mánudagur, júlí 28, 2003

Jæja góðir hálsar - ég er hætt að nöldra yfir því að aðrir séu bloggaratrassar, ég er greinilega ekkert skárri sjálf. En það er búið að vera nóg að gera hjá mér.
Vinna og vinna.
En ég er komin í stríð við sólina - keypti mér ljósakort!! Og var að koma úr ljósum akkúrat núna, og líður afskaplega vel.

Um helgina voru Franskir dagar hérna á Fáskrúðsfirði, og var mega gaman, að mínu mati. Reyndar var ég að vinna um helgina, 09-15 á laugardaginn og 14-16 á sunnudaginn. það rættist úr veðri á laugardaginn, var sko spáð rigningu og leiðindum en það var skínandi sól og mega gott veður. Enda þegar ég var búin að vinna dreif ég mig heim - skipti um föt (þe fór í færri föt) og dreif mig út í sólina. Horfði á skemmtiatriðin sem eftir voru - þar á meðal sá ég Helgu Braga dansa magadans og var það meiriháttar.
Fór svo heim og lagðist út í garð með krossgátur og hafði það afar notalegt.

Um kvöldið fór ég á fyrsta djammið mitt hérna í bænum. Fór á ball með hljómsveitinni Karma í félagsheimilinu Skrúð. Tvær giftar húsmæður á mínum aldri, hressar og skemmtilegar, leyfðu mér að fljóta með sér og sínum körlum á ballið, fór fyrst heim til annarrar og byrjaði að djúsa þar. Þau voru og eru mjög hress og það var hryllilega gaman. Á ballinu voru allir, þá á ég við ALLIR sem búa hérna, fyrir utan þá fáu eldri sem voru notaðir sem barnapíur, en fólk greinilega kemur börnunum fyrir mörgum á hverjum stað svo sem flestir komist. Og þá er líka mikið notast við stelpurnar sem eru ekki orðnar 16 ára (aldurstakmark 16 ár á ballið)
Svo það var stappað á ballinu, hljómsveitin alveg frábær og félagsskapurinn alveg snilld!!! = ég skemmti mér konunglega, drakk helling og var mega þunn á sunnudaginn í vinnunni.

Og á morgun byrjar strembin vika, verslunarstjórinn er að fara í nokkra daga frí, og ég verð með lyklavöldin í hans stað. Mæta átta alla morgna, (föstudagurinn verður hell...) og sjá um öll hans mál í fjarveru hans, auk þess sem ég er að gera þarna daglega. En það er bara út þessa vikuna, svo fæ ég 3 daga frí - því það verður lokað alla helgina, líka laugardaginn!!!! Alger snilld.
Og þar sem RAGGA ætlar frekar að drekka sig fulla í Eyjum en að koma til mín (hún er svo skrýtin) þá er ég að spá í að fara til mömmu og pabba um verlsó. þau eru bæði í fríi, svo það verður notalegt.

sunnudagur, júlí 20, 2003

Jæja - biðs afsökunar á hve langt síðan ég hef skrifað síðast. Nóg að gera, reyni að reka nefið eins oft út í sólina á virkum dögum, þe að fara út í kaffi og hádegismat. Vona alltaf í einfeldni minni að um helgar verði eins gott veður. En Hjölli sagði áðan að ég væri bara einstaklega óheppin hvað það varðar. T.d. núna er ekki sól, hlýtt og er að byrja að rigna. í gær, þá var hlýtt en engin sól. En aftur á móti miðvikudag, fimmtudag og föstudag var bilað gott veður, sól, skýlaust og logn. Allir blaðrandi um "hva akkurru lokið þið ekki bara vegna veðurs??" huh.... þetta sama fólk hefði sennilegast ekki fílað það að komast ekki í búð, enda hvað var það að gera þarna annars???

En gaman gaman á föstudaginn var fékk ég Ingu Hrund í heimsókn. Var meiriháttar að hitta hana, og sátum við lengi frameftir að babla og sötra bjór og rauðvín. Alveg meiriháttar!!
Hjölli hafði farið inn á Eskifjörð á þriðjudaginn og kom heim aftur á föstudag, svo vikan var róleg og fín, fyrir utan það að sjálfsögðu að ég var lasin þri og mið, akkúrat þegar góða veðrið byrjaði, típísk ég..
Inga Hrund fór aftur í gær, og við Hjölli fórum þegar ég var búin að vinna á franska safnið, skoðuðum það, margt áhugavert þar. Sáum td myndir af húsinu okkar síðan when ever og engin hús í nágrenni við það, skýtið að sjá það svona. Enda tókum við eftir að inngangurinn var þá hérna niðri, aðalinngangur var í kjallaranum okkar, og tröppur lágu upp að húsinu. Enda vissum við að þar sem inngangurinn er núna er viðbygging.

