mánudagur, ágúst 30, 2004

Ógissslega dugleg

Búin að vera geggjað dugleg í dag. Vaknaði snemma, dáltið pirruð yfir að geta ekki sofið meir. Hef átt frekar erfitt með svefn undanfarið, en það hlýtur að lagast fljótlega. En við Kítara fórum út í góða veðrið, best að njóta þess áður en allt veður frosið svona snemma morguns. En það er farið að kólna ískyggilega.
Svo var sest við lærdóminn. Og það gekk bara ágætlega. Fékk frið og ró, las og las. Kláraði up to date í fögunum. Reyndi svo að klóra mig áfram í Borland, en ég hreinlega kann bara ekki nóg á það forrit til að finnast ég örugg. Langt síðan maður hefur verið í þeim sporum að kunna ekki eitthvað sem maður er að kljást við. En þetta kemur allt með æfingunni, hef ekki trú á öðru. Má segja að ég fíli mig eins og mér hafi verið kastað í djúpu laugina og ég sé að klóra mig að bakkanum. En fyrri reynsla hefur sýnt mér að þannig læri ég best á hlutina.
Í framhaldi af öllu þessu basli hjá mér þá komst ég að því að þægilegra myndi vera að hafa tvo skjái - annann til að hafa glósur til hliðsjónar og hinn til að vinna á, svo "voila" Hjölli reddaði öðrum 15" skjá, sem hann átti til inni hjá sér, og við smelltum honum upp. Miklu þægilegra vinnu umhverfi.
Annars var helgin róleg. Vaknað snemma, göngutúrar, tölvur og þess háttar. Engar heimsóknir og enginn í heimsókn. Hjölli smellti upp grindverki að sunnanverðu svo það hamli Kítöru í flakkinu, en hún átti það til að flækjast í hinu og þessu með spottanum og sjálfa sig.

föstudagur, ágúst 27, 2004

bakstur og skólabækur

Ég er búin að gera heiðarlega tilraun í dag til að einbeita mér að skólabókunum. En alltaf er eitthvað sem dregur athyglina frá. Svo einnig vantar inn á netið hljóðfyrirlestrana svo mér finnst ég bara vera með part af þeim gögnum sem ég vildi hafa til að læra almennilega. En kannski er ég bara að nota þetta sem afsökun til að gera þetta ekki akkúrat núna.
T.d. bakaði ég helling og glás í dag. Bærinn var algjörlega "möns" laus og bakaði ég súkkulaðibitakökur og skúffukökur. Reyndar ætlaði ég bara að baka eina skúffuköku en eitthvað ruglaðist ég í ríminu, og bakaði eins og ég ætlaði að baka 2 stk. Og misreiknaði stærð formanna og þær urðu 3!!! En fyrri reynsla sýnir að þær skemmast ekki. Verða settar í frost og þá geymast þær lengi. Einnig bakaði ég tvær uppskriftir af súkkulaðibitakökum þar sem sumir vilja hafa þær með rúsínum en aðrir ekki. Og mér finnst ekki taka því að baka hálfa með rúsínum þar sem þær hverfa mjög fljótt. En kosturinn er að þá þarf ég ekki að brasa í þessu næstu mánuði!!
Kítöru finnt alltaf svo gaman þegar verið er að baka. Henni finnst alltaf svo agalega góð lykt úr skúffunni sem geymir allt bökunardótið (súkkulaði, kakó, rúsínur, kókosmjöl og þess háttar) og þegar ég fer af stað og tíni úr skúffunni þá verður hún alltaf sú ánægðasta og sniglast í kringum mig í von um að fá smakk. þetta er algjör serímónía fyrir hana sem hún ólst upp við í vetur. Rauða svuntan sett upp og þá er gaman:)
Annars er lítið að frétta héðan. Hjölli fer reglulega upp og tínir út af hæðinni. Sólin skín, hundurinn sefur og Stargate Atlantis er hin frábærasta sería! Stargate SG-1 er enn í uppáhaldi en við verðum að bíða eftir að þættirnir detti inn á netið þar sem það er verið að sýna þá úti. Næsti þáttur er sýnur úti í kvöld svo kannski (vonandi) dettur hann inn um helgina :o)

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Afmælisbarn dagsins:

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Vilborg
hún á afmæli í dag!!!!

