föstudagur, júlí 30, 2004

Akureyri dagur 3 - föstudagur

Föstudagur í dag. Vaknaði snemma, gott veður, rólegheitin í vændum. En það breyttist snemma. Fyrir klukkan níu hringir síminn, þá er pabbi á leiðinni til A-eyrar með eitthvað bilað stykki úr þvottavélinni þeirra. Og ég hitti hann um tíu og tók nokkra rúnta með honum í búðir, aðallaega tölvubúðir, honum langar svo í dvd skrifara.
Svo átti Hjölli tíma hjá lækni, sem átti að taka smá stund en tók um 2 tíma. Við Kítara tókum rúnt í frisbí á meðan, fór í búðir og fann hárlitinn minn (ekki seinna vænna en grá hár eru að brjótast fram úr felum - bölvuð!!) Og í þeirri andrá fékk ég skemmtilegt símtal frá Dóu vinkonu sem var á leiðinni til Akureyrar frá Dalvík. Ég hitti hana um tvö og fékk mér dýrindis köku og súkkulaði kaffi á Bláu könnunni. Afskaplega notalegt!!
Það er svo heitt og notalegt hérna á A-eyri, ef vindurinn væri ekki þá væri ekki líft úti. Miklu skárra en rokið og rigningin fyrir sunnan.
Gott að kíkja aðeins á netið á Kaffi Akureyri, kíkja svo aftur í Kjarnaskóg með tíkina og halda áfram að hafa það gott og náðugt!

Akureyri dagur 2 - fimmtudagur

Vaknaði snemma í morgun, náði ekki að sofa neitt ógurlega þar sem rúmið sem við erum í er ekki nægilega stórt fyrir okkur þrjú. Merkilegt nokk hvað lítill kroppur eins og hennar Kítöru getur tekið mikið pláss. Hún er ekki vön að sofa uppí hjá okkur, en á svona stöðum þar sem hún er ekki heima, þá erum við með hana inni hjá okkur yfir nóttina og þá endar hún alltaf uppí. Ósköp notalegt að knúsa hana, en hún er afar plássfrek.
Við fórum með hana fyrir ofan bæinn, þar sem við funum hátt og mikið gras, leyfðum henni að hlaupa og ærslast. Rúntuðum um bæinn, og þar sem Kaffi Akureyri opnar ekki fyrr en þrjú þá urðum við að finna okkur eitthvað annað til dundurs. Við höfðum bara afskaplega gott af því. Svo við ákváðum að fara í smá hádegispikknikk í Kjarnaskóg. Og það var snilldar gaman. Kítara lék á alls oddi og við köstuðum frísbí fyrir hana non stopp í klukkutíma. Fundum læk, tré, fullt af erfiðum stöðum og ef þetta er nógu erfitt þá skemmtir hún sér betur. Við Hjölli fengum okkur létt snarl í góða veðrinu og tókum fullt af myndum. Alveg yndislegt að vera þarna og slaka á!
Heimsóktum Gunna vin okkar, sem er heimavinnandi húsfaðir þessa dagana. Þar sem leikskólarnir eru í fríi, þá skipta þau hjónin með sér vinnudögum. Þau eiga 3 svaka krúttleg börn og það er nóg að gera á því heimili. Dauð öfunda þau af þessari íbúð sem þau fengu hérna á Akureyri, og núna langar mig í svoleiðis..... Og auðvitað fóru þeir Hjölli að skoða tölvuna hans Gunna og tala tungum... Ég hins vegar fann sófa og stein sofnaði. Hjölli segir að það sé vegna overdoze af súrefni eftir daginn. Og kvöldmaturinn var ekki af verri kantinum - Hjölli grillaði þessar dýrindis svínasteikur!! Yummie!!! Og eftir svoleiðis kvöldverð þá á maður að slappa af – það er bara skylda!!

