mánudagur, mars 30, 2009

Gleðilegan óveðursmánudag :o)

Enn ein snilldar helgin að baki.  Fór á magnaða Queen Tribute tónleika á föstudagskvöldið og drakk þar nokkra kalda í góðum félagskap.  Og var dansað á eftir á Vélsmiðjunni. 

Hafði hugsað mér að fara til Önnu minnar í Fellshlíð á laugardeginum, en einhvern veginn þá ákvað ég að fara ekki, og já sem kannski sem betur fer því það er allt kolófært ídag og snælduvitlaust veður.  Nema akkúrat hérna á Akureyri.  En ég veit að það hefði verið meira en notalegt að vera veðurteppt í Fellshlíð.

Svo við Gabríel áttum ljúfan og kósí dag heima.  Bökuðuðm skinkuostahorn og máluðum listaverk.

DSC00794  

fimmtudagur, mars 26, 2009

Stutt vor .. haha

já í morgun var ekki vorlegt úti haha ég get ekki annað en bara brosað að þessu.  En í morgun reyndar var ég hrikalega fúl yfir þessu.  En svo hitti ég elskkurnar mínar Önnu og Dóu á msn og auðvitað hresstist maður við!! Og þegar maður hugsar um helgina sem er vændum þá er bara gaman að vera til!

Ætla að hitta stelpur úr world of warcraft leiknum á Græna á morgun, verður gaman að kynnast fleirum hérna á Akureyri.  Ætlum að hlusta á Queen tónleikana sem eru þar í gangi.  Gabríel ætlar að hitta pabba sinn og gista þar. Hann verður kátur með það hann Gabríel. 

Svo er áætlað að fara í Fellshlíð á laugardag.  Ég sagði þeim frá því hérna í vinnunni að ég ætlaði að fara úr bænum og þau störðu á mig.. “já þú semst kemur aftur á þriðjudadag…” þá er víst kolvitlaus spá á sunnudag og mánudag…  Ég ætla bara að skoða málið á laugardag. 

En hérna eru myndir – tók þær áðan á gemsann minn..
Ragga vinkona sem saknar íslenska snjósins – gjörðu svo vel:

26.03.09.3 26.03.09

miðvikudagur, mars 25, 2009

Sama og venjulega :o)

ekkert nýtt að frétta.  Bara lífið heldur áfram sinn vanagang.  Vildi oft að vinkonur mínar byggju hérna á Akureyri.  Finn oft hvað ég vildi ég gæti hoppað í smá spjall, stund milli stríða.  Stundum  þá er bara msn ekki nóg.  Og eins og allir vita þá getur góður kaffihúsahittingur gert gæfumun í skapi manns.  Það er stundum erfitt að vera alltaf kátur þegar maður er bara alltaf einn.  Sonur minn elskulegur er minn gleðigjafi og gefur lífinu tilgang.  En stundum þá þarf maður að tala við vini sína og vinkonur. 

Annars átti ég frábæran afmælisdag með milljón kveðjum.  Og með smá nammidekri og svo auðvitað knús frá syni mínum.  Takk fyrir allar kveðjurnar :o)

Eníveis.  Okkur líður allavega vel og þökkum fyrir að hafa það sem við höfum.  Þessi mynd er tekin af mínum elskulegum þegar við vorum á leiðinni í leikskólann í morgun, hlustandi á Linkin Park :

DSC00782

mánudagur, mars 23, 2009

Afmælishelgi

Hrein yndisleg helgi að baki!  Við sonur fórum upp í sveit á föstudag.  Alltaf gott að koma í sveitina. Sonur minn meira að segja tók upp að labba eðlilega á föstudagskvöldinu, og fann ekkert til.  Varð svolítið þreyttur þegar hann var búinn að labba fram og til baka húsið endilangt í all nokkurn tíma :)

Þórhalla systir átti svo afmæli á laugardaginn – Til hamingju með daginn elsku systir!! Og hún fór af bæ með sínum manni þessa helgi.  Stórafmæli á ferð og ákvað að eiga dekurhelgi að heiman.  Hún var svo með smá kaffiboð í gær þar sem við hin fengum að knúsa hana til hamingju með daginn.  Og hvernig hún galdrar fram dekkhlaðið borð af hnallþórum þannig svignaði undan á klukkutíma er mér óskiljanlegt, en hún er ein af þessum ofurhúsmæðrum. 

