miðvikudagur, apríl 30, 2008

Góður dagur í dag!

Þrátt fyrir snjó, okur í Hagkaup og sannleikann um hve lítils virði maður er á markaðnum þegar maður er kominn með barn. 

Ok - ég fer á fætur - allt hvítt.  Skítakuldi og barnið er sett í kuldagallann aftur - og á morgun er 1. mai.  Mér finnst þetta bara ekki sniðugt.  Skoðaði Risaland í morgun og líst vel á.  Þetta er minni deild, færri börn en sameinast Huldulandi í mat og kaffitíma.  Hann mun fá að sofa daglúrinn sinn samt áfram á Undralandi þar sem Risaland er ekki með aðstöðu fyrir hans klukkutíma lúra á daginn.  Það er víst eitthvað minna um að þau sofi svona mikið eftir hádegi þegar þau eru orðin þetta gömul... ekki minn litli maður - honum finnst gott að sofa.  Aðlögunin byrjar semst ekki næsta mánudag heldur þarnæsta þe 12. mai. 

Sonur minn er semst hættur með bleyjur á daginn.  Notar þær á næturna og er svakalega montinn - enda má  hann vera það.  Ég fór í Hagkaup áðan og bakkaði eiginlega bara út.  Þar eru bleyjurnar 40% dýrari en í Bónus!! Svo ég fór þangað og shoppaði bleyjur, kók, popp og nammi fyrir morgundagsletina fyrir sama verð og pakkinn kostaði í Hagkaup!  Þess má geta að 6 pakka öllapopp í Bónus er ódýrara en 3 pakka í Hagkaup... Og kaffið... ok ætla ekki að byrja á því - gæti sko rætt um það endalaust!!

Nú svo komst ég að því að maður rýrnar í verðleikum á markaðinum við að eiga barn.  Það ef menn geta ekki skilið að barnið mitt gengur fyrir, að ég á ekki til allan þann lausa tíma sem barnlaus kona hefur; þá eiga þeir ekkert erindi inn í mitt líf. 

Barnið mitt er það besta sem fyrir mig hefur komið og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neitt í heiminum! Gæti hreinlega ekki hugsað mér lífið án hans!!

Jamm - annars er góður dagur í dag - ætla að eiga góðan rólegan dag á morgun með gullmolanum mínum, vera  undir teppi með kakó, og gera sem minnst :)

sunnudagur, apríl 27, 2008

Yndisleg helgi :o)

Við sonur áttum alveg hreint yndislega helgi.  Var loks í fríi á laugardag og naut þess að vera bara með syni mínum að njóta lífsins með honum.  Byrjuðum á sundi og lékum okkur þar í góða stund.  Og þar sem veður var heldur skítlegt þá vorum við svo bara heima.  Hann líka nýtur þess að vera heima og hafa mig bara einn og útaf fyrir sig.  Lögðum okkur eftir hádegi og kúrðum okkur yfir Ratatouille.

Í dag fórum við ísveitina til a horfa á Formúluna.  Gabríel er svo mikill afastrákur.  Sönglaðí alla leiðina "til afa til afa míns, til afa til afa míns"  Svo er alltaf eins og komi smá púki upp í þeim báðum er þeir hittast því þeir stríða hvor öðrum svo rosalega.  Gabríel heldur alveg í við afa sinn í þeim efnunum.  Bara gaman að fylgjast með þeim :o)

Svona dagar eins og þessi helgi gefa manni algjör orkubúst og sýna manni hve mikilvægt er að eiga svona stundir með þeim sem standa manni næst. 

Heyrði líka í gauknum í suðri og það er líka alltaf jafn gaman! Sem minnir mig á það að ég er komin með pössun bæði hvítasunnuhelgina og júróvision helgina :o) gaman gaman :o)

 

laugardagur, apríl 26, 2008

Strumpar...

Painter_Smurf

Þetta er náttla bara vitleysa .... ég er aldrei "moody"... pfft..

