miðvikudagur, júní 30, 2004

Bak... ekki bak...

Er búin að sitja fyrir framan TV í mest allan dag. Horfa á Jake 2.0, Oddissey 5 og Friends. Bakið er ekki alveg nógu gott enn, verð bara að sjá til með morgundaginn. En ég geri hvað sem er til að vera ekki lömuð um helgina. Ég er farin að hlakka svo til, ekki bara tónleikanna heldur líka að hitta alla sem ég hef ekki séð lengi.

Heima í dag

Er að drepast í bakinu. Fór á fætur í morgun, vel sofin, og "BBAAAMMMMM" bakið í hönk. Ég áleit að þetta væri bara svefnstirðleiki, og klæddi mig, fór með tíkina út, en það gekk ekki svo vel. Svo ég ákvað að vera ekkert að misbjóða bakinu með að fara til vinnu, og ákvað að vera heima. - tek heldur enga sénsa varðandi næstu helgi!!

mánudagur, júní 28, 2004

Ferskar eftir hlýðninámskeið

vorum að koma heim af hlýðninámskeiði. Það var ausandi rigning, en það skemmdi ekki fyrir. Kítara stóð sig eins og hetja, og var mjög gaman að fá hana til að gera nýja hluti. Hún er svo móttækileg og fljót að læra, og það sem meira er; henni finnst það svo gaman! Hún heillaði alla upp úr skónum þegar hún hljóp á milli fólksins og skellti frisbee fyrir framan þau, settist og beið eftir að þau köstuðu fyrir hana. Við komum svo heim núna rétt áðan, renndandi blautar, svangar og þreyttar, en afar sælar með kvöldið.

Nú styttist í Metallica tónleikana. Á leiðinni heim kom Nothing Else Matters í útvarpinu, í unglingaþætti Rásar 2. Ég hækkaði í botn og fékk gæsahúð og fiðring við tilhugsunina um að ég fæ að sjá kappana á sviði. Fattaði hve stutt það er, og ég hreinlega er svona spennt eins og litlu börnin sem bíða eftir jólunum....

Bókað flug suður

Jæja ég er búin að bóka flugið, kem í bæinn kl 16:25 á föstudag og flýg aftur austur kl 17:45 á mánudag. Ég er að reyna að skipuleggja tímann svo ég nái að hitta alla. Ég verð hjá Kalla og Raggý á Grundarstígnum. Hlakka til að sjá ykkur dúllurnar mínar.

sunnudagur, júní 27, 2004

Æfing með leitarhunda

Vonandi eru allir að slappa af eins og ég, að hafa það jafn náðugt og ég. Sit í uppáhaldsstólnum mínum, tíkin sofandi við hliðina á mér, og ég að horfa á Battlestar Galactica 2003 með öðru auganu.

