mánudagur, maí 31, 2004

Málshættir

Ég var að browsa á netinu og ég lendi inn á síðu sem einhver hafði sett inn alla málshætti sem hann hefur fengið í páskaeggjum um árin, og þar fann ég þetta:

Eitt orð nægir til að eyðileggja stóra verslun, og einn maður nægir til að eyðileggja ríkið.
(Þessi málsháttur átti að vera í páskaegginu hans Davíðs Oddssonar!)

Pjúra leti

Já gott fólk, dagurinn í dag fór í nákvæmlega ekki neitt. Meira að segja meikaði ekki að vera í tölvunum svo ég fór upp, fékk mér snakk og pepsi max og horfði á eld gamla Friends þætti, já ég veit, I'm sick... en stundum er bara algjör nauðsyn að sitja heiladauður og slaka á.
Á morgun byrjar svo vinnan, og ég er að stressa mig.. ég skil ekki af hverju ég er að stressa mig, kannski er það bara vegna þess að ég þarf að drattast á fætur kl sex í fyrramálið til að fara út með tíkina áður en ég fer. En þetta verður ok, mp3 spilarinn minn er ready to go, vinnufötin til reiðu, búin að taka af mér naglalakkið og fjarlægja eyrnalokkana. Svo það er ekkert eftir nema að vera með stálaga og fara snemma i bælið.

Fékk meil áðan frá konunni í Háskóla R-víkur og hún sagði að ég mætti búast við svari í vikunni. Ó mæ god..nú er að krossleggja putta og vona hið besta, mig langar svo rosalega til að komast inn og hefja þetta nám, að ég er actually með hnút í mallanum yfir svarinu frá þeim.... svo ég bið ykkur öll um að hugsa til mín.

sunnudagur, maí 30, 2004

Sannkallað letilíf

Ótrúlega góð tilhugsun að það skuli vera frí líka á morgun, og maður geti sofið einn dag enn út. Ég er komin með smá "nýjuvinnukvíða" en þar sem ég hef unnið við þetta áður þá ætti ekkert að koma mér á óvart. Verð samt að viðurkenna að mér finnst hálf fúlt að vera að vinna á frystihúsi. En a girl's gotta go what a gir's gotta do so ég verð að þéna einhverja peninga í sumar, og þar sem ég fílaði ekki að missa af sumrinu í Sparkaup, þar sem maður var innipakkaður frá 8 - 18:30 (19:30 á föstudögum)þá hugsaði ég með mér að vinna frá sjö til þrjú væri ágætis tilbreyting. Jú jú - verður ágætt að vera heiladauður í nokkra klukkutíma á dag, og geta bara hlustað á mp3 spilarann minn (audiobooks eða góða tónlist)

Ég er búin að vera að fíla mig í tætlur með nýju vélina mína. Geta farið með hana um allt hús, gert allt á hana, geta keyrt forrit og unnið hefðbundna vinnu í henni án þess að hún hiksti og hósti og fari svo í sleep mode vegna þess að minnið er ekki nægjanlegt til að framkvæma einföldustu skipanir...
Ég tók nýju vélina í gær og væpaði hana - XP home var á henni svo ég henti því út, það var ekkert að virka með hinum vélunum, þær vildu ekkert tala við hana. Og svo þoli ég ekki svona verlsunaruppsettar vélar, ekkert partition eða neitt. Ég er afar pikkí á hvernig tölvurnar mínar eru settar upp. Svo núna er ég búin að vera alsæl að dunda mér við að keyra inn á hana forrit og setja hana upp - svaka gaman hjá okkur.. þe mér og Medda litla.

laugardagur, maí 29, 2004

Friends... búið - allt búið

Awwwwww, þá er þessi fasti punktur af tilverunni lokið!! Var að horfa á síðasta þáttinn í seríu 10.. og aldrei þessu vant þá er maður ekki á nálum eftir næstu seríu, roaming um netið í leit að upplýsingum um næsta þátt á eftir. All good things come to an end.