Fjölgun :)

Sumargjöfin var ekki á verri endanum í Fellshlíð - þegar sætasta, fallegasta, blíðasta og yndislegasta tík í heimi eignaðist 7 hvolpa!!!

Tík og hvolpum heilsast vel og óskum við þeim í Fellshlið hjartanlega til hamingju með þessa fjölgun!!!

Sendum stórt knús yfir til þeirra !!!blida

 

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Gleðilegt sumar!!!

já gleðilegt sumar elskurnar mínar og takk fyrir veturinn!!

Dagurinn í dag var snilldar dagur!  Við sonur vöknuðum á okkar tíma um sjö og skomberuðum í sund kl átta ! við ógó dugleg.  Hann í rennibrautinni og að hoppa út í laugina.  Þess má geta að hann er svo duglegur í sundi að hann getur svamlað að bakkanum og komist upp sjálfur. Óhræddur og duglegur.  

Við komum við á N1 í bensín og ís.  Brunuðum svo í sveitasæluna til mömmu og pabba.  Þar var hiti og gott veður.  Gabríel hafði hamast í meira en klst í sundi svo hann dottaði á leiðinni. 

Þar hamaðist hann meir.  Td hjálpaði hann afa sínum að moka snjórestir af pallinum og fékk að smúla með slöngunni.  Við mamma fórum og tékkuðum á hlutunum þegar við heyrðum afa hans segja "ekki sprauta á mig" - þá hafði Gabríel skrúfað bara meira frá vatninu og sprautað á allt í kringum sig - voða sæll með þetta.  Svo heyrðist í honum "mamma mín - ég er blautur" .  Og já - það var ekki þurr þráður á barninu og hann eitt stórt bros. 

Þetta var galli no eitt.  Galli no tvö fór svo í drullupollinum þegar við fórum út að labba með Herkúles.  Þá fór hann svo uppfyrir stígvélin að það mátti setja allt á ofn. 

Við vorum svo í heljarins grillveislu hjá þeim í sveitinni - agalega gott.  Gabríel tók vel til matar síns að vanda - og steinrotaðist á leiðinni heim. 

Jámm góður sumardagur í dag - og þess má geta að ég heyrði í gauknum í fyrsta skipti í ár í dag og hann var í suðri :o)

Eigið gott sumar !

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Síðasti vetrardagur

yessss - finally!! Eins og þið eruð búin að komast að þá er ég ekki vetrarins biggest fan.  Hugsa við ráðumst á laugina kl 8 á morgun (þegar við vöknum) og brennum í sveitina og njótum veðurblíðunnar sem spáð var áðan hjá mömmu og pabba.  Það mun fyllast bærinn af fólki hérna vegna Andrésar Andarleikanna svo það verður fínt að sleppa í burtu úr traffíkinni :)

Annars er ekki mikið að frétta.  Maður er orðinn soldið sætur og útitekinn á sundinu.  Er búin að ná að fara alla sólarmorgnana og synda, og á mánudaginn þá synti ég hálfan kílómeter á 15 mín.. ég varla trúði því að þolið mitt væri svo fljótt að koma.  Svo ég testaði mig í gær - hálfur km á tíu mínútum.. og aftur í dag... þetta er snilld! Og jú ég finn mikinn mun á að vera reyklaus! Þetta er bara æði.  Enda fjárfesti ég í hálfs árs korti - já eða varasjóður VR - á víst nóg af pening þar til þessa hluta !!

Jámm - þetta allt er bara snilld!!!

Eigið góðan dag á morgun elskurnar - Gleðilegt sumar!!

sunnudagur, apríl 20, 2008

Sunnudagur til sólar

DSC00300Alveg snilldar dagur hjá okkur.  Vaknað snemma í sólargeisla og skomberað í sund.  Vorum þar í nærri 2 tíma enda þegar ég sá að Gabríel getur farið einn í rennibrautina þá er ekkert sem stoppar það.  Ég bíð bar fyrir neðan og tek á móti. Hann er orðinn svo stór og duglegur! Svo voru bíll og fjórhjól með í för sem fengu að fara í hressum ferðum niður rennibrautir og í buslulaugm.   