En í gær var gaman, maður lifandi!! Við mættum á æfingu hjá Leitarhundum Slysavarnarfélags Landsbjargar kl eitt í gær, og mín alveg óð í að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Þarna voru mættir menn með 3 aðra hunda. Þeir sýndu mér hvernig æfingar færu fram aðallega, og sýndu mér hvað við myndum byrja á hjá minni tík.
Ok, einn gaurinn tók leikfang, sem er í raun kaðall, eitthvað til að tuskast á með og hleypur með hann í burtu. Hennar hlutverk var að hlaupa til hans, "finna" hann, þá kalla ég í hana til mín. Ég hleyp svo með henni að manninum, tek dótið af honum og tuskast með hana. Enda svo á að gefa henni "bráðina"
Þetta er grunn kennsla hjá byrjendum í víðavangsleit. Síðar á hún svo að koma til mín, ég á ekki að kalla á hana, og hún á að hoppa upp á mig til að tilkynna mér fundinn, hlaupa svo með mér að viðfangsefninu.
Þeir voru mjög ánægðir með frammistöðu hennar í gær, sögðu að hún væri í mjög góðu formi,væri mjög skörp og námsfús, einbeitt og vinnuglöð. Þeir/við tókum nokkrar æfingar með hana, og hún stóðst þær fullkomlega miðað við byrjanda.
Þeir buðu okkur velkomnar í hópinn, og við fáum að vera með framvegis, þeir telja hana gott efni í leitarhund og ákveðið var að byrja strax á að vinna með hana og þjálfa hana upp í úttekt fyrir flokk C. (neðst á síðunni)
Það sem var snilld var að hún fílaði sig í tætlur, henni fannst þetta svo gaman, hún átti svo heima í þessu, að gera eitthvað, fá svona skipanir frá mér, gera eitthvað nýtilegt. Við eigum að hafa samband við mann á Blönduósi sem mun senda okkur svona kápu fyrir hana, sem hún lærir að tengja við vinnuna, þegar hún er sett í þessa kápu (sem lítur mest út sem skikkja)þá veit hún að nú er ekki "leiktími" og ég á að hætta að leika við hana heima með að fela dót og láta hana finna það.
Ég á að æfa hana í þessu, fá einhvern til að hlaupa út í móa, og hún að leita.
Mér þótti þetta líka geggjað gaman, hlaupa út og suður um alla móa til að elta hunda eða fela mig fyrir hundi. Við skiptumst á um að fela okkur.
Þegar við vorum komnar heim, var hún svo sæl, svöng og hamingjusöm, lífsgleðin geislaði af henni. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að stunda áfram. Og hver veit, kannski seinna meir nær hún að skipta sköpum með vinnu sinni og þjálfun.

laugardagur, júní 26, 2004

Greind dýra

Mega fyndið : http://www.baggalutur.is/sogur/dyr.htm

Snillingurinn hún Kítara!!

Ég hef ekkert verið neitt afar duglega að blogga undanfarið, bara rétt til að láta vita af mér og þess háttar. En það er búið að vera gaman að vera til undanfarið.

Eins og þið vissuð þá fórum við Kítara á hlýðninámskeið um sl helgi. En þá vorum við eigendurnir teknir fyrir, og það var mjög áhugavert. Mikið af upplýsingum sem ég hefði viljað vita um leið og ég fékk tíkina á heimilið. En samt var afar fátt sem ég vissi ekki nú þegar og mjög fá atriði sem ég hef verið að gera vitlaust. En enginn er gallalaus, og ég er núna að vinna í því að breyta því sem má breyta.

Svo hittumst við aftur með hundana á mánudagskvöldið sl, og það var fjör maður lifandi!! Þarna voru 10 hundar samankomnir af öllum stærðum og gerðum. Og rosalega mikið lyktað, búffað og leikið. Kítara mín var með þeim elstu, og hagaði sér samkvæmt því - basically þá "réði" hún öllu. Hún td tók einn boxer/doberman blending í nefið þegar hann tók af henni frisbeeinn (hún náði honum upp að kvið).

En hún stóð sig eins og hetja, hún hlýddi öllu, gerði allt rétt, flaðraði ekki neitt (hexið - hún veit þegar hún á að haga sér) ég hafði einmitt hlakkað til að sýna honum (kennaranum) ólætin í henni svo hann gæti ráðlagt mér varðandi það. En neeeiii ekkert svoleiðis til í minni þann daginn...

Kennarinn var svo hrifinn af henni (hefur átt sjálfur border collie) að hann vildi endilega sjá okkur á æfingu leitarhundanna, sem er einmitt í dag, og erum við að fara þangað á eftir. Hún er einmitt ekkert gæludýr, heldur vinnuhundur, og ég vissi það, enda hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað meira með henni. Og hann telur hana efni í leitarhund. Eg ekkert smá happý!!!!

miðvikudagur, júní 23, 2004

Helgin 2-5 júlí

Hæ hæ öll
það er helgin sem ég verð fyrir sunnan. Kem í bæinn föstudaginn 2. júl og fer heim aftur mánudaginn 5. júl.
Ég býst við að vera ein á ferð og koma fljúgandi. Ég hef ekki ekki pælt neitt í gistingu, svo ég hreinlega auglýsi hér með eftir sófa/gólfi/bedda sem ég má krassa á...