Til hamingju með daginn elsku Vilborg mín!

Knús og kossar frá Fáskrúðsfirði!!!

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Ahhhh komin heim!

Jamm ég er komin heim í kyrrðina. Ferðin gekk vel, bæði norður til Mývó og svo austur í gær. Ég gisti hjá mömmu og pabba á leiðinni, nenni ekki að keyra alla leið á einum degi.
Langar til að þakka Kalla og Raggý fyrir að leyfa mér að gista hjá sér - takk kærlega fyrir mig elsku vinir!
Það er svooo gott að vera komin heim þið trúið því ekki. Er alveg mega þreytt eftir helgina, en þetta var fín helgi, skemmtileg og fróðleg. Hlakka til að byrja í skólanum og takast á við verkefnin. Er einmitt að logga mig inn og sækja glærur og fyrirlestra. Hefst svo lesturinn!
Það var vel tekið á móti mér við heimkomuna. Kítara varð ekkert smá glöð að fá mig heim, dansaði af kæti um allt húsið og sá varla af mér þessi elska.
Hjölli búinn að vera geggjað duglegur á meðan ég var ekki heima. Setti upp skjólvegg í garðinum og reif helling út af hæð 2. Svo núna eigum við þennann fína skjólvegg við sólpallinn okkar, og auddað kom rigning í dag svo ég get ekki sest út með tebollann minn og prufað! En þetta er snilld!!!
Það er gott að koma heim!!

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Löng en skemmtileg helgi

Jæja búin í skólanum í dag. Komin niður á Victor til að leika mér á netinu. Ætlaði í heimsókn til afa og ömmu en þau eru ekki heima í augnablikinu.
Skemmti mér vel í skólanum. Leggst vel í mig þetta nám. Er núna að kanna innri vef skólans og verkefnin sem ég var að gera í dag eru þar inni og ég fæ access að þeim í gegnum netið auk tölvupóstsins. Mér finnst það snilld. Ekkert bras við að senda og sækja, bara loggast inn og næ í draslið.
Ég fékk aðra bókina sem mig vantaði á föstudaginn. Fékk hana á 3þ þegar bókasölur stúdenta voru að selja þær á 5-6þ tel mig vel sloppna þar!
Hitti Jóhönnu mína á Mílanó, sátum þar og kjöftuðum í nokkra klst. Alltaf notalegt að ná að sitja og spjalla í frið og ró.
Náði í Önnu G og Dóu á flugvöllinn seinna um kvöldið, en þær eru að fara til Danmerkur á morgun. Verður vonandi gaman hjá þeim.
Vaknaði snemma á laugardaginn og hóf minn fyrsta skóladag! Við erum bara tvö að austan. Hinn er frá Breiðdalsvík og er búfræðingur. Við getum þá unnið eitthvað saman væntanlega í verkefnum í vetur. Annars eru flestir frá R-vík. Þegar ég var búin á laugardaginn sá ég allt í 1 og 0 - vorum í binary allan daginn, og heilinn minn getur bara tekið við visst miklu af svona hugsunum og hugtökum á einum degi og var ég alveg búin á því. Lagði mig þegar ég kom á Grundarstíginn. Ákvað líka að hreyfa ekki bílinn þar sem ég fékk bílastæði á Grundarstígnum sjálfum. En þegar menningarnótt er þá er afar hæpið að fá stæði svo nálægt húsinu! Enda var allt gjörsamlega pakkað allstaðar strax þá. Það semst útilokaði það að ég færi og hitti Jóhönnu heima hjá henni (sniff sniff). Fór þess í stað og hitti Önnu G. og Dóu. Ragga slóst í hópinn og horfðum við á tónleikana á Miðbakka og svo á flugeldasýninguna á eftir. Ég fór heim eftir það. Þreytt og alls ekki í gír fyrir svona mikið af fólki. Hef aldrei séð svona mikið af fólki á einum stað!
Vaknaði hress í morgun og skveraði mig í sund. C++ var í dag, og það kom mér á óvart að allt bras í blogg templates er alls ekki svo heimskulegt! Margt þar sem ég hef lært sem kom að notum!
Ég semst er búin að hafa það gott yfir helgina, en mikið er mig farið að langa til að komast heim!

föstudagur, ágúst 20, 2004

Góðan daginn Reykjavík!

