föstudagur, október 31, 2003

Og loks aftur föstudagur!!
Var að senda út fjöldapóst vegna bílaleitarinnar minnar. Það gengur brösulega að finna eitthvað nothæft. Og miðað við veðrið þá er ég að verða ískyggilega smeik um að komast ekkert í vetrarfríinu mínu. Ok lít þá á ljósu punktana - get þá lært helling á meðan.
Vona bara að ég fái eitthvað feedback frá þessu meili mínu. Ég notaði alla gömlu félagana úr vinnunni og alles.... hjálpið mér að krossleggja fingur og vona það besta!!

fimmtudagur, október 30, 2003

Sjokk á leiðinni heim...
ég var að bruna heim í brunagaddi á mínum "fjalla bíl" sem ég taldi trú um í morgun að væri ofurtrukkur og komst á honum í vinnu og heim aftur, þegar ég var að koma heim þá mæti ég manni sem ég kannaðist mjög vel við. Ég fékk sjokk og þar á eftir kom hryllingur og vanlíðan og stresskast og ég bjóst við að dagurinn yrði bara ónýtur innan við 5 mínútur frá þessari sjón. Jú þarna var hann mættur Herra Valur!!!
Þegar heim kom þá réðst ég á Hjölla "hvurn andskotann hann væri að vilja hérna á Fáskrúðsfirði aftur" - hey - þá var dallurinn sem hann er á dreginn í land hérna!! Bara spyr : eru engin takmörk???? Tók okkur 2 1/2 mánuð að losna við hann og hann er mættur aftur!! Fór á dallinn í R-vík, og af ÖLLUM krummaskuðum sem hafa bryggjur á þessu skeri þá eru þeir dregnir í land hérna!!!!!! - samt ljósi punkturinn er að hann gistir ekki hjá okkur!!!

En helgin nálgast, og krakkarnir eru þegar farnir að tínast í burtu vegna vetrarfrísins. En viti menn - eins og mig grunaði þá verður 1 barn í skólaselinu á mánudaginn!! þessi fatlaði. Og þar sem hann er bara einn þá kemur enginn með honum "auddað reddar hún Guðrún þessu"

En í dag og í gær var hálka dauðans hérna. Og í gær "áhyggjuefni dagsins" var ekki að ástæðulausu. Ég gat ekki einu sinni snúið bílnum við fyrir framan húsið mitt. Komst ekkert. Svo þar sem ég dey ekki ráðalaus þá húkkaði ég far með brauðbílnum sem var að koma í bæinn frá Egilsstöðum upp í blokk. Þaðan fann ég einhvern vinnumann sem var á stærri bíl og hann skutlaði mér með matarkassahlunkinn upp á elliheimili - svo tryllaði ég bara með draslið á vagninum niður í blokk aftur!
Í dag þá bakkaði ég bílnum á gamla slökkviliðsplanið og snéri honum við þar - keyrði svo á miðri götunni þar sem komið var autt í hjólförum og nauðgaði bílnum í vinnuna!!
En það gengur ekkert með bílaleit. Enginn bíll neinstaðar. Ég er ekki nógu hress með það.

Jæja best að snúa sér að lærdómi.

miðvikudagur, október 29, 2003

Frí 3. og 4. nóv??
Það eru sko starfsdagar hjá mér þó skólinn verði ekki - ég sendi börnin heim með miða í gær um hvort foreldrar ætluðu að nýta skólaselið þessa daga þrátt fyrir frí - kemur í ljós í dag hverjir eru íllgjarnir og hverjir ekki.....
Krossleggið fingurna með mér - kannski fæ ég alveg frí - kannski ekki..
Vetrarfríið enn óráðstafað.
Hundahótel kom í umræðurnar, en þá þarf tíkin að vera búin að fá 2 hvolpasprautur. Ég var einmitt sl föstudag að tala við dýralækninn á Breiðdalsvík um að koma með hana í tékk og fá sprautur, en þá þarf að líða eitthvað 10-14 dagar á milli sprautanna. Svo það er eiginlega úr sögunni. Svo sennilegast komumst við ekkert út núna.
En, ef bílamálin ganga upp eins og þau líta út í dag þá kannski bara skellum við okkur suður í fríinu, vonum bara að einhver vilji skjóta yfir okkur þrjú húsaskjóli.

