fimmtudagur, janúar 29, 2004



I'm terza rima, and I talk and smile.
Where others lock their rhymes and thoughts away
I let mine out, and chatter all the while.

I'm rarely on my own - a wasted day
Is any day that's spent without a friend,
With nothing much to do or hear or say.

I like to be with people, and depend
On company for being entertained;
Which seems a good solution, in the end.
What Poetry Form Are You?
Rafmagnslaust!!
Fékk smá sýnishorn af því hvernig yrði hérna ef það kæmi mega rafmagnsleysi, t.d. bara í ca klukkutíma, það yrði ógeðslega kalt!! Núna fór rafmagnið í um það bil 10 mín. og á þessum mínútum varð hrollkalt hérna, um leið!! Það er svo kalt úti, og húsin eru flest hituð með rafmagnstengdu græsi, sem ég kann ekki frekari skil á.
Og bærinn leit út eins og draugabæli, allt dimmt, kolniðamyrkur allstaðar!! spúkí !!

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Frí í kvöld!!
Jamm miðvikurdagurinn að kveldi kominn. Í dag var "sólardagur" það er semst dagur sem sólin á að ná að skína loks eftir dimmu vetrarins á allan bæinn í fyrðinum. En að mínu mati var veðrið ekki svo gott að blessuð sólin náði ekki að kasta sínum geilsum yfir bæinn (skýjað) En Fáskrúðsfirðingar gera sér dagamun þennan tiltekna dag og allir baka pönnukökur!.. já mér voru meira að segja færðar pönnukökur, þessar dýrindis pönnsur frá Búðarhreppi sem er minn vinnuveitandi í dag. Mikið góðar þær pönnsur!



Hérna er litla dúllan mín - ég er að leika mér að prufa þetta símbloggadæmi!! býsna kúl !!

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Lærdómur og vinna.
Hvernig stendur á því að ég hreinlega kemst ekki í lærdómsgírinn? Nú eru verkefnin farin að detta inn og ég ætti að vera farin að vinna í þeim svo ég þurfi ekki að eyða heilum laugardegi í þetta. Er það vegna þess að ég er í færri fögum og það er minna að gera ? þar af leiðandi þá finnst mér ég ekki vera svo bundin þessu og finnist ég hafa allan tímann í veröldinni til að klára þetta? Eða er það vegna þess að þau verkefni sem nú liggja fyrir eru svo fáránleg að ég hreinlega veit ekki hvar ég ætti að byrja svo ég ýti þeim frá mér? Sbr íslensku verkefni - "finnið orsök ragnarraka skv Völuspá og vitnið í erindi - come on - Völuspá eru 62 erindi!!! Og annað eins fáránlegt úr Hávamálum sem eru fleiri erindi en í Völuspá!! Já og lílffræðin - gæti ekki verið flóknari - eyði ekki fleiri orðum um það helvíti!! Svo er það enskan, og honestly - þá hef ég ekki hugmynd um hvurn andskotann ég er að gera í þessum tímum.... "hvor þessara setninga er rétt: I need to buy.... eða I need buy... ??" halló!!

Svo er það vinnan, ég er hreinlega ekki að meika þetta þessa dagana. Dröslast með þennan helv.. hitakassa sem er mega þungur og er að fara með bakið á mér, upp og niður stiga, upp og niður stiga og aftur upp og niður stiga.... andsk.. verð að drífa mig í skólann... later...