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Akureyri

Þá erum við komin til Akureyrar, og áætlað er að vera hér fram yfir helgi.  Erum hjá Herði, tengdapabba, og fer vel um okkur þrjú þar.  Og þökk sé OgVodafone þá eru Hot Spots á Akureyrinni líka, sit núna á Kaffi Akureyri með súkkulaðikaffið mitt og skoða póst og blogg.... nice!!  hvar væri maður án alls þessa?'  hvernig fór maður að í gamla daga þegar maður átti ekki til fartölvu og heitir reitir þýddu eitthvað allt annað??

En við fórum á Nings í gærkveldi, og sáum svo I.Robot í Laugarásbíó.  Will Smith náttlea bara snilld eins og við var að búast, en ég var mjög ánægð með þessa mynd þó ég sé ekki hæper framtíðar scifi aðdáandi.
Og ég afar stolt af sjálfri mér að hafa meikað tíma í Kringlunni á mega útsölum með kreditkortið í vasanum og eyddi EKKI NEINUM PENING!!!!  Geri aðrir betur!!

Við lögðum svo í hann upp úr ellefu í morgun.  Tókum þessu rólega fyrst, en eftir Staðarskála þá var brunað beint á A-eyri.  Maður fann hvernig hitnaði í kring er nær dró, og hitinn hérna er mergjaður, hlakka til að eyða nokkrum dögum hérna.  Dagskráin er fín um helgina, og þetta verður mjög gaman. 
Er gjörsamlega að leka niður úr þreytu núna, hlakka til að fara að sofa með nýju sængurnar og satín sængurverin sem við fjárfestum í. 

Þar til síðar - eigið góða helgi framundan og komið heil heim þið sem eruð á flakki!!!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Reykjavík dagur 2

Komin í súkkulaði kaffið á Victor aftur - me like!!
Náði rétt að hitta Röggu vinkonu í gær áður en hún hljópst á brott út í Eyjar, sú ætlar að taka verslunarmannahelgina almennilega með góðu fríi.  Einnig var ég svo heppin að hitta Jóhönnu í gærkveldi, og sjá íbúðina hennar, en ég hafði ekki enn séð hana, og er hún mjög flott og notaleg.  Átti góða kvöldstund með henni yfir te/kaffi, á meðan synir hennar sváfu og kisa litla passaði baðherbergið.

Jamm ég vaknaði snemma – eða um átta, ákvað að skella mér í sund áður en ég færi með bílinn í skoðun.  Hjölli og tíkin ákváðu að kúra aðeins lengur.
Rosa gott að slaka á í pottinum og njóta þess að vera í almennilegum nuddpotti svona einu sinni.
Kíkti svo á afa og ömmu í hafragraut og slátur.  Fín uppistaða fyrir daginn! 
Bíllinn flaug í gegnum skoðun og var skreyttur fagur bláum miða á númeraplöturnar, ég eins og stolt ungamamma yfir þessu öllu saman!!
Því næst lá leiðin í Háskólann, athuga með auka einingar.  Við þessa litlu heimsókn mína þangað jókst spenningur minn um 100% vegna námsins, farin að hlakka geðveikt til, í bland auðvitað með smá stressi.  En ég er viss um að ég klári þetta nám.  Það er ekkert sem ætti að stoppa það.  Ég tel mig alveg vera með heilabúið í þetta, auk þess sem þetta flokkast með áhugamálum mínum....

En við erum ákveðin í að fara norður aftur á morgun.  Jú sól núna hérna, en eins og vanalega þá fylgir alltar rok með, og þegar sólarblíðan bíður á Akureyri er erfitt að halda sig í burtu, það er jú sumar og ég í sumarfríi!!