Bakið er enn að drepa mig, hver einasta hreyfing er sársaukafull, ég vona bara að ég finni einhvern til að halda á helv.. matarkassanum fyrir mig upp stigann og niður stigann, hann er þokkalega stór og þungur - er bara hissa á að ég hafi ekki fengið fyrr í bakið á að dröslast með þetta flykki út og suður.

Og áhyggjuefni dagsins er; kemst bíllinn minn í vinnu í dag. Já gott fólk - hér er hálka á götum, glæra svokölluð, og bíllinn minn er aumingi dauðans sem fer í gang sökum húsbóndaholllustu og helst saman á riði og því sem eftir er af lakkinu.... hmm spennandi verk framundan.

þriðjudagur, október 28, 2003

Auglýsi eftir hundapíu!
áhugasamir hafið samband sem fyrst.
Maður á ekki að taka til...
komst að því í gær! Ég var að brasa eitthvað og það tognaði á bakinu á mér - svo núna er ég að drepast í bakinu.
En ég er komin á ról, með kaffibollann, búin að læra heima og senda verkefni í sögu.
Hjölli kom mér á óvart í gær - hann er að spukulera að bjóða mér í helgarreisu eitthvert erlendis í vetrarfríinu okkar :o) !!! ég verð að segja að við eigum það svo sannarlega skilið að gera eitthvað svoleiðis. Bara ein spurning.. hvar eigum við að geyma hundgreyið á meðan...

laugardagur, október 25, 2003

P.s.
vitiði hvað Captain Morgan er góður drykkur svona á rólyndislaugardegiseftirmiddegi???
Og loksins komin í helgarfrí!!
Var að klára að læra - saga sem hefur valdið mér lífið leitt varðandi tíma. En þetta gekk í dag og núna ætla ég að leika mér aðeins í Morrowind og hafa það næs!!!

Ég skoðaði nokkra bíla á netinu í gær og þar koma slatti til greina - þú þarf ég bara að finna 200-300þ krónur - þjónustufulltrúinn minn sagði mér að ég myndi fá peningana í einhvernveginn formi - svo ég þarf bara að fá pabba til að fara yfir hlutina með mér um hvað sé best að gera í minni stöðu... alltaf sama pabbastelpan... :o)

föstudagur, október 24, 2003

Loksins... loksins....
komin helgi - og auddað í dag var ég til fimm (típískt er yfirleitt alltaf bara til fjögur á föstudögum) - og þurfti að fara með diskadraslið í eldhúsið á Uppsölum fyrir helgina svo ég er rétt komin heim. Frekar erfiður dagur í dag. Er nett pirruð eitthvað, þreytt, svöng og pirruð - hugsa að það sé rétta lýsingin á mér akkúrat þessa stundina.
Föstudagur !!!! YEEESSSSSSSSSSS !!!!!!!!!
Þar kom að því að þessi langþráði - alltaf þráði dagur kom ! Ég leyfði mér að sofa til níu - þrátt fyrir 2 söguverkefni sem ég þarf að gera, ég átti það alveg skilið að sofa aðeins núna.
Náttúrufræðiprófið gekk held ég bara ágætlega - var afar margt sem ég var nokkuð viss á, og þegar við kíktum í bækur eftir prófið þá var ég með mikið rétt - svo ég er vongóð með ok einkunn. Þakka öllum fyrir þessa ljúfu strauma sem mér voru sendir í gær - fann greinilega fyrir þeim!!!!!! Og þegar heim kom - eftir ísl og dönsku tíma þá fékk ég mér einn öl og slakaði á. Og núna er ég reiðubúin undir helgina.

Annars er kominn tími á bílaleit. Ætla að athuga hvort þjónustufulltrúinn minn í sparisjóð þingeyinga vilji hækka heimild um 2-300þ með ábyrgð frá pabba og finna mér bíl - sem virkar í snjó - eða sem virkar bara almennt - sem ég get treyst á - því ég er orðin drulluhrædd við að lokast hérna inni og komast ekki einu sinni til Egilsstaða, komast ekki til mömmu og pabba - hvað þá til Akureyrar og HVAÐ ÞÁ TIL REYKJAVÍKUR!!
Kemur í ljós.....

