mánudagur, júní 30, 2003

Hæ hó hæ hó!! Sólin og sumarylur hérna fyrir austan. Loksins loksins, ekkert smá ánægð!!!
En auðvitað var ég að vinna í dag, og gat aðeins sleikt sólina í kaffitímanum mínum, eins og sumir vita sem fengu sms frá mér!

Stolt af vinkonum mínum - þær eru svo duglegar að blogga að !! ;)

En helgin var róleg. Ég átti tvo yndislega daga með Morrowind, þar sem laugardagurinn var ekkert spes veður og sunnudagurinn... ehh... vindur en sól og hiti, en ég var bara hreinlega komin með fráhvarfseinkenni frá tölvunni (morrowind) svo ég rak nefið út stöku sinnum þar sem útihurðin hérna niðri er við hliðina á tölvuherberginu mínu.

Og nú eru sumarfríin byrjuð i vinnunni og þá þessa vikuna þar sem við erum soldið undirmönnuð þá þarf ég að mæta kl átta, en það er bara þessa vikuna því það kemur ein úr fríi á mánudaginn. Og viti menn ég þarf að vinna um helgina. Ég fór að pæla í hvenær ég vann síðast um helgi og það er frekar langt síðan, ekkert síðan ég var í BT, febrúar 2000!! En það verður auðvelt að mæta klukkan átta þar sem það er yfirvinna - og manni gengur alltaf betur að vakna hugsandi um það!!!!
Og í dag var Hjörtur verslunarstjóri að setja mig inn í störf sem hann sér um, þar sem hann verður í fríi um næstu mánaðarmót. Kemur kunnátta hins "blessaða og kærkomna" Navision Financials vel að notum...... hehehehehe

Hjölli gerði heiðarlega tilraun til að slá garðinn í gær, með sláttuorfinu sem hann fékk að láni hjá pabba sínum. En orfið er eitthvað lasið og helst ekki í gangi, og garðurinn er eins og frumskógur að það þarf eitthvað öflugra en þetta litla orf sem við erum með, come on - grasið og draslið nær upp að hnjám næstum og ég er búin að tína blómabeðinu mínu.... ég kvarta allavega ekki um að ekkert vaxi hérna, trén og runnar orðin þokkalega gróskumikil! Það er svo gaman að eiga sinn eigin garð að þið getið ekki ímyndað ykkur!! hlakka geggjað til að taka skurk í honum og geta svo grillað úti og legið í sólbaði!! hehehehehehe!!!

laugardagur, júní 28, 2003

Laugardagur, laugardagur og laugardagur!!! Ég hef beðið eftir þessum degi alla vikuna. Kaffið er að fæðast, og tölvan komin í gang. Það er engin sól, en gæti komið síðar, svo núna ætla ég að gleyma mér í Morrowind, hef ekki spilað síðan........ 17. Júni!!!! Það er orðið langt síðan.

Vinnan í gær var ok, slatti að gera, langur dagur enda opið til sjö. Fór í hádeginu í gær og hitti skólastjórann sem er minn verðandi yfirmaður og skoðaði aðtöðuna sem ég fæ - þe skólastofuna. Þetta er mega flott stofa, stór og björt með gluggum sem snúa til suðurs. Við förum í það í ágúst að panta inn fyrir selið, bækur, föndur og þess háttar. Setjumst svo niður og semjum skipulagið, en planið er að hafa skipulagða dagskrá fyrir hvern dag. Fáum til dæmis aðgang að handmentarstofunni einn dag í viku fyrir málun og þess háttar sem er subbulegt, það verður mega gaman!! Ég fékk á tilfinninguna að ég kæmi til með að leika mér í allan vetur, hlakka geðveikt til. Krakkarnir hérna eru svo skemmtilegir. Rosalega kurteis, hress og já skemmtileg, svo innileg, opin og ófeimin.
Vinnudagurinn verður frá ellefu til fimm, svo ég hugsa að ég geti ekki tekið að mér vinnu í kaupfélaginu fyrir hádegi, sérstaklega ekki þar sem ég ætla líka í skóla.

Svo kom Hjölli heim í gær, og við áttum notalega kvöldstund. Byrjuðum á að fara á geisladiskamarkaðinn sem var í gær, og ég náði mér í nýja Bon Jovi diskinn :D Þar var líka fullt af nammi á engu verði, og við versluðum smá af því (hehehehe) Svo var "vídeó" kvöld. Við vorum komin með fullt af nýjum myndum af netinu og horfðum á tvær af þeim í gær, Shanghai Nights með Jackie Chan (mega fyndin) og National Security með Martin Lawrence, sem var líka mjög fyndin.