mánudagur, janúar 26, 2004

Já ég gleymdi að segja ykkur..
í gær semst á sunnudagsmorguninn kl hálf sjö, er dyrabjöllunni hringt. Tíkin alveg umturnast á þessum látum og ríkur frammúr, og ég með stírurnar í augunum á eftir henni til að ná í útidyrahurðina á undan henni. Þá er þetta einn af piparsveinum bæjarins, að koma úr partýi "mér fannst ég sjá ljós hjá þér og ákvað að kíkja við" - hvað ætli maðurinn hafi verið að pæla???!?!?!! Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist í vetur, þá var það annar maður sem kom heim um hálf tólf að virku kvöldi "já er maðurinn ekki heima, mætti ég þá kíkja í kaffi" - hvað er fólk að pæla!!?!?!?!
Góðan daginn!!
Og þá er enn einn mánudagurinn runninn upp. Pastakvöldið var ágætt, góður matur og skemmtilegar umræður. Ég var á bílnum og var komin heim um hálf tólf, og fór ekki út með tíkina því það var ógisslegt veður.
Sunnudagurinn fór í að fatta hvernig ég tengi TV aftur við tölvuna og horfði Cheaper by Dozen m/ Steve Martin, hún er ágæt, svona ekta Steve Martin mynd.
Ég var svolítið svekkt yfir að Íslendingar kæmust ekki áfram í handboltanum.
Svissaði yfir á Stargate sem entist mér fram að háttatíma.
Svo núna er mánudagurinn framundan, og vonandi verður hann betri en hann byrjaði. Fór út með tíkina, hált úti, og hún kippti í mig svo að ég datt og gerði gat á buxurnar mínar, lítið á skálminni, en samt gat!! ekki glöð.
Vonandi eigið þið ánægjulegan dag í dag!!

laugardagur, janúar 24, 2004

Laugardagur- tiltektardagur!!
Jamms ég tók til í dag. Sá í dagsljósinu í dag að eftir að hafa verið 3 daga lasin, auk sl helgar, semst fimm daga heima samfleitt, þá fannst mér húsið frekar óálitlegt í útliti. Semst ég bretti upp ermarnar, ryksugaði, alla neðri hæðina, gerði mega hreingerningu á baðinu, mega hreingerningu í herberginu mínu, setti í tvær vélar, skúraði alla efrihæðina, auk þess sem ég þurrkaði af. Tók mig tvo tíma að þrífa þetta allt. Hmm, þremur tímum seinna sást ekki að ég hefði ryksugað herbergið mitt - þe tölvuherbergið, því litli fellibylurinn minn hafði skilið eftir merki um nærveru sína og markað sitt eigið leiksvæði aftur. Hvernig er það - í 181 fermetra svæði, þá virðist það ekki vera nóg pláss fyrir lítinn sex mánaða tík??? En svona er lífið og hún er yndisleg!

Ég er núna nýbúin að taka mig til. Er að fara á pastakvöld á Café Sumarlínu með staffi skólans. Ætla á bílnum, ógisslegt veður úti, og hef ekki efni á að drekka neitt - auk þess sem ég er ekki nógu hress til að fara út að djamma. Er enn svolítið nefmælt, og finn fyrir svima reglulega. En ég vil endilega fara og njóta samveru annars fólks í smá tíma, sem eru eldri en átta ára og tala human language, er orðin leið á að tala hundamál.... :o)

föstudagur, janúar 23, 2004

Rólegt og gott föstudagskvöld.
Vorum að koma heim úr labbó. Í miðjum leik (handbolta) sem fór ekki vel, og mín var nokkuð pirruð, þá hringdi Lára, sem vinnur í mötuneytinu á hæðinni fyrir ofan mig, sú sama og dró mig í bíltúr fyrir jól til að skoða jólaskreytingar, rosa indæl og góð kona, auk þess sem maðurinn hennar er gull af manni, og þau buðu mér í þorramat í kvöld. Þar var drukkinn bjór, og borðaður súrmatur. Mikið hlegið og talað. Var virkilega gaman. Þau eru einmitt að fara til Canary á mánudaginn í þrjár vikur, frábært hjá þeim.
Svo er svo frábært veður úti, stillt, hlýtt, alveg snilldar veður, og við Kítara fórum í langan göngutúr. Hún fékk svo að gæða sér á beinum sem Lára nestaði mig með heim úr matarboðinu.
Erum báðar saddar og sælar með lífið og tilveruna.
Hmmm interesting!
The bathtub was invented in 1850.
The telephone was invented in 1875.