fimmtudagur, október 23, 2003

Fimmtudagur og helgin nálgast!!!
og hér sit ég og læri undir náttúrufræðipróf!! Fór á fætur kl sjö í morgun - hellti upp á kaffi - fór út með tíkina í labbó - mjög hressandi og gott, og settist svo niður og er búin að vera hér síðan. Hef ekki hugmynd um hvernig ég kann þetta - mér finnst þetta allt vera svo skýrt en það fannst mér líka með söguna - svo ég hef bara ekki hugmynd um hvar ég stend. Kemur þá allt í ljós. Ætla að taka með mér námsefnið í vinnuna og læra í þessari klst eyðu þegar börnin fara í leikfimi, og svo kíki ég á þetta aftur kl fimm, en prófið er kl sjö.... allir krossleggja fingur og hugsa vel til mín í kvöld -endilega ef þið eruð klár í líffræði (Inga Hrund) sendið þá með þessum straumum allt um efnahvörf, frumur, líffæri og líffærakerfi :o)

miðvikudagur, október 22, 2003

Miðvikudagur og það styttist í helgina!!!
En það róast ekkert hjá mér í skólanum.. Núna er ég að læra undir lokapróf í kafla 3,4 og 5 í Náttúrufræði. Það próf er á morgun. Og þar sem ég gat ekkert lært um helgina líður mér eins og ég sé svoooo langt á eftir með allt saman. Svo hver vakandi fría stund fer í nám núna. Stærðfræðin er að bögga mig. Söguprófið gekk ekki nógu vel - 6,5.. og verkefni hlaðast upp alls staðar. Mig vantar semst núna fleiri klukkutíma í sólarhringinn.
Hvar er kallinn sem útdeilir þessum aukatímum sem sumir virðast hafa?? Helloooo I need some!!! Nú skipulegg ég tímann minn vel og hvað ég læri og hvenær - en það má bara greinilega ekkert raska því þá fer allt í hönk!

He he Bubbi Morteins var að spila hérna í gær - fór ekki - hmm - fann ekki fyrir snefil af löngun til að fara og hlusta á hann!!

mánudagur, október 20, 2003

Koffeinlaust kaffi virkar ekki...
Allt í lagi á bragðið - það vantar ekki - en það vantar kikkið!
Vetrarfrí..
Rosalega hlakkar mig til þegar það kemur vetrarfrí í skólanum. Ég er ekki að nenna þessu - núna td. langar mig bara til að vera heima - slappa af í tölvunni - taka pásu frá lærdómi og leika mér við hundinn.
20 Október!! pælið í þessu!!!
pælið hvað tíminn er hrikalega fljótur að líða!! þetta er ekkert skondið!
Hér sit ég og drekk koffeinlaust - já takið eftir koffeinlaust instant kaffi!! Minn kæri maður var rosa duglegur á föstudaginn að versla á Egilsstöðum og keypti fyrir mistök instant kaffi...
En helgin var ok - frekar róleg. Við Kítara fórum yfir á Eskifjörð þegar ég var búin að vinna. Vorum þar í góðu yfirlæti - nema hvað Monsa - sjéffer tíkin hans tengdó var ekki alveg að meðtaka Kítöru - tók nokkrum sinnum í hana. Semst - þegar Hjölli var á skakinu (kom heim með um 50kg af fisk) eða þegar hann var að hjálpa föður sínum þá vorum við Kítara úti - vorum úti í labbó alla helgina - enginn tími fyrir lærdóm. En það slapp þar sem ekki lá mikið fyrir þessa helgi.
Svo í gær þegar heim var komið þá átti eftir að gera að fisknum - og sunnudagskvöld hjá okkur í gær var í aðgerð!! Fjör á Sunnuhvoli!!

föstudagur, október 17, 2003

Ahhhhh föstudagur!!!!!!!!!
Loksins kominn þessi ágætis dagur sem maður bíður eftir frá mánudagsmorgni... ég er nýkomin með kaffið í hendurnar, og sest með sígóina. Það er svo rólegt, og svo notalegt.
Kannski fer ég eftir vinnu yfir á Eskifjörð - ef ég nenni og ef það verður ekki þessi svarta þoka sem lá yfir öllu í gær. Langar helst bara til að rjúka af stað núna til að klára daginn sem fyrst...

