mánudagur, janúar 31, 2005

Rugluð

já ég var að fatta að í dag er mánudagur. Ég var vakandi í alla nótt, sofandi í dag, og var að borða Cocoa Puffs í kvöldmatinn!
Helgin var fín. Mamma og pabbi komu í heimsókn á laugardaginn og það var alveg frábært! Gabríel sýndi listir sínar og lék á alls oddi. Þau komust sem betur fer til baka seinnipartinn, en veðrið á leiðinni var hræðilegt. Sandstormur og malbikið að fjúka leiðar sinnar er ekki mín hugmynd um gott ferðaveður.
Húsið hérna vaggaði á verstu hrynunum, en að hafa svona rosalegt rok í tvo heila daga er frekar of mikið af hinu góða. Ég verð alltaf svo hrædd um að gluggarnir fjúki inn, því ég horfi á þá bogna undan storminum, og eldhúsgólfið hreyfast! Enda skal engin segja mér að það hafi verið undir 20 m/sek.
Svo var rólegur dagur í gær, matur hjá Gumma og Rímu. Rólegt svo framan af þar til sonurinn vaknaði og ákvað að það væri sko vakitími núna - "party time" - yeah!! Hann var ekkert pirraður, ekkert vesen, bara sitja og horfa í kringum sig og hjala - svaka ánægður með lífið og tilveruna. Sem var ok fyrsta klukkutímann eftir gjöfina, en þegar klukkutímarnir urðu fleiri þá var þetta ekki eins sniðugt.
Svo dagurinn í dag var frekar erfiður, þar til ég náði að leggja mig um tvö. Svaf á mínu græna til fimm.
Þó dagarnir séu erfiðir á köflum, svefnlausar nætur, stress og tár (hjá mér), maður verði úttaugaður og útkeyrður, þá samt þakkar maður fyrir sig. Ég eignaðist heilbrigðan son, og allt gekk vel. Og fréttir eins og sú sem var í kvöld um hjónin sem misstu dóttur sína við fæðingu vegna þess að skurðdeildin er ekki opin allann sólarhringinn! Ég sat í "mjaltarbásnum" mínum (lazyboy) og hélt á Gabríel sem var alveg við að sofna og ég hreinlega get ekki ímyndað mér þá erfiðu tíma sem þessi hjón eiga fram undan. Ég get ekki ímyndað mér þessa tilfinningu og sorg sem þau eru að upplifa. Að þurfa að fara heim af fæðingardeild eftir svona atburð hlýtur að vera eitt það erfiðasta sem nokkur getur upplifað. Áður en fréttinni lauk þá var ég farin að hágráta af samúð með þeim. Og það sem flaug aftur og aftur í gegnum hugann "vá hvað ég er heppin"

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Í brennidepli

Mamma og pabbi koma þar fram - obbosslega sæt bæði tvö. Endilega kíkið á þáttinn þið sem hafið ekki séð hann, en hann er að finna á www.ruv.is þetta er þátturinn sem sýndur var sl sunnudag. En ég vil að það komi fram að það sem sagt er um fuglalífið er bull og kjaftæði. Maðurinn sem stjórnaði þættinum hefði mátt athuga staðreyndir aðeins betur áður en hann lét þetta flakka í sjónvarpinu. Hann reyndar býr með náttúruverndarsinna svo hann er ekki hlutlaus í þessum málum. En nóg um þetta. Mamma og pabbi eru bæði svo sæt að endilega kíkið á þau!!
Já Gabríel dafnar og dafnar. Dagarnir hjá mér eru mismunandi, fer eftir því hvernig mér líður sjálfri. Er rosalega viðkvæm suma daga en aðra líður mér alveg stórvel. Hjölla grunar að ég sé með snert af fæðingarþunglyndi og það er alls ekki ólíklegt, miðað við einkennin, og hvernig mér líður dags daglega.
Mér líður vel í dag. Mér leið illa í gær, og enginn veit hvernig mér kemur til með að líða á morgun. Ég á það til að hugsa síðast um sjálfa mig, eiginlega bara allt of oft. Verð bara að passa mig - eitt er víst: ég á yndislegasta son í heimi!!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Ferðalangar 2005

Jæja þá er æskuvinkona mín hún Inga Hrund og hennar maður Kári farin af stað í drauma ferðalagið sitt. Þau eru það sniðug að setja upp síðu með ferðasögunni sinni og það verður snilld að fylgjast með þeim!! Ferðalag Kára og Ingu Hrundar er einnig í slóðadálknum hér til hliðar! Góða ferð snúllurnar mínar og komið heil heim!!!

