fimmtudagur, desember 24, 2009

Jólakveðja

jólakveðja

miðvikudagur, desember 23, 2009

Þorláksmessa

og allt klárt :o)

Er í vinnunni í dag – en hætti snemma og sæki guttann og svo brunum við í sveitina :)

við áttum góða rólega helgi, héldum upp á afmælið hans á föstudag, Dóa kíkti á laugardag, vont veður á sunnudag, skreyttum tréð og vorum barad inni.  Hann var eitthvað pirraður í eyranu svo ég hélt honum heima á mánudag en það varð ekkert úr veikindum hjá honum svo hann fór hress í skólann í gær. 

við erum bæði svo spennt að komast upp í sveit, skreyta jólatréð og bíða eftir jólunum :o)

Snowman-Christmas-2008-animated-christmas-2761792-320-320

föstudagur, desember 18, 2009

6 dagar til jóla

og smá afmælisveisla í dag. 

Við fórum í jólaklippingu í gær – ég stytti aðeins meira á hausnum á mér og sonur fékk fjólubláan hanakamb, veit ekki hvort okkar er montnara yfir hanakambinum…

animated-glitter-santa-claus-graphic

fimmtudagur, desember 17, 2009

7 dagar til jóla …

búin að skreyta nema jólatréð- það fer ekki upp fyrr en eftir afmælisveislu Gabríels.  Ég skreyti ekki mikið – mér finnst svo leiðinlegt að unskreyta, svo seríur, dúkar og jólastyttur hér og þar og íbúðin er obbosslega kósí :o)

Kakan bökuð, verður skreytt í dag eftir klippingar.. já við erum að fara bæði í klippingu og hann bað um grænan hanakamb…. ??

þriðjudagur, desember 15, 2009

9 dagar til jóla

vá ég er bara orðin spennt … búin að öllu nema baka afmælisköku og skreyta :o)

mánudagur, desember 07, 2009

Jólahlaðborð og Frostrósir

já annasöm helgi.  Fór út að borða með vinnunni á föstudag; jólahlaðborð á LaVita Bella (Bautinn) og það var bara snilldin ein.  Maturinn góður og þjónustan framúrskarandi. 

Fór svo á djammið með snillingunum; Eygló, Freydísi og Elísu.  Við sungum, drukkum dönsuðum fram undir morgun – hrikalega gaman !

Fór upp í sveit eftir hádegi á laugardag, enda var sonur þar í góðu yfirlæti :o) Fórum og horfðum á jólasveinana fara í jólabaðið sitt í Lóninu. Gabríel f´ro ofaní með Þórhöllu og þeim og  það var rosalega gaman að horfa á!   Tók fullt af myndum sem koma á netið um leið og tækifæri gefst.  Mamma og pabbi voru á leið á sitt jólahlaðborð í Selinu ásamt Þórhöllu systur og Lárusi.  Hjörtur ætlaði að vera hjá okkur Gabríel og við þrjú áttum bara virkilega notalegt kvöld saman:o)

Sunnudagur var fullskipulagður og ekki mínúta til að slappa af; 07:00 vaknað, 08:00 lagt af stað í bæinn; Fótbolti kl 10 (æfing hjá GAH), subway í hádeginu, jólahúsið þar á eftir, Ketilshús kl 14(barnaskemmtun), afmæli kl 15(10 ára dóttir vinkonu minnar – góðar kökur), hittum ÞV og mömmu kl 16 (á Glerártorgi)  og jólahús aftur kl 17, keila kl 18 og borða kl 18:30 og Frostrósir kl 19:30…

Tónleikarnir voru hreint snilld.  gæsahúð á nýju levelli hjá mér og ég sat með þá gæsahúð allann tímann.. og já tárinn komu reglulega í krókana.  Að sjá þessar dívur syngja er bara snilld, og ekki skemma Jóhann og Garðar Thor Cortes fyrir… Jafnvel Friðrik skoraði nokkur stig hjá mér líka… hann ætti bara að slaufa þessu  Jógvan dæmi og fara að gera eitthvað almennilegt eins og  þetta !