miðvikudagur, janúar 28, 2009

fingurkoss frá gullmola

fékk þessa í smsi :

DSC00497

síminn minn kominn í viðgerð...

borgaði kr 1.990.- fyrir forgang... ég meika ekki að bíða í 4 vikur efrtir honum aftur.  Fæ hann til baka í næstu viku.

Janúar - 31 dagur.. mannréttindabrot??

já samkvæmt vinkonu minni þá er að eiginlega hálfgert mannréttindabrot að Janúar skuli vera með lengstu mánuðum ársins.

Ég var að glugga í gömul blogg hjá mér því mér finnst gaman að sjá hve langt ég er komin..  Hve niðurbrotin ég var fyrir um 2 árum, en hve sterk ég er í dag og hve yndislegt líf mitt er í dag!

Og þar er "miðvikudagur, janúar 31, 2007" :

So true

"Af hverju er þessi mánuður búinn að vera grunsamlega lengi að líða, en samt fljótur.. það er kominn 3o jan, en samt einn dagur í útborgun enn!!!"

þessa klausu fann ég á bloggi systur vinkonu minnar. þegar vinkonur blogga lítið fer maður að glugga í blogg þeirra nærstöddu til að ath hvort eitthvað sé að gerast. En þetta var akkúrat það sem ég hugsaði í gær. "vá hvað þessi mánuður er búinn að vera lengi að líða - samt búinn að vera á milljón allann mánuðinn. Svo mikið búið að gerast og miðað við það allt ætti að vera kominn Mars!! þetta er ekki venjulega svona og ég er alls ekki vön þessu áreiti og þessu stressi sem fylgir svona miklum breytingum. 2007 byrjar með bombu hjá mér - það er satt. Og það er enn ekki útborgað fyrr en á morgun.

- og vinkona mín kommentar (btw þessi sem bloggar sjaldan):

"Eiginlega er það hálfgert mannréttindabrot að janúar skuli vera með lengstu mánuðum ársins.
Hann ætti bara að vera svona... jah í mesta lagi 16 dagar!"

bleehhhh....

Einn af þessum dögum.. ég er með hor og hósta og hnerra... vaknaði reyndar með hálsbólgu á laugardaginn en hélt að það væri vegna óhóflegs söngs kvöldið áður.. en kvikindið er ekki farið enn. Og hefur boðið hr. hori og hr. hósta í partí með sér, bölvaðir. En maður myndi að sjálfsögðu fyrr drepast en að hringja sig inn veikan þar sem ég get haldið haus og ekkert sem ibúfen (my best buddy), nefúðinn minn og blár mentol Hals molarnir mínir ráða ekki við. 

Sakna Gabríels.  Það er tómlegt hjá mér.  Vantar mömmuknúsið mitt sem gefur lífinu gildi.  Næ í hann í dag.  Talaði heillengi við hann í símann í gær, hann sagði að hann vildi vera hjá mér, saknaði mín og elskaði mig.  Litla mömmuhjartað mitt alveg fór í keng. Hann er svo góður og yndislegur þessi drengur sem ég á.

Og svo ákvað síminn minn að hætta að taka myndir. Hann tekur vídeó en ekki myndir.. ??

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Hlaupabóla og Þorrablót

Sonur fékk hlaupabólu í síðustu viku.  Þær hringdu á miðvikudag í mig frá Flúðum og sögðu mér að hann og fleiri guttar væru komnir með bólur.  Ég sótti hann kl 4 og hann var hann voða mikil knúsimús en hress.  Hann var með bólur þá á bakinu og á mallanum.  Ég var heima hjá honum á fimmtudag og pabbi minn elskulegur átti erindi á Akureyri og greip hann með sér uppeftir. Ég fór svo uppeftir á föstudag eftir vinnu, með bílinn dekkhlaðinn af dóti og nauðsynjavörum fyrir þorrablótið sem var um kvöldið!.