This might not seem like much but,
if you had lived back then,
you could have sat in the bathtub for 25 years
without being bothered by the phone.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Loksins loksins
Ég er orðin nógu hress til að mæta í vinnu í dag!! Kítara verður örugglega fegin að losna aðeins við mig, ég er ekki skemmtileg þegar ég er lasin!! En ég er orðin meistari í að kasta bolta á meðan ég les eða horfi á imbann!!
Annars var hún ekkert smá dugleg um daginn. Ég hleypti henni út í spotta, og hún unir sér vel þannig úti í garði, þó spottinn sé stuttur. En einhvern veginn hafði hún náð að losa sig úr spottanum (how I never know) og ég tók ekki eftir því fyrr en eftir langan tíma, og þá hugsaði ég með mér að núna væri hún rokin á vit ævintýranna. En þessi elska hlýddi kalli undir eins, ekkert mál!! Hún er greinilega að þroskast þessi elska!!

Annað snilldar dæmi: ég fæ bréf frá fasteignabla bla einhverju dæmi sem segir mér að húsið mitt sem var metið á þrjár millur í haust sé komið í fimm millur!!!!! Bara snilld!!!

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Pirr pirr pirr
enn lasin - gerði heiðarlega tilraun eftir góðann nætursvefn og fór á fætur í morgun, hélt að í dag væri nú dagurinn sem ég væri orðin frísk, fór út með tíkina, og fór aftur undir sæng. Náði ekki lengra í dag... helvítis.. ég þoli ekki svona...

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Enn lasin...
Og ég er enn lasin í dag, með hor í nös og auman háls... Harry Potter er minn maður every waking hour - sem er ekki mikið þessa dagana ... aumingja tíkin mín fær núna náttlea ekkert að fara út nema í spotta, en ég launa henni með beinum og kjassi - getur maður smitað hunda af kvefi, hálsbólgu, augnverkjum, eyrnaverkjum og þess háttar (all my symptoms..) ???

mánudagur, janúar 19, 2004

FJÖLGUN!!!
Klara Ósk vinkona og hennar maður Felix (sem ég hef aldrei hitt) eiga von á barni!!! TIL HAMNGJU ELSKU KLARA OG FELIX (sem ég fæ vonandi að hitta einhverntímann)
Ég er lasin með hor í nös!!!!!!!!!!!!!!
En ég er strax komin með 6 þætti af nýju Friends seríunni!!! ( ekki alveg alla í röð) en samt!!!!!

laugardagur, janúar 17, 2004

Leti, leti og aftur leti!!
Dagurinn reyndar byrjaði á því að ég heyrði í snjómokstursheflinum fyrir utan, þe í götunni fyrir neðan mig, ég spratt framúr, á methraða, sem hefur aldrei komið fyrir áður því ég mundi eftir því að ég parkeraði bílnum mínum á sama stað og síðast þegar hann snjóaði og mokaðist inni. Ég leit út um gluggann og þá blasti við mér meiri snjór en ég hafði aldrei séð hér síðan ég flutti... "ó mæ godddd - BÍLLINN MINN!!!"
Klæddi mig og rauk út, með hundinn fyrst, síðan henti ég henni inn og hóf moksturinn, - the rescue of the car!! Jú ég náði honum úr skaflinum - semst fann hann þar, og bakkaði - í lága drifinu - úr skaflinum og gaf allt í botn og náði í gegnum annan skafl sem var á veginum, HAH!!! semst bíllinn minn er ofur bíll - kemst allt!!!
Reyndar var svo spurning um hvar ég ætti að parkera honum aftur, þar sem stæðið fyrir framan gömlu slökkviliðstöðina var kaffullt af snjó (skaflar hærri en bíllinn - ofur bíll - en ekki svo ofur) svo ég fíraði honum fyrir ofan veginn, inn í skafl, bakkaði út, inn aftur til að meika speis fyrir hann þar.
Nú mega þessir snjómoksturssúperdúdgaurar koma á stóru græjunni sinni - sem þeim finnst svo gaman að leika sér á og moka þessa götu eins og þeim lystir!!! hah!!!

