miðvikudagur, mars 31, 2004

Enn hér...
jamm ég er hérna með uppáhalds vini mínum þessa stundina - Mr. Íbúfen. Hefur hjálpað mér mikið núna í dag og í gær.
Ligg í rúminu með djasnin mín tvö - Kítöru og ferðatölvuna. Ætlaði að fara að bóka flug að netinu - en gáði (luckily) fyrst hvort kreditkortið mitt væri ekki í góðu skapi - en það var eins og flest annað í lífi mínu þar sem ekkert gengur upp þá auddað var það komið á heimild -svo ekkert flug á góðum prís á laugardaginn handa mér. Ég er samt að spá í að fljúga - því bensínkostnaður + olíu kostnaður + göngin fram og til baka - adda upp meira en flug fram og til baka þar sem ég er ein á ferð!!
Svo that's my plan folks!! Fljúga til Reykjavíkur Big City á laugardaginn, helst í snemmri kantinum - þe ef Ragga elskuleg getur vaknað svo snemma til að hitta mig (blikk blikk) en heimferð er óráðin - þar sem ég er í fríi og þarf ekki að vera mætt hérna aftur fyrr en 13 apríl !! jei!!
Svo auddað gerist Dóa borgarburtuhlaupi þegar ég mæti loks á svæðið - en ég er að vona að hún verði komin aftur í bæinn á sunnudag - þá get ég hitt á hana líka !!!

þriðjudagur, mars 30, 2004

Ég er lasin.....
Komst ekki í skólann í gær heldur - er með hita, hausverk, beinverki og hálsbólgu og augnverki... en það stoppaði mig ekki í að fara með tölvuna í bælið, get þá lesið skemmtilegan póst á meðan - hint hint - sendið mér skemmtilegan póst!!! (Ég vona bara að ég verði orðin góð á föstudaginn)

mánudagur, mars 29, 2004

Og enn og aftur afmæli!
Elsku amma mín heldur upp á afmælisdaginn sinn á Kanarí en ætla samt að syngja fyrir hana:

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún amma
hún á afmæli í dag!!


Og systursonur minn á líka afmæli í dag:

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Hjörtur Smári
hann á afmæli í dag!!!


Þessi dagur er mikill afmælisdagur, báðar ömmur mínar eiga afmæli í dag, önnur er því miður látin, langamma mín átti afmæli þennan dag líka og svo bættist systursonur minn við, það besta er að langamma mín heitin gat haldið á honum daginn sem hann fæddist, á afmælisdeginum sínum!!
Það er reyndar líka afmæli í ættinni þann 27. mars, en þá á Linda frænka afmæli, við erum systkinabörn. Svo mars mánuður er afmælismánuður ættarinnar!!

sunnudagur, mars 28, 2004

Hvernig í ósköpunum...???
Mér finnst þetta bara snilld - í gær var svo afskaplega gott veður, logn og sól, bara eins og um hásumar. Þegar ég leit út núna : allt hvítt!! mér finnst það svo ótrúleg sjón!! Þannig að við ætlum núna að fara út og leika okkur í snjónum - það sem okkur finnst svo afskaplega gaman!!! Dóa vinkona kom með gott komment á blogginu sínu varðandi hvernig við lítum á hlutina - ég bendi öllum á að lesa þessa færslu hjá henni - sem er skráð föstudag, mars 26..!!

laugardagur, mars 27, 2004

Brilliant veður!!
Var að koma inn úr frisbee ferð no 2 í dag!! Það er svoooo gott veður að það er pjúra snilld!! Ég var brutally rekin á fætur í morgun, sumar greinilega vissu af hinu góða veðri sem var úti, hún rak á eftir mér í sturtu, rak á eftir mér við 1 kaffibollann, rak á eftir mér við að klæða mig og linnti ekki látum fyrr en við vorum komar út fyrir kl tíu í morgun!! Og það var svo gott veðrið að víð fórum út fyrir bæinn með frisbee diskinn okkar.
Svo var tekið við að læra - gekk vel, kláraði helling - á eftir að klára riddarasögurnar.
Ákvað að taka breik og fara aftur út - ætlaði fyrst í venjulegan labbó - en ég hreinlega stóðst ekki freistinguna og fór aftur út fyrir bæinn í frisbee. Skoraði fullt af stigum sem húsbóndi fyrir vikið!!

föstudagur, mars 26, 2004

Afmæli..
Og þau halda áfram þessi afmæli:

hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Hjölli
hann á afmæli í dag!