mánudagur, júlí 26, 2004

Í Reykjavíkinni

jámm við erum í Reykjavíkinni núna, sitjum í "veðurblíðunni" inni á Café Victor og njótum hot spot þráðlausu tengingarinnar þar, og sviss mokka kaffi... súkkulaði kaffi, eina kaffið sem ég get drukkið þessa dagana.  
Við fórum til Akureyrar á laugardaginn, og gistum þar, hjá tengdapabba, rúntuðum svo í góða veðrinu til R-víkur á sunnudaginn.  Gistum í góðu yfirlæti hjá Kalla og Raggý.  Kítara er eins og prinsessa, ræður ríkjum á því heimili, þar sem eru tveir aðrir hundar fyrir.  Kjáni, 4 ára, með hjarta á við rjúpu, sekkur inn í sig þegar hún ygglir sig framan í hann, og svo Pontó, 8 mánaða strákur sem vill bara leika, og meira að segja Kítöru finnst of mikil læti í honum, og siðar hann hiklaust til. 
Ef veðrið skánar ekki hérna, ætlum við að fara aftur norður á miðvikudaginn og slappa af á Akureyri. 

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Engin bloggstílfla

stakk af í Mývó í nokkra daga.  Ákvað það á sunnudaginn um fjögur að renna í sveitina.  Ætlaði upphaflega að stoppa bara í eina nótt, en við Kítara ákváðum að stoppa aðeins lengur í góðu yfirlæti.  Hjölli ákvað að vera heima og mála, enda hefur húsið tekið stakka skiptum þessa dagana, komin flottur rauður litur á þakið!!!

En þetta var alveg snildar frí hjá okkur, grillað, sofið, labbað og haft náðugt.  Kíkti til Akureyrar á mánudeginum.  Fór með hundana í vatnið, leyfði Kítöru að hitta rollur, og smala!! sem var alveg rosa gaman, hún smalaði eins og hún hefði aldrei gert annað um ævina!!

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Bloggstífla

það bara kemur stundum fyrir hjá manni, líka finnst manni ekkert vera að gerast til að skrá niður, svo maður hreinlega sleppir því, til að sýnast ekki pathetic með no life what so ever.
Ég komst að því að námið mitt er ekki lánshæft hjá LÍN, því mig vantar envherjar einingar uppá. Ég varð nett, þokkalega, mega pirruð/pissed út af þessu, fór og fékk mér popp og lagðist í Friends sukk....
Ef það er eitthvað sem getur glatt mann og fengið mann til að hugsa um ekki neitt, þá eru það Friends. Hver kannast ekki við að setja Friends á þegar þunglyndið streymir yfir mann?? Allavega hafa þessir þættir bjargað mér oft og mörgum sinnum. Friends og Stargate SG-1 voru my best buddys í vetur, þessum langa, dimma kalda einmannalega vetri. En nóg um það.

Ég talaði við þjónustufulltrúann minn á Sparisjóðnum og hún sagðist nú ekki ætla að láta mig gefast upp, eða so to say, hún allavega sagði að þetta myndi nú reddast á einn eða annann hátt, hún er afskaplega góð kona og hefur hjálpað mér mikið undanfarið blessunin.

Núna langar mig alveg hryllilega til Mývó um helgina, en það er alltaf spurning um helv.. peninga. Svo erum við að leggja í hann helgina eftir það, suður og til Akureyrar, og þá er alltaf hægt að stoppa í sveitinni.

mánudagur, júlí 12, 2004

Mest stressandi

Hvað er það sem fólki finnst mest stressandi? Eru það ekki peningamálin? Jú allavega hjá mér, ég hata peningamál, og þegar maður ætlar að gera eitthvað, td að láta verða að því að fara í skóla, þá byrjar stressið um skólagjöld, þetta eru engar smá upphæðir sem um ræðir, og hvar á meðal manneskja að nálgast svona upphæðir? Ég sit í svitakófi því ég þarf að hringja í sparisjóðinn minn og athuga hvort þeir vilji aðstoða mig við að komast í skóla.. ég þoli ekki að standa í þessu, fæ svona nagandi kvíðaverki um allann líkamann, þannig að ég vilji helst leggjast fyrir.