Var komin á fætur og í sund snemma - sleikti sólina í pottinum og naut mín. Er að reyna að grafa upp bækur fyrir skólann, reyna að finna þær sem ódýrastar. Enda sennilegast með að fara á bókasöluna hjá þeim sjálfum þar sem þeir vilja ekki að maður noti eldri bækur en útgáfu 4. Og sumar eru held ég alveg nýjar svo það er erfitt að fá þær á skiptibókarmörkuðum. En það kemur allt í ljós. Á hellings af skólabókum síðan í fyrra sem ég get farið með í bókabúðirnar en fæ bara innleggsnótu í staðinn. En maður getur alltaf nýtt þær!!!
Núna liggur leiðin í hádegismat hjá afa og ömmu, hvað tekur við eftir það er óráðið.
En ekki má gleyma afmælissöng dagsins:
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Jóhanna
hún á afmæli í dag!
Til hamingju með daginn elsku Jóhanna mín!!
En í gær var góður dagur, eftir að ég kom í bæinn þá fór ég í mat til Röggu vinkonu, þaðan með henni og Björk í skonsur til foreldra Röggu. Alltaf gaman að hitta þær vinkonur, Röggu og Björk, afar hressar og skemmtilegar að vanda!

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Enn og aftur í Reykjavíkinni

Hæ hæ essskurnar mínar. Hvað er það fyrsta sem maður gerir þegar maður kemur í bæinn þegar maður er búinn að vera netlaus í nokkra daga?? Jú maður fer og finnur næsta hot spot stað, fær sér súkkulaði kaffi og loggar sig inn!!!
En ég er búin að vera í góðu yfirlæti í foreldrahúsum.
Sakna Hjölla og Kítöru mikið.
En þetta hefur á mína daga drifið síðan síðast:
Mývatnssveit - mánudagur, 16. ágúst
Jamm þá er ég komin í sveitasæluna í Mývó. Keyrði alla leiðina í í gær í sól og steikjandi hita, ekki ský á himni og geggjaður hiti.
Í dag fórum við mamma svo til A-eyrar. Hún kom með mér í sónar þar sem Hjölli gat ekki komið með mér. Það gekk allt mjög vel, allt í góðum gír, mjög gott mál. Búðuðum aðeins, alltaf gaman að búða aðeins á A-eyri. Nú er semst bara afslöppun fram á fimmtudag.
Mývatnssveit – þriðjudagur, 17. ágúst
Dagurinn í dag var frábær! Geggjað veður! Fór í sund í morgun, slappaði af í pottunum og skellti mér á sólpall og rak nefið upp í sólina, og viti menn ég er aðeins brúnni en ég var í gær!! Herkúles að njóta þess að hafa mig eina, engin Kítara til að stjórnast í okkur, frekjast á milli. Við mamma og Herkúles fórum á rúntinn í sveitinni, fengum okkur góðan labbó í Höfða. Rosalega er sá staður alltaf jafn fallegur, en verst hve mikið af gróðri er sviðinn þar sem sama og engin rigning hefur komið í sumar! Og auðvitað var ís í Selinu, það er alltaf skylduverk – ís sem ekki er hægt að borða úti því þá væri hann allur út í flugu.
Mývatnssveit – miðvikudagur, 18. ágúst
Og aftur var sólin á sínum stað í morgun. Ég var mætt í laugina kl tíu, og lá á pallil í klukkutíma (með viðeigandi og reglubundnum ferðum í laugina og pottinn) Þetta var alveg yndislegt. Eftir sund þá sat ég úti á palli eins fáklædd og ég mögulega gat (með tilliti til nágranna) og leysti krossgátur (og las Andrés Önd) Við mamma fórum svo til Húsavíkur eftir hádegið, tilgangur ferðarinnar var Hvalasafnið á Húsavík. Þetta er mikið og flott safn. Mæli með að allir kíki þangað (ef svo ótrúlega vildi til að þið ættuð leið þangað) Tók reyndar fullt af myndum. Þeir eru með fullt af beinagrindum, óþrjótandi upplýsingar um hvalina, uppruna og lifnaðarhætti, veiðar á þeim til forna og í dag. Tæki og tól, sýni og myndir. Mjög skemmtilegt hjá þeim.
Jamm svona var það og svo var brunað í bæinn í dag (fimmtudag). Ætla að nýta daginn á morgun í snatt og stúss.
Og ekki má gleyma að Jóhanna Logadóttir á afmæli á morgun!!!