Til hamingju með afmælið elsku Hjölli minn!

fimmtudagur, mars 25, 2004

Allir hressir?
Ósköp venjulegur dagur í dag. Nema loks er Kítara orðin lögleg, loksins hafði það af að fara með pappríarna þe heilbrigðisvottorðin hennar, niður á hrepp til að skrá hana. Hún fékk svona voða fínt merki til að hafa á ólinni sem stendur á BHR 15, sem er leyfið hennar. Hún var voða montin af því að fá svona flott skraut á ólina sína, og nýtur þess að láta heyra í því.
Annars er helgin að nálgast og ætla ég að nota hana í lærdóm:

Íslenska 303: skilaverkefni 3
Íslenska 303: klára ritgerð um riddarasögur
Enska 403: lesa Breakfast at Tiffanys (um 100 bls)
Enska 403: gera 2000 orða essay um BAT
Enska 403: unit tests 9 og 10


Svo verður bara slappað af og beðið eftir næstu helgi því þá kemur PÁSKAFRÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ..........

miðvikudagur, mars 24, 2004

Afmæli í gær
jamm ég átti afmæli í gær og vil þakka frábærar kveðjur; símtöl, sms, msn og e-mail frá ykkur dúllurnar mínar.
Þetta var rólegur dagur, tíkin alltaf jafn skemmtileg, vinna og læra. Fór hins vegar ekki í skólann - nenni ekki að fara í einn ensku tíma á þriðjudögum... Lára á hæðinni fyrir ofan í vinnunni bauð mér í kaffi og smákökur, og leysti mig út með konfekt kassa sem kom að góðum notum um kvöldið í dekurlátunum. Ég eldaði mér pizzu og franskar, svo var poppað og haft notalegt.
Þá getur maður bara farið að hafa áhyggjur af næsta afmælisdegi þegar maður verður orðin fullorðin....

mánudagur, mars 22, 2004

He he he.....
ég náði þessu hlutaprófi í náttúrufræði!! pjúra einkunn án aukavinnu - nema ég setti fullt af aukavinnu í þetta - sem kannski gaf mér þessa einkunn = 5 !!!! þó hún sé lítil þá er ég samt himinlifandi yfir að hafa náð henni !!!! þrefalt húrra fyirir mér: HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!!

sunnudagur, mars 21, 2004

Komnar heim aftur!
jamms ég komst heim til mömmu og pabba og átti rólega og góða helgi. Ég komst að því að tíkin mín hún Kítara er hið mesta skass! Hún er að lóða og Herkúles var alveg tilbúinn til að hjálpa til, en hún snéri sér að vininum og reif kjaft, hann greyið niðurbrotinn af þessari höfnun, en hún lét sig hvergi - hann fékk ekkert að leika sér. Hún var hið mesta skass við hann og það fór ekki á milli mála hver réði ríkjum þessa helgi. Hugsa að Herkúles komi til með að sofa í viku núna - svo erfið var þessi helgi fyrir hann :o)

Fréttir eru þær að Vésteinn vinur minn eignaðist litla stelpu á föstudaginn!! Til hamingju elksu Vési minn og Guðný!! Alveg snilldar afrek hjá ykkur!!

