mánudagur, júní 30, 2008

Fyrsti dagur í sumarfríi.

Og sá dagur er notaður til afslöppunnar. Sonur sefur, við erum búin að sofa mikið síðan á föstudaginn.  Hann reyndar fór í sveitina á undan mér. 

Ég fór á Dúndurfréttir á föstudagskvöldinu með yndislega fólkinu úr Reykjadal.  Og skemmti mér svo vel.  Þeir eru náttla bara snillingar þessir menn.  Já það liggur við að maður keyri suður til að fara á tónleika með þeim.  Ég hef ekki verið svo heppin að heyra í þeim síðan á Gamla Gauk á Stöng og þeir sem muna hvernig hann var eru flestir komnir yfir þrítugt...

Ég fór ekkert á djammið - var í engu djammstuði þannig.  Hefði alveg getað farið - skemmtilegt fólk á vappi en rúmið mitt hafði betur.  Og á laugardagskvöldið sofnaði ég klukkan átta með syninum og rumskaði um miðnætti til að pissa.  Hélt áfram að sofa.  Svaf til átta.  Langt síðan ég hef verið svona hrikalega þreytt. 

En í dag líður mér stórkostlega!

fimmtudagur, júní 26, 2008

Sumarfrí á morgun!

DSC00386ójá - þokkalega !!!  Og sumarfríið byrjar á tónleikum með Dúndurfréttum.  Og við sonur munum eiga góða rólega notalega daga - sund, ís,. útilega, svo fer hann í bústað með pabba sínum og ég fer til Hollands!! Og vá hvað ég hlakka til að fara og hitta ykkur í Hollandi!!!´

Ég á bara erfitt með að einbeita mér núna - hvernig verð ég á morgun????

Myndin er tekin af syni mínum þegar hann var nýbúinn að borða klaka sem hann fékk í verðlaun fyrir þau frábærustu ummæli sem hann fékk frá fóstrunum í þrokamati frá þeim! Ég gæti ekki beðið um betri ummæli og er  montnasta mamma í heimi í dag!!! 

(ísinn sést ekki á myndinni en hann var fagurgrænn í kring um munninn haha)

miðvikudagur, júní 25, 2008

Nýtt upphaf...

Á mánudaginn fékk ég símtal frá aðilla sem hafði þær fréttir handa mér að ég fór og grét gleðitárum hérna á miðju gólfinu í búðinni. 

Sem betur fer voru engir viðskiptavinir inni - bara Alli sem starði á mig.  Þegar hann heyrði um hvað málið snérist þá skildi hann ástæðuna.  Þau Íris hafa vitað af þessu frá upphafi og vinnufélagar hafa stutt mig í gegnum þetta.

Og fjölskyldan mín hefur verið með krosslagða fingur líka í gegnum þetta.  Og stutt mig með öllum ráðum.  Vinkonur mínar - allar "frænkurnar" hans Gabríels eru búnar að hvetja mig og peppa mig þegar ég var sem svartsýnust á þetta allt saman. 

Ég veit að ef illa hefði farið væri ég ekki ein.  Og það var mikill styrkur í því líka!  Munar svo miklu að hafa fólk í kringum sig sem getur gefið smá svigrúm þegar syrtir í og maður þarf að hlaupa á bakvið og fela tárin.

En þessi gleðitár vildi ég sko ekki þerra strax - þau máttu alveg koma!

Loksins get ég andað léttar, loksins get ég hugsað um framtíðina með björtum augum.  Þetta var búið að liggja á mér þungt.  Alltaf í undirmeðvitundinni, allt sem maður áætlaði með framtíðina einkenndist af þessu. 

Ég náði að grafa þetta undir því það var ekkert sem ég gat gert nema bíða og láta lögfræðinginn vinna sína vinnu. En þegar þetta er búið finn ég bara fyrir þreytu - þægilegri afslappaðri þreytu.  Og ég finn hve mikið þetta hefur tekið á hjá mér - og er sennilegast einn stóri þátturinn í þessum gráu hárum sem eru farin að myndast.  Ég er rétt farin að trúa þessu núna - sem skýrir sennilegast þetta síðbúna spennufall sem ég er að finna fyrir núna.  Og þar af leiðandi að segja frá þessu opinskátt er að gera þetta raunverulegra! og ég er svo hamingjusöm að ég er búin að brosa hringi - marga hringi  - síðan á mánudag!!