Kítara í essinu sínu með dótið sitt

Og svona lítur herbergið út á eftir:



Kítara var að fá nýtt dót¨!!

Var svo dugleg í labbó og er svo mikið djásn:


Nýr meðlimur í familíunni

ha ha ha ha it's mine - mine alllll mine!!! Eftir vinnu í gær þá brenndum við til Egilsstaða og ég kom heim með nýja djásnið mitt - fjárfesti mér í Medion ferðavél. Loksins loksins. Þá er ég vel sett með tölvur - á meiriháttar pésa og frábæran lappa. I can do everything!!

fimmtudagur, maí 27, 2004

Tölvur, tölvur og tölvur

jámm kæra fólk, ég er búin að sækja um í Háskólann í Reykjavík, Kerfisfræði í fjarnámi. Núna er bara að bíða og vona, krossleggja putta og vona að ég fái inngöngu. Bið alla að hugsa vel til mín, og biðja fyrir mér. Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til að gera í mörg ár, en aldrei fundið tíma né kjark til að gera.

Tölvukaupin eru enn á hold, þannig séð, S24 voru með stæla, þeir flestir sem hafa eitthvað með þá að gera vita hvað þeir geta verið leiðinlegir. Heimta ábyrgðarmann fyrir skitnum 80þ kr, ég bað þá bara vel að lifa. Sótti um eurokort, og fæ það í hendurnar vonandi á morgun. Allavega hringdu þeir í gærmorgun og sögðu að það yrði sent af stað. Svo ég hef hug á að kaupa mér Medion vél í BT, rosa flott vél, bara ástfangin af henni. Hvort sem ég fæ inn í HR eða ekki, þá þarfnast ég vél í fjarnámið engu að síður, held áfram í því ef ég fæ ekki inni. Það eina sem Tobbi litli ræður við núna er msn og ég er varla að treysta honum fyrir því þar sem hann er farinn að ráða því hvort ég sé away eða online....

Við settum upp þráðlausa kerfið. Mega magnað!! Getum verið með ferðavélarnar um allt hús. Og þar sem routerinn er tengdur í línuna þá eru vélarnar engri annarri háðar. Ef tölva A er endurræst, þá fara tölvur B, C, D og E ekki offline.. mega kúl.
Áður var það þannig að tölva A var aðalvélin og keyrði netið, en ekki lengur. Hjölli er búinn að vera að fara í gegnum allt tölvudótið sitt og viti menn - var ekki til bara nóg af dóti til að búa til tölvu F.
Til að skýra málið aðeins, þá eru tölvur A og B pésarnir okkar, C og D eru fartölvurnar okkar, og E er vídeóvélin, tengd heimanetinu en er uppi í stofu, sem gerir það að verkum að maður þarf ekki lengur að hlaupa upp og niður og hertaka tölvu A til að horfa á eitthvað í TV. Tölva F er sú sem er að fæðast.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Metallica miðarnir mínir

jámm, loksins fékk ég einhver svör frá netklúbbinum! í meilinu stóð orðrétt: "Verið er að vinna í að senda út mörg þúsund miða, og biðjum við um að fólk sýni okkur biðlund, miðarnir munu berast á næstu vikum." Svo ég hugsa að ég geti þá andað léttar og beðið eftir miðunum mínum - já Jóhanna - þetta lítur allt vel út!!

Annars var dagurinn ok. Reyndar hneykslaðist ég á einu foreldri í dag þegar barn þess var nestislaust í selinu. Ég þarf alltaf að hringja og minna á nesti barnsins, og í dag byrjaði ég á að hringja snemma til að þau myndu nú örugglega mæta tímanlega með nestið þe fyrir kl þrjú. En nei, enginn svaraði í neinu númeri, svo þegar klukkuna vantaði 20 mín í fjögur þá loks hringir mamman, þá til að tala um allt annað en nestismál, "æ bara hreinlega gleymdi þessu" - come on!!! Barnið þurfti að sitja og horfa á hin börnin borða nestið sitt, og ég í öngum mínum því það var ekki einu sinni til neitt til að lána barninu í nesti, mér finnst þetta hræðilegt að gera svona, að klikka á svona hlutum!!!