Þórhalla systir á afmæli í dag - til hamingju með daginn elsku systir!!

föstudagur, mars 19, 2004

Veit ekki enn..
ég tók til dótið mitt bara svona just in case, ætla að sjá til kl fjögur hvernig veður og færð líta út. Það er merki á kortinu frá Vegagerðinni um að það sé verið að opna og það er þæfingur og krap og snjór lítil umferð - sem ég geri þá ráð fyrir að séu stóru flutningabílarnir sem komast allt... Þetta verður bara að koma í ljós, ég hreinlega nenni ekki að fara út í að brasast í gegnum snjó og leiðinlega færð....
ég á þá alltaf til myndina Passion of Christ til að horfa á einsömul í kvöld ef allt bregst....

fimmtudagur, mars 18, 2004

Afmælisbarn dagsins
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmælil hún Inga Hrund
hún á afmæli í dag!!!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !!!!!
og áfram með veður....
eins og útlitið er núna þá fer ég ekki neitt á morgun (grátur grátur) það er frekar mikil snjókoma og ef hún heldur áfram verður færðin ekki upp á marga fiska - td á ég núna öfugan dalmatíu hund - svartan með hvítum doppum - hún er úti semst og eftir nokkrar sek þá er hún alveg hvít... andskotinn sjálfur!!!
ok....
það var eins og við manninn mælt - ÞAÐ ER BYRJAÐ AÐ SNJÓA!!!! WHY WHY WHYYYYYYY ????? ok ekki panica alveg strax.. (anda inn anda út anda inn anda út) það er enn bara fimmtudagur - gæti breyst á morgun.....
Krossleggja putta
peningamál eru ok til að fara til Mývó, en ég þarf að krossleggja putta varðandi veður og færð. Samkvæmt Vegagerðinni þá er hált á Möðrudalsöræfunum. Og samkvæmt Veðri Moggans þá á að vera einhver úrkoma þe snjór næstu daga..... Allt í lagi þó ég verði veðurteppt í Mývó en mig langar svo mikið til að komast þangað um helgina. Afmæli Þórhöllu á sunnudaginn og afmælið mitt á þriðjudaginn, og hægt að slá saman í smá veislu.... Og ég hreinlega nenni ekki að hanga heima.
Svo náttlea þarf að huga að stöðunni varðandi tíkina....

miðvikudagur, mars 17, 2004

Vikan hálfnuð
ég hef svo nákvæmlega ekkert að segja að það er scary! Tíminn líður áfram, ég læri og sef, vinn og leik við hundinn. Ætla að reyna að komast í Mývó um helgina, vonandi verður það ok með tíkina og auk þess verð ég líka að stóla á veðrið - en eins og margir vita þá er ég yfirleitt afskaplega óheppin með veður almennt. Ef ég ætla að gera eitthvað þá iðulega kemur snælduvitlaust veður.
Páskarnir nálgast, prófin nálgast, sumarið nálgast og ég veit enn ekki hvað ég vil taka mér fyrir hendur í sumar. Einhverjar hugmyndir??

þriðjudagur, mars 16, 2004


Láttu þér batna elsku Jóhanna mín!!

Súkkulaði er allra meina bót!!

sunnudagur, mars 14, 2004

Allir offline
Ég hélt að það gæti bara ekki gerst og öll þessi ár sem ég hef verið með msn þá hefur alltaf einhver verið online - og var það rétt áðan - en allt í einu - allir signaðir út !!!!! ég hélt bara að þetta gæti ekki gerst!!

Það er veiki að ganga hérna - óléttuveikin, og allar eiga að eiga um 10-25 júlí - sem er kannksi skiljanlegt - október mánuður var heldur daufur dimmu og dapur - svo auddað varð fólk að lífga upp á tilveruna.

laugardagur, mars 13, 2004

Skúffukökubakstur og riddarasögur
Jamms dagurinn í dag var fínn, rólegur og notalegur við lærdóminn. Byrjaði reyndar á að fara í klukkutíma labbó með Kítöru, í grenjandi rigningu og komum við rennandi blautar heim, ekki þurr þráður á okkur. En svo var byrjað á rannsóknum um riddarasögur til forna. Þetta er verkefni í íslensku, og þetta var býsna gaman. Las helling um gamlar sögur og riddara. Alveg fullt af efni til að nota á netinu ásamt myndum, sögum og fleira og fleira!!