Mamma mín bauð mér í lónið á laugardagskvöldinu.  Gabríel var heima hjá afa sínum og ég veit að þeir áttu góða stund saman, allavega var Gabríel með súkkulaði frá eyra til eyra, brosandi hringinn, og hrikalega ánægður með tilveruna.  Við mamma nutum veðurblíðunnar, með stjörnubjörtum himni, ég fékk mér bjór og við slökuðum svo á.  Mikið var þetta notalegt – takk kærlega fyrir mig elsku mamma og pabbi!

Ég mætti svo með kökur handa liðinu hérna í vinnunni í dag.  Hefð hér að afmælisbarn komi með smá gúmmulaði handa hinum og var vel tekið í smá sætt svona á mánudagsmorgni. 

þessa fallegu mynd sendi systir mín mér í morgun með afmæliskveðju.

DSC00135

Í dag er fallegur dagur úti og ætla ég að njóta þess að vera til :o) 

miðvikudagur, mars 18, 2009

Morgunverður á Flúðum

Alltaf gott að byrja daginn á að kíkja í kaffi á Flúðir.  Eiga góða morgunstund með Gabríel.  Maður verður eitthvað svo endurnærður.  Þau bjóða reglulega í morgunverð og kaffi á eftir.  Og við sitjum inni í sal sem þau borða börnin með þeim og fáum okkur morgunmat og spjöllum.  Virkilega gaman.  Gabríel sýndi mér dótið sem honum finnst gaman að leika sér með og við bjuggum til bílabraut.  Virkilega notalegt. 

Sylvía elskuleg kom í heimsókn í gær.  Hún var að vinna til sjö og kom svo í pizzu til okkar Gabríels.  Mjög gaman að fá hana í heimsókn og Gabríel alveg naut sín í botn við að sýna henni dótið sitt og bílana.

gaman ad mala

mánudagur, mars 16, 2009

283 dagar til jóla…

Alveg snillar helgi að baki! nammi, sof, tölvan, barnaefni, hlátur og skvaldur, máluðum, kubbuðum, spiluðum,  alveg quality time helgi hjá okkur.

Fórum í bíó að sjá myndina um Ævintýri Despereaux og hún er alveg æði. Við Gabríel skemmtum okkur konunglega, með poppið okkar, nammið og kókið.  Ég skemmti mér alltaf jafn vel á þessum myndum og börnin!

Fórum í jólahúsið í gær, vá hvað ég elska þennan stað.  Lyktin, dótið, tónlistin, andrúmsloftið þarna inni.  Kveikt upp í arninum.  Ég elska jólin, mér líður alltaf svo vel.  Nánast eini tíminn á árinu sem maður er bara.  Friður sem ríkir hjá manni, og það færist yfir á sálina og í hjartað.  Í öllu stressi sem fylgir nútímanum, þegar maður er orðinn fullorðin.  Og að fara í jólahúsið finn ég alltaf fyrir þessari góðu tilfinningu sem ég fæ um jólin.  Ég gæti setið í stólnum sem er niðri við tréð,  undir gauksklukkunni, endalaust og bara látið hugann reika.. reyndar þegar sumir litlir eru með þá er ekki alveg tími til þess. En ég smitast alltaf af hans barnslegu gleði yfir öllu fallega dótinu þarna.   Ég kem endurnærð úr ferðum í jólahúsið, þó við stoppum ekki lengi við. 

Annars er bara við það sama. Bíllinn minn er stríðinn, fer stundum í gang við fyrsta sviss, og stundum ekki.  Og núna erum við búin að komast að því að hann er ekki rafmagnslaus því á föstudaginn þá vildi hann ekki fara strax í gang, og þegar ég var búin að kalla út herliðið til að starta honum (Hallur í EJS) þá var ég eitthvað að jugga lyklinum í svissinum á meðan ég beið eftir Halli og kvikindið fór í gang.. laugardag líka, en í gær og í morgun, eins og hann hefði aldrei gert annað en að fara í gang..

Ég á afmæli eftir viku..34 ár.  Finnst ég samt ekki degi eldri en 27 ára.. I wonder… systir mín verður big 4 and 0 .. Veit ekki alveg hvernig ég á að tækla aldurin. 

