fimmtudagur, maí 31, 2007

Dilemma

Skóli eða vinna? Eins og mörg ykkar vita þá hef ég hug á að fara í skóla. Henti inn umsókn í gær, og reyndi að segja upp vinnu í gær líka en það gekk ekki eins vel og stend ég nú á krossgötum og veit barasta ekkert í minn haus.
Svo virðist sem ég sé hinn frábæri starfskraftur og yrði missir ef ég færi. Hann bauð mér ágætis kjör - en ekki alveg það sem ég vil. Ég vil hætta 5 á daginn. Ef ég get hætt 5 á daginn, þá fresta ég námi í ár. - ég er lost... any ideas???

miðvikudagur, maí 30, 2007

Gulur Póstbíll

Er alveg endurnærð eftir gærkveldið! Átti svo notalega og góða stund með knúsinni minni Dóu. Grilluðum og kjöftuðum. Gabríel er rosalega hrifinn af þessari "frænku" sinni og var líka rosalega þægur og rólegur. Engir gestastælar! Ég náttla bara montin núna !!
Þetta er svo nauðsynlegt, að fá góða vinkonu í heimsókn, til að kjafta um allt og ekkert. Losa um fullt af böggi sem hefur verið að eta mann að innan sem maður talar bara um við sínar nánustu vinkonur.
Og ég vil bara segja að ég er rosalega stolt af vinkonum minum í dag. Dóa vinkona komst í mega flottan skóla úti í Amsterdam og er að fara þangað í ágúst. Ragga vinkona ætlar að leggja land undir fót og fara á vit ævintýranna með sálufélaganum sínum til Hollands í júlí. Anna vinkona er að brillera í skólanum sínum og stefnir í flotta útskrift í Júní.
Ég er montin af þessum konum.

sunnudagur, maí 27, 2007

Köflótt gluggatjöld

og er í sveitinni hjá mömmu og pabba. Hef ekkert að segja nema sonur er happy, alltaf gaman að koma hingað til afa og ömmu. Við erum í afslöppun, fyrir utan að marka lömb. Gabríel reyndar sá það ekki, hann fór bara með að gefa fyrr um daginn og er efni í stórbónda :)
Fundum gamalt Playmobil dót sem ég hafði átt. Það fær að fara með heim á morgun, hann er svo hugfanginn af því:)
Annars hef ég bara ekkert að segja.
Er enn að venjast þeirri tilhugsun að x-ið sé flutt á eyrina og ég muni mæta honum á gatnamótum. Sem reyndar gerðist svo á föstudaginn, og hann hefur alltaf efni á að keyra um á nýja bílnum sínum sem gerir mig svo reiða. En ég hugsa bara um að ég á gullmolann minn!

þriðjudagur, maí 22, 2007

Gott að sofa í sínu rúmi


Syni mínum finnst gott að sofa og tekur hiklaust 3 tíma þegar hann sefur heima á daginn

mánudagur, maí 21, 2007

Grænn sportbíll


Frábær helgi að baki! Fór í skemmtilega heimsókn til Hafdísar og sonar hennar Jóhanns Haralds. Þau búa rétt fyrir utan eyrina, ekki langt að skjótast. Alveg nauðsynlegt að fara og hitta annað fólk, og tala við aðra en bara vinnufélaga go soninn. Takk kærlega fyrir okkur Hafdís. Situr uppi með okkur núna góða mín!

Við Gabríel áttum góða daga saman. Fann hvað hann naut þess að hafa mig eina hjá sér. Bara ein vika og síðan er verslunin opin bara til fimm - þá get ég sótt hann sjálf á leikskólann.

Ég grillaði í gær!! Og ég ekki alveg komin á þá bylgjulengd að við erum bara 2 í mat og ég tók allt of mikið til á grillið. Og þegar uppi var staðið þá var orðið allt of seint að bjóða í mat. Svo gaf ég honum ávexti og rjóma í eftirmat, og ég vissi ekki hvert hann ætlaði af kæti blessaða barnið.

Svo í gærkveldi þegar hamingjusama barnið mitt var farið að sofa, fann ég hvað ég var sátt og ánægð. Stolt af heimilinu sem ég hef búið til handa okkur Gabríel, fallegt, notalegt hlýlegt heimili sem honum líður vel á. Já okkur báðum!

föstudagur, maí 18, 2007

Rauður traktor

Skrýtið að maður vinni bara einn dag og fái svo aftur frí. Gera eins og hinar norðurþjóðirnar vera með "optional workday" þar sem fólk getur ráðið því mikið hvort það mæti í vinnu á svona degi - sem þá sennilegast er tekið af sumarleyfi eða þvíumlíkt - svíinn sem ég tala mikið við segir að þau þar fái bara frí þessa föstudaga sem lenda á milli fimmtudagafrídags og helgar. Ekker vesen - enda er hann búinn að vera með fullt fullt af 4 daga helgum - imp..
Ég tilkynnti syni mínum það í gær þegar við komum heim að við ætluðum sko að vera heima þessa helgi. Og ég hlakka svo til! Búin að mæla mér mót við eina vinkonu á morgun og fór í kaffi til einnar í gær :) - þetta eru stelpur sem ég er að kynnast því best að fara að reyna að eignast einhverja vinkonu hérna - ekki gengur að messa bara við svíann minn.
Sonur er orðinn hress - sem betur fer. Var farinn að þreyta ömmu sína - þar sem hann var orðinn hitalaus sl þriðjudag og farinn að hanga í ljósakrónum. En þau vildu passa hann fyrir mig miðvikudag líka þar sem skólanum var lokað um hád og þá hefði ég þurft að taka frí í vinnunni - og þessi einstæða móðir hefur barasta ekki efni á slíkum lúxus.
Annars er barasta allt í gúddí :) helgin framundan, sonur hraustur, bíllinn fullur af bensíni, peningarnir ekki alveg búnir, svo allt getur gerst :) - nei ég er ekki á leiðinni suður - ætla samt að íhuga alvarlega næstu helgi.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Tæknival reunion....