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Ein á ferð....

jamm þá er það komið á hreint. Þar sem tengdapabbi getur ekki passað fyrir okkur næstu helgi þá kemst Hjölli ekki með (sniff sniff) svo ferðaplan er svo hljóðandi:
  • sunnudagur keyra í Mývó
  • mánudagur sónar á Akureyri
  • fimmtudagur keyra suður úr Mývó
  • mánudagur keyra norður aftur

Það verður svo að ráðast hvort ég meiki að keyra alla leið heim á mánudeginum eða hvort ég gisti í Mývó og fari heim á þriðjudag. En þökk sé hot spots OgVodafone út um allt þá kemst maður auðveldlega á netið til að hafa samband :o)

Ég á eftir að tala við Kalla og Raggý en ég býst við að gista þar á meðan ég er í bænum.

'till later... hafið það gott dúllurnar mínar.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Þrif, tölva og nammi...

Tók daginn snemma. Vaknaði kl sjö og gat ómögulega sofið lengur. Dreif mig á lappir og fór út með tíkina, ákvað svo að nýta góða veðrið og þvo bílinn almennilega. Sápuþreyf hann, rainexaði og þreyf hann að innan í leiðinni. Nema varð að geyma ryksugun þar til í nammiferðinni því ekki er hægt að ryksuga með hund í bílnum (þó hún sé í búrinu sínu þá gólar hún alveg hryllilega á ryksugur).
Tók við að spila NWN og kjafta á msn. Og um eitt fór ég og náði mér í tölvusnakk og já ryksugaði bílinn.
Er að byrja að stressast út af skólanum. Næsta helgi úff mar, já og þarf að leggja í hann sennilegast á morgun. Verð í heila viku í burtu frá manni og hundi. Ég hef aldrei farið svona lengi frá hundinum. Jóhanna segir að hún verði ok, en það er ekki málið - heldur verð ég ok án hennar?? Mikið rosalega verður maður háður litla skugganum sínum!!
Það er enginn ferðafílíngur í mér. Fékk góðan doze af ferðafullnægingu á roadtrippinu okkar um daginn. Ég er bara svo heimakær hérna, í greninu mínu að það hálfa. Tölva, TV og te á sínum stað (the three T's)
Kannski ég ætti að fara og njóta laugardagsins og vera heiladauð fyrir framan imbann, myndi sennilegast sofna þar sem maður var vaknaður svo snemma. Maður ætti kannski ekki að gera það opinbert þegar maður vaknar svona snemma á laugardegi að ástæðulausu (þe engin vinna né lífsnauðsynlegur fundur)

föstudagur, ágúst 13, 2004

Líður að skóla..

Jæja þá er ég búin að fá dagskrána fyrir næstu helgi, hún hljóðar svona:
21. ágúst
  • Kynning fyrir nýja fjarnema frá 9 - 11
  • Tölvuhögun, kl. 11 - 16

22. ágúst

  • Forritun, kl. 10 – 16

Við erum ekki alveg búin að ákveða hvernig þetta allt saman verður. Ég þarf að mæta í sónar á Akureyri á mánudaginn 16. ágúst. Og við erum ekkert allt of spennt yfir að taka tíkina í svona langt ferðalag aftur, sérstaklega til R-víkur. Hún var ekkert að fíla sig neitt rosalega vel. Svo kannski verð ég bara ein á ferð. Ef svo verður þá keyri ég til Mývó á sunnudag, gisti þar, skutlast til A-eyrar á mánudeginum og verð svo áfram í Mývó fram að helgi. En eins og ég segi þá er þetta ekki alveg komið á hreint enn.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Engin hafgola....