Það blót var hrein snilld.  Voru svo margir sem maður sér ekki oft, heldur allt of sjaldan.  Maturinn góður og hljómsveitin góð! Við Anna dönsuðum undir morgun vel hressar og kátar og var oft skálað fyrir sveinsprófi og fleiru! Manni var heldur íllt í táberginu og tánum daginn eftir.  Þórhalla systir var einmitt sammála mér í því :o) En eitthvað gerðist með myndavélina mína - ég tók nokkrar myndir fyrst um kvöldið - síðan var henni bara hent oní tösku og ekki söguna meir ... ég soldið skúffuð yfir að taka ekki fleiri myndir af öllu þessu skemmtilega fólki... !!!

Sonur minn var kátur um helgina.  Hann er í raun bara með bólur, sleppur við hita, en bólurnar eru margar. Hann er afskaplega hress og lífgar vel uppá heimilið í sveitinni :o)

Hlakka til að fá hann heim aftur þar sem það er heldur tómlegt hjá mér !

Núna er maður bara að undirbúa sig andlega fyrir næsta þorrablót sem verður í Reykjadal hjá henni Önnu minni og það verður veit ég hrikalega gaman líka! ég mæti með hákarlinn he he he

Eigið góðar stundir elskurnar mínar!

laugardagur, janúar 17, 2009

Til hamingju Sylvía!

Elsku besta Sylvía Ósk

Til hamingju með 18 ára afmælið þitt!!

knús og kossar frá okkur Gabríel!

n629516623_816116_9036

Til hamingju Anna !!

til hamingju með sveinsprófið elsku besta Anna mín!!!

Knús knús frá okkur Gabríel!!!

IMG_1597

föstudagur, janúar 16, 2009

sonur minn og snjórinn

jæja - þá er þessi vika á enda líka! ég hlakka til helgarinnar.  Ætla að nota hana í aflsöppun  með drengnum mínum.  Ætlum við að vera hérna í bænum og finna okkur eitthvað til dundurs.  Ætla ekki að fara að þvælast á milli þar sem ég geri ráð fyrir í ljósi nýrra aðstæðna að næstu tvær helgar (þorrablótshelgarnar) þá mun hann vera í passi hjá afa sínum og ömmu. 

Annars var þessi vika ósköp þægileg og ljúf.  Vinnan er alltaf jafn fín, mætti vera aðeins meira að gera svo ég næði þjálfun fljótar, en það kemur :)

Sonur minn alltaf jafn ferskur og hress.  Með sínar úlfagildrur og krókódíla. Finn heldur óþægilega fyrir því að eiga ekki góða skó og góðar snjóbuxur núna.  Væri svo til í að vera úti með honum og þotunni í snjónum. Ætti nú kannski að ath það nánar ...

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Stjörnuspáin mín í dag...

hrutur HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Það mætti halda að þú værir sérstakur verndari erfiðs fólks, og það sækir í þig. Gamla brellan að þykjast vita hvert maður stefnir virkar ætíð.

(samkv. mbl.is http://mbl.is/mm/folk/stjornuspa/ )

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Gabríel, þú þarft að sofa 345 nætur þangað til næsta afmæli...

Hann er sko farinn að planleggja næsta afmæli og svo heyrist stundum "mamma ég gleymdi að fá svona í jólagjöf/afmælisgjöf"

jámm jólaskrautið er komið niður.  Tók það niður á laugardaginn  þegar guttinn var hjá pabba sínum.  Hann er rosalega duglegur þessi elska (þe sonurinn) og oft það duglegur að það tefur fyrir hehe svo ég ákvað að gera þetta í fjarveru hans :o) ég átti semst notalega stund heima, svaf vel og naut þess að vera ein.  Sótti hann um fimm á laugadag, og við sóttum okkur pizzu og borðuðum inni í stofu, eitthvað sem honum finnst svo gaman að gera; breyta smá til.  Hafa það kósí og notó. Enda var hann afskaplega ánægður með þetta allt saman og sofnaði sáttur og brosandi; já ég meina brosandi - hann brosir í svefni (talar stundum líka) Og vaknaði svona lika kátur 12 tímum seinna. 

fórum á Skoppu og Skrítlu.  Hann skemmti sér vel. Mæli með henni fyrir krakka 4 ára og undir. 