Fengum okkur Brynjuís á eftir og ég var ekki sátt með hann - fatta ekki alveg "the fuzz" hvað varðar þennan margfræga og umtalaða ís.  Ætla að halda mig við ísinní Lindinni hér eftir. 

Sonur svaf vel - ég dormaði og naut hvíldarinnar.  Er orðin svolítð lúin.  Hlakka til að eiga auka frídag í næstu vinnuviku auk þess að fá helgarfrí. 

Við fórum svo á Bubba Byggir í dag.  Það var virkilega gaman.  Það var reyndar ekkert hlé og hann þarf að hafa hlé sá stutti.  Hann er ekki alveg á að sitja á rassinum í heila klukkustund.  Á Horton myndinni var hlé og það var til þess að hann náði að sitja alla myndina og halda einbeitningu, en þetta er einum of löng lota fyrir svona orkugutta eins og minn :o) Hann tók svo á mig smá frekjuóþægðarsprengju - já hann er eðlilegur þessi elska - hann á það til að taka óþægðarköst. 

En frekjuóþægðarkastið endaði og við grilluðum kjúlla í sátt og samlyndi, nutum kvöldsins og horfðum á snjósleða á skjá einum. 

Ef helv.. flugfargjöld væru ekki svona ógó dýr hefði ég fengið heimsókn í dag en þar sem far var fyrir hendi (og hafði verið planað þannig) þá var það nýtt suður. En það hefði verið gaman að fá svona surprise heimsókn.  Alltaf gaman af því :) Það bíður bara betri tíma!

Það er eitthvað svo afstressandi að hafa svona veður.  Ég er búin að fara í sund nærri alla dagana í sólinni - og svo sá ég á mbl.is veðrinu að þetta á að vera svona næstu viku líka.  'Eg er svo hamingjujsöm með það - þið trúið því ekki.  Manni finnst allir vegir færir, stutt í sumarfrí, smáskotin eru alltaf að blossa, sonur er gullmoli (eins og alltaf) og hve heppin ég er. 

Lífið er snilld!

þar til næst fólk fjær og nær - hafið það sem allra best :)

laugardagur, apríl 19, 2008

Hriiikalega rólegt

Alveg lognmolla hér í vinnunni - síminn þegir og ekkert að gera. Enda er snilldar veður úti og fólk nýtur helgarinnar úti. 

Vona að sonur minn sé að skemmta sér vel og eigi góðan dag. 

Yndislegir dagar

jámm það er snilldar veður og búið að vera snilldar veður.  Var í fríi eftir hádegi í gær þar sem skólinn var lokaður eftir hád.  Og við sonur skomberuðum í sveitina í dekkjaskiptingu á súbbanum. Fórum í lónið líka og það var bara gaman.  Nutum þess að vera bara tvö saman og ég fann hve hann þarfnaðist að fá að vera bara með mér.  Hann buslaði og hljóp um og naut þess að geta svamlað í grunnu vatninu.  Með mótorhjólin auðvitað og þau fengu að keyra um heita pottinn.  Við eigum eftir að búa þarna í sumar.  Ætla að kaupa mér kort í lónið í sumarfríinu mínu.  Þetta er yndislegt!

Á fimmtudag grilluðum við.  Þreif grillið og fíraði upp og eins og það hefði ekki verið í vetrardvala heldur blossaði upp hitinn og pylsurnar voru hrikalega góðar! Þetta var svona spur of the moment svo ég hafði ekki fjárfest í neinu spes til að grilla. Þannig þar sem ég er ein heima í mat í kvöld var ég að spá í að grilla mér eitthvað gott.  Sonur er hjá pabba sínum og verður þar í mat í kvöld. 