Sátum í gær og horfðum á imbann - bara við tvær. Poppuðum og höfðum það kósi. En fyrst þar sem ég var ein heima þá tók ég allt í gegn - mér fannst eins og ég yrði að "þvo Val út" Og það var svo skrýtið þegar ég vaknaði í morgun - þá var allt eins og ég skildi við það í gær! Ekki komin milljón glös á bekknum við vaskinn (hann gat aldrei notað sama glasið) og ekki brauðmylsna eða ófrágengið á bekknum. Alveg hreint ótrúleg tilfinning. Þurfti ekki að "ryðja mér leið" að kaffivélinni.

fimmtudagur, október 16, 2003

Yfir á Eskifjörð..
Hjölli er að fara yfir á Eskifjörð núna - fer sennilegast áður en ég fer í vinnuna - pabbi hans er á leiðinni að ná í hann. Kallinn vantar aðstoð við eitthvað. Og þar sem kallinn datt niður í fjörunni um daginn og flæddi næstum yfir hann meðvitundarlausan þá gengur það ekkert að hann sé að vafrast einn í einhverri erfiðis vinnu. Það var einmitt þess vegna sem Hjölli vildi fara um síðustu helgi þegar Valur nennti ekki með honum. En VALUR ER FARINN og það er yndislegt að vakna upp á svona degi -ekkert getur skemmt þetta fyrir mér!!!!

Svo við Kítara verðum einar heima - heyriði EINAR HEIMA vegna þess að VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN!!!!!!!!!!! :o)

miðvikudagur, október 15, 2003

VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN!!!!!!!!
Brillliant !!!

Heilt community of dragonlovers!!!!

þriðjudagur, október 14, 2003

Og dagurinn er enn góður..

allavega hefur ekkert gerst enn (sjö, níu, þrettán) Sat í dag og teiknaði dreka fyrir liðið hef ekki tölu á hve marga dreka ég teiknaði - en þau voru rosa sæl með drekana sína og ætla að lita þá og hengja upp á vegg heima hjá sér. Sumir vilja að ég teikni drekana fyrir þau á sögubækurnar sem þau eru að búa til, sem flestar fjalla um kastala, kónga og dreka - þess vegna byrjuðu drekateikningarnar.

Ég er ansi hrædd um að fá ekki hátt skor í söguprófinu. Var að spjalla við eina og hún svaraði fullt öðruvísi en ég og segist hafa verið með allt rétt.... hmm... damn it!! En það verður víst að koma í ljós.
Nattens Kys

Loksins búin með þessa bók og prófið í henni, datt nefnilega út af listanum hjá kennaranum - þess vegna komst ég ekki inn á prófið. Söguprófið aftur á móti... well það verður bara að koma í ljós hvernig það fór. Gekk ekkert of vel, en það gekk hvort eð er ekkert upp í gær svo af hverju ætti það hafa gengi upp?? Sumir dagar eru bara svona - og endaði með að haldfangið á tölvutöskunni minni slitnaði af og ljósaperan í svefnherberginu dó. Þetta tvennt lýsir fullkomlega deginum í gær.

En í dag er nýr dagur - og ég ætla að byrja daginn á að segja "í dag verður góður dagur" og hugsa þessa setningu í dag. Gærdagurinn er liðinn, og ég ætla ekki að hugsa meir um hann.

mánudagur, október 13, 2003

Pirruð

er eitthvað svo pirruð eftir daginn. Vona að það hafi ekki áhrif á prófið sem ég tek á eftir.

Rétt eftir síðustu færslu í dag áður en ég fór í vinnuna hellti ég kaffi yfir lyklaborðið mitt. þe það gamla - svo núna á 2 dögum hef ég stútað 2 lyklaborðum. En ok, þegar ég kom heim þá var aðallyklaborðið mitt orðið ok þar sem ég tók það í morgun og þreif það með hvítspritti að innan. Vissuð þið að í gamla daga voru svuntur yfir öllu innan í lyklaborðinu en í dag er það ekki svoleiðis!!! Þannig að ef maður sullar yfir gamalt lyklaborði eru 98% líkur á að það gerist ekki neitt - en með þessi nýju (allavega Compaq lyklaborðin) þá er frekar 98% líkur á að það sé ónýtt!!! Spáið aðeins í þessu!!
Uppfærsla í tölvuna...

hæ mig langar í uppfærslu í tölvuna - en í augnablikinu á ég ekki til 25þ kall í svoleiðis... ég er að horfa á uppfærslu í tölvulistanum Súperuppfærslutilboð 3 eða 4. Ég læt mig bara dreyma um hvað tölvan mín yrði mikil snilld ef ég gæti fengið mér svona - þessi blessaða 2 ára gamla vél hefur staðið sig vel - en hún er að verða barn síns tíma. Er að spukulera að stofna til fjáröflunnar, svona hjálpar sjóð fyrir nauðstadda..... ætli það myndi virka??

Annars er mánudagur - again. Það virðist alltaf vera mánudagur, og í dag er rigning, og í kvöld er sögupróf. Hef ekki miklar áhyggjur af því - annað hvort kann ég þetta eða ekki. Ég vona samt að ég nái þessu.