Hann er stundum soldið seinheppinn.. hann missti heilan popppoka á gólfið í bíó.  Ég fór fram að sækja nýjan í sárabætur, sá poki endaði allur á gólfið í bílnum (sem betur fer hitti hann mottuna) og þá kom sírenan sem ég heyri varla lengur.  Ég lofa honum sárabótapoppi heima eftir kvöldmat; ok og hann svar sáttur.  En í hita leiksins endaði það á stofugólfinu.  Þá vissi hann að það væri best fyrir hann að taka sjálfur saman dótið sitt svo mamma hans gæti ryksugað; svipurinn á mömmunni var ekki beint fallegur.

Var fallegur dagur í gær.  Fór strax eftir vinnu og sótti Gabríel með þotuna og við lékum okkur í snjónum.  Hann gat rennt sér og það var virkilega gaman hjá okkur.  Ég tek eftir því hvað hann er afslappaðri núna.  Honum líður greinilega rosalega vel.  Mér líður rosalega vel og það sjálfsagt hefur áhrif á hann líka. 

ég bý í ekkert stórri íbúð - 86fm að mig minnir.  Ég man í morgun þá tók ég appelsínugulu flíspeysuna hans Gabríels og setti fram á gólf því ég ætlaði að klæða hann í hana innanundir gallann.  Nú ég klæði barnið, við út, ískuldi, allt frosið, aðallega innan í bílnum - sem rauk í gang btw.  Ok ég klæði barnið úr gallanum í skólanum og engin peysa... fjandinn varð að fara heim og sækja peysuna, get ekki verið þekkt að vera með barnið flíspeysulaust í skólanum.  Og hvað- fjandans peysan finnst ekki... ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég get hafa lagt hana frá mér á leiðinni úr eldhúsinu og fram að hurð...

og það eru 2 þorrablót á dagskrá; Skjólbrekka og Breiðumýri - hlakka hrikalega til !

DSC00726

föstudagur, janúar 09, 2009

Fyrsta vinnuvikan

já og hún er búin að vera býsna skemmtileg.  Ég er td alveg að fíla það að vera búin klukkan 4 á daginn ! að labba út þá og mér finnst ég eiga bara hellings af deginum eftir!! Geta farið að versla, farið í sund, sótt Gabríel snemma, dúllast með honum.  Enda er hann í góðu jafnvægi blessaður. 

Vinnan er skemmtileg.  Skemmtilegt fólk sem ég vinn með líka. Ég er enn að læra og vona að ég eigi eftir að vera jafn fær í þessu og sú sem kennir mér.  Æfing skapar meistarann.   Djúpa laugin og þá fer þetta allt af stað. 

já þessi vika er búin að vera mjög skemmtileg!

Jólaskrautið mitt er ennþá uppi.  Ætla að taka það niður um helgina.  Annars er ég bara róleg.  voða lítið að gerast í einkamálum og ég er hreinlega svo ekki að nenna að hugsa um það í augnablikinu :o) Það eru allt of margir í kringum mig sem eru eitthvað að vesenast og ég horfi á það og hugsa "vá hvað ég er fegin að vera ekki að ströggla í einhverju svona... " en vonandi kemur að þessu hjá mér að ég verði tilbúin í að gefa einhverjum af mér.

þar til næst knús knús

gah_dimmuborgir

sunnudagur, janúar 04, 2009

Komin heim

og eftir alveg hreint yndislegt jólafrí! Ég er endurnærð á sál og líkama.  Sonur afskaplega hamingjusamur með þetta allt saman.  VIð erum td vöknuð núna með vekjaraklukku til að koma honum á rétt ról.  Hann var farinn að sofa til níu en þá sömuleiðis vakandi 2 tímum lengur; til tíu. 