Takk elsku vinkonur, fjölskylda og vinnufélagar fyrir þann stuðning sem þið sýnduð okkur á meðan þessi bið var eftir svari. Stuðningur ykkar er ómetanlegur!

Þessar fréttir eru upphaf á nýju lífi hjá okkur Gabríel. 

þriðjudagur, júní 24, 2008

Útilega EJS í Fossatúni!

DSC02119Það var bara gaman!! Við fórum eftir vinnu á föstudag - í samfloti með Önnu sem ég vinn með og syni hennar Heiðari.  Fórum á hennar bíl - talsvert sparneyttnari en súbbinn minn :)

Vorum komin um ellefu - gríðarlega fallegur staður í fallegu umhverfi.  Margt fólk mætt en við vorum ekki síðust á svæðið samt sem áður.  EJS hafði tekið svæði frá fyrir okkur og sást EJS merkið út um allt.  Ég fann strax fyrir ánægju með að hafa komist með!

Slegið upp tjöldum og Gabríel rosalega spenntur.  Hann hlakkaði tilað sofa í tjaldi og gekk vel ! Ég svaf hins vegar ekki mikið fyrstu nóttina. Var heldur kalt en syninum var hlýtt og notalegt og kúrði sig upp að mér og fannst virkilega notalegt að fá að lúra svona hjá mömmsunni sinni.

Áttum góðan dag laugardag.  Sól og yndislegt veður . Fórum í sund í Borgarnesi og fengum okkur að nasla þar.  Kíktum í Landnámssetrið í Borgarnesi og fórum á Egilssýninguna.  En sonur varð heldur hræddur - soldið draugalegt - svo við skoðuðum ekki alla sýninguna en þetta var virkilega flott og ég mæli með að fólk sem á le ið um kíki þarna!!

Fengum á okkur haglél... það var bara til að hressa við lol !

EJS var svo með grill um kvöldið - hrikalega gott kjöt sem við sonur nutum út í ystu.  Og ég hlakkaði til að mingla svo við fólkið þegar hann væri sofnaður.  En haldiði ekki að mín hafi bara sofnað út frá Mugga Mörgæs! Spurning um hvort okkar sofnaði á undan.  Klukkan níu!! Það var bara svo hrikalega notalegt í tjaldinu okkar. Ég steinrotaðist á hlýrabolnum og berfætt - og svaf eins og steinn. 

Þetta var bara snilld.  Við sonur áttum svo góðar stundir saman, fórum á leiksvæðið þar sem hann gat látið öllum íllum og prílað út í eitt, hoppað á trambólíni og verið hann sjálfur.  Ég sat með bókina mína og lét fara vel um mig.  Aflsöppun út í gegn.

Hann er strax farinn að tala um aðra útilegu ! Enda er ég að spá í að taka nótt í júli og kíkja í Ásbyrgi :)

Eigið góða daga!

 (Gabríel með þykjó kíki - tekið við Fossatún)DSC02148

PS - Myndir frá útilegunni eru kominar á flikkrið okkar!

föstudagur, júní 20, 2008

Allt klárt :)

jamm - allt pakkað og partur kominn til Önnu sem við ætlum í samfloti með.  Bara eftir að fara í Bónus og ná í nokkrar nauðsynjar (svala og kókómjólk) svo klukkan fimm verður sonur sóttur í skólann, heim og kæliboxið stöffað með mat og góðgæti.  Ég bý svo vel að ég átti í kistunni grillkjöt, pylsur, pylsubrauð og fleira.  Hlakka þvílíkt til.  Það var svo gaman í fyrra með Hafdísi og Gabríel finnst þetta svo gaman.  Verðum í Fossatúni fyrir sunnan með fullt af EJSurum bæði héðan og úr Reykjavík!  Góður hópur þar á ferð :)

Gabríel er þvílíkt spenntur.  Hann hitti þau Önnu og strákinn hennar Heiðar Örn í gær og var voða feiminn, en fannst Heiðar Örn flottur strákur - hann átti svo mikið flott dót!!