Mér finnst dásamlegt að það er næstum orðið bjart þegar klukkan hringir á morgnana.  Og mér fannst yndislegt í morgun þegar ég fór út að heyra fuglana syngja!

Alltaf jafn gaman að mæta í vinnuna.  Það er bara eitthvað svo gaman að vera til í dag, jafnvel á mánudegi!!

284 dagar til jola

(284 dagar til jóla 15.03.09)

föstudagur, mars 13, 2009

.... einu sinni enn föstudagur...

hrikalega líður tíminn hratt..!! ég er ekki alveg að fatta þetta - strax aftur kominn föstudagur.  Finnst eins og í gær að Anna mín væri að koma og við værum að fara á Hálfvitatónleika.  Sem voru btw hrikalega skemmtilegir.  Og við Anna hlógum svo mikið. 

þessi helgi er plönuð í afslappelsi.  Við sonur erum búin að ákveða á hvaða mynd við ætlum í bíó. Og svo er planið að fara í jólahúsið líka.  Mikið verður þetta gaman hjá okkur!

Hann er allur að koma í fætinum.  Hann er ekki byrjaður að labba eðlilega aftur , en er farinn að stíga meira í fótinn og æfir sig.  Gruna hann um að finna fyrir brotinu, og ég veit að hann man vel eftir sárskaukanum.  Þegar hann steig óvart í fótinn hjá lækninum sama dag og þetta gerðist þá fór hann að gráta, og ég hef aldrei séð hann gráta eins og hann gerði þá.  Svo ég ljái honum ekki fyrir að vera hræddur. 

Það er reyndar vélsléðamót í sveitinni með balli og tilheyrandi, en ég er samt að spá í að vera bara sófarotta þessa helgi. 

Mér líður afskaplega vel.  Alltaf jafn gaman í vinnunni.  Mamma og pabbi komu áðan og buðu mér í hádegismat hrikalega gott - takk fyrir mig elsku mamma og pabbi.  Pabbi setti líka eitthvað sprey á bílinn minn; hann vildi ekki fara í gang í morgun, en svo datt hann í gang (á minni frekju einni saman) sem þýðir að þetta er ekki í geyminum... pabbi er alveg hvumsa yfir þessu... kemur í ljós kemur í ljós. 

Jámm gaman að vera til....

DSC00507

miðvikudagur, mars 11, 2009

Þreytt á snjónum

En það er bara ekkert við því að gera.  Ekki á ég penge til að flýja út í sólina.  Þakka bara fyrir að eiga bíl sem fer í gang og er fljótur að hitna, hlý föt og góða skó, og sonur minn á góðan snjógalla, góða skó og góðar húfur og vettlinga.  Við erum við öllu búin.  Er meira að segja með reipi í skottinu til að kippa litlum bílum uppúr sköflum eða ef mig vantar aðstoð við skaflana..

Annars er lítið að frétta af okkur.  Gabríel notar fótinn alltaf aðeins meira hvern dag, og þetta kemur allt saman. Hann er samt ragur enn við að stíga í fótinn, hræddur greinilega. 

Langar hrikalega í Fellshlíð næstu helgi.  Er samt ekki viss um hvort ég eigi að drösla Gabríel í burtu aftur þar sem hann er ekkert búinn að vera heima í fríi svo lengi.  Og næstu helgi þá förum við í sveitina þar sem þá er afmælishelgin okkar Þórhöllu systur. Kemur í ljós kemur í ljós..

mánudagur, mars 09, 2009

Hálfvitar og ófærð..

Sótti guttann minn í sveitina á miðvikudag, en hann er ekki alveg farinn að labba ennþá.  Hefur bara gott af því að fara í skólann og gleymir sér frekar þar en heima. 

Anna mín kom á föstudaginn og við skelltum okkur á tónleika á Græna Hattinum.  Hálfvitarnir voru að spila og var það hin besta skemmtun.  Nýja efnið þeirra er mjög skemmilegt.  Svo fengum við Anna okkur vel í báðar stórutærnar og maður var þægilega rykugur daginn eftir.  Held að við höfum verið á fótum til hálf sex við að kjafta :) Þetta er alveg nauðsynlegt að gera.  Tvær saman að sötra bjórA og kjafta og skemmta okkur saman! Ég skemmti mér svo vel að ég lifi á þessu lengi. 