25. maí nk er reunion hjá gömlum Tæknivölsungum!!! Gaman væri að komast suður og hitta alla gömlu vinnufélagana.

datt í dúnalogn...


Var nóg að gera fyrir hádegi. Síminn hringdi og fólk kom. Núna - ekkert. Hlýtt úti, dulítið hvasst, sólin potar nefinu reglulega út á milli skýjanna til að minna okkur á sig. Sonur minn er enn í sveitinni og ég sakna hans mikið. Einmannalegt heima þegar hans nýtur ekki við. Hann hefur svo mikinn lífskraft og hann er svo ferskur og kemur með svo hressar uppákomur. Hann verður þar líka á morgun þar sem leikskólinn lokar í hádeginu og ég hefði þurft að fá frí eftir hád á morgun. Og þá væri ég að taka áhættu með heilsuna hans þar sem hann er ekki orðinn fullfrískur enn. Svo; ein heima aftur í kvöld.

Ég fór að versla í gær. Ísskápurinn gargaði á móti mér af tómleika. Greinilegt að ef maður væri ekki með barn á heimilinu þá væri ísskápurinn svona alltaf. Svo mín trillaði í Bónus og verslaði fyrir um 11 þúsund!! - getið rétt ímyndað ykkur hve tómt var orðið. Nema í kistunni minni. Ég á fullt af kjöti og frosnum mat.

mánudagur, maí 14, 2007

Gabríel lasin


hæ .. hvað segist? Bara allt gott héðan, nóg að gera, Gabríel lasin sl viku og er hjá mömmu og pabba núna þar sem hann var ekki búinn að losna við hitann sem hann fékk, eftir að hann losnaði við vírusinn úr augunum. Þannig ég var heima 2 daga sl viku með honum. Svo föstudag keyrði ég hann uppeftir. Sú ferð var heldur viðburðarrík fyrir það fyrsta að það snjóaði á leiðinni - commonnn - það er kominn Maí!!! Og svo dó kúplingin á leiðinni - að sjálfsögðu á eina blettinum í Reykjadal sem síminn dettur út - upp brekkuna úr dalnum (já rétt hjá Önnukoti) Með lasið barn, mátti ég bíða í bílnum eftir að kæmi bíll svo ég gæti fengið far inná Lauga til að bíða þar og komast í símasamband. En það reddaðist allt saman - og við fundum kubba í Sparisjóðnum okkar.

Annars var helgin viðburðarlítil. Las eina bók, lék við Gabríel, horfði á Formúlu, Júróvision, bölvaði Rúv fyrir að taka okkur í rassagatið smjörlíkislaust og geta svo ekki drullast til að sýna úrslitin frá Júróvision - commonon það voru fokkins 5 mín eftir!!! Ég hef ekki horft á Rúv í laaaangan tíma - svo horfi ég þarna - nú fá eitthvað fyrir þessa himinháu reikn sem maður fær heim, og þeir klúðra því.

Svo kom ég heim í gær - litli garmurinn minn hjá mömmu og pabba og ég veit að það fer ekki ílla um hann.

mánudagur, maí 07, 2007

Bjöggaball :)

alveg snilldar helgi að baki! Fórum í sveitina á föstudaginn í tilefni afmæli mömmu. Gabríel fór með afa sínum og ömmu reyndar fyrr um daginn - það er svo mikill munur fyrir hann að hætta fyrr og þurfa ekki að dröslast í bíl eftir 10 tíma vinnudag - sem er nógu langur fyrir svona lítinn kút.
Nú - á laugardag var afslappelsi og Ragga vinkona go hennar spúsi komu í heimsókn í Mývó - þau höfðu verið á "hvalveiðiskoðunnartúr" á Húsavík. Svo var planið að fara á Akureyri og kíkja í krukku. Og ég ákvað að skella mér - mamma og pabbi svo himinlifandi yfir að ég skuli drífa mig út að þau hugsuðu sig ekki um og pössuðu litla gullmolann minn.
Og það var svoooo gaman!! Ég hef ekki hlegið svona mikið svo lengi! Björgvin Halldórss var nöttla flottastur - en reyndar hlustaði ég ekki mikið á hann - en dansaði þó eitthvað. Og var hálf vönkuð á sunnudag en ekki mikið þó. Þetta var eitthvað sem ég virkilega þurfti á að halda - sérstaklega að hlæja svona mikið.
takk elsku Ragga fyrir frábært kvöld!!!

föstudagur, maí 04, 2007

Afmæli í dag....

Mamma mín elskulega á afmæli í dag!!!!

(mynd tekin 1955)

Til hamingju með daginn elsku mamma mín!

miðvikudagur, maí 02, 2007

snilldar veður

hef þannig séð ekker annað að segja. Týnd...
Atburðir helgarinnar eru hér http://gabrielalex.blogspot.com/