Annars er í fréttum að pabbi á afmæli á morgun - 60 ára !! Og þar sem við sonur verðum fjarri öllu góðu gamni þá óskum við honum hjartanlega til hamingju með daginn á morgun!! Vonum að hann eigi góðan og rólegan dag! Knús og kossar til þín pabbi minn!

afi_gah

miðvikudagur, júní 18, 2008

17. júní í sveitinni er bara snilld

Við sonur áttum yndislegan dag.  Eins og sjá má á myndunum okkar: 17. júní 2008.

Fórum uppí sveit á mánudag og Gabríel var svo hamingjusamur með að hitta afa sinn og ömmu að hann var að springa :) Hann er svo heimavanur hjá þeim og hann nýtur þess svo að eiga þau fyrir sig. Og við áttum svo góða stund tvö saman þegar við fengum okkur morgunmat 17. júní.  bara við tvö, spjalla og hlæja.  Svona stundir gefa manni alveg nýtt púst.  Hann vaknaði syngjandi - og var sönglandi nær allan daginn. 

Fórum í fjós, kíktum í kaffi til Þórhöllu, fórum og fengum blöðrur og andlitsmálun og fórum í skrúðgöngu.  Það sem ég fílaði við að vera í sveitinni var að það var engin bið.  Börnin gátu hrúgast um blöðrurnar og sóttu það sem þau langaði í og þar sem allir þekkja alla þá sáust hvert blöðrurnar fóru og foreldrar borguðu og verðið var miklu skemmtilegra en á Akureyri í fyrra.  Gabríel gat verið á hjólinu hjólað um allt og maður var ekki í hættu á að tína honum, fólk var ekki á bílunum í kring og hann gat verið frjáls.  - Annars er góð færsla um daginn í gær á síðunni hans. 

Svo er útilega næstu helgi.  hlakka bara til !!

laugardagur, júní 14, 2008

Sofa, lesa, knúsa sólina...

Yndislegasti sonur er hjá pabba sínum um helgina.  Ég kvaddi hann á leikskólanum og fór í vinnuna.  Hvað ætlaði ég nú að taka mér fyrir hendur þessa helgi sem er ekki einu sinni vinna á laugardegi??

Jamm ég kom við á nokkrum stöðum á leiðinni heim.  Td keypti ég mér blóm í íbúðina - smá lit :o) Og á leiðnni heim naut ég þess að vera ekki á hlaupum, með hugann við annað heldur gat ég bara drollað og dólað, skoðað og dundað.  Mikið er langt síðan ég hef haft tíma til að gera svoleiðis. 

Fór heim með blómið mitt (sem er reyndar gervi en hrikalega flott og í geggjuðum vasa sem hreinlega kallaði á mig þegar ég sá hann) Ég fann fyrir ákveðnu spennufalli.  Fékk mér subb og tubb og endaði sofnuð fyrir framan imbann um ellefu :o) og náði að sofa til átta í morgun!!!

Sólin vakti mig.  Ég hugsaði með mér aðfara í sund en neeeeiii ég hreinlega nenni ekki í sund þegar bærinn er kjaftfullur af fólki út um allt, og í alls kyns ástandi.  Brenndi í sveitina.  Alltaf gott að koma þangað og fá að knúsa sólina í ró  þar :o) Afi go amma þar líka, skroppið í Belg, farið í sund, tók hálfan kílómeter og sátum og spjölluðum við Þórhöllu systur.

Og bara dagurinn búinn og maður vel sólaður! 

Ég btw - var í bleika hlýrabolnum mínum og í pilsi! já ég á bleikan bol - fyrsta bleika flíkin mín !! Og ég fílaði mig hrikalega vel !!

Ég er mikið spurð hvort ég fari nú ekki á djamið núna þegar ég á "frí" núna reglulega um helgar.  Þá á fólk við að ég sé barnlaus.  Ég kalla það ekki frí að hann fari til pabba síns. Ég tala ekki um að fá "frí" frá barninu mínu.  Ég á frí í vinnunni núna á laugardögum.  En ég tala ekki um barnið mitt á þann hátt.  Þetta er að ganga snilldarvel, og það er það sem ég er ánægð með - að Gabríel fái að umgangast og kynnast föður sínum á sínum forsendum.  Hann er kátur þá er ég kát!

Hvað djammið varðar - þá er ég enn að fóta mig með allt þetta.  Ég fæ stundum góðar langanir til djamms, en oft þá vil ég heldur vera heima, eins og td þessi helgi - vá - kjaftfullur bærinn af misjafnlega gáfuðu fólki í misjöfnu ástandi.  Ég bara þoli ekki of mikið af of fullu fólki - hef fengið minn skerf af því. 

