miðvikudagur, september 29, 2004

Taka til.... glúbbb

Systir mín elskuleg var að hringja og segja mér að hún og mamma ætli að koma í heimsókn á morgun - ég þarf að fara að taka til maður lifandi..... Vildi óska að ég hefði fengið að halda hreingerningarfólkinu sem ég hafði í US, þá væri maður ekkert að spá í þetta......
En það býttar ekki - mikið verður gaman að fá þær í heimsókn!!! Hlakka svo til að sjá þær!

Lítið að gerast

  1. Ég er búin að sitja með sveittan skallann yfir verkefni, sem mér gengur afar erfiðlega með, erum að læra um nýja hluti sem ég hef ekki náð almennilegum tökum á enn. En það vonandi kemur - ætla allavega ekki að gefast upp þrátt fyrir smá hindrun á leiðinni (hefur ekki verið minn vani hingað til)°
  2. Von er á Hjölla heim í dag, með meira parkett til að leggja á gólfin hérna niðri.
  3. Krosslegg putta hvað varðar deilir.is og vona að þessar elskur lendi ekki í miklum vandræðum (hafa þeir oft bjargað mörgum kvöldum frá RÚV).
  4. þarf að fara að grafa upp ullarsokkana mína því það er farið að kólna ískyggilega mikið hérna fyrir austan (þurfti meira að segja að skafa í gær)
  5. Er farin að hlakka til að fara suður í næstu viku...
  6. Grauturinn í hausnum er ekkert að skána (hmmm kannski er einhver tenging þarna á milli hvað varðar erfiðleika mína varðandi verkefnið)
  7. Og enn fækkar fötum sem ég get notað í skápnum mínum.
  8. Peningamálin í mínus, literally.
  9. Er með alveg óþrjótandi löngun í Ning's (sem er náttla auddað vegna þess að það fæst ekki neinstaðar í nágrenni við mig)
  10. Lífið er yndislegt

mánudagur, september 27, 2004

verð að láta heiminn vita

að ég sé gjörsamlega að drepast í bakinu!!! Svo það verður ekkert skúrað í dag... (hmpf eins og það hafi verið planað..right)
Hundurinn er eins og fellibylur um húsið þar sem ég keypti handa henni mega skopparabolta handa henni. Hún getur leikið sér með þannig bolta endalaust, alveg ein! Læðist ekki uppað manni, svo lítið beri á og leggur boltann í fangið á manni svo maður kasti fyrir hana - þessi kastast að sjálfu sér :o) tilvalið þegar maður er að reyna að læra.

sunnudagur, september 26, 2004

Rok, Tinni og pizza.....

Erum einar heima. Við keyrðum til Eskifjarðar í gær og ég var við því búin að gista þar sl nótt ef ske kynni að þeir myndu klára verkefnið í gær og í dag. En þar sem veðurspárnar standast aldrei (þe dagsetningar spánna) þá var þeim lítið úr verki í gær, og mér skilst enn minna í dag. Enda er klikkað rok úti (og rigning þegar henni hentar).
Svo við Kítara fórum aftur heim í gær. Óvitað er hvenær Hjölli kemur (fer semst eftir veðri ).
Ég vildi nýta daginn í dag almennilega undir lærdóm, sem ég og gerði. Er að berjast við eitt skilaverkefnið í C++. En ætla ekki að örvænta strax, hef tíma fram á föstudag til að ná því í gagnið.
Svo dagurinn í dag fór í lærdóm og kvöldmaturinn var pizza sem ég náði að búa til alveg sjálf. Og ligg núna fyrir framan imbann og er að horfa á Tinna teiknimyndir.

föstudagur, september 24, 2004

Lægð...

Vorum að koma aftur heim. Gerði geggjaða rigningu og rok svo þeir gátu sama og ekkert unnið í þessu í dag sem þeir ætluðu. En fóru samt snemma í morgun af stað og ég réðst á lærdóminn á meðan. Förum sennilegast aftur á morgun.
Er einhvern veginn ekki að nenna neinu núna. Þýðir ekkert fyrir mig að læra í þannig ástandi, færi allt í rugl í hausnum á mér. Svo kannski væri ég bara best geymd fyrir framan tv....??

fimmtudagur, september 23, 2004

"Verð að fara að hlusta"