Mergjað veður, spegilsléttur fjörðurinn í morgun og glampandi sól. Ætlaði varla að tíma að fara inn úr labbó í morgun. Rok núna seinnipartinn, svo við þrjú vorum stutt í labbó.

Við Hjölli tókum spilið Secuence, hmmm, hann vann mig í 3 skipti af 5.... en það gengur bara betur næst.. he he he he. Við keyptum þetta spil til að æfa okkur þar til við hittum Kalla og Raggý næst, reyndar spilum við Raggý þá alltaf saman í liði og rúllum upp köllunum okkar - Great minds think alike!!!

mánudagur, maí 24, 2004

Ha ha ha ha "HAHHH!!"

ég var að fá úr náttúrufræðiprófinu mínu og viti menn - ég fékk 6 ég bara hooppa um af gleði og kátínu yfir að hafa fengið 6!! ég hélt að ef ég myndi ná þessu þá yrði það af góðmennsku kennaranna þar sem ég myndi kannski ná 4.5 og þeir myndu hækka mig í 5 en nei - mín bara fékk 6!!!! ha ha ha ha la la la la

C.S.I. leikurinn er býsna skemmtilegur ef maður hefur gaman af þessu þ.e. að leita að sönnunnargögnum, skoða crime scenes og þess háttar - ég allavega gleymdi mér í honum og skemmti mér vel! Í leiknum eru 5 mál sem þarf að rannsaka, og maður fer á vettvang glæpsins og gerir eins og kallarnir í þáttunum, leitar að hárum og fingraförum og þess háttar, með stækkunnarglerum og tekur dekkjaför og alles!
Hjölli færði mér hann þegar hann kom að sunnan, þetta er endurútgefinn leikur frá Ubisoft Exclusive, gæti verið til í BT/Skífunni, býst fastlega við að hann sé til þar - myndi bara athuga þar, undir ódýrum endurútgefnum leikjum þar sem Morrowind fæst nú.

Síðasta vinnuvikan

Góðan daginn og velkomin í síðustu vinnuvikuna mína í skólaselinu!! Verð meira að segja að ég hlakka til að byrja að vinna á frystihúsinu, sitja heiladauð í nokkra klukkutíma með mp3 spilarann minn og þurfa ekki endalaust að vera að tyggja sömu setningarnar.

Helging var fín, róleg og notaleg. Ég spilaði leikinn C.S.I. og þar sem það er ekki svona "endalaus" leikur þá kláraði ég hann 2x - þar sem ég var ekki með öll sönnunnargögn á hreinu. En ágætis afþreying engu að síður.

Ísbíllinn mætti á svæðið á föstudagskvöldið og var toppatilboð verslað, mmmm slurp - nammi nammm!!!

Einkunnin úr náttúrufræðiprófinu er ekki enn komin og er ég að verða nett pirruð á þessum slugsaskap í kennurunum. Ekki það að ég hlakki neitt ógurlega til að fá einkunnina í hendurnar en just want to get it over with!!!

föstudagur, maí 21, 2004

Ahhh þessi ljúfa tilfinning

það er föstudagur og það er svoooo ljúf tilfinning að eiga 2 heila daga framundan í frí!! Vona að þið njótið helgarinnar! Það ætla ég svo sannarlega að gera og kannski kemur ísbíllinn með ljúfa toppapakka handa mér :o)

fimmtudagur, maí 20, 2004

"laugardagur"

Ég er enhvern veginn alveg föst á því að það sé laugardagur í dag. Fatta ekki alveg að það sé vinna á morgun. Er ekki búin að gera neitt í dag, bara slappa af, leika mér í tölvunni, leika við tíkina, labbó og þess háttar.