Eins og ég vil líta á þetta þá eru þessar helgar komnar til að vera - og mér liggur ekkert á í djammið.  (og ég kannski þekki heldur ekkert af fólki ennþá til að djamma með)

- mér liggur bara ekkert á :o)

fimmtudagur, júní 12, 2008

heima með soninn

jamm það var hringt úr skólanum á miðvikudag - sonur með einhverjar blöðrur á höndum sem líktust Handa- fóta- og munnsjúkdómi.  Nú ég auðvitað sótti gaurinn og fór með hann doksa sem staðfesti grun leikskólakennarana. Jamm og jæja - smitberi og jaddíjaddí og algengt að börn fái hita og hausverk.  Nema minn maður auðvitað - er svona líka hrikalega sprækur og búinn að rústa stofunni, horfir á Latabæ og leikur allt með og syngur - hoppar og trammar út um allt.  Reyndar í gær fékk hann reglulega "sitjakjurrköst" þar sem hann hreiðraði um sig í lazy-boy með Goggann sinn.  Þá stökk ég til og mældi gutta og já þá var hann með hitaslæðing.  Sem er ástæða þess að við erum heima í dag líka - og jú líka að hann er enn með blöðrur á höndum og fótum.  Hringdi í doksa aftur í morgun - lenti á þeim sama og ég hitti sl miðvikudag sem mundi alveg eftir okkur.  Hann sagði að stráksi mætti sko fara í skólann á morgun ef blöðrur væru að minnka og ef hann væri svona hress.  Jamm og við út á morgun. 

það er er svo yfirvofandi pabbahelgi hjá okkur.  Bíladagar hér á eyrinni, fullt af einhverjum tónlistarviðburðum út um allt líka.  Hvað á maður að bralla af sér? Nú og ég verð að fara í sveitina líka til að ná í útilegudót sem ég ætla að hafa með mér næstu helgi :o)

Nóg að gera á stóru heimili :o)

mánudagur, júní 09, 2008

Endalaust gaman

að vera til :o)

Við sonur áttum yndislega helgi.  Fórum í sveitina strax á föstudag þar sem sonur minn var ákveðinn í að hitta afa sinn og ömmu strax.. Hálfur mánuður síðan hann hitti þau síðast. Honum finnst þetta heldur langur tími.  Hann nýtur sín svo þarna hjá þeim.  Út á pall með hjólið, í garðinn með gröfuna, svo fann  hann forláta steypubíl í sandkassanum hans Hjartar sem fékk far í Birkihraunið.  Já og "geimskipið" - sem er reyndar kafbátur ha ha - svo yndislegur!

Var að keyra á fjöll með pabba, afa og ömmu um helgina.  Það var bara býsna gaman.  Þau eru svo yndisleg lömbin og það er svo frískandi að sinna skepnunum og kúppla sig úr daglega lífinu og gera eitthvað allt annað en maður er vanur.  Gabríel kíkti aðeins í húsin, en rollan hans er svo mikil rófa að hún stakk af niður á Belgjarbáru og ekki söguna meir - hún ætlaði sko ekki að fara eitthvað í hús og uppá fjall.  Lamblaus og frjáls :o)

Þetta var svona ekta afslöppunnarhelgi.  Sofnaði snemma bæði kvöldin, út frá bókinni minni, svaf til átta báða morgna og naut þess að vera í fríi. Mikið er ég farin að hlakka til að fara í sumarfrí. 

Tók þá ákvörðun að fara í útilegu EJS 20-22 júní og hlakka til !! Og ég ákvað líka að taka Gabríel í heilar 5 vikur úr skólanum.  Hann þarf svo á því að halda líka að fara í frí.  Finn á honum - hann er þungur á morgnana vill vera heima og knúsa og kúra hjá mömmsu sinni. 

Ragga mín er á landinu núna - og hlakka ég til að hitta hana þegar hún álpast á norðurlandið.. Sama Ragga sem ég fer til í viku í lok júlí.  Það er bara  yndislegt að hitta hana svona mikið !!!

Munið að brosa :o)

fimmtudagur, júní 05, 2008

Afmælisbarn dagsins

Er hún elsku yndislega Anna mín!!!!