Já við komum heim í gær.  Í jólafríinu var margt brallað.  Hann átti td alveg hreint frábært afmæli.  Kökur, gestir, söngur og pakkar.  Jólin hjá mömmu og pabba eru alltaf yndisleg; rjúpur í matinn, alltaf jafn góðar.  Rólegt aðfangadagskvöld, nema minn stutti var heldur spenntur, og svo yfirkeyrðist hann í lokin þegar hann kom til mín "mamma ég er sybbinn núna" og hann var liggur við sofnaður áður en höfuð snerti kodda.

Jóladagur fór í algjöra leti.  Bókarlestur og konfektát.  Annar í jólum var kalkúnn á borðum og Þórhalla systir og hennar fjölskylda kom í mat ásamt Jóni í Belg. Aftur mikið borðað og helgið. 

Á laugardeginum fór ég í Fellshlið og hitti þar mínar yndislegu vinkonur; Önnu hina nýgiftu, Dóu og Elvu.  Hermann hinn nýgifti var þar líka að sjálfsögðu og það var mikið talað, hlegið og baukar opnaðir.  Við fórum á ball í Bárðardal; einkar athyglisverð samkoma.  Mikið var gaman að hitta skvísurnar og hlæja með þeim!! Myndir verða annað hvort sendar á disk, eða settar á flikkrið undir lokuðum account :o)

Á sunnudag fór ég með Gabríel og mömmu á jólabarnaballið á Skjólbrekku. Hann var heldur lengi að finna sig; vildi dansa vildi ekki dansa.  Var jafnvel feiminn.  En eftir kaffipásunua og kökurnar þá var hann hinn fjörugasti og þetta var mikið gaman.  Td vakti hann lukku þegar hann ákvað að skríða á fjórum fótum heilan hring í marseringunni - þá áttum við að hoppa á einum fæti he he he .

Mánudag fórum við mamma og Gabríel í gönguferð i Dimmuborgir. Gott veður, alltaf gaman að kíkja þangað.  Engir jólasveinar voru á ferð núna, enda er ég enn að skýra út fyrir Gabríel að núna eru þeir á leiðinni heim til sín aftur. Þvínæst var farið í Hraunberg í kaffi.  Alltaf gaman að koma þangað !

Þriðjudag kíktum við öll til Akureyrar. Þurfti að bæta á birgðir í Birkihrauni, skipta bókum og þessháttar. Og um kvöldið fórum við mamma í Lónið, afskaplega gott og notalegt.  Maður kom endurnærður

Gamlársdagur og kvöld voru notaleg.  Sonur minn var spenntur fyrir öllum gettunum og hlakkaði til að fara að sprengja.  Við sprengdum fyrir hann nokkrar eftir kvöldmatinn áður en við fórum á brennuna.  Hann var mjög hrifinn, en litla hjartað var líka oft heldur titrandi af hávaðanum.  Brennan var flott, ásamt flugeldasýningunni.  Áramótaskaupið fannst mér lélegt að vanda, hló að feisbúkk brandaranum og af því þegar Ilmur gerði grín að Steinunni í "góða nótt"  og borgarstjórnarbrandararnir. Mér fannst óviðeigandi að gera svo mikið grín af fjárhaginum þar sem svo margir í landinu eru orðnir atvinnulausir og búnir að missa heimilin sín eða við að missa heimilin sín, og því fólki var örugglega ekki hlátur í huga yfir þessu.  Eníveis. Við skutum upp fleiri gettum og sonur minn var að verða búinn á því, svo ég pakkaði honum í bólið og hann sofnaði á miðnætti nýs árs með gluggann dregið frá svo hann gæti horft á getturnar.  Einstaklega hamingjusamur strákur þar á ferð :o)

Nýársdagur, var legið í leti...

Jámm yndislegt jólafrí - takk kærlega fyrir okkur elsku mamma og pabbi!!!

DSC04459

fimmtudagur, janúar 01, 2009

Áramótakveðja

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar góðar samverustundir og hláturinn

á árinu sem er að líða.

DSC04743

Sjáumst hress á nýju ári!