föstudagur, mars 31, 2006

ég er stelpa..

já inn kom maður, ég afgreiddi hann með millispjöld í möppur. Þegar hann var að borga kemur inn gamall maður, Fáskrúðsfirðingur. Hann spyr um Ella, hvort hann sé við. Ég svara því neitandi, hann sé í fríi. Þá spyr kall, "nú og hvenær kemur hann aftur?" ég svara honum eins og er að Erlingur sé í barneignafríi og hann sé ekki væntanlegur fyrr en í Júlí. En bæti svo við spurningunni um hvort ég geti ekki eitthvað aðstoðað hann í staðinn. Þá gelur í kalli "nei.... " og í hurðinni kemur aðeins lægra "ég þarf að láta gera við tölvuna mína..." og fór.

fimmtudagur, mars 30, 2006

þjórfé á Kúbu

Kom ein til mín áðan. Hún keypti fullt fullt af pennum, ódýrum en samt góðum pennum, ósköp venjulegum pennum. Yfirstrikunarpennum, rauðum pennum, bláum pennum. Hún var á leið til Kúbu, þar er þetta munaður og fyrsta flokks þjórfé!! Talandi um að vera nægjusamur....

miðvikudagur, mars 29, 2006

brjálað veður

Það er alveg snælduvitlaust veður úti. Komst til vinnu, en hefði alveg viljað vera heima. Verður ekki mikið að gera í dag ef veðrið heldur svona áfram.
Ég er ein, alein, í vinnunni. Elli er farinn í fæðingarorlof og Þórdís er í bjartsýniskasti og ætlar til A-eyrar í dag.
Ferð okkar norður gekk hinsvegar mjög vel. Vorum heppin með veður og færi. Gabríel þessi engill minn var eins og lítið ljós við afa sinn og ömmu á föstudag þegar við Hjölli vorum á jarðarförinni. Það er gott að eiga góða að.
Guð veri með ykkur og ég bið ykkur vel að lifa.

fimmtudagur, mars 23, 2006

afmæli

Ég á afmæli í dag
ég á afmæli í dag
ég á afmæli hún ég ég
ég á afmæli í dag :o)


takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og smsin í dag!

þriðjudagur, mars 21, 2006

veikindi, dauðsföll

Jæja þá er ég búin að liggja í nærri viku, er samt staðin upp aftur og mætt til vinnu. Það var lítið um verkefnaskil, eða msn, bréfaskriftir eða það annað því flensan lagði mig alveg. Gabríel fór á leikskólann og gekk vel sem betur fer því þá gat ég legið í móki og verið "ekki" í 4 klukkutíma.

Á fimmtudag, 16. mars lést bróðir Hjölla. Hann hafði barist hetjulega við krabbamein sem réðst á beinflögur í andliti hans. Þessi barátta stóð í rúm 2 ár. Núna í janúar 2006 kom svo í ljós að það væri ekki hægt að bjarga lífi hans og var þá búið um hann svo honum liði sem best síðustu daga sína í þessu jarðlífi. Maður þakkar fyrir að hafa kynnst honum, jafnframt því lærði maður að meta það sem maður á og ekki taka hlutina sem sjálfsagða. Ég veit að honum líður betur núna þar sem hann er og er því þakklát að hann hafi ekki þurft að þjást lengur. Hann var fæddur 1969 og hann lætur eftir sig konu og 2 börn.
Blessuð sé minning hans.

mánudagur, mars 13, 2006

kvef, jaxlar og læti

Átti rosalega góða og notalega helgi. Þreif mikið, þvílíkur dugnaður í gangi. Gabríel hressari - nema hann ákvað að taka jaxla svo hann lítur út eins og hamstur í augnablikinu. Skapið eftir því. Kvefið herjar á mig fullbúið undir árásir á öllum vígstöðum; eyru, augu, nef og háls... Sit í vinnunni með nefúða og Kleenex balsam nefþurrkur (þessar með áburði til að verja nebbann)
Hjölli setti glugga í uppi, mmeeeega flott!! Hlakka ekkert smá til að flytja tölvurnar mínar þar upp. Núna sem sagt getur Hjölli ráðist í að klára þessa hæð!! Ég hlakka svo líka til að útbúa herbergi handa Gabríel ! Kitlar í fingurna eftir að hefja föndrið þar!

föstudagur, mars 10, 2006

ekki fair

þetta fyrir neðan er ekki fair - jú kannski. Mér líður vel með það sem ég hef í dag og þar sem ég er stödd í lífinu. Ég vona að fleirum líði þannig í dag - í dag er góður dagur, sól og blíða, fallegt úti að litast, stórhættulegt - vorfílíngur á háu stigi....

ouch

You Are 31 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

mánudagur, mars 06, 2006

er blogger í rusli?

allt í steik með síðuna hans Gabríels...

laugardagur, mars 04, 2006

Fréttir af Bifröst

er stödd á Bifröst, að hlusta á mann tala um peninga, og er að vona að ég læri eitthvað af honum. Fór rosalega vel um okkur á hótelinu, Hótel Hamar sem er rosalega flott. Æðislegur matur: Skógarsveppasúpa með koníakskremi, hvítlauksrisaður lax og súkkulaðipíramíti með hindberjasósu.
Svaf alveg ofboðslega vel, hefði alveg getað sofið lengur. En ég hlakka líka til að fara heim og knúsa mann og barn. Enda ætlum við að brenna alla leið heim í kvöld :o)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Bifröst á morgun

Á morgun held ég af stað suður á Bifröst. Með mér fara þær Ríma og Monica. Við ætlum að gista í Mývó annað kvöld og halda förinni áfram suður á föstudagsmorgun, en mæting er 13:00 á Bifröst. Ég kem ekki í bæinn eins og ég hafði ætlað mér. Gerði það sem ég ætlaði mér að gera sl helgi og hef bara ekki efni á að fara aftur í bæinn.
Öskurdagur í dag, ég er búin að heyra Bjarnastaðabeljurnar nægilega oft til að það endist mér út ævina - og margar nýjar útgáfur af Gamla Nóa. Kostur: nammiborðið!! Hver er í nammibindindi á öskurdag? (já ég stafa orðið svona - þið mynduð gera það líka í mínum sporum)