En núna Morrowind!!!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, júní 26, 2003

Kæru félagar og vinir!!!
í dag er góður dagur. Reyndar er rigning, en ég er í svo brilliant skapi að það skiptir mig engu máli. Ég fékk að vita það í dag að ég fékk vinnuna í skólaselinu í grunnskólanum hérna í vetur!! Svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vera atvinnulaus í haust!! ég ekkert smá ánægð. Reyndar hefði ég sennilegast fengið að halda eitthvað áfram í búðinni því verslunarstjórinn er það ánægður með mig að hann vill hafa mig áfram í vetur, þá fyrir hádegi!! Snilld, bara snilld!!

Núna er ég ein heima. Hjölli fór aftur í gær inn á Eskifjörð, en er væntanlengur aftur á morgun. Ég hafði það gott í gærkveldi, horfði á Lord of the Rings, the two towers, nýkomin af netinu í brilliant gæðum, engin smá snilld, pjúra augnakonfekt. Ég ætla samt að kaupa hana á DVD - dugar ekkert minna fyrir svona klassa mynd.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Loksins komin heim úr vinnunni í dag. Og viti menn - það er komin rigning aftur!! Maður verður þunglyndur á þessu, rigning, rigning og aftur rigning. En ljósi punkturinn er að bíllinn fór í gang í dag.
Svo er Hjölli að yfirgefa mig aftur. Hann er að fara aftur inn á Eskifjörð til að hjálpa pabba sínum. Þetta fer að verða svolítið þreytandi, því kallinn veit ekkert hvað hann er að gera, hvað hann á að gera eða hvernig. Og alltaf bætist nýtt og nýtt við, ekki eins og við þurfum að gera fullt hérna líka, hann bara fattar það ekki. Hann nennir ekki einu sinni að koma og ná í Hjölla, heldur þarf hann að fara með rútu á morgun, því ekki get ég keyrt hann þar sem ég er að vinna. Kallinn skilur það ekki heldur.
Svo er Sigurdís, barnsmóðir Hjölla alltaf að kvabba, "taka strákinn fyrr, þarf að fara í aðgerð, þarf að vinna, þarf að gera þetta,. þarf að gera hitt...." það er aldrei það sama sem hún þarf að gera, hún þarf bara greinilega að losna við krakkann 15 júli, og vera laus við hann fram í enda ágúst. Býsna böggandi. Hún er svo frek og tilætlunarsöm að það hálfa væri nóg.
Sorry - ég er bara soldið pirruð.

En ég hef þó eitt mega tilhlökkunarefni = Ragga vinkona ætlar að koma til okkar örugglega í vikunni eftir verslunarmannahelgi - ég hlakka geggjað til !!!!!!

mánudagur, júní 23, 2003

Halló halló kæru vinir og félagar.
Það er búið að vera nóg að gera hjá mér þessa dagana, eins og sést - heil vika síðan síðasta blogg.
Ég er bara að vinna á fullu í búðinni, serm er ok. Ekki mitt uppáhalds starf en vinna samt sem áður.

Í síðustu viku þann 17. júní komu Þórhalla systir og Lalli í heimsókn. Færðu mér blóm og alles, svaka gaman að hitta þau. Alltaf gaman að fá fólk í heimsókn!!
Veðrið í vikunni sem leið var ekkert spes, svo vikan var bara vinna, eta, sofa, fór sama og ekkert í Morrowind.

Á föstudeginum hætti ég kl fimm og fór með minn mann og dót í bílinn og brunaði til Mývatnssveitar. Pabbi átti afmæli á laugardeginum - 55 ára gamall !! Svo var ættarmót. Það var semst ætt mömmu samankomin. Alveg geggjað stuð í blíðskaparveðri. Sam var frábær tilbreyting. Fórum semst á laugardeginum um hádegi á svæðið. Þetta var haldið í Heiðarbæ, sem er rétt fyrir utan Húsavík. Um kl fjögur fórum við pabbi og Hjölli aftur í Mývó, kíktum í gufu og slökuðum áðeins á þar til um sjö, tími til að fara aftur niður eftir í grillið. Svo var djammað til um þrjú með lifandi tónlist og fjöri. Pabbi og Hjölli gáfust upp fyrir miðnætti og fóru heim. En við mamma vorum eftir. En þarna voru allir samnkomnir sem maður hefur ekki hitt lengi.
Sunnudagurinn var tekinn með ró, enda var geggjað veður í Mývó. Lá í sólbaði, lék við hundinn og naut þess að vera heima með mömmu og pabba. Tímdi ekki að fara, það var svo notalegt. En við lögðum af stað upp úr fimm, og keyrðum rólega yfir því það var svooo gott veður.