þriðjudagur, júní 22, 2004

Sofa.. ZZzzz......

Í augnablikinu myndi ég gefa hvað sem er til að fá að fara aftur upp í rúm að sofa...

mánudagur, júní 21, 2004

11 dagar!!!

nú fer að nálgast í Reykjavíkurförina mína!! Farin að hlakka geðveikt til (ekki "gegt" heldur geðveikt!)
Og það eru 2 atriði sem ég óska eftir sjálfboðaliðum með mér í:
1. Nings
2. Pizza Hut hádegishlaðborð (Ragga??)

By the way - eru allir komnir í sumarfrí??? Dóa - þú er löglega afsökuð þar sem þú ert símatengd núna, en þið hin... please let me know you're alive!!!

Afmælisbarn dagsins:

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann pabbi minn
hann á afmæli í dag


Til hamingju með daginn elsku pabbi minn!!

laugardagur, júní 19, 2004

Hlýðninámskeið í dag!

Jamms, við Kítara erum vaknaðar og komnar á ról. Við erum nefnilega að fara á hlýðninámskeið á Neskaupstað í dag. Kannski verðum við sendar bara beint heim aftur með orðunum "ekki er hægt að bæta úr stöðunni úr þessu".... nei nei ég hef fulla trú á okkur. Það er rosalega gott veður og ég hlakka mikið til dagsins.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilegan Þjóðhátíðardag!!

"hæ hó jibbíei og jibbíei
það er kominn 17. júni"


Aveg týpískt - ég vöknuð svona snemma á frídegi!! Búin að fara með tíkina út í labbó, og er að spá í að fara bara að leika mér í tölvunni. Það er frekar leiðinlegt veður ennþá, en ég gruna að það eigi eftri að skána.

Þessi vika hefur verið bara alveg eins og hinar vikurnar, ég vinn, drepast í baki, sleiki sólina þegar tækifæri gefst, og sef þess á milli. Merkilegt hvað maður verður sybbinn á að vakna svona snemma.

En annars er allt gott að frétta og ég vona að þið eigið ánægjulegan þjóðhátíðardag!!!

sunnudagur, júní 13, 2004

Sunnudagur til svefns...

Já sökum 18 ára afmælispartýs hjá syni nágrannans, þá var ekki mikið sofið í nótt. Foreldrarnir og yngri bróðir eru á sólarströnd og guttinn auðvitað nýtir sér þetta tækifæri til að sletta ærlega úr klaufunum. Reyndar sagði Hjölli að þetta hefði verið svona líka á föstudagskvöldið og fram eftir þá en ég rumskaði ekki við það. En þetta er svo sem ok, þar sem ég hef ekki heyrt neitt frá þessu húsi siðan ég flutti, ofboðslega rólegir nágrannar, svo maður unir krakkarassgatinu þess að halda upp á daginn, maður var víst svona sjálfur.

Við fórum í gær í sund á Breiðdalsvík, var samt ekki vör við þennan dúndur pott sem ég hafði heyrt um, þarna var bara svona ekta sumarbústaðapottur sem rýmir 4-6. Og ekkert nudd.. en það var samt ofboðslega ljúft að slaka á í heitum potti. Og gaman að taka svona rúnt út fyrir bæinn stöku sinnum. Brilliant veður - þá er alltaf gaman að rúnta og vera til.

Ég er búin að vera löt í dag. Jú fór 2x með tíkina í dag, í seinna skiptið með Hafdísi og Jeltsín. Mjög góður labbó, rosalega heitt, yfir 20°c og algjör molla. Lenti í hitaskúr, helli dembu sem hefur ekki gerst í mörg ár, minnti mig á demburnar í US í gamla daga..... Búin að dotta yfir imbanum, horfa á Friends, kjafta á msn, horfa á einhverja Phantom Rider mynd sem kom af deili.is og dotta meir..