Í dag er heitt - of heitt til að gera nokkuð! Við drifum okkur út fyrir hádegi til að mála, nýta sólina og hlýjuna áður en hafgolan kæmi og það væri of kalt og hvasst til að gera nokkuð. En svo stóðum við í svitabaði við að mála og það hélt bara áfram að hlýna. Þetta var nú býsna næs samt. Ég tók grindverkið og Hjölli prílaði upp á þak og málaði efri hluta þaksins þe þá hlið sem snýr að fjalli/veginum. Eftir það rak ég nefið reglulega út á sólpall, en ég hafði ekki dug í að sitja í mollunni lengi í hvert sinn. Tíkin alveg að grillast og fann sér alltaf skugga til að mása í.
Við tókum rúntinn hinum megin í fjörðinn, aðeins til að kæla hana, fórum á nýjan stað. Þar komst hún í sjó og læk til að svamla í og var hin ánægðasta. Við gæddum okkur á ís á meðan. Ég reyndi núna að liggja úti í garði og ætlaði að ráða eina krossgátu en heilinn var of steiktur til að hugsa.
Þetta er með heitustu dögum sem komið hefur þessi 2 sumur sem við höfum búið hérna!

Geggjað veður

Góðan daginn. Mér sýnist í dag verði eins veður og í gær. Alveg steikjandi hiti og logn. Ég kvarta ekki yfir því. Bíð eftir að sólin færist yfir á sólpallinn svo ég geti farið út og dundað mér með bók eða krossgátur í smá tíma.
Síðustu dagar hafa verið rólegir. Skruppum yfir á Eskifjörð á mánudaginn. Heitt. En þar sem hitaskúr kom þegar heim var komið þá dundaði ég mér í Neverwinter Nights og skemmti mér mjög vel.
Í gær var svakalegt veður. Fórum með tíkina í sund í ósnum, gæddum okkur á sjeik á meðan í sólinni. Nutum semst veðursins til fullnustu. Tókum multiplayer á Neverwinter - var geggjað gaman, sátum í sitthvoru tölvuherberginu og börðumst við vonda kalla sem reyna að leggja heiminn undir sig.
Og veðrið hreinlega bauð uppá grillmat. Hjölli grillaði dýrindis svínasneið, sem var meira en nóg í matinn handa okkur tveim, og ég bakaði eftirrétt. Mega næs.
Nú styttist í suðurför aftur. Leggjum í hann á sunnudaginn sennilegast því ég verð að vera á Akureyri á mánudaginn. Og skólasetningin er á fimmtudaginn, og þá um helgina er fyrsta staðbundna vinnulotan. Svo opnar sennilegast skiptibókarmarkaðurinn á mánudeginum eftir það. Svo þetta verður vikureisa hjá okkur. En það er bara gaman :o)

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Heimsókn úr Mývó!!

Ahh þetta var nú notalegt í dag. Pabbi hringir úr Jökuldalnum og segir þau vera á leiðinni í heimsókn. Það var nú ekkert obbosslegt drasl hjá okkur en ég fór samt sem sveipur um húsið, minnti sennilegast á Mr. Muscle þvottaefnisauglýsinguna....
Hef aldrei séð tíkina taka eins vel á móti neinum og þeim. Þvílík gleði og hamingja hjá henni við að fá þau í heimsókn, sérstaklega Herkúles.
Rosalega gott veður og við tókum rúnt yfir í gamla franska spítalann sem stendur hinum megin í firðinum. Hef aldrei farið að skoða hann, og ef þessir veggir gætu talað þá myndu þeir segja frá mörgum sögum. Þetta er orðið hrörlegt og það er ekki ráðlegt að fara upp alla stigana þar, og sumstaðar heldur ekki á neðri hæðinni, maður gæti hreinlega poppað niður úr. Minnir einna helst á gömlu draugahúsin sem maður sér í bíómyndunum. Hjölli eldaði svo dýrindis pottrétt og var mikið etið og spjallað.
Það var rosalega gott að fá þau í heimsókn, og dagurinn yndislegur.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Aflsöppun í dag

Tíkin leyfði mér að sofa út í dag. Hún var ekki komin á hurðina kl sjö, og svo aftur kl átta heldur fór ég framúr kl níu, útsofin og hissa á rólegheitunum. Lallar hún þá framúr stofunni, með stírurnar í augunum og eyrun uppábrett, svo mygluð að það hálfa...