Sko undanfarið er ég búin að standa sjálfa mig að því að vera að tala við Hjölla og fleiri, og svo rétt á eftir er ég búin að gleyma stórum parti af samræðunum. T.d. áðan þurftum við í sjoppu, og ég spyr hann hvort hann langi í eitthvað að drekka. Jú hann bað um Grænan Powerade. Ok. Ekkert mál. Ég fer inn í sjoppu, kemst strax að (hann beið í bílnum) og ég var búin að gleyma því sem hann sagði. Ég hreinlega mundi ekki hvort hann hafði beðið um grænan eða bláan powerade. Samt voru ekki liðnar nema kannski 2 mín síðan hann sagði þetta við mig.
Ég í öngum mínum sagði við stelpurnar í sjoppunni, Lísu eiganda og Boggu dóttur hennar (sem ég var btw með í skólanum í vetur) að ég yrði að fara að hlusta meira á manninn minn. En þær hlógu bara að mér, sögðu mér að hafa ekki áhyggjur af þessu; þetta væri fylgikvilli þessara 9 mánuða. Þetta myndi lagast að þeim liðnum. Hmmm, mér finnst þetta nú bara ekkert sniðugt!! Þetta hefur ágerst undanfarið, ég finn fyrir hve gleymin ég er, og ekki bara gagnvart Hjölla, heldur td mömmu minni og pabba (og reyndar öllu). Mér finnst þetta geggjað óþægilegt, en reyndar létti mér mikið þegar ég heyrði að þetta væri eðlilegt - ég var farin að hafa mega miklar áhyggjur af mér!!

öp tú deit

Er búin að sitja við tölvurnar í morgun og flétta skólabókunum. En eins og suma daga þá einhvernveginn tekur maður öllum truflunum fegins hendi því maður er ekkert að ná að festa sig við efnið og einbeita sér.
Lærði ekkert í gær. Og var heldur ekkert að hafa samviskubit yfir því. Komst hvort eð er ekkert inn í tölvuherbergi því Hjölli flotaði holið á þriðjudagskvöldið og það var lengi að þorna. Ég alveg sátt við það. Enda núna áðan laggði hann parket yfir og holið er geggjað núna. Ekkert smá gaman að sjá svona breytingar í húsinu sínu. Enda langar mig líka geggjað til að leggja parket á tölvuherbergið mitt.
Annars er næst að flota yfir þvottahúsið og mála svo yfir þar. En þegar maður sér það svona tómt þá fattar maður hve ótrúlegt rými er þar inni. Skil stundum ekki alveg hvernig sá sem byggði þetta (eða öllu heldur gerði upp á sínum tíma) hugsaði nýtingu og rými á þessari hæð. T.d. hefði ég stækkað baðherbergið um allavega helming á kostnað þvottahússins og samt átt eftir nóg pláss þar inni. Enda er það líka á dagskránni hjá okkur.
Ég er núna búin að á í allt efni af netinu og lóda í lappann því við förum inn á Eskifjöð á eftir. Hjölli er að fara að hjálpa pabba sínum og ég nýti tímann til að læra, enda ekkert annað að gera. Auk þess kemst ég ekki á netið svo ég hef enga afsökun.

þriðjudagur, september 21, 2004

Parket, gólfflot og barnavagn....

Annars er það nýjasta núna að við erum að fara að parketleggja holið hérna niðri og klára þvottahúsið. Mikið hlakka ég til þegar það er komið, verður svo flott að sjá þetta svona nýtt og flott!!
Fórum semst í gær og gripum þetta hjá Byko. Auk þess sem við náðum í á góðu verði barnavagn og barnarúm uppi á Egs. Allt mjög vel með farið, og vagninn er svona græja sem maður getur böglað saman, tekið í sundur, notað sem kerru og laust burðarrúm.
Fyrir ykkur sem ekki hafið heyrt enn þá er von á litla erfingjanum 29. desember. En eins og hjá öllum getur sú dagsetning farið upp og ofan. En gott er að hafa hana svona til að miða við. Við ákváðum að byrja á að sanka að okkur því sem við þurfum - aðallega til að dreifa kostnaði.

