miðvikudagur, desember 24, 2008

Gleðileg Jól

Okkur Gabríel langar að óska ykkur öllum gleðílegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Við þökkum allar góðar stundir og vonum að við náum að hitta sem flest ykkar á nýju ári!

Gabríel Þakkar allar afmæliskveðjur, kort og gjafir. 

Eigið ánægjulega hátíð

Guðrún Kristín og Gabríel Alexander

christmas-new-year-santa-claus

sunnudagur, desember 21, 2008

Hangikjöt, jólahús og jólakort..

Yndisleg helgi.  Sonur fór til pabba síns á föstudag og kom heim í gær.  Við skreyttum jólatréð, já og skreyttum hjá okkur hreinlega.  Við verðum svo lítið heima að mér finnst allt í lagi að hafa þetta uppi smá á undan jólum, til að njóta þess.  Gabríel er svo mikið jólabarn að hann elskar allt þetta glingur og dót, ljósin og skrautið. 

Í dag fórum við í jólahúsið, dunduðum þar í nærri klukkustund :) og á Gleártorg, mikið er gott að geta bara labbað um og skoðað -búin með allar gjafir svo ekkert stress :o)

Ég var að klára að skrifa á kort.  Tölvan mín er öll í glimmeri, það er rautt glimmer á sumum kortunum he he .  Ég nefnilega sá að ég skrifa heldur fleiri kort en 10 stk - skulum heldur tala um 22 stk... já ég er svo heppin, að ég á svo marga að sem mér þykir vænt um.  Ég var einmitt að tala um jólin við Gabríel og ég fann hve heppin við erum.  Og ég þakka fyrir það á hverjum degi hvað við eigum góða að.

miðvikudagur, desember 17, 2008

Samningur í höfn

var að skrifa undir ráðningarsamninginn minn.  Vá hvað ég er sæl með þetta allt saman!! Og byrja að vinna 5. janúar á nýja staðnum.  Hlakka bara til að byrja og prufa eitthvað nýtt :o)

Setti upp 2 seríur í gær.  Keypti of litlar svo þær urðu þríhyrntar í gluggunum mínum. Ætlaði líka að pakka inn í gær en fattaði að ég átti bara til EJS hvítt stórt límband og passar það ekki sérlega vel við pappírinn sem ég hafði valið, þannig pakkað inn í kvöld og sent á morgun það sem senda þarf :o)

Jámm jólaskapið er sko í hámarki og það er bara eftir að skreyta jólatréð og það munum við sonur gera um helgina :)

IMG_6582

 

mánudagur, desember 15, 2008

heima með kaffibollann

og drengurinn minn er að hvíla sig.  Við erum heima því hann var lasinn um helgina og ég ákvað að taka enga sénsa í dag.  Mældi hita í honum í gær og hann kvartaði um í eyrum.  Og hann er með mega framleiðslu af hori.  En hann er hress í dag.  það eru allavega miklar líkur á að hann fari í skólann á morgun. 

Hann fór í sveitina um helgina.  Pabbahelgin varð ekki, kom svolítið uppá, og pabbi minn brunaði bara í bæinn og sótti minn litla mann. Mikið er gott að eiga góða að þegar upp kemur svona skyndilega hlutir sem maður getur ekki ráðið við.  Mikið var minn litli maður kátur þegar afi hans kom og sótti hann.  Og vildi strax fara heim til ömmu.  Hvernig málin þróast svo héðanaf verður bara að koma í ljós.

Ég vann minn sennilegast síðasta laugardag.  Nýjan vinnan mín hjá Orkusölunni er 9-5 eða 8-4 vinna (ekki alveg ákveðið enn) og engin helgarvinna.  Orkusalan er að opna skrifstofu hérna á Akureyri.  Það verður gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu.  Þarf ekki að fara á bætur, þarf ekki að leita meira. 

En allavega.  Kláraði jólagjafainnkaup og kortaskrif um helgina.  Næst er að pakka inn og senda það sem senda þarf :o)

Jóladúkar, jólasveinar, kerti og jólagardínur eru komnar upp. Jólaseríur tínast upp hver af fætur annarri, á bara eftir 2 glugga sem eiga að fá seríu. 

Mikið er gaman að vera til !!!  Jólaskapið er í hámarki !!

Sonur minn er í fótboltaliðakennslu hjá þeim systkinum úr Lynghrauni 10.  Hann á að halda með Arsenal og gengur vel.  Allavega labbar hann upp kallandi "Arsenal Arsenal eru bestir"  go Hjörtur frændi hans gaf honum Arsenal fótboltabúning:

DSC04366

miðvikudagur, desember 10, 2008

Dagurinn í dag var góður dagur...