Fer sennilegast að líða að því að hann fari að gista þar.  Það verður skrýtið að hann gisti annars staðar en hjá mér eða afa sínum og ömmu.  En hann á eftir að skemmta sér vel að gista þar líka efa ég ekki.  Ekki í kvöld en fljótlega.   Það verður rosalega skrýtið að vera allt í einu ein heila helgi, hef hugsað mikið um það og þetta er náttla eitthvað sem mun gerast og fer að gerast.  Litla mömmu hjartað mitt er að undirbúa sig undir þetta.  Mamma og pabbi er alltaf tilbúin til að passa en maður vill ekki misnota það og ég bið aldrei um heilar helgar nema þegar eitthvað mikið liggur við - útskriftir, árshátíðir og solleis.  

Þegar hann fer að fara heilar helgar til pabba síns reglulega þá get ég farið meira út og kynnst fólki, átt tíma fyrir mig.  Hljóma ég sjálfselsk? Megið ekki misskilja sonur minn er mér allt. Og ég tek hann og tíma með honum fram yfir allt annað og alla.

Ó vell - ætla að skombera í sund í þessu rjómablíðuveðri!

Eigið góða helgi elskurnar mínar!

miðvikudagur, apríl 16, 2008

er komið vor... ??

þetta er spurning sem margir hugsa en enginn þorir að segja upphátt.  Maður gæti "jinxað" og farið að snjóa aftur.  Það var yndislegt veður í dag og maður fann hvernig brúnin lyftist á öllum.

Ég gæti alveg hugsað mér að vorið væri komið.  Gæti alveg hugsað mér að hætta að þurfa að klæðast í milljón föt og peysur og verið bara á stuttermabolnum eins og í dag.  Farið í sund og notið þess að vera í sólinni á meðan syntur er morgunspretturinn.

Mér er alveg sama þó Andrésar leikarnir verði snjólausir, að vélsleða fólkið komist ekki aftur á sleðann, Gleðin sem skein úr augum Gabríels þegar hann heyrði að hann mætti fara með buffið í skólann var svo fölskvalaus og einlæg, að þurfa ekki að dúða barnið þannig hann sé eins og michelin man og geti varla hreyft sig... ég er orðin svo þreytt á þessum vetri, hlakka til að geta bara verið á ecco sandölunum alla daga :)

mánudagur, apríl 14, 2008

Það er sól sól sól!!

já sólskin mætti augunum í morgun þegar ég vaknaði... og hrjótandi barn við hliðina á mér.  Hann hafði vaknað eldhress um 6 í morgun.  Og þar sem mamma hans vill sofa til sjö þá fékk hann að kúra uppí.  Og að sjálfsögðu steinsofnaði guttinn minn aftur. 

Við erum svo sátt við lífið þessa dagana að allt var svo rólegt og notalegt hjá okkur.  Vorum meira að segja komin út í bíl um korterí átta!! hann reyndar maldaði í móinn (argaði / grenjaði hressilega) þegar ég var að kveðja hann í skólanum...

Og mín í sund. Og það var svo notalegt að synda í sólinni (skítkalt reyndar) en stoppaði á bakkanum og snéri nebbanum upp í sólina og heilsaði upp á þessa gömlu vinkonu mína sem ég hef saknað geðveikt mikið.  Maður varla þorir að vona að vorið sé komið - maður varla hefur náð að hugsa þá hugsun(draum) til enda þá er kominn snjór aftur...

Helgin var róleg og notaleg.  Brunaði upp í sveit eftir vinnu laugardaginn og knúsaði barnið mitt.  Grill og bjór hjá pabba og mömmu, kíkti í smá kaffi og kökurestar á sunnudeginum í Hraunberg - en þar var ferming á laugardag. 