Tilraunir á tölvum

Ég var að læra, hlusta á fyrirlestur í tölvuhögun. Og þar kom upp sú spurning hvað gerist í tölvu ef örrinn er algjörlega dauður. Nú kennarinn gat ekki svarað því almennilega þar sem hann hafði aldrei lent í þeirri aðstöðu.
Nú við Hjölli tókum okkur til og athuguðum hvað gerðist. Tókum gamlann örra, sem virkaði fínt og settum hann í móðurborð/tölvu sem við áttum til og vorum ekki að nota. Og komumst að því að þegar örri er alveg dauður (þar sem við yfirklukkuðum hann þannið að hann sprakk) þá gerist ekki neitt - það kemur straumur á systemið en skjárinn fær ekki samband, ekki neitt - auk þess þar sem skjárinn og skjákortið fær ekki samband þá komumst við ekki einu sinni í biosinn sem er grunnur móðurborðsins til að sjá hvað er að. Og ef maður fiktar enn meir þá eru góðar líkur á að maður steiki móðurborðið og powersupplyinn.
Þetta var mjög gaman að prufa!! Mæli ekki með þessu fyrir fólk sem veit ekki alveg hvað það er að gera og sérstaklega og alls ekki á dýru flottu vélunum sínum!!
En hve margir nemar hafa þá aðstöðu að prufa svona hluti??

mánudagur, september 20, 2004

Kaffi - jey!!!

Vissuð þið að október nálgast hratt? Ég leit á dagatalið og mér brá þegar ég fattaði þetta. Mér finnst enn eins og september sé bara ný byrjaður.... oh well..
Ég er alveg hæst ánægð með að tilkynna ykkur að ég get drukkið kaffi aftur :o) Ekki mikið en samt! Byrjaði hægt og rólega með að blanda saman swiss miss og drekka svona súkkulaði kaffi (með viðbættu súkkulaðisýrópi og heslihnétusýrópi) Og í morgun ákvað ég að prufa venjulegt kaffi svart og sykurlaust eins og það er best og viti menn - það bragðaðist ljúffenglega!! En undanfarna mánuði hef ég hreinlega ekki getað drukkið kaffi - en verið sólgin í spægipylsu (ég sem venjulega borða alls ekki spægipylsu) Svo núna rennur um æðar mér koffein - my long lost buddy!!
Annars var gærdagurinn rólegur. Spilaði leik sem heitir American Conquest sem er ágætur. Mjög svipaður Age of Mythology og allir þeir leikir.
Við erum að fara á eftir upp á Egs til að athuga með barnarúm og vagn sem er til sölu notað á góðu verði. Um að gera að fara að huga að þessum hlutum og dreifa kostnaði.
Later hon's

laugardagur, september 18, 2004

Þreytt eftir daginn

andlega ekki líkamlega. Var samt ánægjulega öðruvísi en venjulegir dagar. Vorum hjá Gumma og Rímu í nær allann dag. Hjölli var að aðstoða Gumma við að komast almennlega á netið. Koma honum inn á deilis höbbana og setja hann af stað í up og downlód. Við Ríma skiptum okkur ekkert af þessu, sátum og kjöftuðum. Skoðaði áhugaverða bók um meðgöngu og fyrstu mánuði á eftir. Margt nytsamlegt sem ég las þar. Þau buðu okkur svo í kvöldmat, góðan sukkmat frá eina skyndibitastaðnum hérna; sjoppunni. En sú sjoppa býr til þá albestu hammarra sem ég hef smakkað.
Ég er bara þreytt vegna hve lítið rýmið er hjá þeim, og þegar fjórar manneskjur eru í svona litlu rými svo lengi þá verður maður þreyttur.
Í hádeginu í dag þá var mér hugsað til þess hvað ég myndi gera af mér í dag ef ég byggi enn í R-vík. Ég var í svona kaffihúsa-Kringlu-Laugavegsröltsstuði. Hefði sennilegast hringt í einhverja vinkonu/vin og setið á kaffishúsi og kjaftað. Helltist yfir mig söknuðartilfinning. Söknuðar í að breyta út af hinni venjulegu rútinu, brjóta upp hið daglega líf og daglega mynstur. Svo dagurinn í dag var ágætis tilbreyting. Fæ þessar tilfinningar afar sjaldan nú orðið. Og þá finn ég mér eitthvað að gera til að gleyma henni. Í vetur var það yfirleitt í þessum köstum sem ég henti hundi og dóti út í bíl og brunaði í sveitina. En þá kom þessi tilfinning sterkari inn þar sem ég var ein hérna og það var erfitt. Stundum á sunnudagskvöldum í vetur áttaði ég mig á því að einu samtölin sem ég hafði átt yfir alla helgina voru við tíkina, og ó boj ef hún gæti talað, gæti hún sagt frá mörgum leyndarmálum. Og oft hugsa ég til þess með hryllingi ef ég hefði ekki átt hana í vetur.

