föstudagur, desember 28, 2007

Nýjar myndir !!

Hæ hæ og gleðileg jólin !!
Við sonur búin að hafa það stórkostlega gott og hann er enn i sveitasælunni á meðan ég er í vinnunni. Skrifa ykkur jóla og áramóta póstinn síðar - en kíkið á myndirnar Jól 2007
og á síðu sonarins er nýtt myndband frá aðfangadagskveldi... :o)

laugardagur, desember 22, 2007

Gleðileg jól!

Jæja gott fólk.

Þá erum við komin í jólafrí!! Og við höldum upp í sveit seinna í dag og verðum þar alveg fram yfir áramót :)
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk fyrir allt gott og allan stuðninginn við okkur á árinu sem er að líða!
Við erum afskaplega þakklát fyrir að eiga svona góða að sem stóðuð með okkur og studdu okkur í gegnum margar erfiðar stundir sem við upplifðum á þessu ári. Árið 2008 verður snilldar ár með fullt af nýjum og skemmtilegum upplifunum !!

Gleðileg Jól !
ástarkveðja
Guðrún K. og Gabríel A.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Með betra spammi í dag :


Og jólin nálgast...

jæja - þá er þetta alveg að hafast..
Jólakortin komin í póst.
Allar gjafir pakkaðar inn og sendar þær sem eiga að sendast.
Þrifin í lágmarki, þar sem maður er svo nýfluttur.
Jóladúkar og kerti og seríur komið upp.
Jólatré fer upp í dag. -- þar sem við erum svo lítið heima yfir jólin þá langar okkur að njóta þess að hafa það uppi :o)
Piparkökurnar bakaðar fyrir löngu síðan.
Laufabrauðið skorið í sveitinni fyrir stuttu síðan :o)
Svo okkur líður afskaplega vel. Það er gaman að vera til. Lífið er að koma með fullt af óvæntum ánægjulegum uppákomum, svo ég bíð spennt til næsta dags þegar ég halla höfði á kvöldin.

sunnudagur, desember 16, 2007

Jólahúsið



og er ekki við hæfi svona viku fyrir jól að kíkja í Jólahúsið? Þetta er bara yndislegasti staður á jarðríki. - fyrir jólabörn eins og okkur Gabríel td... Get verið þarna endalaust og skoða og gramsa og lykta, og skoða, og finn alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Svo fallegt jóladót þarna. Kúlurnar, skrautið, jólasveinarnir, gamaldags jóladót, lestir, leikföng, kerti, spil, greni, hnétur, arinneldur, jólatré, jólalög, jólabjöllur og frábær jólasveinn sem er þarna allt árið um kring. Er kominn í hátíðardressið sitt, með skeggið sitt síða, aflitað í anda árstíðarninnar. Gabríel elskar þennan stað. Ég elska þennan stað.
~

Vinir mínir fjær..

mig dreymdi að ég væri að fara að heimsækja Kalla og Raggý til Eþíópíu. Ég hlakkaði svo til að hitta þau. Elsku Kalli og Raggý - sakna ykkar mikið, hugsa oft til ykkar. Látið fara vel um ykkur!
Kveðja frá okkur Gabríel.

miðvikudagur, desember 12, 2007

... aldrei friður..

fyrir þessum helvítis bakteríum. Við sonur erum með flensu. Ég reyndar var með hálsbólgu í gær sem ég ignoraði. Þegar ég sótti soninn á leikskólann var mér sagt að hann hefði sofið lítið yfir daginn og verið vælinn. Ég þekki minn mann og sömuleiðis Kiddi leikskólakennarinn hans, hann hafði því mælt hann. Í morgun (eftir sára svefnlitla, byltukennda, hóstasama, stíflaða nótt) sá ég að sonur minn var ekki eins og á að sér að vera. Mældi hann, nokkrar kommur, ákvað að taka ekki sénsa, hádegi - 38°... og í kvöld 38°..
Lystarlítil mæðgin, sem sváfu frá hálf eitt í dag til fimm... bæði. Því ég er ekkert skárri en hann. Hef ekkert getað verið við tölvu í dag, fyrst núna. Og ætla ekkert að stoppa - bara láta vita af okkur :)

mánudagur, desember 10, 2007

Jólaskapið fundið!!!