Fékk úr 3 prófum af 4 í gær, er mjög ánægð með útkomuna:
Íslenska 303 fornbókmenntir = 9
Enska 303 = 9
Enska 404 utanskóla = 7

ég er afar ánægð með þetta - og þetta með að fá 7 í ensku er ok þar sem ég lærði ekkert um veturinn, nema skilaði inn einhverjum pistlum, opnaði ekki bók og lærði ekkert undir prófið - svo ég eiginlega get ekki beðið um meir.

Annars er lítil vinnuvika núna - þar sem ég fékk frí á þriðjudaginn til að skreppa í bæjartúr; verslunarleiðangur til Egilsstaða. Hjölla fannst eitthvað frekar fátæklegur ísskápurinn, hmm skrýtið, ég sem átti nóg af pizzu afgöngum og pepsi max... fatta hreinlega ekki hvað hann átti við maðurinn.
Kíkti í BT, varð ástfangin af tölvu þar, sem kostar litlar 215þ krónur, en ég er alvarlega að spá í að nota orlofspeningana mína til að fjárfesta mér í nýrri ferðavél. Tobbi litli er alveg að syngja sitt síðasta og ég treysti honum ekki í áframhaldandi námi, varla að hann meikaði þennann vetur. Er bara að spá í vél sem kostar aðeins um 100þ, borga inn á hana og taka rest á vaxtalausum 12 mánuðum eins og þeir eru að bjóða uppá. Kemur allt í ljós.

Annars er ekkert nýtt að frétta, allir hressir við góða heilsu.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Prúðuleikarar

Janice jpeg
You are Janice.
You dig the groove man, nothing can bum you out.
Too bad you're too stoned to notice.

INSTRUMENT:
Like, you know, guitar, fer sure.
LAST BOOK READ:
"Finding Your Past Lives on the Web"

FAVORITE EXPRESSION:
"Fer sure, like, fer sure."

FAVORITE THINGS:
Peace, love and, like, granola, totally.

NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
Her inner child.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, maí 17, 2004

Dekk og hestar

Ég keypti mér fínustu dekk í dag, notuð á kr 1.000,- stykkið sem þykir ekki mikið. Þetta er góð dekk, koma til með að endast vel út sumarið!! afar sæl með þetta!! Svo fer ég kl átta í fyrramálið til að skella þeim undir hjá mér. Erum að fara til Egilsstaða á morgun, svo ég vil endilega koma þeim undir strax. Ég finn til með nöglunum mínum sem eru núna undir bílnum þegar ég keyri um, finn hvernig þeir rífast og tætast í dekkjunum.

Í labbó áðan þá vorum við Kítara hinar rólegustu að kasta frisbee og hafa það gaman. Ég sé einn hestamanninn koma áleiðis á frekar ungu hrossi sem er greinilega ekki gamalt og þaulvant hundum. Ég treysti heldur ekki minni til að hlaupa ekki og gjamma að hrossum þar sem hún hefur aldrei fengið að komast í návígi við þau. Enda ekkert tækifæri hefur gefist til þess svo ég smelli á hana ólinni. En þessi góði maður kom með hrossið til okkar og spurði hvort hún hefði aldrei fengið að hitta hest þar sem hann sá mig setja á hana ólina þegar hann nálgaðist. Ég neita því, og hann segir mér að hrossið hafi heldur ekki umgengist hunda. Svo hann ákvað að leyfa þeim að hittast.
Þetta gekk bara ljómandi vel. Kítara lyktaði mikið, búffaði smá, en varð svo eiginlega alveg sama. Hún reyndi líka sama og ekkert að hoppa upp á manninn, heldur settist þegar ég sagði henni að setjast og hlýddi mér í einu og öllu. Hrossið hnusaði mikið af henni og fannst hún skrýtið fyrirbæri, var samt ekki mikið um búffið í henni en styggðist þó ekki.
Mér finnst svo gaman að sjá hvað hún er að þroskast. Fyrir alls ekki svo löngu hefði hún fyrir það fyrsta ekki leyft mér að setja á sig ólina möglunarlaust, og hún hefði verið miklu óþægari og aðgangsharðari við hrossið, þe búffað miklu meira og hvað þá fengist til að setjast á rassinn og vera kyrr. En hún er greinilega öll að koma til þetta djásn mitt. Þetta kyn er bara ærslafyllra en aðrir hundar, en góðir í að læra, tekur bara tíma og þegar hún róast þá á hún eftir að vera klassahundur. Ég td hreyri í manni á Neskaupstað á miðvikudaginn sem hefur verið með hlýðninámskeið og ég er að vonast til að komast að með hana þar. Við höfum báðar gott af því. Enda hlakka ég mikið til þess!!