Annars er ég búin að horfa á Sex and the City, og einhverja vitlausa mynd sem heitir Down With Love, total waste of time - if you ask me, en ég nenni ekki, bara nenni ekki að fara að læra. Er a bíða eftir að myndin The Last Samuraj detti af netinu, þá verður sko popp og kók móment hérna megin.

föstudagur, janúar 16, 2004

Föstudagur!!
Voruð þið búin að taka eftir því að það er föstudagur í dag?? Ég lifði af vikuna, ég er alveg að komast í gegnum þessa viku, almost there... almost there!

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Mega þreytt!!
Hvernig getur eitt barn gert mann svona þreytta?? Ég tek eftir því þegar þetta ákveðna barn er ekki í selinu þá er dagurinn miklu yfirvegðari og afslappaðri, hin börnin miklu rólegri og ekki eins tense. Og þegar ég kem heim eftir dag eins og í dag þá er ég bara búin, bæði andlega og líkamlega. Og litla Kíttið mitt þarf alla mína athygli og mér finnst svo erfitt að geta ekki veitt henni það sem hún á skilið, ég reyni, en ég er ekki með nóg eftir handa henni.
Bíllinn minn er mokaður inni!!!!!
ég hreinlega þoli ekki svona!! Þeir kvörtuðu yfir að hinn bíllinn væri alltaf fyrir snjómokstri, og ég leyfði þeim að færa hann, þeir kvörtuðu yfir því að fiskikarið sem við notuðum undir niðurrifssrusl úr húsinu væri fyrir snjómokstri, og ég leyfði þeim að taka það, og hvernig launa þeir mér??? ÞEIR VANDA SIG VIÐ AÐ MOKA BÍLINN MINN INNI!!!! mér er skapi næst að hringja í þá og segja þeim að koma með skóflur og moka hann út aftur!!!!!
Já í gær kom veðrið! þetta líka veður, sá ekki milli húsa í gærkveldi. þegar ég kom úr vinnu þá var orðið það vont að ég fór ekki út að labba með tíkina, og það fór versnandi. Déskotinn - þegar ég leit út í morgun þá er bara fínt veður - skólum ekki aflýst hérna.... andsk.....

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Rigning dauðans!!
jamm vonda veðrið sem átti að vera hér í dag er rigning, og það engin smá rigning, en samt ekki eins og "ofsaringingin" sem var um daginn. Semst þessi litli snjór sem eftir var er að fara, það er nú bara allt í lagi!
Annars er bara það sama og síðast, ég var að reyna að læra og reyna að finna 15 vísindamenn og afrek þeirra - þið heilarnir þarna mættuð alveg aðstoða mig með það :) (hint hint Inga og Dóa) Og svo er ég að analæsa völuspá, koma henni á nútíma mál - en ég er náttlea búin að finna vef til þess :) hahahaha

þriðjudagur, janúar 13, 2004

og......

My inner child is sixteen years old today

My inner child is sixteen years old!


Life's not fair! It's never been fair, but while
adults might just accept that, I know
something's gotta change. And it's gonna
change, just as soon as I become an adult and
get some power of my own.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

Og þessi próf.....

HASH(0x859ea44)
Ghost or spirit: You are a lost soul. Very calm and
sweet, you are often the one who asks: What if?
With a clever mind, you want to explore the
world on a different level. Without the
answers, you aren't ready to move on. You are
most likely very creative and find yourself
thinking things through on a different level.
(please rate my quiz)


**Where will you go when you die?**(now with pics)
brought to you by Quizilla
Mig vantar tannstöngla!!
klukkan er bara að verða sex og ég er alveg að leka niður af þreytu! Dagurinn í dag var samt ekki svo erfiður, ég bara á erfitt með að hafa mig framúr á morgnana (þrátt fyrir góðan átta tíma svefn) og þrátt fyrir gott kaffi þá er ég bara alveg búin á því. Og ég verð að mæta í skólann á eftir en sem betur fer er bara 1 tími í dag.
Svo skrýtið - alls staðar annarsstaðar í kringum okkur hérna í Austurbyggð (Fáskrúðsfirði) er bilað veður, skólum aflýst, fólk fast í snjó, og alls staðar ófært! Meira að segja leiðin til Egilsstaða var þungfær í gær, en við hérna erum í blíðskaparveðri, já minnir einna helst á vor! - smá slyddurigning núna rétt fyrir fimm, en hætti strax!! ég horfði út um gluggann og sjórinn var spegilsléttur í allan dag!