Og í dag er frábært veður og ég missti af því... held að allir hérna á svæðinu ætli að grilla því það var biluð sala á grillkjöti í allan dag.

Annars er eitt sem veldur mér smá áhyggjum. Ég fór í það mission í síðustu viku að athuga kennitölur á debit kortum hérna og komst að því að flestar "dömur" sem eru fæddar árin '72-'77 eru orðnar kellingar!!! Ég er farin að fíla mig sem síðasta móhíkanann hérna. Þegar ég hugsa um vinkonur mínar sem eru fæddar á þessum árum þá dettur mér bara í hug "stöðnuðum við einhverstaðar á leiðinni"??? Eða eru þessar "dömur" orðnar bara svona gamlar langt fyrir aldur framm???

sunnudagur, júní 15, 2003

Sæl og blessuð öll sömul. Vonandi líður ykkur jafn vel og mér. Var að koma heim frá Eskifirði. Já ég stóðst ekki mátið þegar bíllinn loks komst í gang í gær en að skutlast yfir og vera þar í nótt. Svo líka kom kallinn minn með mér heim. :)

Ég átti samt afar rólegt og notalegt föstudagskvöld. Fór í ríkið og náði mér í rauðvín. Fékk mér osta, vínber og súkkulaði, horfði á TV og hafði það óskaplega gott.

Svo núna ætla ég að hafa það enn náðugra og njóta þess að vera í tölvunni.

fimmtudagur, júní 12, 2003

Jæja - dagur 2 í vinnunni - og ég í hádegismat. Til að segja ykkur sannleikann - þá meikaði ég ekki neitt þegar ég kom heim í gær. Við skelltum pizzu í ofninn og horfðum á X-Men 2, svo fór ég í rúmið (með nýju James Patterson bókina mína) En ég var alveg búin á því - aðallega í löppunum - come on - hef setið við tölvu síðast liðin 2 ár, ekkert hreyft mig að ráði - svo allt í einu að standa í annann endann í 9 klst!!!!!!
En mér líður strax mikið betur í dag - er líka búin að vera að læra á kassann - svo þá fæ ég að sitja smá.
Annars líst mér bara vel á þetta - auðvitað er þetta annað en ég hafði vonast til að fara að gera - en let's face it - það er ekki offramboð af atvinnu hérna - svo ég er bara fegin að hafa fengið eitthvað að gera. Fólkið sem ég er að vinna með er afar indælt og hresst og skemmtilegt.

Svo er ég aftur orðin ein í koti!!!! ("grátkall") Hjölli er farinn aftur á Eskifjörð til að hjálpa tengdó. I miss him already....... Svo ég verð sennilegast ein um helgina - svo ég ætla að bjóða mig fram í helgarvinnu. Og hafa það svo næs með rauðvín og græs, bara alein.

miðvikudagur, júní 11, 2003

Loksins.................Loksins................Loksinsloksinsloksinsloksins!!!!!!:Ég er að byrja að vinna eftir 55 mín! (klukkan er 08:06)
Dagar Morrowind fara semst minnkandi eftir daginn í gær, og ég hætti því miður að geta talað við Röggu á msn og heyrt hennar fallegu rödd!!!!!
Ég er smá kvíðin - en miklu meira spennt!! ég er hvort eð er að fara að gera hluti sem ég hef svo oft unnið við áður!!! Læt ykkur vita með árangurinn í kvöld!!!

Hvítasunnuhelgin var = Morrowind og rigning.

fimmtudagur, júní 05, 2003

Hallóóó gott fólk!!
Ekki mikið búið að gerast í vikunni. Ég er ein í koti þessa dagana, eða næstum. Hjölli fór inn á Eskifjörð á mánudaginn til að hjálpa pabba sinum í húsinu hans þar. Vési vinur okkar datt í fjörðinn á þriðjudaginn, svo ég keyrði á móti þeim feðgum svo Hjölli gæti nú hitt félgaga sinn líka. Það var rosa gaman að hitta Vésa. Hann var hérna vegna vinnunnar. Við fengum okkur nokkra öl og spjölluðum. Rólegt og notalegt. Góð tilbreyting. Hjölli fór svo aftur til Eskifjarðar í gær. En kemur aftur í kvöld vegna þess að þeir hringdu úr beitningunni og vantar fólk. Annars hefði Hjölli ekkert komið heim fyrr en einhvern tímann og einhverntímann.
Annars er voða lítið að frétta. Bíð enn eftir að byrja að vinna, og bíð enn eftir svari úr grunnskólanum. Ok veður, gæti verið betra. Skiptir mig ekki máli - ég spila bara Morrowind og fíla mig ágætlega!!