Svo ákvað ég að elda mér og baka 1 stk skúffuköku. Sá frekar sparnað í að baka köku fyrir um kr 200 sem endist í hálfan mánuð en að kaupa nammi fyrir um kr 200 sem endist kannski í hálfan dag. Ok, það var allt til - nema formið. Svo ég ákvað að nota form sem ég átti til, en það er reyndar minna en dýpra en þau þessi einnota sem ég hef verið að nota. Og afraksturinn varð "eldfjall"
varð að setja inn myndir handa ykkur svo þið gætuð brosað að minni baksturssnilld!!!!


Og árangur skúffukökubaksturs:



fimmtudagur, mars 11, 2004

Próf..
ég lifði af.. hef ekkert meir um þetta próf að segja.
Nagandi kvíði...
Núna er ég kom heim fór ég út með tíkina, settist niður, hringdi í ömmu og afa sem eru að fara á sólarströnd, setti pizzu í ofninn, og smá stund síðar þá var hún tilbúin og ég ætlaði að fá mér að borða. Þá fann ég að ég var ekki með matarlyst, ég var með verki í maganum og stingandi verk fyrir brjósti..... svo leit ég á klukkuna og komst þá að því að það voru einungis 30 mínútur í próf.
Já, þetta er pjúra kvíði fyrir prófinu. Mér líður eins og ég sé að rita mín síðustu orð hér, mér líður eins og ég komi ekki lifandi úr þessu prófi. Ég hef aldrei, ALDREI, fengið svona kvíða áður, ekki einu sinni fyrir öll þessi stærðfræðipróf sem ég hef tekið.
Ég er búin að læra og læra og læra. Og enn finnst mér ekkert hafa sest að þarna uppi, ég er að reyna að stressa mig ekki of - því þá er alltaf hættan fyrir hendi að maður lokist.....

miðvikudagur, mars 10, 2004

Próf - próf - próf..
Lífið snýst um þetta ands.... náttúrufræðipróf sem er annað kvöld. Það er lokapróf úr 4 köflum sem eru ofar mínum skilning. Fékk reyndar brilliant glósur frá DC++ notanda og þær glósur náðu að skýra fullt fullt af hlutum.
Ég lét líka kennarann vita að kennsluform hans væri alls ekki fyrir alla, lýsti yfir óánægju minni yfir að vera í nokkurs konar hraðferðaráfanga eins og hans kennslustíll er - eða þeirra kennslustílar þar sem þeir eru tveir kennararnir og vaða úr einum kafla í annann og eru ekki að taka kaflana eftir röð! Þetta er ekki hraðferðaráfangi, og fólk sem er lokað fyrir þessari grísku á ekki auðvelt með að melta allt efnið og læra það í svona kennsluformi. (ég er alveg brjáluð) Hann hikstaði eitthvað, talaði um að það væri nú örugglega hægt að gera eitthvað fyrir fólk ef fallið yrði mikið....

En nóg um það - ég held bara áfram að panica, sofa með glósurnar undir koddanum og naga neglurnar....

Tíkin er ekki að hjálpa til við lærdóminn, liggur við að ég fari frekar upp í skóla til að læra - þar sem hún er á þessu "mánaðarlega" þá er hún alveg að flippa út greyið.

mánudagur, mars 08, 2004

Thad er bara manudagur og mer finnst eg hafa verid ad vinna non stop i marga manudi! Rosalegar orkusugur geta krakkar verid!

SMS sendir Gudrun K.
Sent með símbloggi Hex
Thad a ad banna myndarlegum karlmonnum ad nota hormonavirkandi rakspira!!

