mánudagur, maí 29, 2006

3ja hæðin tekin í gagnið :o)


Halló halló - yndisleg helgi. Við fluttum tölvurnar upp á 3ju hæðina - sem er alveg ofboðslega flott! Er meeega þreytt í fótunum eftir flutningana, ekkert smá að flytja dótið upp 2 hæðir... he he vorum að gera grín að því að við værum ekki lengur í flutningsæfingu :o)
En þetta er alveg rooosalega flott hæð hjá honum Hjölla mínum!!

Svo klippti ég gaurinn minn, notaði svona rakvél, svo hann er með hálfsnoðaðan kollinn, sumarklippingin í ár :o) hann er algjör rúsína svoleiðis. Hann er rosalega ánægður með þessar breytingar á húsinu, það er nefnilega svo miklu meira af opnu rými og hann getur hlaupið miklu meira um allt þarna uppi.
Eins og sést á myndinni eru genin á réttum stað í litla prinsinum mínum :o)

hafið góðan dag, Guðrún K. "stolt móðir"


mánudagur, maí 22, 2006

Dóa snillingur!!

Hún Dóa mín, snillingurinn, heilinn, námshesturinn, besta manneskja í heimi,
kláraði BA verkefnið sitt á föstudaginn!!!!
Gefum henni gott klapp á bakið!!!!

TIL HAMINGJU!!!!

Hvaða dagur er í dag?


og hvað mætir manni þennann mánudagsmorgun?? Þetta er nóg til að gera mánudaginn þokkalega erfiðari en vant er... og mánudagar eru sko ekki mínur uppáhalds dagar eins og mörg ykkar sko vita....

föstudagur, maí 19, 2006

Tímamót.



Fyrsta listaverk sonarins litið dagsins ljós. Málverk frá leikskólanum Kærabæ. Það er full vinna að vera stolt mamma, og ég er ekkert að spara montið. Þetta er svo ótrúleg tilfinning, og brosið sem maður fær þegar maður sækir litla mann á leikskólann er það dýrmætasta sem ég hef átt um ævina. Allir dagar verða sérstakir þegar maður fær svoleiðið bros.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Góðan daginn


ég vaknaði við kvakið í syni mínum í morgun kl 7. merkilegt nokk þokkalega útsofin barasta! Oki, ég ákvað að prufa að nota sprey, þeas hrotusprey, og viti menn, allir sofa betur í húsinu. Hmmm... og ég er ekki lengur marin á hnénu eftir barsmíðar mannsisn míns um miðjar nætur. Versta er að ég vakna núna við hans hrotur. Reyna að fá hann til að nota þetta líka.
En Gabríel er orðinn hress og kátur. Sefur núna allar nætur, og ekkert vesen.
Hjölli er búinn að lakka allt uppi, og nú getum við farið að ferja dót upp á 3 hæð og taka hana í gagnið. Hér má sjá smá sýnishorn af þessari hæð : Sunnuhvoll 3 hæð. Ég fæ stórt herbergi undir mitt dót, semst tölvuna og allt föndrið mitt. Auk þess sem ég kem sófanum leikandi fyrir. Hlakka mikið til. Stór gluggi, útsýni til austurs og yfir fjörðinn.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Ótrúlegt en satt...



Í gærkveldi gerðust þau stórmerki að ég sofnaði við tölvuna mína. Já, ég sofnaði framan á lyklaborðið, í miðjum leik, WoW, á teamspeak með yfir 20 manns spjallandi í eyrun á mér, og plottandi hvernig væri best að ná Hakkar í ZG niður einungis með einum warrior.

Já þessi ælupest sonarins er farin að taka sinn toll á okkur. Ekki heill nætursvefn í heila viku, 4-6 þvottavélar á dag af gubbudóti, grátur og gnístandi tennur. Og að horfa á soninn missa undirhökuna, bollukinnarnar og bumbuna. Hann er alltaf jafn sætur, en halló - ekki allt á einni viku commmonnn!!

En þetta er held ég bara að verða búið, hann svaf í alla nótt - já ó já það var svo gott að vakna í morgun....
Svo erum við með breyttan opnunar tíma - frá 09:00-16:00 og lokað á laugardögum - þetta er semst sumaropnunnartíminn ég er rosa ánægð!!

miðvikudagur, maí 03, 2006

mæðulegur miðvikudagur



Ég vaknaði í morgun, reyndi eftir fremsta megni að segja sjálfri mér að dagurinn í dag yrði góður dagur, þrátt fyrir svefnlitla nótt, grenjandi rigningu og yfirvofandi blankheit. Gabríel er eitthvað rosalega pirraður, sennilegast illt í gómnum, jafnvel mallanum, með hita. Gallinn er sá að hann getur ekki sagt mér hvar hann finnur til, ég reyni að gera lífið hans bærilegra, en samt er ég ekki að ná að hitta á réttan stað. Endanum lagði ég hann í rúmið aftur og hann sofnaði, aðeins klukkutíma eftir að hann vaknaði. Enda kannski svaf hann álíka lítið og ég í nótt þar sem hann var ástæðan mín fyrir vöku.
Er í vinnunni. Ekkert að gera. Rigning, og skap í fólki eftir því. Kannski virkar hluturinn ekki og þá kemur upp pirringur, og rigningin og rokið hjálpa ekki til. Ég er að reyna að halda sönsum, en eins og sjá má mynd þá er mitt útsýni ekki upp á marga.....