Fórum inn á Egilstaði í dag. Aðallega til að ná í strákinn í flug. Versluðum og fórum í sund, þegar flugið kom drifum við okkur heim aftur því það var ekkert spes veður þar, ætluðum fyrst að njóta sólar í sundi, en nei engin sól þar (búið að vera bilað veður þar líka undanfarna dag :( )
BT var lokað - ætlaði að splæsa á mig Bloodmoon - addon á Morrowind. Ekki happy þar, en það er ok, ég er hvort eð er að fara að vinna á morgun og hef ekkert með að gera að hanga í tölvunni langt frameftir í kvöld.

Svo núna ætla ég að koma mér vel fyrir í lazy-boyinum mínum með nýju James Patterson bókina mína, The LakeHouse.
Bless bless að sinni

mánudagur, júlí 07, 2003

Og enn og aftur mánudagur, sem betur fer að enda.
Skítakuldi úti, og ekkert sumarlegt, frekar eins og það væri komið fram í september, mér er alveg hætt að lítast á þetta.

Var að lesa á öðru bloggi að vinkona mín hefði farið til spákonu, mér finnst það afar spennandi, mig langar virkilega til að prófa og athuga hvað hún hefði að segja. Það er svo margt, svo margt sem mig langar til að vita, það er svo ótrúlega margt að brjótast um í hausnum á mér þessa dagana.

Fórum á "kaffihúsið" hérna í gær. Sumarlína heitir það, og er bara opið á sumrin. Þar er bar og léttar veitingar. Fengum okkur sveppasúpu og heimabakað brauð. Þetta er afar kósi og næs, einn galli, má ekki reykja, svo maður getur ekki tekið vinkonur sínar sem koma í heimsókn (hint hint) þangað til að kjafta og gera það sem við venjulega gerum á kaffihúsum....

Sorry ég er eitthvað andlaus núna, er ekkert í allt of góðu skapi. Sumir voru komnir í sína "eftirlætis" iðju í hádeginu í dag! Ég varð og er virkilega reið. Var mega rimma á föstudaginn yfir þessu, sem betur fer á ég góðan Lazy-boy...... Enda var fílan sleikt úr mér á laugardaginn, bjóst ekki við þessu í dag.

En ég fékk ÆÐISLEGAR fréttir í dag!! Var að tala við Röggu vinkonu og hún ætlar sennilegast að koma um verslunarmannahelgina, sem er pjúra snillld því ég verð í fríi alla helgina - þar sem það er enginn ferðamannastraumur hérna þá verður lokað alla helgina!! 'Eg hlakka svo til að hitta hana - ég sakna ykkar allra svooooo mikið!!!!

laugardagur, júlí 05, 2003

Laugardagur, já laugardagur! Og ég var í vinnu í dag, sem var ok, fyrsti laugardagurinn minn síðan BT 2000!!! Ótrúlegt, og þetta gekk vel, við vorum mest bara tvær. Var alveg nóg að gera fyrir okkur svo okkur leiddist ekki. Og svo sofnaði ég yfir Robin Williams stand up show sem Hjölli náði í af netinu - sem var reyndar alveg meiriháttar fyndið.

En ég ætla að hjálpa manni mínum - hann er að elda nautasteik handa okkur - yummie yummie!!!!!

föstudagur, júlí 04, 2003

Föstudagur !!!!
En ekki svo skemmtilegur, annars var ok í vinnunni, en samt opið til sjö, hreinn glæpur!!!
Og - veit að þið trúið því ekki en ÞAÐ ER RIGNING!!!! Story of my life.
Og ég er að vinna á morgun.
Var að tala við stelpu í gær sem er að fara sem AuPair til US, og ég fór "down the memory lane" MAÐUR Á EKKI AÐ GERA ÞAÐ!!!

Ég er bara alls ekkert í hressu skapi, sorry......

Annars var vikan svona la la. Vinna og rigning. Ekkert meira og ekkert minna. Ég hlakka bara til að fara að takast á við skólann í haust, bæði vinnu og lærdóm!