Í gær var já letidagur. Samt fór ég og baðaði Kítöru - hún er alveg snilld í þessu - hún vill ekki fara í sturtu/bað en svo finnst henni voða gott þegar á hólminn er komið að finna volga vatnið renna eftir litla kroppinum. Við meira að segja byrjuðum á að nota sjampó í gær - svaka duglegar!!!
Svo gerði ég eiginlega ekki neitt annað - lék mér aðeins í Morrowind - og jú ég ELDAÐI !! Ekkert spes - grýtu - en samt ég eldaði - og það gerist AFAR SJALDAN.

And the saga continues:
Valur á fullu að hringja út um allt og tilkynna að hann sé að fara héðan og á bát. Held að hann hugsi ekkert út í það sem hann skilur eftir sig hérna. Hvernig þetta fer með lögfræðiskuldina veit enginn. Hjölli vonast til að heyra frá þeim í dag frá féló - og svo á Valur þessi húsgögn sem orsökuðu þessa skuld í upphafi, og hann hefur engan pening til að koma þeim í burtu - og þau eru fyrir okkur - við nennum ekkert að hafa þau hérna.
Svo er annað sem ég hugsa svolítið um - ég hélt að hann og Hjölli væru vinir - en framkoma Vals gagnvart Hjölla hefur ekki verið til að rækta vinskapinn að mínu áliti. Og ég er ansi hrædd um að Hjölli sé svolítið sár út í hann. Hjölli var að gera honum greiða og er að gera honum greiða með að leyfa honum að vera hérna - og hefur ekkert verið að bögga hann út af peningum - því við vitum að Valur á þá ekki til. En hann mætti nú sýna lit og hjálpa Hjölla með hluti. Ég veit það fyrir mína parta að allir eru velkomnir. T.d. myndi ég ekki úthýsa vinum mínum ef þau þyrftu á aðstoð að halda. Og skítt með peninga, en ég veit að maður sjálfur ef maður væri í hans stöðu þá myndi maður ekki láta svona. Engin eðlileg manneskja hefði samvisku í sér að sitja á rassgatinu allar nætur - sofa til fimm á daginn, borða kvöldmat, klára matinn sem ætti að vera daginn eftir líka, um nóttina, fara að sofa um sjö, (td núna er hann ekki enn farin að sofa)barma sér vegna peningaleysis og alls leysis, reykja frá húsráðendum, og gera svo ekki neitt á móti, ekkert.
Ég benti Hjölla á um daginn að mér liði eins og ég ræki hótel fyrir hann. Það eina sem þarf ekki að gera er þvottur. Hann þrífur fötin sjálfur. Hjölli var þá ekki alveg á sömu skoðun, en svo þegar bréfið kom, og Valur klikkaði á að borga helming af internetinu sem hann hafði lofað, þá fór Hjölli að vakna.

sunnudagur, október 12, 2003

Letidagur, pjúra letidagur..

samt lærði ég og undirbjó mig fyrir söguprófið á morgun. Ég komst ekkert inn í dönskuprófið á netinu en það hlýtur að reddast - ég sendi kennaranum milljón meil í gær og í dag.

Og kúkurinn er heimsmeistari í Formúla1. Til hamingju Ferrari fólk!! ég vaknaði kl hálf sex í morgun til að horfa á þetta - sat ein í stólnum mínum - meira að segja tíkin nennti ekki með mér - svo ég naut mín alveg í botn. Alveg í friði!!

Já Valur var að skríða á fætur (look at the time when this is posted!!) og tilkynnti okkur að hann væri búinn að fá pláss á bát. Ok frábært !!! Loksins!! en ein spurning þó - hvernig fer þetta með lögfræðskuldina sem er á nafni Hjölla út af honum og hvað ætlar hann að gera við þetta drasl sem orskakaði þessa skuld????

laugardagur, október 11, 2003

Alveg er ég búin að fá nóg af Val...