mánudagur, janúar 24, 2005

Yndislegur dagur í dag

Það fyrsta sem sonur minn gerði í dag, var að horfa beint í augun á mér og brosa til mín sínu yndislegasta brosi sem til er í veröldinni!! Það er held ég ekki til betri tilfinning en sú sem hríslaðist um mig þetta augnablik!
Og þetta fær mann til að hugsa um allt sem maður getur verið þakklátur fyrir í lífinu! Jú oft er maður að kvarta yfir hinu og þessu, en svo hugsar maður um hve heppinn maður er að eiga heilbrigt barn og heimili til að veita því, ást og umhyggju! Hvað svona lítið kríli getur breytt öllu hjá manni og breytt öllu viðhorfi og áherslum í lífinu!
Við fórum öll fjögur í bíltúr í dag. Tíkin himinlifandi því við fórum með myndavélina okkar og lékum heillengi við hana úti á ósnum, en hann er ísilagður. Og hún skemmti sér svo vel og var í essinu sínu yfir allri athyglinni sem hún fékk. Það var svo gaman hjá okkur.
Svo fékk Gabríel sendingu í dag frá systurbörnum mínum þeim Hirti Smára og Sylvíu Ósk í Mývatnssveitinni. Hann fékk sent svona leikfangaóróa sem hægt er að leggja í rúm og síðar á gólf. Rosa flottur og Gabríel var svo hrifinn - lá heillengi, horfði og hjalaði í áttina að dótinu - svaka gaman hjá honum !! Enda tók ég myndir af þessu sem eru á myndasíðunni hans endilega kíkið á!!

sunnudagur, janúar 23, 2005

Allt í góðum gír

nema ég er að verða vitlaus á þessum kulda og þessum klaka alls staðar! Það er hvergi hægt að fara út og labba almennilega því maður stendur ekki á fótunum.
Annars var helgin fín. Bökuðum allt of stóra köku á föstudaginn, og buðum Gumma og Rímu í kaffi á laugardaginn. Þau voru hress og sonur þeirra Hartmann var afskaplega hress og hrifinn af tíkinni, enda er hann orðinn það gamall að hún getur "notast" við hann í boltaleik - svaka gaman !! En mér finnst það skuggalegt hvað þau eru fljót að stækka. Síðast þegar ég sá Hartmann hvar hann helmingi minni og léttari. Minnir mig bara á hvað minn kemur til með að stækka hratt.
En ég er búin að vera dugleg að læra og Gabríel hjálpaði til - eins og sést hér
Annars hef ég lítið náð að vera á msn, sakna þess að kjafta við fólk á msn, og finnst ég nokkuð vera að detta út úr því sem er að gerast. Svo mig vantar tölvupósta um hvað sé að gerast!! Ég næ að halda mér við með að lesa bloggin.
Annars hef ég verið að dunda mér við að horfa á nýja þætti sem heita Lost, fólk sem lendir í flugslysi á eyðieyju - mega spennandi - bara netið ekki nógu hratt og ekki nægilega mörg slot! Og svo þættir sem heita 5 Days to Midnight. Byrja ágætlega - lofa góðu. Þetta dunda ég mér við að horfa á þegar ég er að næra soninn.

föstudagur, janúar 21, 2005

Til hamingju með daginn bóndar!

Jamm - ég er að baka og færði mínum manni blóm áðan þegar ég kom heim úr labbó. Ég er svo myndarleg húsmóðir :-)
Sonurinn sefur og etur, þyngist og stækkar. Algjör engill. Hann er núna farinn að sofa aftur eins og hann gerði, svo ég fæ næga hvíld núna.
En það er ekkert hægt að labba úti, það er allt undir einni klakabrynju úti, þegar hundurinn stendur ekki í sínar fjórar fætur þá er hæpið að ég standi í mínar. Annars ætla ég alltaf að taka með mér vídeóvélina og taka myndir af henni, því hún skautar svo flott á ísnum, og stundum þá siglir hún yfir svellið á maganum með sínar fjórar spírur í allar áttir.
Með betri svefntíma sonarins þá er ég byrjuð á fullu í námsefninu. Líst bara þokkalega vel á þetta, og hlakka til að takast á við verkefni vetrarins.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Nóg að gera

