega í huga vegna reynslu minnar. Ég hugsa til fólks sem er í sömu stöðu og ég var í, ég finn til með því. Ég vaknaði við ákveðið áfall. Áfall sem varð mér til góðs. Mun ég vera sterkari og betri manneskja fyrir vikið. Læt ekki hafa áhrif á mig. þar af leiðandi fjarlægði ég póstinn.

ps ef það hefur komið við kauninn á fólki að ég hafi beðið um að slóð á síðu sonar míns væri fjarlægð af fólki sem ég þekki ekki neitt þá verður það bara að hafa það.

Eigið góða helgi.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Til hamingju með afmælið elsku Sylvía ósk!!

Sylvía besta frænka á afmæli í dag og er daman 17 ára!!
Til hamingju elsku Sylvía okkar!!


mánudagur, janúar 07, 2008

Glott aldarinnar!!


Hvað ætli þessir tveir séu að hugsa?
(Jóhannes Geir og Gabríel Alexander.)

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Ömurleg vinnubrögð!


ég átti einu sinni yndislega tík, Kítara hét hún. Þurfti að láta hana frá mér þar sem henni og xinu kom ekki saman. Hún tók hann aldrei í sátt. Bar enga virðingu fyrir honum og endaði með að glefsa í hann. Hún elskaði og dáði Gabríel, sinnti honum eins og sínum eigin hvolpi.

En á bænum sem hún fór á lendir hún fyrir bíl vorið 2006. Ég hugsa mikið til hennar enn, og á hún alltaf sérstakan sess í hjarta mínu. Lán í óláni kannski því ég hefði aldrei getað tekið hana með mér þegar ég skildi og flutti hingað til Akureyrar.

En. Ég flyt að austan og hingað til Akureyrar desember 2006. Og í janúar 2007 fara þeir fyrir austan að rukka mig fyrir hundaleyfisgjöld. Ég benti þeim á að tíkin mín hefði orðið fyrir bíl um vorið, ég hafi tilkynnt að ég ætti hana ekki lengur, nei ég skilaði ekki merkinu hennar þar sem hún týndi því alltaf jafnóðum svo það fannst ekki. Ok ekkert mál. Ég fæ innheimtubréf frá Intrum út af þessu í febrúar. Og ég náttla bilast. Nógu erfit hafi það verið að tilkynna hana dauða þarna um vorið en að standa í þessu aftur nærri ári seinna! Algjörlega fyrir neðan allar...

- í dag - 03. janúar 2008 - fæ ég bréf frá Fjarðabyggð - rukkun um hundaleyfisgjöld fyrir árið 2007 !!!!!! Hvað er að ??

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Gleðilegt nýtt ár!


og þá er maður kominn heim og með allt dótið -gjafirnar og sparigallann. Mikið afskaplega var gott að koma heim í gær. Eftir yndisleg jól og áramót. Við sonur hentum af okkur útifatnaði og sturtuðum úr pokunum hans og settum upp rennibrautina hans, raðaði aðeins upp í herberginu hans svo betur færi um hann og svo lékum við okkur. Hann lék sér til að verða 9 - enda komum við heim um átta í gær. Gat bara ekki haft þessa stund af honum, hann naut sín svo við að leika sér í sínu herbergi og heyrðist alltaf reglulega "svo gott að vera heima"

Já jólin voru góð - viðburðarlítil róleg og góð. Kíkti í Fellshlíð, þar voru komnar úr Danaveldi Elva Björk og úr Amsterdam Dóa mín. Anna og Hermann alltaf jafn hress og Todda kíkti í smá staup :)

Áttum við frábært kvöld - takk kærlega fyrir mig krúttin mín!!!
~ myndir úr Fellshlíð eingöngu fáanlegar á cd eða pósti... þær eru ekki flickr hæfar ~