föstudagur, september 17, 2004

Nýjar myndir

hæ var að setja inn nýjar myndir á idiotproof síðu sem gerir þetta allt næstum fyrir mann - ef maður er latur og nennir ekki að búa til flottar síður utan um myndirnar en kíkið á Sjón er sögu ríkari , einnig er linkurinn hér til hliðar og ætla ég að setja þar inn vonandi reglulega myndir handa ykkur dúllurnar mínar.

Rigning, símar og themes.....

Ég ákvað í gær að læra ekki neitt. Ákvað að eiga frídag fyrir mig, ekkert stress, ekkert vesen, bara næsheit. Og merkilegt nokk þá meikaði ég að standa við það!!
Það var úrhelli í gær, var þannig ekki mikið rok, en þegar ég fór með tíkina í gærmorgun þá kastaði ég fyrir hana 3x frisbí disknum og við urðum holdvotar á að standa í 2 mín úti í rigningunni. Rúðan farþegarmeginn í bílnum hafði verið opin (minna en 1cm rifa) og farþegasætið var soaked!! (og enn blautt í morgun þegar ég fór út) Það hafði opnast þar sem Hjölli hafði verið að vinna uppi á hæð 2, og rigningin hefur frussast þar inn, og auddað lak niður til okkar, æðislegt!! Hjölli prílaði upp og lokaði aftur og kom rennandi inn. Þvílíka helvítis vatnsmagnið. Meira að segja tíkin hélt í sér til að þurfa ekki að fara út í svona veður (finnst ekkert gott að fá rigningu í eyrun)
Svo gærdagurinn fór í notalegheit og dund. Ég prufaði að setja upp ný theme á tölvuna, fann þau á www.litestep.net mörg mjög flott theme. Panicaði hins vegar þegar ég fann ekki strax hvar ég gæti svissað yfir í gamla xp themið, en það hafðist. Maður þarf að ná í installer af síðunni til að geta sett um themin og svo nær maður í þau sem maður vill hafa, sniðugt. Ég ákvað að uninstalla ekki forritinu - kúl að geta skipt um eftir í hvernig skapi maður er í.
Erum að spá í að renna til Egs í dag. Vantar blek og ég ætla að reyna að finna mér ódýran síma til að hafa hérna í tölvuherberginu mínu. Var að fá símareikn í gær og össss mar hvað gemsasímtöl í heimasíma eru miklu dýrari en úr heimasíma í heimasíma. Heimasíminn var skráður með 54 símtöl á um kr 500.- og gemsinn minn var með 51 símtal á nær kr 1.900.-!! og tíminn var nánast hinn sami - munaði 10 mín ! Svo hér eftir - þið sem eruð með heimasíma - já ég ætla að fara að hringja í þá frekar úr heimasíma!!

miðvikudagur, september 15, 2004

Skóf í morgun

Jamm og jæja - þá byrjar ballið. Í dag var fyrsti dagurinn sem þurfti að skafa af bílnum. Og var frekar þykkt á - frosthrím, ekki snjór ennþá. Og skítakuldi úti, en afar frískandi!!
Ég er búin að vera að læra í nær allan dag. Hugsa núna í 01010011, og sé þessar tölur fyrir mér í hvert skipti sem ég loka augunum. En ég skemmti mér geggjað við að grúska í þessu í dag.
Annars er lítið að frétta. Ætla að taka mér frí á morgun frá lærdómi eða föstudag, jafnvel skreppa til Egilsstaða í sund og já bara gera mér dagamun, þar sem ég hef ekki litið upp úr skólabókunum síðan einhvern tímann fyrir sl helgi.
Rima kíkti svo í kaffi eftir hádegið reyndar (tók hádegishléð mitt þá) með litla guttann sem er orðinn 2 mánaða. Vá - hvað tíminn líður hratt, áður en ég veit af verður minn tími kominn. Huh... þarf að lifa af október í verkefnaskilum og nóvember í prófum áður en þar að kemur, svo ég er ekkert að stressa mig neitt á þessu strax (nóg er skólastressið)

þriðjudagur, september 14, 2004

Vilborg hetjan mín

Og ég sat í gær og lærði og prufaði alls kyns lausnir. Var komin vel áfram en alltaf var eitthvað sem ég sá ekki og forritið mitt virkaði ekki eins og það átti að gera. En svo hringdi Vilborg eins og "knight in shining armour" og benti mér á hvað væri að! Life saver!! Takk takk takk mín kæra!!!

sunnudagur, september 12, 2004

Gaaarrrggghhhh!