Annars er ekkert að gerast hjá okkur mæðgum. Ég kvíði dulítið fyrir næstu vikum, þar sem ekkert liggur fyrir nema bara vinna, læra, eta og sofa. Allt svo drungalegt eftir jólin, seríur teknar niður og janúar tekinn við. Þessa dagana sakna ég ógurlega Reykjavíkur með öllu sínu stressi og amstri, en þar fann maður alltaf eitthvað að gera, annað en að vinna og fara svo bara heim og vonast til að einhverjir séu á msn, eða ný blogg komin á netið, og já spenningurinn yfir hvort eitthvað nýtt hafi komið af DC++ á meðan ég var í vinnunni.....

mánudagur, janúar 12, 2004

Mánudagur og rok!
Af hverju er alltaf svona erfitt að koma sér á lappir á mánudögum? Kannski vegna þess að maður hreinlega nennir ekki í vinnu, þurfti að fara á lappir til að borga reikninga líka, og það er ekkert skemmtilegt veður úti.

En hjónaballið var ok. Brilliant matur, skemmtileg atriði og hresst fólk. Hljómsveitin hefði mátt vera betri - var mikið í því að spila gömludanslög, sem fólk virtist ekki fíla sem best. Ég dansaði þó nokkuð, en var bara mikið á tjattinu. Var komin heim um þrjú og þá var fólk enn í fullu fjöri.

í gær var aflappelsisdagur. Setti tíkina í bað og fórum svo út í frisbee, þe keyrðum út fyrir bæinn og þar hljóp hún á eftir frisbee disknum eins og brjáluð væri.

Svo núna er bara hversdagsleikinn tekinn við með tilheyrandi blankheitum og skólinn að byrja fyrir alvöru í kvöld. Veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í bókakaupum þar sem þær virðast kosta peninga og ég frétti ekki af bókasölu stúdenta sem var á sl fimmtudag og missti þar af tækifærinu til að losa mig við dýrar bækur ss stærðfræðina, íslenskuna, söguna og líffræðina (allt að 18þ í þessum bókum!!!) og hef ég passað upp á þær eins og gull !!

laugardagur, janúar 10, 2004

"Hjónaball"
ég er búin að gera nákvæmlega ekki neitt í dag. Horfði á Sweet Home Alabama, og 5 þætti af Sex and the city, allt ókeypis af netinu :o) Og núna er ég búin að opna bjór til að hleypa í mig hugrekki til að fara að taka mig til á hjónaball. Jú þar sem ég er "hjón" þá er ég gjaldgeng á ballið, matinn og skemmtiatriðin þó kallin sé ekki með. Kunningjakona mín hún Jóhanna úr næsta húsi ætlar að fara - kallinn hennar nennir aldrei að fara neitt með henni svo hún fer ein og vildi endilega að ég kæmi líka - svo she´s my date for tonight!

föstudagur, janúar 09, 2004

Rólegur föstudagur..
Núna sitjum við báðar og horfum á tv. ég með bjór og hún með bein. Reyndar er pissupása hjá okkur - hennar tekur lengri tíma en hjá mér svo það gefur mér tíma til að pósta til ykkar nokkrum línum.

Dagurinn í dag var rólegur - ég vann frá eitt til þrjú í dag, vorum bara tvö við Matthías, og viti menn ég spilaði Idol spilið!! Komst að því að ef maður bætir við góðum félagsskap og með góða geisladiska og mikið af öli og skotum þá er þetta fyrirtaks partýspil - gæti skapað flotta stemmningu!!!

