miðvikudagur, október 26, 2005

Lasin í dag

í gær sagði ég að ég gæti alveg eins setið í vinnu við tölvuna eins og heima hjá mér - en í dag var ég borin ofurliði og var heima.

þriðjudagur, október 25, 2005

útivinnandi mamma

ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve flókið þetta getur orðið. En ég er heppin, Gabríel á frábæran pabba, og er sjálfur svo góður. Síðasta vika var strembin, en við lærum öll á þetta. Ég tek bara ofan hattinn fyrir einstæðrum mæðrum!
Vinnan er fín. Hresst fólk sem ég vinn með, góður andi, frá öllum hornum heims. Naut þess að eiga "helgarfrí", knúsaði barnið mitt, karlinn minn og hundinn minn, lék mér í tölvunni, svaf út á sunnudaginn, og náði mér í einhvern flensuskít einhverstaðar. En það er ekki svo slæmt, nefrennsli og smá hausverkur, get alveg eins setið hér fyrir framan tölvuna go heima fyrir framan tölvuna þar.
Ég vil óska kærri vinkonu minni - dugnaðar konu - til hamingju með syni sína tvo, sem eiga afmæli um þessar mundir!! Knús og kossar að austan!!

mánudagur, október 17, 2005

Litli labbapabbakútur

þetta er fyrsti vinnudagurinn frá rúsínustráknum mínum - og ég sakna litla mannsins....

so far so good

jæja - þá er ég komin í vinnu - eftir langan tíma utan vinnumarkaðarins. Þetta lítur allt ágætlega út hérna. Eitthvað vesen hvað varðar vinnustundaviku - 40 eða 48 tímar, samningur segir 40 svo ég vona að það haldist. Finnst svolítið langt að vera í 48 vinnuviku, frá honum Gabríel mínum. Skrifborðið mitt ekki reddí enn, tölvan ekki komin enn, er núna við skrifborð einnar sem er lasin í dag (mánudagsveiki??)
allavega - ókei að vera komin í vinnu - pikka inn tölur....

fimmtudagur, október 13, 2005

Ég er á lífi

hæ hó honeys - ég er á lífi jámm og jæja. Er núna búin að vera heila viku í Mývó og er orðin afar þreytt og komin með mikla heimþrá. Alltaf gott að vera hjá mömmu og pabba, en ég er farin að sakna tölvunnar minnar, stólsins míns, hókus pókus stólsins, rúmsins míns, og já auddað Hjölla mar! Hann og Gunnar eru búnir að vera í að draga nýtt rafmagn í húsið okkar. Hlakka til að sjá árangurinn.
Ég er komin með vinnu - byrja að vinna næsta mánudag - enda er komið MEGA stress í mína núna. Svona fyrstivinnudagarstressið er að herja á mig... það er semst reikningadeild Alcoa sem ég er að fara að brasa við. Ég sendi nánari details þegar ég veit meira - allavega á ég að mæta á svæðið kl átta nk mánudag!!
Ég er reyndar afskaplega ánægð með þetta!
'till later - knús og kossar

þriðjudagur, október 04, 2005

Góð lesning

Hún Jóhanna mín kæra er með snilldar færslu í dag http://nutnews.blogspot.com/ sem ég hvet ykkur til að lesa og spá aðeins í....

sunnudagur, október 02, 2005

Ég er að fara

í sunnudagaskólann núna klukkan 11:00. Ég er að fara með Gabríel ekki halda að ég sé orðin klikkuð. Ég hugsa að hann hafi gaman og gott af því að fara, hitta aðra krakka, heyra tónlist og hlusta á sögur.