Fór uppí sveit.  Nennti ekki að fara heim aftur þann dag svo ég gisti uppfrá og knúsaði drenginn minn.  Hefði kannski átt að fara þar sem við urðum svo veðurteppt þar.   Sylvía og Áslaug höfðu verið svo yndislegar að grípa Gabríel með sér á föstudag og hann talar um það hvað það var gaman og það sem þær gerðu með honum.  Dekruðu hann alveg.  Svo þær voru veðurtepptar þarna líka.  Æ bara fínt að slappa af.  Þær voru svo yndislegar að taka Gabríel með sér út að leika í gær í vondaveðrinu.  Hann var ekkert smá kátur með þetta.  Setti inn myndir: Úti að leika í vondu veðri.

Vöknuðum svo í morgun og biðum eftir að sjá rauðu línurnar breytast í hvítar á vefnum hjá Vegagerðinni.  Og þrykkti súbba í gegnum nokkra skafla á leiðnni.  Áttaði mig náttla ekki á að nyrðri leiðin í kringum vatnið er mokuð á eftri syðri.  Ég fór nyrðri hehe og stelpurnar á Boru í kjölfarið :) en að sjálfsögðu sökum ógurlegrar ökumannshæfni okkar Áslaugar þá komumst við í gegnum þá :o)

vont vedur

þriðjudagur, mars 03, 2009

minn maður farinn að stíga í fæturna :)

Jámm leikur getur hjálpað til og hvað er betra en snjór og flottur bíll:

clip_image001

Boðskort í fermingu..

Hann sonur minn fær boðskort í fermingu bróður hans.  Mér finnst þetta bara gaman! Veit að pabbi hans fer og vonandi verða aðstæður þannig að hann geti nú farið með honum og hitt Atla stórabróður eins og hann kallar hann :o)

Snyrtipinninn

Á sunnudag kom ég við í opnunarteiti Snyrtipinnans! það er bara frábært að sjá vinkonu sína opna stofu og þetta er svo flott hjá henni!!

Til hamingju með þetta elsku vinkona!!

snyrtipinninn

Ein í koti.

Við áttum snilldar helgi í sveitinni.  Fórum á vatnið, ísilagt og á kafi í snjó.  Veiddum silunga í gegnum vök, lékum okkur á sleða, og það var rosalega gaman. 

Hann er enn fótbrotinn þessi elska.  Ég kom ein heim á sunnudeginum.  Mikið var tómlegt heima.  Vantar litla kút til að dralsa allt út og kalla mamma mamma.  Sæki hann sennilegast á morgun.  Hann er farinn að langa svo heim að hann reynir að stíga í fótinn.  Og er farinn að geta tillt í tána svo þetta er allt að koma. 

Það er bara allt við það sama hjá mér.  Alltaf gaman í vinnunni.  Súbbinn farinn að hegða sér aftur.  Laus við alla karlmenn.  Fann um daginn að ég var að leyfa neyslu fyrrverandi að hafa áhrif á mig.  En ég hristi það af mér.  Mér fannst leiðinlegt að heyra ekkert frá honum út af síðustu pabbahelgi.  Og finnst vont að neyslan skuli enn hafa áhrif á mitt líf og núna Gabríels líf.  Sýnir bara hvað þetta smitar út frá sér, og hefur áhrif á miklu fleiri en bara þann sem er í neyslunni.  Vildi bara að ég gæti losnað undan þessu.  Ekki þurft að alltaf hugsa "skildi hann eða ekki... " Það er svo sárt vegna Gabríels.  Og aftur finn ég fyrir því að ég er hreinlega ekki tilbúin til að taka áhættu á að hleypa öðrum inn.  Treysti bara ekki.  Held oft að ég sé nú komin á þann stað að það væri nú fínt að fara að huga að þessum málum.  En svo einmitt gerist eitthvað og ég fæ bakslag og bakka aftur inn í öryggið mitt. 

Þannig í dag nýt ég þess að vera bara ég og hlakka til að fá soninn minn heim.  Tek hverjum degi eins og hann er og tekst á við hann með jákvæðni og æðruleysi. 

DSC00757