og sagan heldur áfram... hann gerir ekkert hérna nema eta, sofa og vera á netinu - allt honum að kostnaðarlausu. Já og reykir frá Hjölla i leiðinni. En í morgun var mér nóg um - hann fór heldur VEL yfir strikið núna. Ok í morgun þegar ég vaknaði og ætlaði að fá mér kaffi þá var kaffið búið !! Og allur kvöldmaturinn var búinn líka - 2 fullar pönnur af fisk, og nota bene það var heil panna + eitthvað af hinni þegar ég fór að sofa í gær og það var á eftir Hjölla. Svo í morgun þegar Hjölli var að spá í að fara yfir á Eskifjörð til að hjálpa pabba sínum og kíkja á skakið þá nennti Valur ekki að hreyfa sig!!! Ég var að læra undir próf, nóg að gera hjá mér og Hjölli skildi það - en Valur - nei nennti ekki - hann nefnilega gæti misst af leiknum í dag!!! Hann semst nennir ekki heldur að aðstoða okkur við að ná í fóður handa okkur öllum!!! Hann hefur bara ekkert efni á að segja nei, hann nennti ekki að hjálpa Hjölla við að mála eitt eða neitt, hann þrífur aldrei, hann eldar aldrei, hann kaupir ekkert inn, býr algerlega frítt auk þess sem hann er búinn að ná að koma lögfræðiskuld sinni yfir á okkur!! og svo "gæti misst af leiknum" !!!!!!!!!! Þetta er komið yfir strikið!!!!!!!!!!!!

föstudagur, október 10, 2003

FÖSTUDAGUR!!!!!!!!!!!!!! jippppíííííí skippppíííííííí

Þvílíkar dásemdar tilfinning það er!! En ég verð að vera dugleg um helgina því það er sögulokapróf í 19. öldinni á mánudaginn og dönskupróf á netinu um helgina. En við fengum frá sögukennaranum dæmi um spurningar (sem er garantít spurningar sem koma á þessu prófi) og af 15 spurningum þá klikkaði ein, þetta er nebbnilega kosturinn við að vera samviskusamur og læra heima.... bjakk - helgislepjan ég!!

En wonder of the wonders...
hvernig getur pillureseftið tínst?? Og af hverju er maður að fá snepil sem gildir í eitt ár?? er ekki samhengi þarna á milli?? Vita þeir ekki hvað eitt ár er langur tími??? og af hverju er þetta þá ekki á stærra blaði - eða í stærra umslagi eða bara eitthvað?? Ég bý núna á 2 hæðum sem eru 72fm2 hvor, þe 144 fm2 alls og eitt lítið pillureseft á afar auðvelt með að tínast í öllu þessu flæmi!! - Honestly - þá held ég að tíkin hafi náð því og étið það. Hér eftir geymi ég það þar sem ég geymi pilluna !!! Eftir að hún át brjóstsviðatöflurnar mínar þá hef ég geymt allt sem hún má ekki éta í svona "out of reach" hæð, alveg eins og hjá litlu börnunum.

og ég er semst komin á lappir og búin að hringja í doksa hérna til að fá nýtt fix. Og +inn er að ég þarf ekki að fara til læknis til að fá ársréseft - ég þurfti þess alltaf í R-vík. heheheh alltaf að græða mar!!!

miðvikudagur, október 08, 2003

Well well well....

Soldið síðan ég kom heim áðan. Búin að fara út með Kítöru - förum alltaf út fyrir bæinn að hlaupa og leika okkur, henni finnst það geggjað gaman svo + það að hún verður svo miklu geðbetri.

Áðan heyrði ég að Valur er á milljón að finna aðra vinnu - svo alllir samtaka nú að krossleggja putta og vona að það hafist fljótlega!! Annars þá verður hann að borga okkur 50þ áður en hann fer - allavega 35þ því það datt inn um bréfalúguna lögfræðibréf á nafni Hjölla vegna dóts sem hann Valur keypti af sömu konu og við versluðum hjá í byrjun ágúst. Hjölli samþykkti að gera kaupsamning við konuna svo hún fengi tryggingu vegna dótsins - skiljanlega - nema hvað - við Hjölli borguðum okkar hlut en Valur ekki - svo núna er allt komið í bál og brand út af honum...ég ekki par hrifin -

en vitiði hvað¨!! ég er að spá í að læra ekkert í kvöld og spila Morrowind.... tíhíhíhi - þar sem ég lærði svo mikið í gær - því ég ætlaði að vera svoooo dugleg í skólanum í gær - að ég víst gerði heimanámið líka :D svo "helllooooo Morrowind"
Góðan daginn öll !!!

ég er komin á fætur eftir svefnmikla/litla nótt. Ég slaufaði skólanum í gær - nennti bara hreinlega ekki - var ógisslega kalt og kalt úti og í þunglyndisskapi og snjór og alles - var svona í "nennekkiaðveratil" í gærkveldi - svo ég fór í bælið um hálf tíu -svaf á mínu græna til fimm i morgun þegar tíkin þurfti endilega að fara út að pissa. En svona er þetta.

