föstudagur, júní 30, 2006

Gott að sofa

Sent með símbloggi Hex

miðvikudagur, júní 14, 2006

Frábær helgi

Fórum á laugardaginn í Mývó, bara svona til að skreppa. Fórum í lónið, fengum okkur ís og pylsur, pabbi grillaði, rosalega notalegt.
María og Gunni komu sunnudagsrúntinn með stelpurnar til okkar og skelltum við okkur aftur í lónið. Alltaf gaman að hitta þau blessuð. Gabríel spilaði út öllum sínum sjarmakortum alla helgina, og var bara yndislegur. Komst í formúlustuð og sukkhornið með afa sínum og ömmu.
Kíktum í Belg hittum þar forystuær sem er brauðbíll - með sín tvö fallegu lömb. Gabríel var rosalega hrifinn af þeim og fékk að gefa þeim brauð.
Góð og notaleg helgi

Annars er fullt um að vera og skapið eftir því (sjá prv póst) ætla ekki að fara að útlsita því hérna þar sem þetta er ekki alveg fullfrágengið.
No worries - þetta er vinnutengt ekki hjúskapar..

ekki gott...

mig langar í sígó....

miðvikudagur, júní 07, 2006

Döpur í hjarta


Á sunnudaginn kom dagurinn sem ég hef kviðið fyrir í langan tíma, og alltaf vitað að kæmi að honum, bara vissi ekki hvaða dag þetta myndi gerast. En á sunnudaginn varð ég að láta hundinn minn fara. Sambúðin var hreinlega ekki að ganga upp. Ætla ekkert að fara að útlista af hverju, bara að hún fór út á Vattarnes go er núna hálsólarlaus sveitahundur. Kannski henni líði bara jafnvel betur þar. Vona það.
Allavega þá sakna ég hennar ofboðslega og sl dagar hafa verið mér mjög erfiðir.

Elsku Anna og Ragga, til hamingju með afmælin ykkar núna 4 og 5 júni. Ég gleymdi ykkur ekki, ég var bara ekki í gír til að bjalla í ykkur því þið hefðuð bara heyrt "sobs" í símann.
Innilega til hamingju með afmælin elskurnar mínar!!

fimmtudagur, júní 01, 2006

Sól og sumarhiti

Góðan daginn gott fólk. Loksins er komið sannkallað sumarveður hérna á Austurlandi. Kallinn minn sat úti á "svölum" í sólinni með sígó þegar ég fór. Hann duglegur, reykir ekkert inni lengur, fer út til þess.
En firðirnir eru spegilsléttir, fuglarnir kvaka í trjánum sem eru orðin græn. Og þar að auki er útborgunnar dagur í dag, hvernig getur maður annað en verið í góðu skapi :o)

Þið ykkar sem voruð að reyna að ná sambandi við mig sl daga, td á mánudag og þriðjudag en ekkert gekk - var vegna þess að ég kom heim á mánudag með gubbuna, sem stóð frameftir kvöldi. Og fór ekki í vinnu á þriðjudag vegna slappleika og slens, einnig var ég gjörsamlega búin á því eftir átökin kvöldinu áður. Ekki fór svo betur en Hjölli minn lagðist líka á þriðjudagskvöldið.

Ég var að spá í að fara í Mývó um helgina. En ef það á að vera svona veður hérna þá hreinlega tími ég ekki að fara. Heldur taka til í garðinum, grilla go hafa það næs heima hjá mér.