Í gær reyndi ég að herða stofninn og sendi strákinn í skólann með hornös.  í dag var ég hreinlega ekki með samvisku í það.  Pabbi hans ætlaði að annast hann á meðan ég var í atvinnuviðtali en svo birtust foreldrar mínir óvænt í stigaganginum :o) Svo mamma fékk heiðurinn af þvi að leika við hann. Hann er reyndar afskaplega hress og fer að öllum líkindum í skólann á morgun, annars fer hann til pabba síns :o)

Eníveis. Viðtalið gekk eins og viðtöl ganga.  Manni finnst manni aldrei ganga vel.  Mér fannst ég ekki ná til þeirra, en svaraði öllu og var aldrei rekin á gat.  Heiðarleg og skilmerkileg svör, og þar sem ég hef mikla reynslu á þessu sviði þá kom ég hvergi að tómum kofanum.  En samt var ég ekki alveg nógu ánægð og var alls ekki bjartsýn. 

Gaf foreldum mínum kjötsúpu í hádeginu.  Það er stórt skref að fá hrós fyrir matargerð :o) og þau voru mjög ánægð með súpuna !! sko ég er alveg að verða meistari í matargerð !!

Þetta var afskaplega notalegt að hafa þau hjá okkur þó stutt væri. 

Um tvö er hringt, ég þekki númerið - ætlaði varla að þora svara.. bjóst ekki við svari svo fljótt.  Og viti menn ÉG ER KOMIN MEÐ VINNU!!!! ég hreinlega dansaði stríðsdans og fékk oföndunnarkast og talaði uppi í háa céinu....  - ekki við þær, en við mömmu og pabba og Dóu...

spennufall aldarinnar. 

Og um 18:00 var sonur minn var gómaður svona:

 DSC04334

Jámm - góður dagur í dag !!!

 

föstudagur, desember 05, 2008

Laufabrauð og Emil í Kattholti

jámm við sonur erum á leið í sveitina á eftir.  Hann bað um nesti, ég spurði hvort hann vildi fá svona popp í poka eins og síðast "nei ég vil samloku... samloku með skinku og osti í svona poka eins og poppið var í" - minn maður ákveðinn.

Já það er sem sagt stefnt á laufabrauðsgerð og svo leikhús.  Hlakka mikið til að sjá verkið.  Vel látið af þessar sýningu og þetta verður fyrsta leikhúsferð sonarins :)

Hérna eru myndir frá fryrri árum laufabrauðsgerðar - hefur oft verið farið í Vogafjós og hitt jólasveinana:

2006:

gah_jolo2

2007: 

2101243419_0c1e1e47b7

Vona að þið eigið góða helgi :o)

  

þriðjudagur, desember 02, 2008

Logitec vefmyndavélin mín

oki.. ég lánaði einhverjum vefmyndavélina mína með þessum orðum "nei ekki málið ég nota hana aldrei.."

en núna hreinlega man ég ekki hverjum ég lánaði....

22 dagar til jóla...

og 22 dagar í afmæli Gabríels.  Vá hvað tíminn líður hratt.  Var einmitt að finna jólastöffið um helgina.  Setti upp aðventuljósið sem ég verslaði mér um daginn.  Fann jólagardínurnar og setti þær í þvott.  Fann jóladúka og setti þá í þvott.  Gabríel var hjá pabba sínum um helgina.  Ég saknaði hans heldur meira en vanalega.  Var hrikalega gott að fá hann heim.

Á föstudag var foreldrakaffi í skólanum hans.  Og mér datt í hug að ath hvort pabbi hans vildi nú ekki mæta líka sem hann auðvitað gerði.  Þetta gerði svo mikið fyrir Gabríel, hann vissi ekki hvar hann átti að sitja og endaði með fimleikum á milli læra ha ha ha ! En hugsið út í þá foreldra sem geta þetta ekki. Hvað þau missa af miklu og hve mikið það særir börnin!  Mér finnst það einmitt svo gott að við getum öll talað saman - við erum jú fullorðið fólk sem berum hag Gabríels fyrir brjósti.  Hann er heppinn sá stutti :o)

Á laugardag var jólahlaðborð EJS.  Það var haldið á KEA eins og í fyrra og var maturinn geggjaður... ef fólk vill fá nánari lýsingu verður það að hringja :) - það er of langt að skrifa það hérna (enda fæ ég ekki borgað sem matargagngrýnandi) Þetta kvöld var hið skemmtilegasta.  Byrjað á fordrykk hjá Reyni sem er nýfluttur í nýja húsið sitt - sem er rosalega flott btw.  Matur góður, og hvítt/rautt með - og auðvitað var maður ekki að taka bara annað þar sem þetta var í boði EJS.   Á eftir fór hersingin á Café Amor.  En ég stoppaði ekki lengi, því maður var svo saddur að ég þráði það eitt að komast í rúmið mitt og liggja á meltunni. Og var ég ekki ein um það. Þeir hörðustu fóru á Kaffi Akureyri og skemmtu sér vel!

En knús til þeirra sem komu heim um jólin!! Kalli og Raggý eru komin heim í 2 mánaða stopp frá Eþíópíu!! Velkomin  heim elskurnar - vonandi næ ég að knúsa ykkur !!!