Núna eru bara x mörg ár í stóra X en við hugsum ekkert um það.  :o)

Til hamingju með daginn yndislega vinkona !!!

Knús og kossar mín kæra!

anna

miðvikudagur, júní 04, 2008

Afmælisbarn dagsins

er hún yndislega Ragga mín sem býr úti í Rotterdam - sem ég er einmitt að fara að hitta í lok júlí!!! Hlakka endalaust til  búin að vera óþolandi í allan dag - sönglandi "er að fara til Hollands er að fara til Hollands" og vinnufélagar eru ekkert hressir með þetta hjá mér :o)

En til hamingju með afmælið yndislega vinkona mín!

Knús og kossar mín kæra!

ragga

Holland - ég er að koma!!!!!!!!!!!!!

ég var að ganga frá bókun til Amsterdam og Rotterdam i lok júlí!!! Ragga vinkona getur tekið sér frí þessa viku og og og ég er barnalus þessa viku- svo ég bara ákvað að skella mér!!!! - er meira að segja búin að ná að nurla saman krónum uppí þessa ferð :o)

Og ég vona að Dóan mín verði á svæðinu líka - það er náttla möst að knúsa hana!! Ég er bara  að bilast úr spenningi núna!!!

þriðjudagur, júní 03, 2008

Sumarfrí...

Kom í ljós í gær að ég verð barnlaus síðustu vikuna í sumarfríinu mínu - 25 júlí til 1 ágúst.  Og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við sjálfa mig.  

Einhverjar  hugmyndir??

mánudagur, júní 02, 2008

Sex And the City

Pabba helgi.  Kvaddi Gabríel í skólanum á föstudagsmorgunn.  Hann ekki kátur, var ekkert til í að fara í skólann og að mamma væri að fara að vinna.  Heyrði argið í honum út í bíl.  En hann er fljótur að jafna sig.  Svo sótti pabbi hans hann og hann var virkilega hress þá heyrði ég:o)

Ég ákvað að nota tækifærið og dúllast um helgina - og þá meina ég dúllast út í ystu.  Keypti mér hillur, hallamál og steinbor í Byko.  Og mín setti upp hillur á föstudagskvöldið.  Fyrir bjór.  Lagði ekki í þetta með bjór.  Nógu erfitt var að fá kvikindin rétt. Pizza og föstudagsbíó.  Steinrotuð kl ellefu..

Vann á laugardag - ekkert að gera.  Sem betur fer síðasti laugardagur fyrir sumaropnun.  Svo enginn vinna laugardaga fram í ágúst. 

satcAnna mín kom seinnipartinn.  Védís mamma hennar, keyrði hana og við þrjár fengum okkur Ning's og hvítvín fyrir bíó, Védís var reyndar í kókinu.  En stefnan var tekin á Sex And the City.  Omg.. ég eeelska þessa þætti - og myndin ... já við erum búnar að bíða lengi eftir henni og biðin var sko þess virði - myndin er yndisleg! Ég hló svo mikið og já ég táraðist líka - ég ba ra viðurkenni það hér með.  Já ég mæli sko með henni!!

Védís sækir okkur og þá eru fleiri með í för og við höldum heim í meiri rauðvín og spjall.  þetta kvöld var yndislegt.  Það var svo gaman að tala saman og hlæja saman.  Þetta voru semst bræður Önnu líka og kona annars þeirra.  Ég hitti þá ekki oft en það er alltaf gaman að hitta þau öll.  Svo hress, einlæg og góðar sálir, er vel hægt að lýsa þeim.  Reyndar er öll fjölskylda Önnu þannig.  Þau eru öll svo indæl. 

Ég varð alveg endurnærð á sálinni eftir þetta kvöld.  Fékk mér reyndar miðnæturgöngu í bænum á eftir en það er saga fyrir lokuðum tjöldum :o)

Sunnudag svaf ég, fór í sund, verlsaði í Bónus, svaf meira, fór á Image056Glerártorg að skoða og versla, fékk drenginn minn heim, knúsaði hann, lékum okkur með þetta líka svakalega mótorhjól sem vinurinnn kom með heim (Toys'r'us opnaði hérna á Ak um helgina og minn græddi á því - á báðum vígstöðvum ha ha ha ) og fór svo að sofa. 

Vona að þið hafið átt góða helgi elskurnar.