Svo núna er ég að reykja síðustu sígóina fyrir vinnu og fylla systemið af kaffi fyrir daginn. Er reyndar að verða of sein... ehh who cares anyway....

þriðjudagur, október 07, 2003

Brrrr kalt úti mar....

skítakuldi úti, er búin að reyna að hýja mér á kaffi, peysum og þess háttar en ekkert virkar. Verð bara að drullast í vinnu og vinna mér til hita.

Annars er ég búin að vera geggjað dugleg í dag, gera söguverkefni og alles. Fæ topp einkunnir fyrir verkefnin mín og ég hef lært svo vel undir allt að ég er hvergi bangin fyrir prófið sem verður á mánudaginn næsta :o)

mánudagur, október 06, 2003

Söknuður...

Ég talaði heillengi við vin minn Georg í gær. Og eftri símtalið þá fann ég hve mikið ég sakna vina minna í R-vík. Ég sakna ekki kaffihúsanna, barina né skemmtistaðinna, heldur það að hitta vini mína og spjalla, tala um allt og ekkert. Ég hef gefið upp leitina að "Röggu, Dóu, Jóhönnu, Vilborgu og Önnu" hérna fyrir austan, ég komst að því að þessar kjarnakonur eiga engan sinn likan neinstaðar. I'll just have to live with that......

En nú er komið að því að ég verð að koma Kítöru í skilning um að ég verði að fara að vinna, og það tekur sinn tíma, og druslast svo sjálf til vinnu.....
Rugluð þegar ég vaknaði..

Fór mjög snemma að sofa í gær. Held að ég hafi sofnað um tíu, sem er frekar snemmt að mínu mati. Lá uppi í rúmi og hlustaði á sögu í MP3 spilaranum mínum - Earthlink. Nema ég sofna alltaf þegar ég er í 3 kafla....

En svo vaknaði ég í morgun - rugluð eftir drauminn sem mig dreymdi. Mig dreymdi Sibba heitinn, sem lést fyrir 7 árum siðan. Draumurinn var svo raunverulegur, og svo ljúfur. Við vorum allar stelpurnar í partýi, og hann og fleiri gamlir vinir, alveg eins og í gamla daga. Og það var svo gaman, við skemmtum okkur öll svo vel.

sunnudagur, október 05, 2003

Fyrsti snjórin

þegar við vöknuðum í morgun var fyrsti snjórinn á jörðu. Það var alveg meiriháttar að fylgjast með Kítöru fara út í snjóinn og kanna aðstæður. Hún hefur aldrei séð snjóinn áður. Fór með hana út i labbó og tók myndir af henni kanna þetta hvíta kalda stöff sem var á jörðinni. Fannst rosa gaman að grípa snjókúlurnar og hoppa um. En svo kom rigningin - og engin smá þrusu rigning og skolaði öllu í burtu.

Ég er að reyna að finna lærdómsgírinn. Finn mér alltaf eitthvað annað til að dunda við en að byrja á þessu. Heppni að ég skuli ekki vera búin að lóda Morrowind, þá væri ég forever doomed......

laugardagur, október 04, 2003

Fattaði ekki að...

22.49 Bræðralag úlfsins BB (Le pacte des loups) væri Brotherhood of the Wolf, sem er virkilega góð mynd - sá hana fyrir all löngu síðan þegar við lóduðum henni af netinu .. þumlar upp!!

Ég sá hjá vinkonu minni að hennar reynsla af karlmönnum og húsverkum "að þeir eru nákvæmlega jafnhandicapped og þeir komast upp með að vera" - kannski er það rétt hjá henni. En nennir maður alltaf að vera að "nöldra"? alltaf að standa í þrasi um að hlutirnir séu gerðir? mér hefur alltaf fundist það sjálfsagt mál að þegar fullorðið fólk býr saman þá taki allir saman til hendinni og takist á við hin daglegu störf sem þurfa að vera unnin á heimilinu.

Eða eu karlmenn eins og hvolpar? eru með hugann við málefnið á meðan ekkert annað nær athyglinni? og á endanum þá fattar maður að þeir eru bara eilífðarhvolpar og maður hættir að nenna að standa á háa céinu til að reyna að siða þá til og fá þá til að hætta að gera stykkin sín undir sófanum???
Film festival og pizza í kvöld.....

