mánudagur, ágúst 31, 2009

loks á meðal lifenda..

úff þetta er eitthvað sem ég vil ekki fá á næstunni aftur en þvílíka ógeðispest sem þetta var.  Lá rúmliggjandi alla sl viku! Heppin að eiga góða að en þær elskulegu Sylvía og Áslaug hjálpuðu mér með að sækja og sendast með Gabríel.  Ég get með sanni sagt að á föstudag var ég komin með ógéð á rúminu mínu.  Reyndar svo eftir að koma heim í gær – búin á því eftir réttir þá var rúmið mitt best í heimi !

En helgin var góð.  Á föstudag fann ég orku til að keyra í sveitina.  Skólinn hans Gabríels var lokaður vegna starfsdags svo við fórum bara snemma.  Fínt því mér leið alltaf best nývaknaðri.  Og ég fór ekkert úr húsi fyrr en á sunnudag (nema með nammidagsferð í búðina á laugardag auðvitað)

Réttir gengu vel, gott fólk að draga með okkur.  Gaman að hitta þær mæðgur Snjólaugu, Sunnefu og Eik :o) Sylvía og Áslaug voru eins og færibönd með kindurnar enda gekk þetta vel hjá okkur :o)

Fór svo í bíó með soninn í gær og við sáum myndina Upp en hún féll ekki alveg í kramið hjá þeim stutta.  Hann skildi hana ekki og var orðinn pirraður í lokin.  Kannski bara þreyta líka – langur dagur.  Honum fannst gott að koma heim blessuðum :o)

Réttarmyndir á flikkrinu : Reykjahliðarréttir

aslaug_gah_rettir

mánudagur, ágúst 17, 2009

smá sól !

þegar við vorum að fara út í bíl í morgun þá upplifði ég smá haust í loftinu… svona fyrsti morguninn sem ég finn fyrir þessu.  Semst sumarið er búið…

Átti snilldar helgi.  Rima vinkona kom í heimsókn í mývó á laugardag með börnin sín tvö.  Ég hafði td aldrei hitt litlu prinsessuna hennar hana Unnu Dís.  Þvílíka skvísan sú litla. Og Hartmann orðinn svo stór og flottur ! Við Rima þurftum mikið að tala og sem betur fer þá náðu guttarnir okkar vel saman og gátu leikið sér.

Ég er svo stolt af henni Rimu.  Hún er svo dugleg og ég vona að allt gangi upp hjá henni, því ef einhver á það skilið þá er það hún ! Það er margt sem við höfum gengið í gegnum. Og það er alltaf spurningin um hvernig við vinnum úr þeim hlutum, aðstæðum og tækifærum sem við fáum uppí hendurnarnar.  Ég er td afar ánægð með hvernig hlutirnir þróuðust hjá mér og er ánægð og sátt með hvernig lífið er í dag.  Er á minni hornhillu og bíð eftir fyrsta tækifæri að taka stökkið :o)  - þá er það efnahagsástandið sem stoppar helling.. en það er bara að brosa og þakka fyrir það sem maður hefur :o) og ég hef það gott !

knús

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

og jólin nálgast :o)

sumarið er búið, já ég er ekkert að fegra hlutina.  Það kom sumar í 3 vikur, heppin ég – það voru akkúrat þessar 3 vikur sem ég var í sumarfríi.  En síðan ég kom úr fríi er búið að vera rigning og súld hérna á Akureyri.  Mér er löngu hætt að finnast þetta sniðugt. 

Annars er bara gott að frétta af okkur mæðginum.  Lífið er komið í fastar skorður og jafnvel maður segi “sem betur fer”.  Eins og ég elska frí, sumarfrí, dútl og leti; þá á ég það til að verða þreytt í rótleysi og rútínuleysi. Sonur er líka kominn á sitt ról; dettur út af 20:11 nákvæmlega on the dot, og springur úr rúminu 06:56 á morgnana..

Og núna getur maður bara farið að huga að jólagjöfum, kortagerð (haha einmitt) og afmælisveislu.  Ég er sko byrjuð að huga að afmæli sonarins, ætla að halda honum alvöru barnaafmæli helgina fyrir jól :O) – já hver hefði trúað því fyrir ca 10 árum að ég ætti eftir að halda barnaafmæli… með dúkum, glösum, kertum, kökum (sem ég auðvitað baka sjálf – er miklu duglegri þar en í kortagerð) pökkum og söng… kaffi fyrir foreldra (aðallega mæðurnar sem við hittumst alltaf í veislum barna okkar – engin samskipti utan þeirra ha ha )

Ég er alveg hrikalega ligeglad þessa dagana.  Er bara ekkert að stressa mig á hlutunum, og þarf ekki einu sinni á Polly að halda lengur.  Hlutir eru svona status quo, sonur hraustur, vinnan skemmtileg, peningar duga, súbbi gengur, og ég kát :o)

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Allir að kjósa Halldóru

Halldóra litla frænka mín er að læra skóhönnun og er að gera virkilega flotta hluti.  Núna þarf hún okkar aðstoð með að kjósa hana áfram í verkefni VivaLaDiva sem gæti komið henni talsvert áfram á braut tækifæranna !

hún er þegar komin í 10 manna úrslit og þarf núna að fá aðstoð okkar.  Endilega smellið á slóðina : http://www.vivaladiva.com/shop/page?pageId=3027&cm_sp=vldfreeformat-_-Cordwainers-_-Halldora

og svo kjósa !!! 

VLD_logo