sunnudagur, maí 16, 2004

Rólegur sunnudagur

vaknaði við brutal hamagang í tíkinni í morgun, þá var hún búin að sofa nóg og fannst ég geta alveg farið á fætur með henni - klukkan var níu nota bene!!
En ég fékk leyfi til að kúra til tíu - fór þá framúr, og við lokkuðum Hjölla með okkur í sunnudagslabbóinn okkar. Frábært veður, hefur ekki verið svona blíða lengi og hlýtt - annars held ég að það fari hvessandi með deginum. En allavega þá var þetta kjörið tækifæri til að æfa tíkina í sundi en hún er farin að sýna stór góða takta í þessu öllu saman. Henni finnst svo gaman að busla að hún finnur alla polla til að hoppa um í, skvetta og sulla.
Svo er bara rólegheitin í Morrowind, fann Mod á netinu og er að spila þau - þar sem ég er lööööngu búin með aðalquestin í leiknum og hef lokið "söguþræðinum" en annars er Morrowind ekki leikur sem "klárast". Maður getur spilað hann endalaust.

Og ég horfði á Júróvision í gær - niðurstaðan kom mér reyndar ekki á óvart - Jónsi stóð sig mjög vel enda ekki við öðru að búast, en lagið sjált er bara hörmung, svo það er bara ekkert við þvi að gera.
Hvað finnst ykkur??

laugardagur, maí 15, 2004

Nýtt lúkk

er ekki kominn tími á að breyta aðeins til?? Kannksi fokka ég endanlega upp síðunni minni.... Kemur í ljós.. Vona bara að ég geti klínt inn gestabókinni og hinu draslinu..

Laugardagur - tileinkaður Morrowind

Já elskurnar mínar - ég biðst afsökunnar á hve illa og seint ég blogga til ykkar - mínir dyggu lesendur.
Og til að svara fjölda áskoranna þá hef ég ákveðið að setja inn nokkrar línur.

Jamm prófunum lauk sl mánudag og gekk bara alveg ágætlega - gæti meira að segja náð öllu.
Sama dag kom Hjölli heim - sem gæti kannski gefið ykkur smá skýringu af hverju ég hef ekki verið alveg límd við tölvuna. Eða kannski segi það ekki - ekki á þann háttinn - heldur er ég búin að vera límd við að skrúfa sundur og setja saman tölvu - já há ég á nýja tölvu - ligga ligga lá lá. Hjölli færði mér uppfærslu þegar hann kom heim og er ég að fíla nýja dótið mitt í tætlur!!! Og þar af leiðandi er ég að skemmta mér í botn við að spila Morrowind í nýju græjunni - get loks keyrt leikinn í hæstu upplausn mögulega og með alla grafísku skuggana og lengdarpunkta og alles!!!!

Já hlutirnir hafa breyst talsvert aftur. Kítara er alveg himinsæl með þetta. Og ég tel niður vinnudagana. Til að verða ekki atvinnulaus þá athugaði ég um vinnu á frystihúsinu og fékk þar inni. Það er ágætt - allavega betur borgað en í skólaselinu og í Sparkaup. Auk þess er unnið frá sjö til þrjú - með góða möguleika á yfirvinnu sem ættu að fita veskið smá vegis.

