mánudagur, nóvember 28, 2005

Fráhvarfseinkenni

Sko - eftir mjög svo vel heppnaða laufabrauðshelgi í Mývó þá finn ég að ég er komin með hræðileg félagsleg fráhvarfseinkenni frá fimm fræknum fljóðum.....
Ég hitti eina góða vinkonu um helgina og ég fann þegar hún var farin að ég hefði viljað hafa hana hjá mér miklu lengur, í meira næði til að spjalla meira saman. Takk fyrir að kíkja inn elsku Anna mín!
Og þá fann ég einnig enn meir hvað ég sakna vinkvenna minna í bænum...
En ég er annars rosalega kát þessa dagana, jólin á næsta leiti, ætla að hengja upp seríur í kvöld, Gabríel yndislegri en allt sem yndislegt er, og stækkar og stækkar..... Hann er núna farinn að borða með okkur alltaf á kvöldin og borðar okkar mat. Tennur no 7 og 8 eru að skríða í gegn, með tilheyrandi látum.
Og púkahornin og halinn koma oftar og oftar í ljós, hann hefur húmor þessi elska. Ragga - hann er með húmor afa síns !! Þið eigið eftir að vera góð saman!! Einnig þá er afar sterkt í honum "láttu mig vera ég get sjálfur" hef á tilfinningunni að þetta verði ein af hans fyrstu setningum - ákveðinn og sjálfstæður! Vill skoða allt, prófa allt og gefst ekki upp fyrr en takmarki er náð. Það er td vegna þessa sem hann er næstum farinn að borða sjálfur með skeið, við megum bara ekki hjálpa, hann vill gera þetta sjálfur. Matur á ekki að vera stappaður, hann skal vera í bitum svo hann geti borðað hann sjálfur, og reynir að stinga í með gaffli. Farinn að drekka úr glasi, drekkur sjálfur úr stútkönnu - ég hjálpa með glasið. Hann er ekki farinn að labba enn, en það stoppar hann ekki, hann fer sínar leiðir og hefur sinn hátt á. Fullkomlega eðlilegt heilbrigt og hraust barn sem segir "namm namm" þegar hann sér lýsisflöskuna, "datt" (þykist vera voða hissa) þegar hann er nýbúinn að grýta hlutnum á gófið.....

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

SKO

mig langar bara heim þegar veðrið lætur svona - heim, undir teppi, með kakó og loftkökur, Gabríel að leika sér og ég lesa Harry Potter nýju bókina...

Kominn vetur

Halló dúllurnar mínar. Sorry hvað ég er hræðilega löt að skrifa, en það er bara nóg að gera hjá mér og þegar ég kem heim er dagurinn allt annað en búinn. Litli sonur minn, sem stækkar og stækkar á mig alla þegar ég kem heim og þar til hann fer að sofa, öðruvísi vildi ég ekki hafa það. Okkur líður annars mjög vel.
Það er bar komið ógisslegt veður úti, veturinn kominn með öllu sínu. En samt finnst mér þetta allt í lagi. Ef ég kemst ekki í sveitina á morgun, þá læt ég bara fara vel um mig heima og hengi upp jólaseríur og lýsi upp þetta myrkur sem umlykur allt í kringum mann þessa dagana, en þið kannski takið ekki eftir því að það er nánast alltaf dimmt núna. Maður tekur einhvernveginn meira eftir því þegar maður er svona úti á landi þar sem borgarljósin ná ekki til manns til að lýsa upp umhverfið. Maður þakkar fyrir stjörnurnar og þegar tunglið er fullt, þá er ekki alveg eins dimmt. En annars er alveg kolniðamyrkur. Hjölli ætlar að hjálpa mér að setja upp seríur á hæð 2- það verður skemmtileg breyting að sjá jólaljós þar uppi, í stað dimmrar og drungalegrar hæðar. Eins og litlu krakkarnir kölluðu Sunnuhvol "draugahúsið" eða "nornahúsið"
Svo já - to sum up - jólaseríur eru á leiðinni upp hjá mér...

mánudagur, nóvember 07, 2005

Til bjargar á mánudegi

súkkulaði kassinn er kominn aftur...

föstudagur, nóvember 04, 2005

Glæpur?

er það glæpur að fá sér súkkulaði fyrir klukkan 09:00 á föstudagsmorgni?
Og ef svo er hverjum er þá það að kenna? Er það manninum sem setti stóra fallega York Peppermint Patties kassann upp á hillu í allra augsýn og í almennri gönguleið sem liggur ma á klósettið svo maður kemst ekki hjá því að ganga fram hjá silfurlituðum umbúðum ilmandi súkkulaðis???
  • Komment vel þegin!

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Ekkert msn

ég held að það sé búið að slökkva á msn - þe búið að loka á það í servernum.... Ég allavega næ ekki að loggast inn - grátur grátur - og þar sem ég er ekki komin með meil hérna þá er ég algjörlega ein í heiminum - ekkert tengd við "the outside world" .... ansk.. helv.. djö....