föstudagur, október 30, 2009

þjónn í súpunni og hjónaball

jamm fór á þjónn í súpunni á Friðrik V á miðvikudag í boði starfsmannafélagsins og bauð Önnu minni með! Var mikið hlegið ! þetta er snilldar verk hjá þeim !

Svo um helgina er hjónaballið í Reykjadal – já maður þarf víst ekki að vera hjón til að fá að djamma með reykdælum.  Hlakka mikið til !

knús til ykkar og góða helgi !!

fimmtudagur, október 29, 2009

ný gleraugu !

já þar kom að því að ég lét til leiðast eftir nokkra vikna stanslausan hausverk.  Ég kíkti til sjóntækjafræðings sem mældi augun mín og gleraugun og hristi svo bara hausinn og sagðist skilja vel að ég væri með hausverk og horn út um gagnaugun.  Þessi horn er Anna mín búin samviskusamlega nudda og hjálpa mér, og já skipa mér að fara til augnlæknis eða sjóntækjafræðings.  En auðvitað þegar maður er ekki alveg að drepast þá lætur maður þetta liggja á milli hluta. 

Eníveis.  ég er víst með sjónskekkju og búin að vera með lengi.  Svo ég kaupin ný gleraugu með aðstoð pabba og vá – dagur 3 núna án  hausverks! þetta er snilld.  Er enn samt með smá seiðing, en fróðar konur segja að það taki alltaf smá tíma að venjast nýjum gleraugum.  En hornin eru að fara :o)

mánudagur, október 26, 2009

Dale Carnegie

ég er enn að jafna mig eftir snilldar námskeið sem ég var á um helgina.  3 dagar í brjálaðri keyrslu.  Búin á því…

Er alveg við það að hætta að vinna í dag og fara að sækja son minn sem ég hef ekki séð síðan á föstudag.  Hlakka svo mikið til að fá mömmu knúsið mitt.

Og og og loksins lét ég verða að því að panta tíma hjá sjóntækjafræðing.  Vona að hann segji bara við mig “Guðrún  þú þarft að fá þér ný gleraugu…!

og ég mun ekki hugsa um pening heldur hlýða og segja “já”

á döfinni er svo út að borða á miðvikudag með Önnu minni, fara á “þjónn í súpunni” yndislega frænka mín Sylvía og hennar spúsa Áslaug ætla að passa soninn fyrir mig :o)

og ég var að skrá mig og Þórhöllu systur á Frostrósatónleika 6. desember – í boði starfsmannafélagsins ! það verður alveg hreint yndislegt! Mikið hlakka ég til að fara á tónleikana með yndislegu systur minni !

knús yfir til  ykkar allra

miðvikudagur, október 21, 2009

Foreldrakaffi í skólanum

hvað er betra að byrja daginn á en að fara og borða morgunmat með syninum í skólanum hans, kubba svo og pússla… ?? maður er alveg endurnærður á sálinni eftir svona skemmtilegar stundir !

Hringdi í pabba hans í gær og bauð honum með en hann er svo duglegur í skólanum að hann komst ekki.  Kemst vonandi bara næst, það myndi skipta Gabríel svo miklu að hafa okkur bæði með sér :o)

mánudagur, október 19, 2009

Bara róleg.

átti góða rólega helgi með syninum.   Hittumst í bíói, við Freydís með krakkana og svo hittum við Elísu á kaffihúsi á eftir.  Afskaplega notalegt eitthvað.  bakaði pizzu, horfði á videó, kubbaði, fór á fótboltaæfingu með tvo 4ára, átak. Straujaði lappann, hann var held ég stútfullur af vírusum, allavega er hann miklu sprækari núna.  Skúraði, eldaði hangikjöt. 

Vídeókvöldið okkar var yndislegt.  Eftir að við snæddum gómsæta heimatilbúna pizzu – sem sonur hjálpaði mér með, sátum við með popp og kók og horfðum á Leiftur McQueen Disney myndina, hún er alveg uppáhalds ennþá hjá mínum manni.  Svo þegar þessi elska er að fara að sofa – knúsar hann mig og þakkar mér fyrir vídeókvöldið, mamman þessi fékk smá tár í augun…

jámm bara svona sitt líti af hverju á annars afskaplega afslappaðri, rólegri notalegri helgi :o)

föstudagur, október 16, 2009

Alveg að koma helgarfrí..

og er að keyra á síðustu vinnuorkunni sem ég á.  Hlakka til að sækja soninn sem er örugglega í sjöunda himni eftir daginn því hann átti von á slökkviliðinu í heimsókn í dag.

Við sonur ætlum að baka pizzu í kvöld og hafa vídeókvöld.  Þá má hann vaka aðeins lengur.  Svo langt síðan við höfum átt svona quality stund bara við tvö.  Við erum svo oft á þeyting um allt.  Sem er gaman líka ! Alltaf nóg að gera hjá okkur !

Á morgun er planið að fara í bíó, og fara með Freydísi go Júlíusi líka – og vonandi kemur Elísa vinkona með líka.  Alltaf gaman í í bíó !

ég bara hlakka til helgarinnar…  vona að þið eigið góða daga líka !

mánudagur, október 12, 2009

Nóg að gera samt ekkert að frétta

bara svona ekta tíminn líður áfram – reyndar allt of hratt.   Allt of dimmt á morgnana, kalt, blautt. 

Jólin handan við hornið.  Kominn tími á að ath með hvað maður á að gefa hverjum í jólagjöf og finna úr því hvar maður finnur pening fyrir hverri jólagjöf fyrir sig.  En það reddast eins og öll hin jólin.

Síðan síðast er nóg búið að gerast.  Hélt upp á 30 afmæli vinkonu minnar – hrikalega gaman.  Átti langa helgi með syninum helgina á eftir, afskaplega notalegt ! Helgina þar á eftir voru tónleikar með ljótum hálfvitum og endaði óvart á djamminu sem var hrikalega gaman.  Sömu helgi fór ég að sjá myndina Stúlkan sem lék sér að eldinum, og endaði á djammi það kvöld líka, aftur hrikalega gaman ! Núna um helgina átti ég yndislega helgi með syni mínum og foreldrum í sveitinni. 

jámm svo eru það hinir dagarnir – þessir virku – sem eru bara ánægjulegir, ekker bögg, ekkert vesen.  Nóg að gera !

knús

73 dagar til jóla…

þarf að segja meira ….???