Er orðin nett pirruð á þessu verkefni. Ég er búin að prófa alls kyns tilraunir en ekkert gengur. Það versta er að ég finn ekkert í námsefninu sem gæti gefið hint á hvernig væri best að leysa þetta. Og það sem meira er að ég er ekki sú eina sem er svona vitlaus því hinir sem eru með mér í þessu eru alveg jafn clueless og ég.
Núna sit ég með ferðavélina uppi í stofu - leiðinlegt sjónvarpsefni, nenni ekki að setja neitt á tölvuna til að horfa á, og ef ég sest niður í tölvuna þar þá enda ég með að ergja mig frekar á þessu verkefnadrasli. Og eftir nokkra (frekar marga) klukkutíma þá hef ég ekki orku né geðheilsu í það.
Þannig er dagurinn í dag búinn að vera.
Hjölli eldaði geggjað lambalæri í matinn, tengdapabbi kom í mat.
Okkur bumbulíus líður vel. Geggjaðar hreyfingar í krílinu, sem ég las einhverstaðar (sennilegast á www.ljosmodir.is ) að það merkir að því líður vel. Ég finn á fötunum mínum að það fer ört stækkandi (mjög ört) allt í einu á ég bara 2 buxur sem eru þægilegar um kúluna. Já það er komin kúla.....
Weird stuff mar!!

laugardagur, september 11, 2004

Laugardagur til lærdóms

Góðan daginn dúllurnar mínar. Ég er afskaplega hress og fersk eftir góðan nætursvefn. Tilbúin í slaginn vs námsbækur og verkefni. En ég kem til með að læra í Hvammi í dag. Náði í Hjölla í gær inn á Eskifjörð en þeir gátu ekki klárað svo við rennum yfir núna á eftir. Ég pakkaði bara saman lappanum og skólabókum til að grúska þar.
Hjölli var jafnvel að spá í að fara á skakið, sem væri snilld þar sem fiskbyrgðirnar okkar í kistunni fara minnkandi. Fisklaus getum við ekki verið og að kaupa fisk í búð er hreint rán, sérstaklega þegar maður kemst í ókeypis fisk með smá vinnu! Í fyrra fór Hjölli á skakið í 2 - 3 tíma og við fengum yfir 20 kg í þeirri ferð - það er nú ágætis búbót!!

föstudagur, september 10, 2004

Ein heima og eirðarlaus.

Hjölli fór til Eskifjarðar með kallinum í gærmorgun. Við Kítara látum fara vel um okkur. Hún sefur bara á meðan ég læri, man alveg hvað ég er leiðinleg þegar ég læri. Merkilegt samt hvað hún fattar að láta mig í friði þegar ég segi "læra núna" en það lærði hún í vetur. Samt þegar líða fór á eftirmiddaginn í gær þá missti ég einbeitninguna - kannski líka vegna þess að ég var búin að vera að síðan snemma um morguninn.
Komst að því í gærkveldi af hverju ég hef haldið lífi í aloa vera plöntunni minni - en auðvitað þegar ég tek mig til og elda þá brenndi ég mig. Af gamalli reynslu batt ég um sárið með plástri og bút af þessari góðu plöntu og náði að komast í veg fyrir blöðruna sem var að myndast. Og kvöldið fór í að horfa á Smallville (again - ekki erfa það við mig)
Núna er föstudagur og ég er að sækja fyrirlestra gærdagsins af netinu. Er samt í engu stuði til að læra. Ætla samt að reyna að komast í gegnum eitthvað af þessu - ekki mikið í dag þar sem ég var svo dugleg 3 sl daga. Renni svo yfir á Eskifjörð á eftir til að sækja Hjölla.
Það er eitthvert eirðarleysi í mér, kannski bara gamall föstudagsfílíngur að láta á sér bera.

miðvikudagur, september 08, 2004

Gömul blogg

Hafið þið einhvern tíman, þið sem haldið bloggsíður eða dagbækur, sest niður og gefið ykkur tíma til að lesa gömlu skrifin? Mæli með því.
Undanfarið hef ég sest niður og lesið, ásamt dagbókinni minni, og farið yfir gamla tíma, rifjað upp líðan og atburði sem ég var búin að gleyma. Því oft þá voru þetta ekki stórviðburðir eða atvik, heldur hugsanir eða líðan, en samt eitthvað sem mér fast markvert og skrifaði hjá mér.