sunnudagur, júlí 11, 2004

Sólríkur og góður dagur

Sælt veri fólkið. Jamm helgin hefur verið afar þægileg. Sólin ekki látið sig vanta, og ég er orðin þokkalega útitekin.
Já ég er hætt á frystihúsinu. Fór til Eskifjarðar til læknis á föstudaginn (þar sem enginn læknir er hér þegar sá eini er veikur, og óvitað um hvenær læknir verður til taks aftur) og fékk vottorð vegna baksins á mér, ég var/er ekki að meika svona vinnu og sérstaklega ekki fyrir þessum f**king lágu launum.
Ég er að skána í bakinu, gat bakað og rennt yfir gólfin í dag, svo Hjölli þarf ekki að gera öll húsverkin einn, eins og undanfarnar 4 vikur. Ég bakaði tilraun af sjónvarpsköku, gegt góð þó ég segi sjálf frá, tókst með snilli hjá mér.
Fór þrisvar með tíkina í dag í ósinn, enda hryllilega heitt úti, og hún með þennann svarta feld sinn. Reyndar var hún óþæg áðan, slapp og hljóp geltandi í átt að nágranna stráknum, sem hljóp svo grendjandi heim, en hún stoppaði eftir nokkur köll frá mér, og kom til baka, hún fór ekki alveg að honum. Ég vona að það verði ekki eftirmálar vegna þessa.
En annars hefur helgin bara verið róleg, sól, krossgátur og bækur, úti í garði á teppi....

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Mér leiðist...

Gott kvöld góðir hálsar. Ég er semst að leika mér með Smileys. Við Jóhanna fengum útrás fyrir þeim áðan á msn.... Ég þarf að hafa eitthvað að gera þar sem ég er að vinna í því að hætta að reykja (mætti ganga betur)

Eftir daginn í dag

er ég sólbrunnin.. hef ekki sólbrunnið í fjölda ára!!! Náði síðustu after sun flöskunni í búðinni....

Núna erum við Kítara að fara í labbó með Hafdísi og Jeltsín, og á eftir ætlum við að grilla pylsur. Bara svona nett til að grilla bara eitthvað, og borða í garðinum, þó við séum ekki komin með pallinn, þá má alltaf hafa svona smá "pick-nick" á teppi í garðinum undir sólinni :o)

Í dag

heldur veðurblíðan áfram...

Hjölli svaka duglegur að setja upp stillasana og mála úti, enda er húsið allt annað á að líta!! Við ætlum að kaupa pallaefni frá Húsasmiðjunni og setja sunnan megin við húsið, þá verður snilld að sitja þar og hafa næs. Vonandi verður það komið þegar Kalli og Raggý koma í heimsókn.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Sólríkur dagur

Ákvað að láta fólk ekki slá mig út af laginu, skítt með það pakk sem heldur að það sé miklu betra en allir hinir. Hef ekki látið sorgir og sárindi undanfarið buga mig og ætla ekki að byrja á því núna!

Sólin yndisleg, rosalega hlýtt úti, lá í garðinum með litla gleðigjafann min hjá mér og réð krossgátur. Svo var henni orðið svo svakalega heitt greyinu að ég ákvað að henda henni í ósinn til kælingar, sem var greinilega mjög kærkomið. Hittum þá á Sölva og Nero, Kítara getur leikið við Nero, hann nefnilega nennir að leika - ekki oft sem það gerist. Sátum þrjú þe við Hjölli og Sölvi og kjöftuðum í nær tvo tíma í sólinni við ósinn.

Fólk er falskt

Rosalega leggst það ílla í mig þegar manneskja sem maður kynnist, og heldur að sé ein af fáum sem maður getur kallar kunningja/vin sinn, er ein af þeim sem gengur um og talar ílla um mann eða mína. Manneskja sem hefur alltaf verið afar næs og viðkunnaleg, komið vel fram við mann (greinilega á yfirborðinu) og svo snýr sér við og drullar yfir mann og manns nánustu við næstu manneskju sem hún mætir. Maður verður hreinlega niðurbrotinn á að heyra svona.

Flottir strákar!!




Enn um tónleikana




Og hérna er mynd sem ég fann á síðunni þeirra þar sem fólk getur skráð sig og skoðað allt um túrinn og lesið blogg eins starfsmanns, ásamt skoðað myndir sem hann setur inn úr ferðinni þeirra. Getið skráð ykkur hér

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Metallica BESTIR!!!

