miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Sökum FJÖLDA áskoranna

þá hef ég ákveðið að hripa niður nokkrar línur. Já okkur líður afskaplega vel. Gabríel stækkar og stækkar og er alltaf jafn yndislegur í alla staði. Hann er kominn með 4 tönnslur, 2 uppi og 2 niðri og er geysilega montinn af þeim. Hann er farinn að skríða og sitja eins og herforingi, og vill vera á fartinu daginn út og inn. Sefur rosalega mikið og borðar vel, enda hraustur og flottur strákur!! (ég er enn montin af honum og sennilegast held ég áfram að vera það um ókomna tíð)

Innilegar hamingjuóskir með afmælin, Vilborg og Jóhanna!!! Þið eruð flottar og ég sakna ykkar beggja mikið! Eins og fleiri. Ég fæ reglulega yfirþyrmandi söknunartilfinningu til ykkar allra! Og ég er farin að þarfnast helgarfrí í Reykjavíkinni. Spurning hvort maður mætti koma einn?

Sumarið leið allt of hratt (like always) Var mikið á flakki í sumar, er td nýkomin frá Mývó - þar sem ég var svo heppin að hitta Önnu og Eddu, og hitta son Eddu í annað sinn og fór það betur en síðast. Drengurinn hennar er rosalega flottur strákur og má hún vera montin af honum!!!

Hjölli mega duglegur að gera við hæð 2, enda fer hún sennilegast að komast í gagnið, mikið hlakka ég til. Þá flytjum við tölvurnar upp og Gabríel fær sitt eigið herbergi hér niðri - þá mitt herbergi. Hlakka til að gera það að alvöru barnaherbergi - ætla að skreyta það sjálf, mála á vegginn og þess háttar.

Jamm ekki mikið meira um að vera hér, öllum líður vel, allir hraustir og hressir.
Bið afsökunnar á netletinni í mér.....
knús og kossar til ykkar allra!!