Pappírsrusl....

Merkilegt hvað þetta rusl safnast saman! Ég tók mig til í dag og henti pappírsrusli í kílóavís úr herberginu mínu. T.d. á ég núna eina skúffu í skrifborðinu mínu nær alveg tóma!! Gömul skólaverkefni, hundraðára gamlir reikningar, enn eldri ábyrgðarnótur yfir dót sem er löngu ónýtt (frá því ég var í BT í Skeifunni - svo gamalt!!), úreltir starfssamningar o.fl. o.fl.
Þetta allt hófst vegna þess að mig vantaði samning frá Símanum því þeir eru að hösla okkur um gagnamagn! En auddað fannst hann ekki - enda minnir mig að ég hafi aldrei fengið neinn svona samning í hendurnar - á til nótuna og þar sem ég er afar pössunarsöm á allt svona þá myndi samningurinn hafa verið heftaður við svo hann glataðist ekki (smbr geymsluáráttu minni á ábyrgðarnótum) En nóg um það.

Ég lærði hellings og meir í dag. Tók fyrirlestur í C++ og vann verkefni með þeim af netinu, skemmti mér konunglega yfir að grúska og brjóta heilann yfir því "af hverju þetta virkaði ekki hjá mér" (sumt virkar núna - annað ekki, en það kemur; ég gefst ekki upp) Og allt í einu var ég búin að sitja yfir þessu í nær 3 tíma!! Er að sækja fyrirlestra dagsins í dag til að hlusta á í fyrramálið. Mér finnst þetta gaman!

Tengdapabbi kemur á eftir. Hann ætlar að gista í nótt, en svo fara þeir Hjölli yfir á Eskifjörð í fyrramálið að grafa holur..... :S Eitthvað út af sumarhúsi, byggja við annað hús.....

Bilaður hiti úti - maður fattar ekki alveg að það sé komið haust, fyrir utan rokið....

þriðjudagur, september 07, 2004

Sama og venjulega

ekkert að gerast þannig. Vakna, út með tíkina, læri, læri og reyni að skilja það sem ég er að læra.
Haustið er komið.
Er að spá í hvort ég eigi að breyta í tölvuherberginu mínu.
Elska pop up bannerinn sem fylgdi xp service pakkanum.
Er undarlega húkkt á Smallville þáttum.... ekki erfa það við mig.
Langar til að vinna milljónir í Lottó.
Elska að vera laus við yfirdráttarheimildina mína.
Langar í Ning's.
Er undarlega sólgin í spægipylsu og diet appelsín.
Hræðist 29. desember.

mánudagur, september 06, 2004

Er vöknuð....

ó mæ
ég vaknaði kl fimm í morgun - varð að fara og pissa og gat ómögulega sofnað aftur. Svo ég ákvað að skella mér í Neverwinter Nights svona í morgunsárið áður en lærdómur hæfist.
Ég held að Anna G. og Dóa séu á leið heim eða þá jafnvel komnar heim, ég vona að ferðin gangi vel, og hlakka til að heyra í þeim þegar þær eru búnar að hvíla sig. Velkomnar heim aftur !!!