Við kláruðum okkar venjulegu morgunverk; sturta, labbó, frisbí, synda í ósnum, morgunmat og þess háttar. Hjölli prílaði upp á þak og byrjaði að mála aftur.
Við fórum bara til Reyðarfjarðar í gær, nenntum ekki lengra, auk þess höfðum við þannig séð ekkert að gera lengra. En okkur vantaði menju á þakið svo við urðum að fara í Byko.
Ég réðst á húsið að innan, bretti upp ermarnar og skúraði og bónaði allt. Voða fínt fínt hjá mér. Við náðum í búðina fyrir tvö, til að kaupa nammi af nammibarnum með 50% afslætti. Mér líkar það obbosslega vel.
Svo er ég búin að sitja hérna, og leika mér í afslappelsi í Neverwinter Nights leik. Tíkin sefur, og Hjölli sefur sennilegast yfir einhverjum þætti sem hann var að horfa á í tölvunni hérna niðri. Munur að vera með hægindarstól í tölvuherberginu og geta látið fara vel um sig. Ég er með sófa, og það er yndislegt að liggja þar og slaka á með bók eða horfa á eitthvað skemmtilegt.
Svo dagurinn í dag er sannkallaður afslöppunar dagur.

Hmmmm....

Eru laugardagar ekki nammidagar??

föstudagur, ágúst 06, 2004

Ekki mikið að gerast

það er allt í rólegheitunum þessa dagana. Hjölli skellti niður pallaefninu sem loksins kom í leitirnar um daginn, svo núna erum við með smá sætan sólpall í stað gamallar holóttar stéttar sunnan við húsið - mikið næs. Hann hefur líka verið að æfa loftfimleikana með að hanga uppi á þaki og mála. Eða ég vona að hann hangi í einhverju því þakið er geggjað bratt og hátt fall ef hann skildi detta. Og húsið hefur breyst í svip við að fá nýja ferska málningu.
Sól og blíða undanfarna daga, og hefur bæst aðeins á freknurnar á enninu á mér.
Ég er að byrja á nýjum leik sem heitir Dark Age of Camelot. Þetta er online only leikur, og gegnur ok svona í byrjun. þó það sé alltaf hálf leiðinlegt að byrja því maður er svo aumur kall í startið. En leikurinn lofar góðu og ætla ég að nýta mér vel þennan fría fyrsta mánuð sem fylgir leiknum.
Svo er jafnvel á plani að fara til Egilsstaða í dag að versla, jafnvel kíkja í sund, en það er samt ekkert ákveðið enn.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Og afmælisbarnið....


Svona lítur svo prinsessan út í dag. Ég tók nokkrar af henni áðan en mér finnst þessi skemmtileg. Hún er tekin um helgina í Kjarnaskógi á Akureyri, og er sú stutta að bíða eftir því að frisbí sé kastað. Þetta var alveg frábær dagur.

Kítara á "afmæli" í dag!!!

í dag er ár síðan Kítara kom á heimilið! Þar sem hennar fæðingardagur er óvitaður þá kalla ég þetta afmælisdag hennar!! En hún er uþb eins árs og mánaðargömul núna. Ótrúlegt hvað þetta ár hefur verið fljótt að líða og enn fyndnara þegar ég skoða myndir af henni frá þeim degi sem hún kom og í dag. Hún er svo stór núna miðað við litla krílið sem hún var þá!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Komin heim :o)

Jæja - þá erum við komin heim í fjörðinn. Við stoppuðum í Mývó í hádeginu. Aðeins að hlaða batteríin, með lúxus hádegisverði hjá foreldrum mínum. Stoppuðum á Egilsstöðum í Bónus þar sem vitað var að ísskápurinn var algjörlega tómur heima fyrir.
Tíkin hæst ánægð með þetta, linnti ekki látum þegar við vorum kominn inn, heldur heimtaði mat í dallinn sem er alltaf niðri við tölvuherbergið mitt (sem hún annars borðar bara úr á morgnanna) át helling, og er svo löggst og stein sefur núna í sófanum í tölvuherberginu mínu. Svona vill hún hafa þetta greinilega. Hún horaðist á ferðalaginu greyið. Þegar við vorum í Mývó áðan þá réðst hún á dallinn hans Herkúlesar og borðaði fullt. Átti greinilega erfitt með að borða á ferðalaginu, þó var alltaf matur til handa henni á Akureyri. Hún stóð sig eins og hetja á ferðalaginu. Svo duleg í búrinu, að bíða og vera á ferð lengi.
En ég er sammála henni, það er afskaplega gott að vera komin heim. Ferðalagið var mjög fínt og skemmtilegt í alla staði, og það var frábært að hitta fólk sem maður annars sér ekki það oft. Í gær, mánudag, vorum við bara róleg heima fyrir. Las, horfði á tv, fór í göngutúra með tíkina og svaf meira. Algjört afslappelsi.