Svaka ánægð með að Kimi Raikkonen hafi náð að klára keppni loksins, og er ekki eins ánægð með að þessi andsk. EM kjaftæði er að tröllríða öllu í sjónvarpinu!!! Mér finnst allt í lagi að sýna eitthvað af þessu, en come on - öll næsta vika einkennist af EM í fótbolta!!

laugardagur, júní 12, 2004

Laugardagur til leti....

eða kannski ekki...
Hitti Vilborgu í gær á sýningunni Austurland 2004 Alltaf gaman að hitta hana blessunina. Rosalega flott það sem hún hefur verið að gera, hún er dugnaðar forkur hún Vilborg mín!! Sýningin var mjög flott, mjög mikið skemmtilegt að sjá, og mikið fólk, mér fannst þessi sýning bara glæsileg í alla staði!!

Við komum heim um sjö í gærkveldi og var þá dagurinn orðinn þokkalega langur hjá mér, og ég var búin á því, enda var mín sofnuð fyrir níu, fyrir framan imbann.
Vaknaði hress í morgun kl átta, og um níu fórum við Kítara í morgun labbóinn okkar. Og ég svo yfir mig full af orku, ákvað að þrífa bílinn minn hátt og lágt, sápuþreif hann, þurrkaði, rainexaði og pússaði, jafnt sem innan og að utan. Og klukkan er bara ellefu...

Núna er planið að skella sér í sunda á Breiðdalsvík, en hef ég heyrt að þar sé mjög góð laug með dúndur pottum - mikið gaman!!

föstudagur, júní 11, 2004

Búin fyrr en áætlað var!!!

og þessir snillingar misreiknuðu tonnin sem eftir voru svo við vorum búin kl tvö í dag !!!!JEIIIII!!!!

Gleðilegan föstudag!!

Góðan daginn dúllurnar mínar!!
Ég á eftir að þrauka einn dag enn í vinnunni í þessari viku, ég hlýt að komast í gegnum það.
Úti er alveg yndislegt veður, alveg logn og sólin skín, gæti alveg hugsað mér að ná í nesti og nýja skó og ganga eitthvað út í óbyggðirnar hér í kring núna, leyfa tíkinni að hlaupa frjálsri með. En ekki í dag. Vinnan kallar.
En seinnipartinn er áætlað að kíkja á Egilsstaði, ég er að hugsa um að byrja á að fara í sund, og síðan heilsa upp á Vilborgu vinkonu sem er að vinna á sýningunni Austurland 2004. Hlakka mikið til að sjá hana!!!
Eigið góðan dag í dag !!!

fimmtudagur, júní 10, 2004

Komið sumar....??

Ég var einmitt að spá í því um daginn að ég væri ekki að fatta að það væri komið sumar, þe nær miður júní. En undanfarið þá hefur sumarfílíngurinn verið að síast inn fyrir hjá mér. Úti er sól og blíða 3ja daginn í röð!!
Í gær þá var ég úti í garði með Kítöru og við vorum í boltaleik, ég sat (hreinlega gat ekki staðið) og kastaði fyrir hana bolta út í hvönnina og háa grasið - við köllum þetta Jungle ball, þar sem hún þarf að leita að boltanum, svaka fjör. Hjölli stóð uppi í stillasa og málaði í sólinni. Ég fékk meira að segja smá roða í kinnar!!
Í dag er eins, sól og brilliant veður. Vorum að koma inn úr bíltúr. Byrjuðum á að fara með tíkina í frisbee, og rúntuðum svo um sveitina, fórum upp í dali, þar sem verið er að gera nýjan veg, og allt á fullu við göngin. En við máttum ekki keyra þar að, en núna veit ég hvar þetta er.
Þó svo að vinnan sé ekkert upp á marga fiska (ha ha ha nóg af fiski) þá nýt ég þess að vakna kl 6 og fara út í þetta blíðuveður með Kítöru. Og að vera búin kl 3, er frábært, dagurinn rétt að byrja finnst mér, nóg eftir. Og þótt maður sé gjörsamlega búinn á því, bæði í fótum og baki, þá nýtur maður þess að eiga svona stundir eins og núna í dag, bara rúnta í sólinni, borða ís/pylsu og slappa af og njóta þess að vera til!