Annars kom ég svo heim, fór í mjólkurbúðina til að ná mér í helgarmjólk (sixpack) bakaði ostahorn og skúffuköku, horfði á Love Actually í tölvunni, fór aftur í labbó og sit svo núna og slaka á. Reyndar er ég að horfa á gamla spólu með fullt af þáttum af Skjá 1 sem tekið var upp fyrir næstum ári síðan af minni ástkæru systur á meðan hún bjó enn á Húsavík.

jæja þarna töltir hún inn, með spýtu - sem hún má ekki vera með inni - en ætlar aldrei að læra það - þessi elska - that's my cue!!
Góða nótt og hafið það gott yfir helgina!!!
Svo næs tilfinning!!
þar sem er starfsdagur kennara á morgun þá er frí í skólanum, en náttlea ekki í skólaselinu, en það verður bara eitt barn á morgun og er ekki í mat svo ég er bara að vinna frá eitt til þrjú!! Svoo þægileg tilhugsun. Ætla að leggjast upp í rúm með Harry Potter og sofna út frá henni.
Skólinn annars gekk ok í kvöld. Fyrsti dagurinn. Og ég kemst að í utanskóla í Ens 403, svo ég verð í 2 ensku áföngum þessa önnina. Flott mál - gott að klára það af!!
en þar til síðar - Góða nótt elskurnar mínar!

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Alveg hreint ótrúlegt!!
Ok hér er ég að reyna að bjarga mínu sambandi, jú elska minn mann og allt það.. en hvað gerist í dag!???!! Guð sendir mér þennan líka fjallmyndalega, drop dead fucking sexy karateþjálfara (hint um bodyið mar!!) sem er nýji stuðningsfulltrúinn hans Matthíasar!!! Og sá maður verður alla daga vikunnar með Matthías (sem áður var bara á mán og fös) frá 13-15 og 14-16 (misjafnt eftir dögum) og hann talar bara ensku!!
Jóhanna mér varð hugsað til þín og sæta dýralækninsins!!!! Stelpur fyrir sunnan, þið sem eruð á lausu, á ég að setja frímerki á ennið á honum og senda ykkur hann??
Ofsarigning!
ég komst að því í gær hvað ofsarigning er. Það er þegar maður stígur út fyrir dyrnar og tekur tvö skref og er orðin hundblautur í gegn. Meira að segja Kítara vildi ekki fara út þegar ég kom heim úr vinnu í gær og hélt í sér þar til hún hreinlega gat ekki meir, til hálf sex - þá var hún ekki búin að fara út síðan kl hálf ellefu um morguninn!!
Svo auddað þá var ógesslega hált svo maður stóð ekki einu sinni í lappirnar.. en það er skárra úti núna - og mesta svellið farið.

Og svo byrjar skólinn í kvöld - verð að segja að ég hlakka ok til, það verður fínt að hafa eitthvað fyrir stafni.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Góðan daginn!!
Miðvikudagur, og skóllinn byrjar hjá mér á morgun!! Og netið virkar!! (still happy about that)
Á föstudaginn er starfsdagur kennara og frí í skólanum hjá krökkunum, ég var einmitt að prenta út skilaboð til foreldra um að láta mig vita hvaða börn yrðu í skólaselinu þennan dag. Ég býst við svona 3-4 börnum, svo það verður rólegur dagur.

Hjölli fer á Hlaðgerðarkot á morgun. Þá eru 6 vikur held ég í meðferð og þar til hann kemur heim.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Mikið svakalega...
er ég hamingjusöm yfir að netið skuli virka núna almenniliega!! get verið á msn, hlustað á fm og horft á tv allt hérna niðri!! fengið tölvupóst, sent tölvupóst - ég legg til að allir prufi að vera internetlausir í nokkra daga, og þá kemur fólk með að meta netið meira og þakka guði fyrir að þessi uppfinning hafi litið dagsins ljós!!
Meilið mitt!
svo núna ekki hafa áhyggjur af meilum - haldið bara áfram að senda á gkv@simnet.is
Ha ha ha !!! loksins!!!
Netið komið í gagnið og lífið getur haldið áfram sinn vanagang!!
Það sem er að frétta af okkur mæðgum er að við áttum yndislegt jólafrí í Mývó!!
TAKK FYRIR OKKUR ELSKU MAMMA OG PABBI!!
Vorum eins og prinsessur í eggi!!
Komum heim í gær og fyrsti dagurinn í vinnu í dag!