Ég gæti átt miða á Metallica tónleikana - en er ekki alveg búin að fá það staðfest - né að fá þá í hendurnar...
Svo á vinkona mín afmæli 4 mai, og önnur á afmæli 5 mai, sú fyrrnefnda er 30 svo það er stórafmæli - en manni hefur nú ekki verið boðið í neina veislu enn - svo maður er ekkert að fara að gera neinar ráðstafanir....... (hint hint)

Keyrði nokkra bekkjarfélaga mina í gær - það var samkoma á Breiðdalsvík hjá öllum sem komu að fjarfundarkennslunni í vetur. Bæði kennarar og nemendur. Var virkilega gaman að sjá fólkið í eigin persónu, varla að maður þekkti allt. En þetta var mjög gaman, rólegt og yfirvegað. Mikið góður matur, og sungið. Keyrðum síðan heim um miðnætti - en þetta er um 40 mín akstur.

Svo er júróvision í kvöld, en ég er svo skrýtin að ég hef aldrei verið neitt afar spennt fyrir þessu. En ég keypti mér Maruud Spro Mix til hátíðabrigða - og þar sem það er nammidagur þá er það alveg leyfilegt!!

Love ya all

miðvikudagur, maí 05, 2004

Tvö búin... tvö eftir

Enskan var bara enska, en ég skora ekki hátt á þessu blessaða íslenskuprófi, ég næ, en ekki með neinum glæsibrag, well who cares anyway - yfir fimm er bara einkunn með aukavinnu.

Núna er ég að fara á fullt að lesa undur nátt prófið. huh... sé sossum ekki mikinn tilgang með því - en ég ætla samt að reyna mitt besta.

Vorum að koma inn - ég á blautan og hamingjusaman hund. Fórum í frisbee og svo reyndi ég að fá hana til að synda í ósnum, en hún syndir ekki, fer ekki svo langt - alveg sama hvað ég reyni - en það kemur - henni finnst svo gaman að sulla og busla.
Og morgunmaturinn er köld pizza úr Sparkaup frá því í gær og pepsi Max - maður er svo hollur...

mánudagur, maí 03, 2004

Rosalega líður tíminn hratt!!

jamm fólk - það er kominn mánudagur eina ferðina enn. Ég sit hérna með enskuglósur/verkefni fyrir framan mig og reyni að læra - en ég hreinlega kann ekki að læra undir enskupróf.

Ég get ekki einbeitt mér að því vegna þess að ég er að reyna að finna einhverja gleraugnaverslun til að hringja í út af glerinu í gleraugun mín - svo ef þið vitið um einhverja góða og ódýra verslun þá endilega commentiði hér að neðan.
Nota bene - það er engin gleraugnaverlsun hér á austurlandi!!! Af hverju ætli það sé? nota austfirðingar ekki gleraugu??

sunnudagur, maí 02, 2004

Sunnudagur að kveldi kominn

Og það er hávaða rok úti, með nokkrum snjóflyksum sem feykjast út um allt en ná ekki að staldra við neinstaðar - sem er kannski bara ágætt. Nenni ekki að fá hvíta jörð eina ferðina enn.
En ég er búin að vera mjög dugleg þessa helgi. Tók íslenskuna með trompi í gær, og enskuna í dag auk þess sem ég fór aftur yfir glósurnar og áherslupunktana úr íslenskunni.
Fór tvisvar sinnum með tíkina á langa og góða göngu í dag, annað skiptið þá gengum við út fyrir bæinn. Kannksi af illri nauðsyn því bíllinn minn er alveg við að verða bensín laus og þar sem ég fæ ekki laun fyrr en á morgun þá verð ég bara að bíða róleg. Og seinni partinn þegar ég var komin með nóg af lærdómi þá slógumst við í för með Hafdísi og Jeltsín.
Og svo auðvitað gat ég ekki sloppið við óheppni í þessari viku frekar en venjulega - en gleraugun mín duttu í flísarnar inni á baði og brotnaði annað glerið - frábært eða þannig.
Og svo auðvitað - þar sem það er sunnudagur þá er að sjálfsögðu glötuð sjónvarpsdagskrá hjá RÚV.

laugardagur, maí 01, 2004

Er að lesa undir próf.....