Þá er laugardagskvöldið ákveðið. Hjölli er að elda pizzu, og er búinn að setja playlista á í tölvunni svo við verðum með notalegheit í kvöld.
Ólífuát

ég er komin með samherja í ást á grænum fylltum ólífum!!!! Hún Kítara mín, er ekkert eins vitlaus og mætti halda stundum - hún elskar grænar fylltar ólífur!!!! ég er svoooo stolt núna að ég er að springa!!!!!!!!
Úff er ekki að nenna neinu núna mar....

Vaknaði um tíu í morgun, ryksugaði, fór út með tíkina, bakaði, setti tíkina í bað, settist aðeins niður með kaffi og sígó, fór sjálf í sturtu og allt í einu var klukkan orðin eitt. Fórum út í Vattarnes í kaffi og vorum þar til að verða fimm. (þau eru með heitan pott í garðinum.. það hríslaðist um mig löngun í heitan pott og rauðvín mmmmmm)
Og núna sit ég við tölvurnar og er ekki að nenna neinu. Ætti að vera að læra - hvað, ekki með á hreinu, bara nennekki í augnablikinu. Er í algjöru letikasti. Langar einna helst til að gleyma mér í Morrowind, hef ekki spilað hann lengi.

Sat til þrjú í nótt að horfa á Andromeda sem eru starship þættir af netinu - og ég verð að viðurkenna að ég er Andromeda fíkill. Gæti alveg hugsað mér að setjast núna niður með eitthvað nasl og horfa á Andromeda og gleyma stað og stund og jafnvel sofna bara yfir imbanum... er hvort eð er nokkuð í sjónvarpinu í kvöld?

Eða taka skurk í Morrowind, spila hann til morguns, það er líka option sem mér finnst snilld, friður frá simum, hundi, köllum og öllum.....

Í kvöld er í boði:
20.35 Vögguvísa - Hriktir í stoðum 211
(Cradle Will Rock)
Bíómynd frá 1999
22.49 Bræðralag úlfsins BB 212
(Le pacte des loups)
Frönsk spennumynd frá 2001
01.10 Skaðræðisgripur IV BB e 213
(Lethal Weapon IV)
Bandarísk spennumynd frá 1998
03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

jamm Ríksisjónvarpið klikkar ekki!!!!

föstudagur, október 03, 2003

Hver hefði trúað??

að eitt af uppáhalds leikföngum Kítöru væru hráar böpplur!!? og það besta er að hún skilur ekki eftir leyfar af henni út um allt hús eins og af helv.. spítunum sem hún nagar. Hún lætur þær skoppa og boppa um allt hús sest og nagar og étur og skoppar og boppar um allt !! ekkert smá gaman að fylgjast með henni!!!
Jæja loks staðin upp og komin á ról

Ég var frekar slöpp sunnudag, mánudag og þriðjudag. Hélt fyrst að á sunnudaginn væru bara eftirstöðvar af laugardagskvöldinu en það reyndist ekki vera. Svo á þriðjudagskvöldið var ég skotin niður og gat ekki hreyft mig úr rúminu á miðvikudaginn. Ibufen og ég are like this!!! Kítara skildi þetta bara alls ekki - ég komst ekki með hana út að labba. Svo í gær var ég líka heima - með smá hita og hausverk en ákvað í dag að láta slag standa og drífa mig af stað. Vona bara að mér slái ekki niður. Ætla að vera svo dugleg um helgina að mála - þe ef veðrið verður ok.

Núna er sko snjófjúk dauðans og geggjað kalt. Me not like og Kítara ekki heldur. Hún vildi fara út - pissa og kúka og svo "thviiinnnnn" beint aftur inn. Enda var Jeltsin ekki úti svo það var ekkert spennó í gangi.

Á þriðjudaginn mætti ég Hjölla í útihurðinni þegar ég var að koma heim úr vinnu og við röltum niður í sjoppu/hótel/bar settumst niður og fengum okkur kaffi og ræddum málin. Hann er líka geggjað þreyttur á þessu ástandi. Valur alltaf heima - Hjölli er vanur að geta verið einn heima og vill vera einn stundum - eins og við öll - en sl mánuði hefur hann ekki fengið tækifæri á því - strákurinn kom í júli, og Valur í ágúst og núna er kominn október!! Hann vonar að þetta fari að taka enda. Valur er farinn að leita sér að annarri vinnu - sótti meira að segja um hérna á frystihúsinu "til að fá peninga svo ég geti farið annað" þá á hann við "aftur suður" - krosslegg fingur !!!