Sonur heyrði loks í föður sínum, stutt samtal þar sem Gabríel sagði honum að hann væri hættur með bleyju og svo bara "bless bless pabbi" og hljóp í burtu.  En það þarf ekki meira - þetta var nóg fyrir litla manninn og hann var alsæll með þetta. 

Drykkjuboltarnir vinnufélagar mínir eru í mismundandi ástandi í dag en öll sammála um að árshátíðin hafi heppnast vel sem er bara frábært ! Allir skemmt sér og matur góður.  Og allir komið heilir heim.

Þar til næst - hafið það gott dúllurnar mínar!

laugardagur, apríl 12, 2008

Laugardagur til launa :)

jámm ég er í vinnunni - fer að enda, hætti fjögur.  Þá verður brunað upp í sveit.  Búið að vera slatti að gera, þó það hafi verið auglýst lokað þá hafa tölvur farið í dag - gaman að því :)

Átti rólegt og notalegt kvöld í gær.  Sonur fór heim í sveitina með afa sínum í gær svo ég notaði tækifærið og hafði það rólegt og notó.  Fékk afmælisgjöf frá Dóu minni og það var alveg yndislegt sjal sem  hún bjó til sjálf! Hlýtt og yndislegt - hún talaði um á kortinu að vonandi nýttist þetta sem knús á köldum kvöldum - fyrsta hugsun "omg er hún að senda mér Gvend" - haha nei svo galin er hún nú ekki hahahaaaa

Takk æðislega fyrir mig elsku Dóa mín!

Byrjaði svo daginn í dag á sundi, synti ekki mikið bara 300 metra og dormaði svo í pottinum.  Afskaplega notalegt.  Í sveitinni eru allir í fermingarveislu.  Vona ég nái að hitta eitthvað af fólkinu í dag.  Væri gaman að sjá aðeins framan í fólkið.  Gabríel er minn staðgengill þar í dag og stendur sig eflaust eins og hetja þessi elska. 

Vona þið eigið góða helgi. 

miðvikudagur, apríl 09, 2008

James Blunt

- hver vill koma með mér á James Blunt í sumar???

Enn heima

jámm - við erum enn heima.  Vona að hann nái þessum hita úr sér svo hann komist í skólann á morgun.   Hann er núna frekar hress, búinn að borða skúffuköku sem við bökuðum.  Máluðum nokkrar vatnslitamyndir.  Hann svaf líka í já 3 tíma eftir hádegið blessaður.  Hann verður í passi um helgina - en bara á laugardaginn þar sem ég fer svo uppeftir strax eftir vinnu :)

Hann hefur ekkert heyrt í pabba sínum - finnst það svolítið furðulegt miðað við hve áhugasamur hann vill og virðist vera og lofaði öllu um að bjalla eitthvað í hann en ekkert heyrist.  Ég er ekki að pirra mig á þessu - bara furðulegt - því áhuginn á honum var mikill áður en hann fór.  Hulda hefur haft samband en ekki hann. 

Það snjóar.  Það var sossum auðvitað - kom hlýja og snjór fór að fara þegar fer að slydda aftur - auðvitað ! Hefði alveg mátt segja mér það.

Kannski ég fari bara undir sæng með Gabríel, það er svona undirtepppikakóbollaveður....

þar til næst klæðið ykkur vel og ekki geyma að láta fólk vita að ykkur þyki vænt um það.  Það gæti orðið of seint.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

svekkelsi...

fer ekki á árshátíðina.. ákvað það í dag þegar ég sá stöðuna á reikningnum mínum.  Þessar hækkanir koma soldið aftan að mér - hafði haft varann á en greinilega ekki nógu mikið.  Er drullufúl, svekkt og sár, en ætla að vinna frekar svo launaumslagið mitt verði aðeins þyngra næst.  Nenni ekki að fara þegar maður er með áhyggjur af peningum, og veit að maður hefur engan veginn efni á að gera þetta og geta ekki leyft sér að gera það sem mann langar til.  Það koma tímar siðar.

