fimmtudagur, apríl 27, 2006

Sko...

Mér finnst að ráðamenn þessarar þjóðar sem er norðarlega í ballaríshafi ættu að setja á lögbundin frídag fyrsta almennlega sólar/sumardaginn.
Td hérna í dag er BRJÁLÆÐISEGA gott veður, það er GLÆPUR að hanga inni á svona degi,.,.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

SOS SOS

Ef einhver góðhjartaður á leið niður Laugarveginn í dag - vinsamlegast stoppið í sjoppu, kaupið eftirfarandi:
  1. 2l Kók
  2. Hraunbitakassa
  3. súkkulaði ís (ms 2l)
  4. Marssúkkulaði
  5. Kúlusúkkpoka
fara svo með þetta til hennar Dóu, hún er lasin heima.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sól og rólegheit

það er nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni. Ekkert... meira að segja Marínó, eigandinn er ekki ánægður með þennann mánuð. Fermingar komnar og farnar og við fundum ekki svo mjög fyrir þeim, því er nú ver og miður. En samt er ég búin að ná að selja ágætlega að mínu mati, en greinilega ekki nóg. En hvað á maður að gera þegar fólkið kemur ekki inn?
Næsta helgi er undirlögð í ferðalag til Mývó og Akureyrar. Hörður bróðursonur Hjölla er að fermast á laugardaginn. Það er alltaf gaman að hitta fólk, en núna erum við bara að sigla inn í svooo blankt tímabil að við höfum varla séð annað eins í maarga mánuði. Engin Reykjavíkurferð í náinni framtíð.
Hjölli er að verða búinn með hæðina, og hún er bara meeeega flott. Hlakka til að flytja mig upp með tölvurnar mínar, og sitja við stóra flotta gluggann minn og horfa út á fjörðinn. Þarna get ég líka verið með föndrið mitt, í friði inni hjá mér, þar sem það er ekki fyrir neinum, og ég get skilið við það eins og ég vil og gengið að því þegar ég vil. Þetta verður svo mikil snilld!
Hvenær á að kíkka í heimsókn? Gestaherbergið er til - það er við hliðina á nýja tölvuherberginu mínu!!!

laugardagur, apríl 22, 2006

Gaukur í suðri..

er það ekki sælugaukur??
Alveg yndislegt veður úti, en maður þorir ekki að nefna það vegna hættu á að "jinxa" góða veðrið í burtu.
Er í vinnunni, Kítara kom með mér en er í passi núna. Heppin hún, hittum "smiðinn" hans Hjölla í sjoppunni, hann var að fara á hestbak og var sko til í að taka tíkina með sér. Hann kom við áðan, sagði að tíkin væri sofandi í hesthúsunum þar sem hún hafi fengið víðáttubrálæði með alla girðingarstaura sveitarinnar í kjaftinum, og undir lokin þá varð hann að stoppa hrossið til að biða eftir henni. Litla ferfætta hetjan mín.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

löngun...

Dóan mín varð að logga sig út því hún varð að finna pláss fyrir alla gestina sem væru að koma til hennar, ég fann fyrir svona sárri löngun til að fara þangað líka og upplifa gömlu góðu stundirnar sem við áttum í gamla daga...

góðir páskar :o)

fór með soninn til mývó, hótel aLa Mamma og Pabbi. Hjölli varð eftir til að endurbæta efri hæðina og holið niðri. Þetta er orðið svo flott, ég brenn í skinni yfir að fara að nota þetta rými sem við erum að fá í hendurnar! 70 fermetrar auka - það er bara eins go ágætis leiguíbúð í hinni dýru Reykjavík!!
Fékk góðan mat og gott páskaegg. Sonurinn fór að taka upp á því að príla upp á eldhússtóla, sem þýðir að nú er ekkert heilagt neinstaðar. Hann veit að ef hann færir stólinn og prílar upp þá nær hann hærra í hluti sem hann hefur ekki fengið að kanna ennþá. Nýr heimur að opnast fyrir honum blessuðum.
Ég er ein hérna í búðinni. Bókarinn er í fríi, og það er afskaplega rólegt eitthvað yfir öllu. Ætli ég verði svikin einu sinni enn á sumarfílíngnum? Gráar götur, allt autt nema skaflar hér og þar sem eru eftirstöðvar veðurofsans sem gekk hér um. Ég vil að sumarið fari að koma, commonn það er apríl FCOL...

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Lítil prinsessa!!

Í morgun kl 05:30 kom lítil prinsessa í heiminn í Reykjavík, óskýrð Ingu og Káradóttir. Gekk vel og er þetta myndar stelpa 47 cm og 9 merkur, með fullt af dökku hári :o)

Velkomin í heiminn litla prinsessa og til hamingju elsku Kári og Inga Hrund!!!
ástarkveðja
Guðrún, Hjörleifur og Gabríel Alexander

föstudagur, apríl 07, 2006

XXL

ég þoli ekki þegar fólk er dæmt eftir einhverjum stöðluðum útlitsgreinum úr tímaritum, sjónvarpi og hinu daglega lífi auglýsinganna. Og ef maður fellur ekki alveg inn í þá staðla þá á maður, samkvæmt þessum fjölmiðlum, að gera eitthvað í því. Ef þú stundar ekki ræktina og ert XL manneskja þá hlýtur að vera eitthvað að. Núna er því td haldið fram að ég sé ólétt á Fásk þar sem ég fell ekki alveg inn í þessa stöðluðu ímynd... tek það fram ég er ekki ólétt (barnshafandi)

Guðrún K. Valgeirsdóttir

ps. ég ætla að fá mér páskaegg....

mánudagur, apríl 03, 2006

gamla lúkkið

já ég ákvað að setja upp gamla lúkkið aftur. Kunni aldrei við hitt, og ég gruna að fleiri hafa gert svo því innlitum snarfækkaði við það.
Gott veður og vorfílíngur í gangi. Ég fór í klippingu og "litun" sl viku. Það er sossum ekki frásögur færandi nema að klippigellurnar eru að tala um mann sem býr í Jökuldal.
Hann er búinn að vera að stúdera veðurfræði gömludaganna. Þá voru gamlir kallar sem sátu sennilegast í baðstofunum á kvöldi til og spekúleruðu í þessum málum, með hliðsjón til tungla og stjarna. Nema hvað, þessi maður kom með það að í ár yrði mars kaldur, apríl heitur, mai kaldur og sumar kæmi 10. júli. Ok þá höfum við það gott fólk.