Ég gekk frá skólagjöldunum í HR - vei!! Svo nú er bara að bíða eftir að komast suður aftur til að hefja námið! hlakka geggjað til!!!

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Jóhanna Loga:

ég sendi þér póst á Hotmailið þitt þar sem eitthvað í tengingunni hérna neitar mér um að senda póst......

Merkilegt

ég sit enn á Kaffi Akureyri, og á næsta borði er fullorðið fólk, á aldri við okkur Hjölla, sem er að hella stíft í sig. Búin að commenta vel á "furðulegheit að hanga á netinu um versló" Þau eru hávaðasöm, rífast, hellandi niður og eru sér þannig til skammar. Þau eiga td eftir að verða þokkalega skrautleg í kvöld, eða bara seinnipartinn ef þau halda svona áfram. Mega þreytandi. Ég td færði mig fjær þeim því ég var í hættu með tölvuna mína við að fá bjór/captain morgan eða þaðan af verra yfir mig og tölvuna. Og þegar þau koma heim þá segja þau "það var gegt gaman á Akureyri" Sérstaklega þegar konan sagði; já ég var hér í gær, en man ekkert eftri því þannig er dj góður?? ...... næs

Akureyri dagur 5 - sunnudagur

Loksins komst maður inn á netið á Kaffi Akureyri. Kom í gær og ekkert net. Svo mikið álag á kerfinu að símar virka ekki, hending ef sms kemst í gegn og þá er ekkert gott signal á netinu. En loksins loksins, smá tenging við umheiminn.

Ótrúlegt hvað ég er búin að vera hérna lengi. Enda er kominn tími á að fara að koma sér heim. Það eru svo mikil læti hérna á kvöldin og á næturnar að það er enginn svefnfriður. Og alls staðar sem maður fer þá er fólk á fylleríi.
Vorum sallaróleg í gærkveldi. Jú gerðum heiðarlega tilraun til að komast á netið, og Hjölli ætlaði á AA fund, en þeir voru allir eitthvað lokaðir og bla bla, og netið ekki inni. Svo kvöldið fór í gervihnattadiskinn á heimilinu með öllum sjónvarpsrásunum - yummie - gegt gaman og næs.

'till later..

Akureyri dagur 4 -laugardagur

Ahh gott veður – sól og blíða. Svaf eitthvað lítið í nótt, læti úti. Tengdapabbi býr við Þingholtsstræti og húsið stendur rétt fyrir neðan gatnamótin við Kaupang. Þar er mikið labbað framhjá til að komast upp á tjaldstæðin, og alls konar læti heyrðust fram eftir allri nóttu. Þegar ég fór af stað í morgun með tíkina þá keyrðum við framhjá allaveganna draugum. Fékk á tilfinninguna að sumir hefðu jafnvel sofið á Ráðhústorginu sjálfu undir sviðinu, voru það sjúskaðir og myglaðir.
Ekki er dagurinn skipulagður mikið. Enda er oft líka gott að taka lifinu með ró og vera ekkert að stressa sig.
Fórum hins vegar í bíó í gærkveldi, sáum King Arthur. Ég var virkilega hrifin af þeirri mynd, nema filman eitthvað skemmd hjá þeim því það voru bæði mega hljóðtruflanir og skemmdir í myndinni. Þarf að ná í hana af netinu til að horfa á hana í almennilegum gæðum. En myndin sjálf er virkilega skemmtileg, mæli með að sjá hana. Þeir setja upp gömlu söguna um Arthur konung, Lancelot og wizardinn Merlin á enn einn nýjan máta. Ég hef séð nokkrar útgáfur af þessari sögu og lesið margar bækur og er engin eins og mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt.