mánudagur, febrúar 27, 2006

Afmælisbarn dagsins

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Dóa
hún á afmæli í dag !!

Til hamingju með daginn elsku vinkona!!!

Komin heim

Jæja þá er ég mætt aftur til vinnu. Fór suður á fimmtudaginn að beiðni manns míns, hann var mættur suður til að hitta bróður sinn sem fer hrakandi þessa dagana. Við Gabríel skutluðumst í flug og tókum okkur bílaleigubíl í bænum til að skjótast á milli staða. Ef bíl skyldi kalla - Yaris, þetta eru sko dósir - ekkert meira hægt að segja, ég kitlaði pinnann reglulega - en ekkert gerist - þetta eru bara smásnattabílar sem eru varla fyrir manneskju með innkauparæði!

Ég bið þá afsökunnar sem ég hitti ekki, og eru þeir nokkuð margir, enda var þetta ekki ferð til þess að skemmta sér. Þetta var erfitt, og ég er lúin eftir þetta, andlega og líkamlega (dauð í baki eftir að hafa keyrt dolluna til akureyrar)

Næstu helgi mun ég svo keyra (minn eigin yndislega súbba) á Bifrsöst til að sitja þar byrjunardaga á námskeiði hjá þeim. Ég er farin að hlakka til. Förum hérna nokkrar, þetta verður bara gaman hugsa ég :o)

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

andlaus en afslöppuð

búið að vera nóg að gera í dag, seldi tölvu sem gerist ekki oft hérna, fullt af smásölum, og góðu fólki dottið inn.
Fimmtudagur í dag, helgin frammundan, og Elli kemur til vinnu á morgun. Það er fínt að rolast hérna ein finnst mér. Er búin að dúllast með vörur, verðmerkja, laga til, raða í hillur, held að ég geti dúllað við þetta endalaust.
Já lagaði bloggsíðuna mína, auddað rambaði ég á sama lúkkið og Blíðan er með, svo ég auddað skipti um. Að sjálfsögðu vorum við Anna með sömu síðuna, enda langflottasta skinnið og eins og sagt er "great minds think alike" það er sko "klárlega" hverju öðru sannara....
Annars - ég gjörsamlega þoli ekki Sylvíu Nótt.....

Jæja ákveðið

hvernig finnst ykkur lúkkið ? Æ mig langaði svoo rosalega í almennilegt kaffi í gær að ég leitaði uppi myndir og stuff sem minnti á ljúffengan 2x latte með súkkulaði sýrópi.... Dóa það verður sko farið á kaffihús þegar ég kem í bæinn 3-4 mars!!!
Já ég er nemst að fara á námskeið á Bifröst - Máttur Kvenna - Rekstrarnám fyrir konur. Ég held að þetta verði rosalega gaman :o)
Svo fæ ég frí á mánudeginum til að keyra heim, en ég ætla að hitta Dóu mína og gista hjá henni, auk þess sem ég ætla að hitta afa og ömmu og kenna þeim á nýju ferðavélarnar sem þau keyptu sér :o)
Ég skil mann og barn eftir heima, tíkin fer vonandi í pass til mömmu og pabba í Mývó :o)

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ógisslegt veður --

Fór í vinnu - í fínasta veðri, og hlakkaði til dagsins sem ég átti í vændum. Dagurinn er búinn að vera fínn, nóg að gera, - reyndar alveg brjálað að gera, er núna fyrst að setjast niður. Og svo er komið ljótt veður. Vona að það gangi yfir.
Elli samstarfsmaður minn er á námskeiði í R-vík, svo ég er ein hérna í dag og á morgun, bara næs skal ég segja ykkur. Dúlla mér við að ganga frá vörum, verðmerkja, raða í hillur sjæna og svoleiðis.
Gabríel fór í leikskólann loks í gær aftur, en viti menn, hann var slappur í gær, mældi hann, 9 kommur, og í morgun 4 komur, svo hann fór ekki í dag.... Er orðin nett þreytt á þessum veikindum í okkur litlu fjölskyldunni.
Jámm ég ákvað að púkka aðeins upp á síðuna mína - veit ekki hvort kommentin koma inn - nennekki að pæla í þeim núna :o)

mánudagur, febrúar 06, 2006

H, h, h og h....

Hor, hálsbólga, hausverkur og hiti, er það sem er að bögga mig núna. Ég er í vinnu, og skal halda áfram að vera í vinnu - með mitt hálsbólgudæmi og verkjatöflur. Finnst alveg ómögulegt að vera meira heima veik....
Annars var helgin róleg og næs, var að vinna á laugardaginn og fór ekki úr náttbuxunum á sunnudaginn - þvílíka letin þar í gangi..

föstudagur, febrúar 03, 2006

Klædd og komin á ról

Jámm - ég er svona nokkurn veginn staðin upp úr veikindum. Þetta er sko ekki búið að vera skemmtilegasta vikan í lífi mínu skal ég segja ykkur. Við erum öll búin að liggja, með mismunandi einkenni pestar. Gabríel ælir og er núna kominn með hornös, Hjölli búinn að vera með hornös og hósta, ég með í eyrum/hausverk og óglatt, en ekki með hornös.
Vonandi fer þetta ástand okkar að skána, allavega að Gabríel hætti að æla. Hann sem hefur alltaf verið svo hraustur - ég bara kann þetta ekki - og litla barnið mitt er lasið og litla mömmuhjartað mitt er í öngum sínum yfir því að geta ekki bara kysst á báttið og allt búið. Sat með hann í fanginu eftir að hann var búinn að gubba yfir allt rúmið sitt í gærkveldi (again) til að verða 2 í nótt, bara því hann kúgaðist og hóstaði og leið bara illa. Litla skinnið mitt. En þetta er held ég komið yfir það versta.
Og svo er ég að vinna á morgun.....