þriðjudagur, júní 08, 2004

Sól og blíða

já gott fólk, úti er sól og blíða. Alveg yndislegt að vera búin að vinna kl þrjú og geta svo farið út með tíkina í góða veðrinu.

Skólinn er settur 19. ágúst og þann 20. er kynning fyrir nýnema, hitta kennara og aðra nemendur sem eru með mér í fjarnáminu, þar sem við eigum eftir að fylgjast að í gegnum þetta. Ég semst verð í bænum þá helgina. Svo fylgir þessu vinnulotur yfir helgar stöku sinnum yfir veturinn. En hérna getið þið séð eitthvað um þetta og hvernig kennslufyrirkomulag er á þessu.

mánudagur, júní 07, 2004

Brilliant!!!!!

Ég er hoppandi og syngjandi um húsið af gleði!!! Tvennt gerðist í dag sem gerir það að verkum að mánudagar eru ekki alltaf til mæðu:

Metallica miðarnir komu í póstinum í dag!!!!
og
Ég fékk inngöngu í Háskólann í Reykjavík; fjarnám við tölvunarfræðideild!!!

Vöknuð....

en ekki mikið meira. Mig hreinlega langar ekki til að fara í vinnu núna, sérstaklega ekki niðri á frystihúsi. Ég er svo hrædd um að ég hafi gert mistök á að ráða mig þarna. Reyni að segja sjálfri mér að ég hljóti að lifa af í gegnum sumarið. Það verður hins vegar að koma í ljós.

sunnudagurinn var hinn rólegasti. Spilaði Broken sword. Og við Kítara fórum í langan og góðan labbó með Hafdísi og Jeltsín.
Og viti menn, ég var sofnuð á sunnudagskvöldi kl hálf níu!!!

laugardagur, júní 05, 2004

Rólegur laugardagur

Vaknaði reyndar snemma, en var útsofin svo það var bara mjög fínt. Slakaði á með ferðavélina mína uppi í stofu, spjallaði við fólk og horfði á barnaefnið með öðru auganu.

Skelltum okkur til Egilsstaða um hádegið, aðallega til að fara í sund og liggja i góðum heitum potti með góðu nuddi. Að sjálfsögðu var komið við í BT, það er nú bara skylda. Þar fann ég leik á 499.- kr Broken Sword, og er ég búin að hafa það notalegt í dag að spila hann.

Leiðindarveður, rigning og engin sól - til hamingju Reykvíkingar! Well ég uni Röggu vinkonu að fá gott veður á afmælisdag no 2. Hún er einmitt að halda upp á afmælið í kvöld, en ég komst ekki (grátur grátur) En við tökum bara aðra helgi í það,hlakka geggjað til.

Sjómannadagshátíðin var haldin í dag,en við hreinlega pældum ekkert í því, komum akkúrat til baka í fjörðinn þegar kökukaffinu var að ljúka - damn - hefði alveg getað hesthúsað nokkrar sneiðar af gómsætu sætabrauði og kökum.... Ætli ég verði bara ekki að baka það sjálf...

www.skype.com

alveg snilldar forrit!! Var að tala við Röggu vinkonu í gegnum þetta forrit og það er bara snilld. Það heyrist betur en í msn, þetta er þægilegra og miklu siðugara til að tala saman heldur en msn og svo auðvitað ef maður er með adsl þá kostar þetta ekki neitt! Semst 30 mín samtalið okkar Röggu kostaði okkur ekkert!! Það er bara snilld!! endilega kíkið á þetta mínir kæru vinir!!!!

Afmælisbarn dagsins!!

Hún á afmæli i dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Anna
hún á afmæli í dag!!!