snilld snilld !!!
- svo margt að gerast - svo margt sem legið hefur á mér undanfarið. Tók smá tíma en ég er búin að hrista þessa lægð af mér. Ég á yndislegan son, ég er góð mamma þó ég segi sjálf frá og hef skapað honum gott rólegt öruggt heimili sem honum líður vel á.
Og núna hlakka ég til að fara heim og skreyta meira og meira og MEIRA!!! - en passa mig að gera ekki of ! setti meira að segja sjálf upp jólaseríur úti !! Við sjálfstæðu konurnar látum engan segja okkur fyrir verkum eða látum fólk vaða yfir okkur!
Ég vona bara að þið hin hafið það jafn gott og látið fara vel um ykkur !!!

laugardagur, desember 08, 2007

Í sveitinni


Við sonur erum í sveitinni. Fór í klippingu áðan er með stuttar krullur og topp - ógó flott!

föstudagur, desember 07, 2007

Jólahlaðborð :)

jæja - enn einn föstudagurinn runninn upp - áður en ég veit af verða jólin komin og farin - þetta er svo fljótt að líða !
En í kvöld er jólahlaðborð EJS - gaman gaman - nokkur singletons ætlum að skemmta okkur :) Soldið skondið að ég skuli ekki hafa djammað með þeim áður - nema í Búdapest.
Sonur fékk að fara með afa sínum og ömmu í sveitina - ógó hamingjusamur með það fyrirkomulag :)
'Eg fer líka uppeftir á morgun - laufabrauðshelgi - löngu ákveðið :)
Svo núna sit ég og sippa Carlsberg - bíð eftir Írisi og ætlum við að skála í rauðvín hjá Önnu áður en haldið er á Kea í hlaðborðið :)
var að tala við dömuna sem er í heimsókn í Danaveldi og lá vel á þeim þar í ölinu á kósi stað sem selur 2 fyrir 1 í allt kvöld - mikið vildi ég að ég væri þar hjá þeim að kjafta :)
Akureyri var eins og í svona snjókristalkúlu í morgun, snjór yfir öllu, frost og hrím. Jólaseríur, dimman og stillt veður.

mánudagur, desember 03, 2007

heppin..

ég er svo heppin ég á svo góða að. Ég á yndislega fjölskyldu. Og frábæra vini. Vinir mínir eru úti um allan heim. Í dag fékk ég kveðju frá Eþíópíu!! Eitt lítið meil beið mín þegar ég kom heim í dag. Og ég er búin að hugsa til þeirra svo mikið í svo langan tíma. Maður verður svo þakklátur fyrir bara nokkur orð, nokkur sem gefa til kynna að allt sé í lagi.
Ástarkveðjur til ykkar í Eþíópíu!

20 dagar til jóla !!!

Já. Ekki þýðir að velta sér uppúr hlutunum heldur að bretta upp ermar og taka til hendinni. Já og framkvæmdirnar eru hafnar. Meiri details later.
- en jákvæðir hlutir gerast hjá þeim sem hugsa jákvætt!!
Jólin eru á næsta leiti og ætla ég á morgun í langa matnum mínum nálgast sogskálar, seríur, og útigræs fyrir útiseríur. Jóladót í kössum og gluggatjöld og dúkar í bað til að vera fínir og hreinir þegar hengdir upp og sett á borð :)
As usual - sonur alltaf jafn yndislegur - þarf ekki frekari skýringar. Augasteinninn minn, gullmolinn minn. Segir alltaf jafn skemmtilegar sögur.
Gaman í vinnunni. Jólin nálgast þar líka. Jólahlaðborð næstu helgi. Laufabrauð næstu helgi. Klipping næstu helgi.. á ég að klippa stutt???
já og btw - það er snjór og -9 stiga frost hérna núna...