það er nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni. Ekkert... meira að segja Marínó, eigandinn er ekki ánægður með þennann mánuð. Fermingar komnar og farnar og við fundum ekki svo mjög fyrir þeim, því er nú ver og miður. En samt er ég búin að ná að selja ágætlega að mínu mati, en greinilega ekki nóg. En hvað á maður að gera þegar fólkið kemur ekki inn?
Næsta helgi er undirlögð í ferðalag til Mývó og Akureyrar. Hörður bróðursonur Hjölla er að fermast á laugardaginn. Það er alltaf gaman að hitta fólk, en núna erum við bara að sigla inn í svooo blankt tímabil að við höfum varla séð annað eins í maarga mánuði. Engin Reykjavíkurferð í náinni framtíð.
Hjölli er að verða búinn með hæðina, og hún er bara meeeega flott. Hlakka til að flytja mig upp með tölvurnar mínar, og sitja við stóra flotta gluggann minn og horfa út á fjörðinn. Þarna get ég líka verið með föndrið mitt, í friði inni hjá mér, þar sem það er ekki fyrir neinum, og ég get skilið við það eins og ég vil og gengið að því þegar ég vil. Þetta verður svo mikil snilld!
Hvenær á að kíkka í heimsókn? Gestaherbergið er til - það er við hliðina á nýja tölvuherberginu mínu!!!