TIL HAMNGJU MEÐ DAGINN ELSKU ANNA MÍN!!!!

föstudagur, júní 04, 2004

Ég fer á Metallica tónleikana!!!

Trallaallaaaaa - við Jóhanna Loga verðum meðal þeirra brjáluðu tónleikagesta á svæði A!!!! Miðarnir eru loksins í höfn!!! Og netklúbburinn reddaði þessu - eftir nokkrar meilasendingar og "hörð" orðaskipti - allavega af minnihálfu - en þetta er reddað og borgað og alles!!! tralllalllaaaa!!!!

Og ég er komin í helgarfrí!!! Þetta er búið að vera afar erfið vika, svo ég ætla að njóta þess að geta slakað á þessa tvo næstu daga!!!
Vona að þið eigið góða helgi!!!

Hún á afmæli í dag !!!!

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Ragga
hún á afmæli í dag!!!!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU RAGGA MÍN!!!!!!

ps
Thank God it's Friday!!!

fimmtudagur, júní 03, 2004

I stand corrected....

þann 25. september 2003 bloggaði ég kl 04:45 (am)

Mið nótt ??

Sko til merkis um það hve óhugnalega snemmt þetta er - þá meikar hundurinn minn það að fara út, með stírurnar í augunum, borða smá af morgunmatnum sínum og svo er hann rokinn aftur í bælið sitt!!!

miðvikudagur, júní 02, 2004

Fiskur og Metallica

Ég komst í gegnum daginn með að hlusta á Metallica í botni, náði að ignora sársaukann í bakinu, öxlunum og fótunum með að tjúnna cd spilarann í botn með Metallica í eyrunum, merkilegt hvað mér verður mikið úr verki með góða tónlist á.

En nú er sól og blíða svo ég ætla að fara út með tíkina í labbó áður en ég stífna öll upp!!
Eigið litríkan dag!

Survivor!!!!

Hæ hæ öll!! ég lifði daginn af í gær þrátt fyrir aðiens 1 1/2 tíma svefns, og í "nýju" vinnunni. Er þó með strengi.. var svooooo þreytt þegar ég kom heim í gær... En ég fékk ekkert ÚA flashback horror - sem er góðs viti held ég....
Já ég var mætt korter í sjö, og hitti þar fyrir ákaflega myglað fólk, sem greinilega vantaði koffeinið í systemið, en ég var ótrúlega hress eftir minn labbó og tebolla áður en ég mætti. Og þetta frystihús er ekkert öðruvísi en önnur frystihús. Reyndar er greinilega góður mórall þarna, allir rosalega hressir og kátir, margir/allir buðu mann velkominn og þess háttar. Og, þarna fann ég nær enga fýlu, ekki eins og í ÚA þar sem maður gekk á vegg hreinlega, meira að segja fötin mín lykta ekki, mér fannst þetta alveg stórkostlegt!
En í gær fór dagurinn í að "kenna" mér, en mér var svo hent upp á línu kl ellefu, og þar mátti ég standa og snyrta og hlusta á 3 17 ára gelgjur, ekki gellur heldur gelgjur, tala um stráka og skot, og "hann er svo hrifinn af þér núna" - hin svarar "Já en hann var sko totally hrifinn af þér í sumar" - stelpa þrjú " já um frönsku helgina" - stelpa eitt aftur (á innsoginu) "já ég veit"
Þess háttar samræður eru nóg til að gera hvern sem er brjálaðan....

En allavega - þá er ég mega hress núna - svaf frá kl tíu í gær til sex í morgun, svo ég er til í slaginn aftur - og í dag ætla ég að vera með ÚTVARP

þriðjudagur, júní 01, 2004

Snemma

Góðan daginn gott fólk. Ég held að ég hafi aldrei bloggað svona snemma áður. Þetta hafðist, en auðvitað var þetta andvökunótt, sem maður mátti búast við þar sem þetta er fyrsti dagurinn sem ég verð að vakna svona snemma. Típískt.