föstudagur, júlí 06, 2012

ÁLFkonusumar

Sólsetur by Guðrún K.
Sólsetur, a photo by Guðrún K. on Flickr.

búið að vera alveg dásamleg vika núna. Er komin með Canon EOS D550 sem Sverrir á. Ætla að kaupa hana af honum, og það er svo gaman að leika sér með alvöru vél. Meiriháttar linsa sem Freydís lánaði mér með. Vonandi fæ ég að fóstra linsu frá pabba. En þetta er dásamlegt alveg.

Fór 2x út í miðnæturtökur núna í vikunni. Alveg dásamlegt veður. Ég gleymi mér algjörlega á svona kvöldum. Fatta þegar mér er orðið kalt eða þarf á klóið hvað klukkan er og dríf mig heim.

Í gær gekk ég um Lystigarðinn. Dásamlegt veður, tók fullt af blómamyndum. Æfa mig. Hitti þar eina ÁLFkonu sem var svo yndisleg að labba með mér um allt og sýna mér hluti og segja mér frá garðinum og jurtunum. Var virkilega gaman.
Þegar hún var farin þá hélt ég áfram, og gleymdi mér. Garðurinn er svo yndislegur núna að maður hreinlega gat geymt allar áhyggjur, allt stress og allt daglegt fyrir utan. Kom endurnærð og kát úr þessari göngu til búin í helgina :)