sunnudagur, desember 31, 2006



Gleðilegt nýtt ár!



fimmtudagur, desember 28, 2006

Gaman á jólaballi


Fórum á jólaball í sveitinni. Amma Gabríels og hann skemmtu sér vel enda var rosa gaman hjá okkur!B-)

miðvikudagur, desember 27, 2006

Þau eru í uppáhaldi


öll þrjú!

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól


Kæru vinir og vandamenn. Við Gabríel þökkum allt gamalt og gott á árinu sem að líða

2 ára í dag


Svona litu sumir út fyrir 2 árum!

laugardagur, desember 23, 2006

fimmtudagur, desember 21, 2006



Hægt ad nota gestina



Ég hlakka til jólanna!



þriðjudagur, desember 19, 2006

tær snilld!!

Fékk þær frábæru fréttir í dag hjá henni Sesselju í skóladeild Akureyrarbæjar að Gabríel kemst inn á leikskólann Flúðir í Janúar!!!! ég á að hringja í konu á Flúðum og ath hvenær við megum byrja í aðlögun!! en hann er sem sagt KOMINN MEÐ LEIKSKÓLAPLÁSS!!!! *dancing around the christmas treeee*

Inni í dag

og ætla helst ekkert út. Nenni því bara ekki, þá eyði ég bara pening, og ég er að spara... það er brjáluð hálka. svona fljúgandi - allavega er hún svífandi hér fyrir utan gluggann minn á hæð 2....
Ætla að skreyta á morgun. Dóa mín kemur á fimmtudag, og við Gabríel förum í Mývó á föstudag. Langar til að hafa smá jóló hérna, tré og soleis. Ég er þó með 2 seríur, dúka og styttur uppi, svo það er aðeins jóló hjá mér. Já og ekki gleyma jólagluggatjöldunum sem mamma mín gaf mér :)

keyrið varlega og gangið varlega þið sem eruð úti í þessari hálku!

Strákur í kassa



mánudagur, desember 18, 2006

Í baði


Spurnimg um hvort baðið sé nógu stórt??

I'm fine...

hæ hó.
Þá erum við Gabríel búin að koma okkur vel fyrir hérna á eyrinni. Meira að segja fundum róló í morgun sem voru börn og dagmömmur að leik, he he þá fær hann smá útrás fyrir hve leiður hann er orðinn á að hanga alltaf bara með mér. Hann td lét mig alveg heyra það inni á Glerártorgi áðan og símabúðinni í göngugötunni. Nota bene hann er með fín lungu sá stutti.
Ég fæ vonandi að vita síðar í dag um hvenær hann fær inn í leikskóla. Annars var helgin fín. Við skruppum í Mývó (kúl að "skreppa" í Mývó) og gerðum laufabrauð. Það hafði verið á áætlun sl helgi, en þar sem hún fór í flutninga þá frestaðist það. Var rosalega gaman. Gabríel fór í fjárhús í fyrsta skipti og var ekkert smeykur við þær ferfættu.
Annars er ég ok bara. Koma stundir sem mér finnst allt ómögulegt, ömurlegt og ekkert hafi neinn tilgang og hversu ömurleg ég skuli vera þar sem auminginn hefur ekki einu sinni hringt eða látið í sér heyra í 3 vikur!! En svo hugsa ég um alka hliðina og hristi þetta af mér, þakka Guði fyrir að vera laus og þurfa ekki að hafa áhyggjur, og þakka fyrir að eiga svona marga og góða að sem eru alltaf reiðubúnir til að aðstoða, og vil ég hér með þakka fyrir yndislega aðstoð sem ég hef fengið.

Knús og kossar


laugardagur, desember 09, 2006



fimmtudagur, desember 07, 2006

Síðasta kvöldið...

Þá er það runnið upp, síðasta kvöldið hér í Sunnuhvoli. Og líðanin eftir því. Fegin að hafa tekið þessa ákvörðun, hlakka til að takast á við nýtt líf á nýjum stað. En mér þykir mikið vænt um þetta 103 ára gamla hús, og er döpur yfir hvernig þetta fór. Fyrir viku síðan þá var ég bara í tölvunni, áður en ég fattaði hvað var í gangi, grunlaus og áhyggjulaus.
Ég er enn að átta mig á þessu - hvernig nokkur getur verið svona kaldrifjuð, undirförul og svikul gunga, að þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann og taka ábyrgð á hlutunum, heldur laumast í burtu með skottið á milli lappana.
Nei ég hef ekki heyrt í honum enn og raun bara fegin. Hann lokaði sinni síðustu hurð í þessu sambandi sl fimmtudag.

Kúristrákur



miðvikudagur, desember 06, 2006

laugardagur, desember 02, 2006

Skilin...

ok ef þið sjáið Hjörleif í Reykjavík, ekki hringja í mig. Hann kemur mér ekki við lengur. Til að gera stutta sögu styttri þá fór hann á fund á fimmtudag, og hefur ekki sést síðan, eins og sagan um manninn sem fór út í búð að kaupa sígó, þá fór hann á fund....

Við Gabríel höfum það fínt, við erum að flytja til Akureyrar, erum já gott sem komin með íbúð :) og ég fékk mörg jákvæð svör varðandi vinnu þar, svo ég er bara bjartsýn á þetta.

svo ... jólapakkar - vinsamlegast sendið þá og kort til mývó, við verðum þar um jólin :)