hæ hæ
það er sko nóg að gera á litlu heimili. Sumir hafa verið að vakna á nærri klukkutíma fresti, bara til að vakna, drekka smá, halda áfram að sofa. Lítið um hvíld hjá mér í dag - eða til að gera nokkuð annað.
Ég er núna að stressa mig á því að ég er ekkert byrjuð á náminu mínu. Ég einhvernveginn finn ekki tímann eða orkuna til þess. Skólinn er byrjaður en ég hef varla litið á efnið - jú ég er reyndar búin að sækja allar glærur - en ekkert farin að hlusta á fyrirlestrana. Og það er strax komið inn verkefni sem á að skilast 24 janúar! Æ það hlýtur að reddast.
Við Kítara komumst ekkert út í dag, það er ógisslegt veður úti, ég vorkenni henni svolítið - þetta getur ekki verið auðvelt fyrir hana allar þessar breytingar. Hún er samt algjör dúlla - tekur þessu afskaplega vel. Ég fer með hana í labbó daglega (nema þegar veðrið sökkar algjörlega eins og í dag) og gef henni tíma með mér. En þetta er ekki auðvelt, en samt þess virði!!

mánudagur, janúar 17, 2005

Rétt að líta inn

og láta vita að allt sé í góðum gír hérna hjá litlu fjölskyldunni á Fáskrúðsfirði. Áttum rólega helgi, notalega og kósí. Er búin að ná upp tú deit í Stargate SG-1 og Stargate Atlantis eftir fjarveru mína frá netinu í desember. Má kannski nefna það að það vakti athygli á fæðingardeildinni hvernig ég slappaði af og drap tímann - ég var með ferðatölvuna mína, og var vel nestuð af dvd diskum heimabrenndum af skemmtilegu efni sem Hjölli tíndi til af tölvunni sinni - var með yfir 20 dvd diska að ég held og maður kemur þokkalega miklu efni á einn dvd disk í avi fælum!! Og það var bara snilld að liggja í bælinu þar, borða konfekt og horfa á gott myndefni.
En dagarnir líða frekar saman í eitt, og ég er ekki alltaf að átta mig á hvaða dagur er. Dagarnir fara í að sofa þegar færi gefst og reyna að borða á matmálstímum. Við Gabríel erum búin að ná sáttum um næturnar, og ég fæ að sofa til sjö flesta morgna (gæti verið fyrr núna þar sem hann er sofnaður fyrr í kvöld en önnur kvöld) en hann hefur verið að sofna um eitt hálf tvö venjulega. Og við Hjölli höfum skipt með okkur morgnunum, svo annað okkar nái að sofa almennilega reglulega. Það er hægt í okkar tilfelli þar sem Gabríel er ekki eingöngu á brjósti.
En nú er komið að háttatímanum mínum. Guttinn sofnaður almennilega og ég get farið að sofa.
Góða nótt

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Síðan hans Gabríels

hæhæ
ég loksins náði að setja inn síðuna hans og setja á netið myndir af honum. Hérna er slóðin http://gabrielalex.blogspot.com/
Lífið gengur annars sinn vanagang hérna. Þetta er allt að komast í réttar skorður. Ég er farin að hvíla mig meira, ég er hætt að stressa mig á öllum mögulegum hlutum sem varða barnið eða bara öllu almennt. Er td ekkert að stressa mig á að skólinn er byrjaður. Eða er að byrja, eitthvað af fyrirlestrum komið inn. Byrjaði í þessari viku. Ég sá að helmingurinn af fólkinu sem var með mér í náminu fyrir áramót er hættur. Td gaurinn á Breiðdalsvík er ekki skráður, svo ég er ein hérna fyrir austan. Reyndar hef ég suma grunaða með að hafa sagt sig úr áföngunum fyrir prófin, því nokkrir voru alveg hættir að sjást á msn eða umræðuþráðunum.
Skítakuldi hérna núna, ef það er smá vindur þá er ekki hægt að vera úti.
Annars er lítið í gangi. Ég er afar dugleg að fara yfir Friends þættina mína. Það er svo þægilegt að henda þeim á í TV tölvunni þegar maður er að fóðra guttann (á nóttu sem degi) fljótlegt og þægilegt. Já maður hefur oft þakkað fyrir Friends.

