miðvikudagur, júlí 27, 2005

home sweet home

jamm við ákváðum að fara heim á mánudaginn. Hjölli á að mæta í skoðun inni á A-eyri 4. ágúst svo við nenntum ekki að bíða þangað til. Gott að koma heim!
Fórum alla leið í Varmaland, komumst ekki lengra suður enda var það ekki á planinu. Ættarmót var fínt, rosalega heitt og Gabríel ekki alveg að fíla allann þennann hita. Hann var samt algjör gullmoli, og knúsaður af mörgum ættmennum Hjörleifs.
Vikan okkar á Akureyri var afskaplega róleg og notaleg. Vorum ein í húsinu hans tengdó og létum fara afskaplega vel um okkur. Ég hins vegar náði að tábrjóta mig á litlu tá - þið sem þekkið mig þá vitið þið að ég er einstaklega heppinn á þessu sviði. Ekki gott, blæddi inn á liðinn og hvað eina - er með teipaða tá núna.
Við fjárfestum okkur í nýju rúmi. Var á mega afslætti í Húsgagnahöllinni um helgina - sjá bækling sem kom í öll hús. Og við splæstum líka í gasgrill og er Hjölli búinn að taka til staðinn fyrir grillið en það er væntanlegt með pósti í dag. Rúmið kom í gær og í morgun var fyrsta skipti sem ég vakna og er ekki að drepast í bakinu - þvílík snilld.
Gabríel er kominn með 2 tennur í viðbót - í efri góm. Hann er einstaklega pirraður út af þessu, en samt er alltaf stutt í brosið hjá þessum gullmola mínum. Hann tók þessu flakki okkar einstaklega vel. Brunað suður á laugardaginn, norður aftur á sunnudag og svo austur á mánudag. Hann var reyndar farinn að mótmæla þegar við vorum að nálgast Egs, en það er bara skiljanlegt. Ég var farin að mótmæla löngu áður.....

mánudagur, júlí 18, 2005

Road trip

Við erum alveg við að leggja í hann. Áætlað er að fara til A-eyrar og vera þar í einhverja daga og dúllast. Vonandi verður gott veður. Svo er jafnvel áætlað að bruna suður næstu helgi. Ættarmót og fleira. Svo mín kæru - dyggu lesendur - kannski hittumst við !
Verið góð hvert við annað.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Meiddi...

datt í gær - er með stóran skurð á vinstra hné......

fæðingar, skírnir og fleira

jæja - sorry dyggu lesendur. Bara í sumarfríi, sit samt rosalega mikið við tölvuna en er ekki í stuði til að blogga. það sem er fréttnæmast er þetta:
  • þann 25. júni átti mín kæra æskuvinkona Edda Björg sitt fyrsta barn, drengur, 14 merkur og 54 cm. Hann er rosalega flottur sá strákur, en við Gabríel fórum og hittum þau mæðgin á fæðingardeildinni á Húsavík. Ótrúlegt að hugsa til þess að Gabríel hafi verið einu sinni svona lítill.
  • Þann 2. júlí var Gabríel Alexander skírður. Athöfnin fór fram í Kolfreyjustaðarkirkju, sem er hérna rétt utar í firðinum, afskaplega falleg, lítil og gömul sveitakirkja. Séra Þórey frænka sá um athöfnina. Var fámennt en góðmennt, en við ákváðum að bjóða aðeins nánasta fólki, vona að engum sárni sú ákvörðun okkar.
  • Búið að vera svakalega gott veður.
  • Fór í sund með Gabríel á sunnudaginn sl. Drifum Rímu og Hartmann með, svaka stuð!
  • Þórhalla systir, Lalli og Hjörtur Smári eru í bústað á Einarstöðum (rétt við Egs) Hitti þau á mánudaginn sl. Rosa gaman.
  • Hartmann átti afmæli núna 9. júlí, eins árs guttinn, var rosa fín veisla.
Jamm - ekki mikið að gerast. Allir hraustir og hressir.