SMS sendir Gudrun K.
Sent með símbloggi Hex
Mánudagur til mæðu....
Einn af þessum dögum sem maður vildi að maður gæti bara sofið af sér. Gerði nákvæmlega ekkert um helgina, svaf, las, svaf, las. Rigning úti....

laugardagur, mars 06, 2004

Tobbi lifandi!!
Ok ég er búin að lífga við Tobba - Toshiba ferðavélin mín - hún er loks komin á neti hérna heima!! Ok ég er ekki svo mikill snillingur að ég gæti látið 3 tölvur tala saman í gegnum adsl þráðlausan router, pluggaði höbbinum aftur í samband og ætla að reyna síðar (skortur á cd drivum sem eru tengd og virka var ein ástæða fyrir þessu) En ég komst þó að því að í routernum sem ég keypti eru fleiri "göt" til að tengja í netstnúrur - þ.e. ég þarf ekki að nota höbbinn þegar allt er komið í gagnið!! ef ég hefði splæst á mig um jólin þá hefði ég fengið "lakari" router sem hefði þurft að nota höbb með til að koma öllum vélum á netið!!
En meðan ég var að þessu - finn ég þá ekki eina netsnúru í viðbót - sem er löng og góð (held ég um 10m) og pluggaði henni í höbbinn og voila - Tobbi komst á netið og heimanetið og alles - brilliant - svo ég verð bara að bíða aðeins með að geta verið með hann uppi - kannski bara allt í lagi að takmarka tölvunotkunina við neðri hæð hússins og njóta þess að horfa á imbann í rólegheitunum.. En ég þarf ekki lengur að "nappa" netkorti uppi í skóla því mitt virkar fínt þar!! og ég er sátt - þráðlaust netkort á 2000 er flott!!
Laugardagur til leti..
Jamms, ég var vakin með ýlfri þvi sumar þurftu að fara út að pissa, og fannst ég hafa sofið alveg nóg. Sem var reyndar alveg rétt, klukkan var orðin níu. Brilliant veður úti. Við skelltum okkur bara í góðan labbó.

Svo ákvað ég að byrja á þessu þráðlausa netkerfi mínu. Hmmm... er routerinn í staðinn fyrir adsl módemið?? ég er allt of rög við að bara kippa öllu úr sambandi og prufa mig áfram.
Meðan ég var að greiða úr snúruflækjunni sem liggur við tölvuna hans Hjölla, læddist að mér hausverkur - já enginn kaffibolli kominn í systemið - svo nú er pása á öllu saman, - já maður verður að taka sér kaffipásu heima líka!!

Nýjustu fréttir af litlu minni er að hún er byrjuð á túr. Litla greyið... ég finn svoooo til með henni og þá vaknaði sú spurning hjá mér "fá tíkur túrverki??" ég verð að komast að því. Hún er obbosslega lítil í sér greyið, maður má ekkert segja við hana þá sekkur hún inn í sig. Æ maður kannast svo sem við þetta. Maður sjálfur verður oft ofboðslega aumur og lítill í sér á þessu tímabili og af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi hjá þeim? þetta er allt sama systemið hjá okkur, hormónar, verkir og geðsveiflur (hún var hryllilega geðvond áður en hún byrjaði)...

Annars er ég ekki að nenna að gera neitt. þreif allt þegar ég kom heim í gær, og núna þá þarf ég að læra smá, og ég er hreinlega ekki að nenna að brasa í netkerfinu, né lærdómnum eða neinu.

miðvikudagur, mars 03, 2004

6b hveiti,1b sykur,100gr smjorl. 1tsk hjartarsalt,1/2tsk natron,1/2L surmjolk, 1 egg. BESTU KLEINUR!

SMS sendir Gudrun K.
Sent með símbloggi Hex
Ilmandi kaffi.....
Jamms ég fór inn á Egilssaði í gær. Fór bara ein, það var svo leiðinlegt veður, hefðum ekkert getað leikið okkur.
Þetta var svona Guðrúnardúllerídagur. Byrjaði á að fara í sund, lá og lét fara vel um mig í nuddpottinum í heilar 30 mínútur!.
Verlsaði í Bónus, og Bónus á Egilsstöðum er ekkert nálægt því að vera lik búðinni á Laugarveginum eða neinni í R-vík, engar raðir, gott vöruúrval og fín þjónusta! (og ekkert ílla lyktandi fólk)
Fór í símabúðina og splæsti á mig þráðlausa net pakkanum:0) svo núna þegar ég er búin að tengja þetta þá get ég verið með fartölvuna uppi líka - hrein snilld!!
Svo uppáhaldsbúðin mín - Te og Kaffi búiðin. Jahá!! fór og birgði mig upp af alls konar kaffi ! mmmm gómsætt kaffi!!
Svo var þessi læknisskoðun sem eru allar eins...