Þessir tónleikar voru bara hrein snilld. Metallica var hrein snilld, þeir eru snillingar!! Þeir tóku öll óskalistalögin mín, meira að segja Fade to Black sem var víst ekki á lagalista hjá þeim. Og að heyra ca 18þ manns taka undir með Nothing Else Matters var eitthvað sem maður gleymir ekki.
Það var geðveikur hiti og skortur á súrefni á svæði A, og við Jóhanna áttum stundum afar erfitt og fórum reglulega til að kæla okkur og ná andanum. En eftir að löggan opnaði út fyrir aftan okkur þá var þetta ekkert mál.

Maður bara einhvern veginn á í erfiðleikum með að koma orðum að þeirri tilfinningu sem hríslast um mann við að sjá hljómsveit á sviði sem maður hefur hlustað á og dýrkað svo lengi. Og þegar sú hljómsveit stendur sig svona vel á sviði, og taka lögin fullkomlega þá eru engin orð sem fá þeim lýst!!!

Ég notaði svo tímann í gær til að hitta vinkonur mínar Röggu og Vilborgu sem höfðu stungið af úr bænum yfir helgina. það var dásamlegt veður í Reykjavík í gær, og sátum við Ragga úti á Kaffi Victor og nutum veðurblíðunnar.
Kom svo heim um átta í gærkveldi þar sem mín beið dýrindis matur. Og litli gleðigjafinn minn var ekki að spara fagnaðarlætin við að fá mig aftur heim.

Alltaf gott að koma heim.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Metallica í dag!!!!

Jamm í dag er stóri dagurinn!!
Er í góðu yfirlæti hjá Kalla og Raggý, enda var ekki við öðru að búast hjá þessum elskum.
Hitti Jóhönnu í gær, og tókum við kaffishúsamaraþonið okkar eins og okkur einum er lagið! Enda hef ég lært það í gegnum árin að plana aldrei neitt samdægurs og ég ætla að hitta Jóhönnu því það stenst aldrei hjá mér.
Dóa og co buðu mér svo í mat um kvöldið, og í vídeó á eftir. Nammi, snakk og næs, verst að ég sofnaði næstum yfir myndinni fyrir kl ellefu og ákvað að drífa mig aftur á Grundarstíginn og halda áfram að sofa þar.
Núna er dagurinn opinn, og er í afslappelsi. mega næs..

föstudagur, júlí 02, 2004

Tilbúin að fara

nema á eftir að pakka tölvunni. Tíkin alveg á útopnu, skilur ekki neitt í neinu. Fattar þó töskuna sem ég nota til ferðalaga er frammi og fötin mín í henni. Hún á eftir að tryllast endanlega þegar tölvutaskan er tekin upp.
Og búin að dobble tjékka miðana á sínum stað!!!!

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Á morgun á morgun!!!

hlakka til á morgun. Hitta Kalla og Raggý, hitta Jóhönnu, hitta Dóu, Önnu og alla!! Fara á tónleikana, fara á Nings, fara á Pizza Hut, og hitta alla vini mína....

Búin að þvo allt sem ég ætla að taka með mér af fötum (mjög sjaldan sem ég fatta það í tæka tíð) búin að setja miðana á tónleikana í tölvutöskuna - garantíd að sú taska gleymist ekki, þó ég ætti til að gleyma öllu öðru þá er sú taska sem myndi aldrei gleymast!! Þekkjandi sjálfa mig þá væri ég vís með að vera komin suður og fatta að miðarnir á tónleikana væru enn fyrir framan lyklaborðið á skrifborðinu mínu!!!

Bakaði skinkuostahorn um daginn svo kallinn og tíkin hefðu eitthvað að nasla í á meðan ég væri í burtu... he he he - reyndar þarf ekki að hafa áhyggjur af því, hann er miklu betri kokkur en ég, og finnur alltaf eitthvað í ísskápnum þegar ég er búin að dæma hann gjörsamlega tóman...

Ég babla bara af spenningi....