sunnudagur, september 05, 2004

Frí í dag

Það er sunnudagur, og ég ætla að eiga frí frá lærdómi í dag. Enda er ég komin "öp to deit" í verkefnum og fyrirlestrum. Ég skilaði inn 1. skilaverkefninu í gær og bíð spennt eftir að fá að sjá útkomuna á því. En þau eru ekki metin til einkunnar, hann vill bara sjá að við séum að fylgjast með og læra - sem er líka mjög gott. Mér finnst vera mjög gott aðhald utan um fjarnemana hjá þeim. Ef eitthvað kemur upp á þá er strax tekið á því.
Föstudagurinn var hinn rólegasti eftir að við komum heim. Við skutluðum Gumma á Nesk um morguninn svo hann kæmist á sjó. Ég náði að læra smá á meðan Hjölli smellti upp girðingu að sunnanverðu. Núna getur Kítara verið laus í garðinum, enginn spotti. Hún er hin ánægðasta, nýtur þess að geta legið hvar sem hana lystir í garðinum, þó þetta sé ekki stór girðing þá er hún samt með meira pláss og er frjálsari. Hjölli eldaði dýrindis grísasteik um kvöldið (slurp slurp)
Laugardagurinn fór mikið í lærdóminn - til að bæta upp glataðan tíma úr vikunni. Og allt gekk vel, náði að klára skilaverkefnið, og ég var mjög ánægð með útkomuna. Allaveganna gerir litla forritið mitt það sem kennarinn bað um að það ætti að gera! Það munar öllu að vera með 2 skjái í þessu, finn það núna!! Þegar lærdómi var lokið þá ákvað ég að fá mér smá laugardagsnammi og spila Neverwinter Nights.
Já og í vikunni fórum við bumbulíus í skoðun og allt er í góðum gír. Kúlan er kannski ekki stór enn, en hún er farin að þvælast fyrir mér - úff - hvernig verður þetta?? Ég finn að sum fötin mín hafa "hlaupið" í þvotti... sérstaklega um mittið. En við erum hraust og hress, það er það sem skiptir máli. Ég er bara að pæla í hvort allar þessar hreyfingar sem ég finn séu nokkuð ávísun á að við eignumst fótboltabullu?? Það væri nú saga til næsta bæjar - tveir declared antisportistar og tölvunördar eignist fótboltabullu... he he he

fimmtudagur, september 02, 2004

Lítill lærdómur í dag

Jú jú við renndum af stað í morgun. En þegar við vorum búin að sækja manninn, og í stoppi á Reyðarfirði þá þurfti að fara til Egs, og það tók sinn tíma svo við komum ekki aftur fyrr en að verða hálf fimm. Og þá átti eftir að fara út með tíkina og fleira svo núna er klukkan allt í einu hálf sex og lærdóms stuðið alveg horfið. Finnst eins og það sé allt of seint að byrja á neinu núna - auk þess að vera mega þreytt eftir daginn, allt snattið og skutlið og allt það. Vona að ég nái að gera þeim mun meira á morgun.

Tölvur....

Tölvur hafa sjálfstæðann vilja - ég er komin með það á hreint núna!! En samningaviðræðum okkar á milli er lokið og ég hafði betur í þetta skiptið!!

Enn meiri haustrigning

Það er eins og hellt úr fötu - í gær og aftur í dag! Fór út í morgun og við tíkin komum heim gegnblautar aftur.
Við erum að leggja af stað á Neskaupstað til að sækja Gumma sem var að koma í land. Ríma konan hans og þeirra litli sonur ætla að koma með okkur.
Þegar heim verður komið, sem verður væntanlega um hádegið, þá verður lagst yfir C++, og glímt verður við fyrsta skilaverkefnið, sem gengur annars mjög vel!

miðvikudagur, september 01, 2004

Sybbin..

Svaf heldur lítið í nótt. Er sybbin núna. Ótrúlegt hvað rigningarhljóð hefur róandi og svæfandi áhrif á mig. Enda hef ég ekkert náð að gera af viti í dag.
En þar sem ég var líka svo dugleg í gær að læra C++ og náði hellings fatteríi á það þá er ég ekkert að hafa áhyggjur af framtaksleysi dagsins í dag.
Tölvan með stæla, ætlaði að defragmenta hana og þá kom hún með væl um að c drifið væri of fullt - blah - hmm og auddað voru það helv. temp fælar og norton protected bla bla - fann bara allt í einu 2 gíg sem voru lost!! Maður verður jafn happy þá og þegar maður finnur þúara í veskinu sem maður var búinn að gleyma!! Ekki halda að ég sé plásslaus - nei alls ekki - á minn 120 gíg nær lausann.... þyrfti samt að losa mig við Friends á dvd diska fljótlega..
Og það er kominn september... haustrigningin er byrjuð hérna og sennilegast stoppar hún ekkert á næstunni. Fór út með tíkina í morgun og við komum svo rennandi til baka heim að það lak af okkur (blautar í gegn)
Er að spá í að færa mig upp í lazy-boy og vera lazy.. jafnvel dotta smá yfir Stöð 2......