mánudagur, janúar 10, 2005

Vöknuð til að borða

hæ hæ - ég er rétt vakandi núna til að borða. Gabríel sefur núna, en hefur ekkert verið neitt duglegur við það undanfarið. Svo ég verð hreinlega að spila inn á svefntímann hans og aðlaga mig og minn svefn eftir því. Þar af leiðandi geri ég fátt annað en að fóðra, sofa og eta. Ég fattaði það on the hard way að hlutirnir ganga hreinlega ekki upp öðruvísi. Þar af leiðandi vil ég afsaka myndleysið, en ég vona að það reddist fljótlega.
Annars er það að frétta að neysluvatnskúturinn er kominn, og hann verður tengdur í dag!! Og frystikystan er í lagi, tóm, en í lagi. Ég hafði áhyggjur af því að hún yrði ekki nothæf eftir þetta dæmi (vegna lyktarinnar) en Hjölli snillingur reddaði þeim málum með alls kyns efnum og græsi!!
Tíkin er yndisleg að vanda, passar okkur Gabríel á nóttu sem degi. Hún verður alltaf mjög áhyggjufull ef hann grætur (eða er í frekjukasti - nóg er af henni í þessum litla búk - why?? skil ekkert hvaðan barnið hefur hana....) hún hleypur þá á milli okkar Hjölla og finnst við stundum afar sein í hreyfingum.
Svo lífið lítur vel út hjá litlu fjölskyldunni á Fáskrúðsfirði!

sunnudagur, janúar 09, 2005

Hundastrákur

Jæja svo Kítara á biðil! Fór allt í háaloft áðan þar sem eitt vesælt búff heyrðist utan úr garði, var þá þar kominn obosslega sætur hundastrákur sem var afskaplega hrifinn af dömunni, og vildi ekkert með okkur mannfólkið hafa. Hann er ómerktur, og hafði bara einn áhuga (greinilega enginn séntilmaður sá) Kítara var nú ekki alveg á þeim nótunum, en er samt voða sorry yfir að fá ekki að vera lengur úti að leika við strákinn. En hann hangir núna fyrir framan hurðina okkar með sínar hugsanir og langanir. Kítara átti ekki að fá strákasprautu fyrr en núna 20 janúar, en það er greinilega þörf á henni núna.

laugardagur, janúar 08, 2005

Gabríel Alexander

Nafn drengsins er komið á hreint. Þó margir vilji sjá hann heita Stormur, Fannar eða Bylur (því jólanóttin var ekki svo veðurbesta) þá vil ég endilega leyfa fólki að heyra nafn hans svo þessi nöfn festist ekki við hann. Gabríel Alexander Hjörleifsson. Við vorum búin að ákveða þetta nafn fyrir löngu síðan, eins og jafnvel margir muna eftir þá voru stelpu nöfn ekkert rædd því Hjölli var alveg með það á tæru að þetta væri strákur.
  • Gabríel: Nafn þetta er biblíunafn komið úr hebresku og merkir hetja guðs.
    Gabríel er einn helsti af englum guðs og af sumum talinn vera fyrsta sköpunarverkið.
  • Alexander: Nafn þetta er upprunnið úr grísku og er sett saman úr forliðnum "aléxein" sem merkir vernd, "anér" sem merkir ef og "andrós" sem merkir maður.
    Alexander er því verndari.

Þessar lýsingar eru komnar af Mannanöfn.com, Merking íslenskra nafna

Nú eru hlutirnir farnir að ganga nokkur sjálfkrafa. Við erum búin að taka upp úr töskum, og flokka og ganga frá.
Hjölli er búinn að ganga frá áföllum við heimkomuna, en aðkoman var ekki alveg eins og maður hefði óskað sér. Neysluvatnskúturinn hafði bilað/eyðilagst og slegið út rafmagninu á kjallaranum. Sem hefði kannski ekki verið mikið mál ef frystikistan hefði ekki verið tengd inn á þá grein rafmagnsins í húsinu, og þar af leiðandi hafði hún afþýtt sig einhverntímann í desember (á lyktinni að dæma ekki nýlega) og allt í henni ónýtt. Tryggingarnar borga eitthvað sem betur fer, en við urðum að punga út fyrir nýjum kút. Kúturinn er kominn en nú vantar pípara til að tengja, ég er farin að þrá að komast í almennilega sturtu. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er neysluvatnskúturinn sá sem inniheldur heita vatnið okkar. Það er nóg af köldu vatni í krananum og þetta er alveg óháð hita hússins.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár !!!!!

Halló elskurnar mínar! Við litla fjölskyldan erum komin heim. Sonur okkar er hraustur og hress, hann kom í heiminn 24. desember kl 13:38, var 13 merkur og 50 cm. Fæðing gekk rosalega vel, tók engin verkjalyf, og gekk samt eins og í sögu. Hjölli var ómetanlegur stuðingur og er yndislegur pabbi. Tíkin tók syninum vel, vill bara passa hann og veit alltaf hvar hann er og hvað hann er að gera.
Svo lífið er yndislegt í dag! Rosalega gott að koma heim, og loksins getur maður komið reglu og rútínu á lífið aftur!