Þegar ég var á leiðinni heim þá lendi ég í þessu líka rosa veðri. Ég var alvarlega að spá í því að ef ég myndi stoppa bílinn hvort hann myndi fjúka út í hafsauga! Fékk á tilfinninguna að ég væri að fá allann sjóinn framan á mig - svo mikil vosbúð dundi yfir bílinn - rúðuþurrkurnar höfðu varla við. Svo ég er enn að spá - er betra að keyra hraðar eða hægar í svona veðri?? stundum þá átti ég í fullu fangi með að halda bílnum á veginum, eins gott að það var ekki traffík, því gatan var varla nógu breið!!
Svo kom ég í skriðurnar (helvítis skriðurnar eins og ég kalla þær) og þá er ég að tala um þessar margumtöluðu Vattarnesskriður, og þá var eins gott að vita hvar dekkin eru undir bílnum, því ég varð að stoppa, setja í fyrsta gír, lulla á 5kmh og sneiða og sikk sakka framm hjá steinum sem voru ekki bara steinar heldur hnullungar, heilu björgin búin að falla á veginn!! og ekki bara á einum stað heldur ÞREMUR!! þá hugsaði ég með mér að guði sé lof væri að ég hefði ekki verið þarna á meðan þessar skriður féllu.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Rosalega skrýtið
í dag er 1 ár síðan ég kom hingað með mitt hafurtask, reiðubúin til að takast á við nýja hluti og hefja líf á nýjum stað. Mér finnst eins og það hafi gerst bara fyrir nokkrum vikum. Ég man svo greinilega tilfinninguna 1.mars þegar ég var komin frá Mosfellsbæ og horfði yfir til Reykjavíkur, í gamla Frosta (blessuð sé minning hans) með allt draslið á bakinu á mér (svo stútfullur var bíllinn) og svolítið rykug eftir gleðina í konuferðinni kvöldið áður. Og 2. mars eftir að hafa gist í Mývó, þegar ég kom hingað í fyrsta skipti!

Og þetta ár hefur verið allt annað en viðburðarsnautt hérna, góðar og slæmar stundir.

mánudagur, mars 01, 2004

Góðan daginn!
Við erum vaknaðar, þó sumar eru skriðnar aftur upp í sófa, ekkert hressar með að ég þurfi að læra.
En helgin var fín, róleg og notaleg. Startaði downlódum og náði í Cold Mountain og fl. Hún er ágæt sú mynd. Ég bakaði á laugardaginn, súkkulaðibitakökur og skúffuköku. Bara svona til að hafa eitthvað að gera. Spilaði Morrowind, fór í langa göngutúra og lék mikið við tíkina.
Í gær fórum við svo í sprautu og hún var rosa dugleg, held að hún hafi hreinlega ekki fattað hvað var í gangi - svo mikið af góðri lykt hjá dýralækninum.
þegar við vorum komnar aftur til Fásk. þá fórum við í frisbee og lékum okkur lengi þar.
Svo er ég í fríi á morgun þar sem ég þarf að fara til Egilsstaða í tékk, fékk "skammar/tossabréf" frá leitarstöðinni um að það væru nokkrir mán síðan ég átti að mæta í mitt árlega tékk. Svo ég skveraði mig og pantaði tíma hjá heilsugæslunni þar.
Það verður bara ágætis tilbreyting að fara til Egilsstaða, ætla í sund og pottana og svoleiðis, gera mér dagamun :o)