Lögfræðikostnaðurinn er mikill og er að setja mig á hliðina, en það er seinna tíma vandamál - mestu máli skiptir að ég nái að losa mig úr því sem hann er að vinna að fyrir mig. 

Sem betur fer hækka húsaleigubætur svo við fáum eitthvað bætt uppí þessu ljóta ástandi sem nú er. Maður fer varla út í búð án þess að maður borgi 2000 kr, og fyrir nákvæmlega ekki neitt - nokkra lítra af mjólk, ost, brauð og súrmjólk.  Guð hjálpi mér og fyrirgefi; ég spreðaði í ferska ávexti handa syni mínum.  Ég reyni alltaf að sjá ljósu hliðarnar á hlutunum.  Mér gengur afskaplega illa að sjá ljósar hliðar á þessu. 

Ég hata þetta.

Annars erum við sonur heima.  Ég lagðist á sunnudaginn, og lá í gær, og hann tók upp hóstann, horið og hitann í gær og nótt.  Svo við erum lasarussar heima núna. Hann er svo yndislegur og duglegur þessi elska.  Orðinn alveg bleyjulaus á daginn - en þarf meðann hann sefur.  O g no2 er soldið vandamál ennþá en það lærist hjá þessum engli.

Hann er drifkrafturinn þessa dagana hjá mér í þessu öllu saman. 

Þar til næst - eigið góða daga.

sunnudagur, apríl 06, 2008

Sunnudagur til sófa

hæ :) það er helgi og ég nenni ekki að gera neitt í dag.  Var að vinna í gær og mín yndislega frænka Sylvía var með Gabriel á meðan.  Hann svaka sæll með þetta.   Hefur reyndar spurt um að fara í sveitina í dag en ég sagði honum að við myndum bara njóta þess að vera heima.  Hann mundi fara í sveitina næstu helgi og þá yrði hann þar alla helgina án mín.  Jámms árshátíðin er bara næstu helgi.. þetta er agalega fljótt að líða.  Verð á hóteli báðar nætur.  Ákvað að splæsa því á mig þar sem ég kem ekki til með að gera þetta á næstunni aftur og hugsa að sumarfríið verði einmitt svipað og í fyrra; hótel mamma. 

Var já að vinna í gær, og ætla að vera róleg í dag.  Er  með hangikjöt í potti, og það er leti í okkur báðum.  Gabríel svo ánægður með að vera heima í dótinu sínu, trallar og syngur, leikur sér og búinn að búa til undraheim með bílunum sínum og kubbunum.  Sá stutti var mjög sáttur við að vera hjá Sylvíu í gær, og að vakna í morgun og byrja að leika sér.  Hann sefur með alla kubbabílana uppí - og ég heyri þegar hann byrjar a leika sér um leið og hann vaknar.  Hann var hrikalegur flækjufótur seinnipartinn í gær.  Og ég kyssti á ófá bátt í gær.  Eftir eitt báttið heyri ég hann tauta inni í stofu við goggann sinn "sko þegar ég fæ bátt kyssir sko mamma mín á báttið og þá er sko allt búið"   - já þessir mömmukossar eru heimsins bestu plástrar.

Eigið góðan dag í dag!

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Til hamingju!

Elsku Anna til hamingju með að vera búin með samninginn!!! Ef þig vantar einhvern til að æfa þig á í hand/fóta snyrtingu eða plokkun og litun eða nuddi þá bara láta vita!!

Gangi þér vel að læra undir sveinsprófið!! Þú ert snillingur!!!!

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Farðu vetur FARÐU!!!

ég er búin að fá algjörlega nóg af þessu. Maður er blautur í lappirnar nær uppá dag - fór heim í EJS plastpokum í skónum í gær því þeir náðu ekki að þorna frá hálf eitt til sex í gær - samt voru inni í miðstöð...
Og er núna með hæsi, ískrar í röddinni reglulega, agalega næs að svara í símann þannig. Með hálsbólgu og hor...